Helgarpósturinn - 23.04.1997, Qupperneq 18
H
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997
kvikmyndir
Ari Eldjárn
skrifar
Týndir töfrar
I fjarlægu
sólkerfi
The Empire Strikes Back
★★★★
Aöalhlutverk: Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie Fisher, Billy
Dee Williams, David Prowse og Kenny Baker
Leikstjórn: Irving Kershner
Hér heldur áfram sagan um frelsisbaráttuna í
sólkerfi langt í burtu fyrir langalöngu...
Mark Hamill leikur hér á nýjan leik Luke Sky-
walker og gerir það bara ágætlega, eins og alltáf.
Mér hefur aldrei þótt nein ástæða til að segja að
hann væri ömurlegur leikari þótt hann sé eng-
inn stórleikari. Harrison Ford er alltaf jafn góð-
ur sem Han Solo og Carrie Fisher er líka alveg
ágæt. Billy Dee Wiliiams er skemmtilegur sem
Lando Calrissian en allra besta persónan er
Jedi-meistarinn Yoda, sem er dúkka, en rödd
hans á Frank Oz (sem talaði inn á Ms. Piggy í
Prúðuleikurunum).
Leikstjórn Irvings Kershner er mjög góð og
tekst honum að viðhalda vissum stíl út alla
myndina, en hann er dekkri og óhugnanlegri en í
hinum tveimur myndunum. Svo er náttúrlega
alltaf gaman að fá tækifæri til þess að
losna við sjónvarpskassaformið og
geta horft á myndina á breiðtjaldi í
Háskólabíói. Nýju atriðin eru ekki
mörg, einhverjar sekúndur, og er
þetta eiginlega bara sama myndin.
Þetta er bara eins og allar sérútgáf-
urnar sem eru gefnar út á mynd-
bandi, nema hvað þessi fer í bíóin.
Lesið í snjóinn
★★
Aöalhlutverk: Julia Ormond, Gabriel Byrne og Ri-
chard Harris
Leikstjórn: Bille August
Iér höfum við útgáfu Bille August
á bók Peters Höeg Lesið í snjó-
inn. Honum August karlinum hefur
ekki tekist að færa ljóma mynda
sinna yfir til Hollywood. Gott dæmi
um þetta er Hús andanna. Bille virð-
ist glata leikstjórnarhæfileikanum
þegar hann f.ær fræga leikara frá
Hollywood til Iiðs við sig.
í þessari mynd leikur Julia Orm-
ond Smillu, 37 ára hálf-grænlenska
konu sem er stærðfræðingur og
jöklafræðingur. Hún flækist inn í
flókna atburðarás í kjölfarið á því að
sex ára vinur hennar dettur fram af
húsþaki og deyr. Þessi atburðarás
er svo spennandi og flókin að
maður verður hálfvonsvikinn þeg-
ar það kemur í ljós hversu ómerki-
legt og fáránlegt fyrirbæri er á
ferðinni.
August gerði síðast myndina
Jemsalem og var hún miklu betri
en nýjasta Hollywood-afurð hans.
Ef til vill er hann svo spenntur fyr-
ir því að fá til liðs við sig fræga
leikara að hann þorir ekki alveg að
koma fram við þá eins og leikara,
heldur eins og þeir séu eitthvað
betri en aðrir. En hvað sem því líð-
ur, þá er myndin mjög góð á köfl-
um en breytist allt í einu úr þess-
um dimma spæjaratrylli í eitthvað
á borð við Jurassic Park.
Portrait of a Lady
Aöaihtutverk: Nicole Kidman og John Malkov-
ich
Leikstjórn: Jane Campion
w
Eg get nú tæpast trúað því að
þessi mynd sé eftir sömu
manneskju og gerði Píanóið á sín-
um tíma. Ég held að ég hafi ekki
séð langdregnari og leiðinlegari
mynd síðan ég sá Jefferson in Pa-
rís. Helsta mein myndarinnar er hvað hún er
ógeðslega tilgangslaus og leiðinleg. Hún býr sig
undir að fjalla um eitthvað ákveðið en breytir
síðan stefnunni og fer að fjalla um einhverja allt
aðra hluti og skilur mann eftir vonsvikinn og
óánægðan. Hún hefur ótal góð söguefni og byrj-
ar alltaf á því að fara rækilega í þau, en skilur
þau svo síðan bara eftir og skeytir ekki meira
um þau.
Nicole Kidman er virkilega hræðileg í þessari
mynd; hún gerir til dæmis ekkert nema að gráta
og vera tík. John Malkovich hefur sennilega
aldrei leikið svona illa. Hann er allan tímann
hálfömurlegur að sjá og hagar sér samkvæmt
því. Það er engu líkara en hann hafi verið á ein-
hverju þegar myndin var tekin. Richard E.
Grant leikur smáhlutverk og er ekkert frábær í
því, maður hefur séð hann betri. En það sorgleg-
asta er að svona frábær leikstjóri eins og Campi-
on skuli geta klúðrað sínum málum svona ræki-
lega, stuttu eftir að hafa gert jafngóða mynd og
Píanóið var.
Heræfingasvæ ði á norðurslóðum
Ahugavert hefti frá Interna-
tional Peace Bureau barst
mér nýlega í hendur. Þar er
sagt frá margvíslegum hremm-
ingum sem konur verða fyrir af
völdum hernaðar og heræf-
inga.
Nákomin okkur, íslenskum
konum, er frásögn kvenna af
Inúíta-ættflokki sem búið hefur
í landi sínu um tvö þúsund ára
skeið.
Innu-fólkið nefnir land sitt
NITASSINAN, en umheimurinn
vill nefna þennan norðlæga
skaga Labrador. Frá fornu fari
hafa tveir ættflokkar indíána
einnig búið í landinu: Mont-
agnais- og Naskapi-ættflokkar,
enda er landið skagi, landfast-
ur við austurströnd Kanada og
1.619.000 ferkílómetrar að
stærð.
Af þeirri tegund fræði-
mennsku sem ættuð er frá evr-
ópskum nýlenduveldum er sá
fróðleikur að skaginn hafi ver-
ið „fundinn" af Norðmanninum
Bjarna Heijólfssyni árið 986,
þá hafi Leifur Eiríksson fundið
hann að nýju um árið 1000 og
ætlað að stofna nýlendu. Þá
koma enskir landvinninga-
menn, s.s. Jon Scolp (um
1472), Johan Cabot (um 1497)
og þannig rekur sig saga fund-
vísra Evrópumanna, sem hafa
slegið eign sinni á lönd Inúíta
og indíána.
Kanadísk stjórnvöld telja La-
brador útkjálka og eyðiland.
Þar sé kjörið svæði fyrir kan-
adíska herinn að láta sínum
látum og 1964 hófust þar mikil
hernaðarumsvif, sem uxu á átt-
unda áratugnum. Þá fengu að-
ildarríki Nató æfingasvæði fyr-
ir lágflugsæfingar, allt niður í
30 metra yfir jörðu, æfingar í
sprengjukasti og samsíða flugi
árásarvéla.
Um þessar ráðstafanir
stjórnvalda í Kanada hefur El-
izabeth Penashue sagt: „Ég á
heima á þessu landi. Við höf-
um séð dauðan fisk fljóta upp
á ströndina og séð trén
visna... Ærandi hávaðinn fælir
hreindýrin, svo að kálfarnir
fæðast ófullburða og börnin
fyllast ótta.“
Konurnar hafa risið upp til
mótmæla: „Við voru ekki
spurðar hvort við vildum að
herinn gerði innrás í land okk-
ar... við höfum aldrei undirrit-
að neitt landaafsal... ríkis-
stjórnin hefur stolið landi okk-
ar... við erum meðhöndluð
eins og við værum ósýnileg...
við erum orðnar þrælar í okkar
eigin landi.“
Konurnar hafa krafist rann-
sóknar á afleiðingum lágflugs-
ins á umhverfið og heilsufar
íbúanna. Könnunin var gerð
1995 og sýndi neikvæð áhrif.
Þrátt fyrir það var flugið aukið
um helming í 18.000 á ári og
þar af 15.000 flug í aðeins 30
metra hæð. Æfingasvæðið var
stækkað upp í 130.000 ferkíló-
metra og árið 1996 gerði Kan-
adastjórn tíu ára samning við
Hollendinga, Þjóðverja og
Breta um svæði fyrir lágflugs-
æfingar til ársins 2006, þar
sem gert er ráð fyrir 150.000
flugferðum.
Flygildi dauðans fljúga
víoa
Þau hafa dreift driti sínu á ís-
landi og vilja nú gera fleiri at-
rennur hér á landi. Utanríkis-
ráðuneyti íslands birti þann
16. júlí 1996 fréttatilkynningu
þar sem segir m.a. að fjórtán
aðildarríki Nató muni hafa hér
heræfingar og að hugsanlega
fjölgi þeim eitthvað. Heræfing-
arnar ganga undir nafninu:
„Partnership for Peace“ og
fara fram dagana 25.-29. júlí
1997.
„Forsendur æfinganna gera
ráð fyrir því að öflugur jarð-
skjálfti hafi orðið á Suðvestur-
landi með manntjóni og gífur-
legri eyðileggingu. Gengið
verður út frá því að fjarskipti
og allar samgöngur liggi niðri á
svæðinu og að fjöldi fólks sé
grafinn í rústum húsa.“ (Úr
fréttatilk. utanríkisráðuneyt-
is.)
Næsta aðvörun um það sem
koma skal birtist á þessu ári í
ritinu Landsbjörg. Fyrirsögn
greinarinnar er: „Samvörður
‘97. Umfangsmesta björgunar-
æfing sem haldin hefur verið
hér á íslandi.“ Frásögnin er
með fagnaðarblæ og segir í
upphafi m.a.: „Æfing þessi,
sem haldin er á vegum friðar-
samstarfs Atlantshafsbanda-
Iagsins (PFP), verður án nokk-
urs vafa umfangsmesta björg-
unaræfing sem haldin hefur
verið hér á landi og á sér lík-
lega fá fordæmi í heiminum að
mörgu leyti.“
Þá er þarna gerð grein fyrir
þeim tækjakosti sem fluttur
verði til landsins. Þar á meðal
fjórar amerískar þyrlur og
„fullvaxin greiningarstöð11,
sem á að setja upp á vettvangi,
Litháar komi með tvær þyrlur
og lækna, Rússar með Herk-
úles-vél „fulla af búnaði“,
þyrlu, bílakost auk mann-
skaps. „... Noregur mætir með
eitt stykki skip með þyrlu...“
Austurríkismenn koma m.a.
með efnavagn til þess að
heinsa upp eiturefni o.s.frv. Þá
segir meðal annars: „Banda-
ríkjamenn munu borga megin-
hluta þess kostnaðar sem felst
í uppsetningu æfingarinnar
hér heima.“
Meðal forvitnilegra fagnað-
arefna greinarhöfundar (sem
99
Heræfingar Amerfkana hér á
landi eru ekki nýmæli. Þær hafa
farið fram árvisst annað hvert ár
alit frá 1983, eða á um fjórtán
ára tímabili. Áður munu skotæf-
ingar og sprengjukast hafa farið
fram víða um land, án þess að
þær væru opinberlega tilkynnt-
ar. Æfingasvæði sem Keflavíkur-
herstöðin hefur lagt undir sig
eru bæði á Reykjanesi og norð-
an Skjaldbreiðar.
U
ekki er þó nafngreindur) er
koma fjögurra manna „hermi-
hóps“. Þetta verða sérfræðing-
ar frá Bandaríkjunum.
hann (hópurinn) mun útfæra
lausn verkefnanna og gefa upp
áætlaðan viðgerðatíma... Get-
ur hópurinn þá haldið strax í
næsta verkefni og viðkomandi
vegi, brú eða veitu verður þá
haldið lokaðri þann tíma sem
sérfræðingarnir segja fyrir
um.“
Hér er ekki um neitt minna
að ræða en það að fjórir sér-
fræðingar amerískra hernaðar-
yfirvalda muni yfirtaka um-
ferðarstjórn, rafveitur og e.t.v.
vatnsveitur á höfuðborgar-
svæðinu.
„Staðsetning æfingarinnar
takmarkast (skv. sömu heim-
ildum) við það landsvæði sem
sérkort Landmælinga íslands
af Reykjanesi nær til (mæli-
kvarði 1:100.000)...“ Það svæði
sem hér um ræðir nær um það
bil frá Meðalfellsvatni að norð-
an og yfir öll þorpin í Árnes-
sýslu að austanverðu.
Heræfingar Ameríkana hér á
landi eru ekki nýmæli. Þær
hafa farið fram árvisst annað
hvert ár allt frá 1983, eða á um
fjórtán ára tímabili. Áður
munu skotæfingar og sprengju
kast hafa farið fram víða um
land, án þess að þær væru op-
inberlega tilkynntar. Æfinga-
svæði sem Keflavíkurherstöð-
in hefur lagt undir sig eru bæði
á Reykjanesi og norðan Skjald-
breiðar.
Æfingar í undirgefni?
Þar sem upplýsingar um her-
æfingarnar eru nokkuð misvís-
andi leitaði ég til varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins og veitti starfsmaður skrif-
stofunnar mér góðfúslega um-
beðnar upplýsingar. Hann
staðfesti að umfang heræfinga
hefði farið vaxandi og að þær
sem í hönd færu væru þær
mestu sem Nató og Banda-
ríkjaher hefðu framkvæmt hér
á landi.
Heræfingin, sem nefnd er
SAMVÖRÐUR ‘97, mun fara
fram 19.-31. júlí. Æfingasvæðið
er frá Hvalfirði og nokkuð aust-
ur í Árnessýslu.
Fjöldi Natóríkja sem taka
þátt er ekki endanlega ákveð-
inn.
Æfingin er framkvæmd af
herliði og inn í hana verður
fléttað hópum íslenskra hjálp-
arsveita, sem starfa á grund-
velli sjálfboðaliða í almennum
samtökum. Opinberar stofnan-
ir samfélagsins, svo sem Al-
mannavarnir ríkisins, eru sett-
ar inn í æfingarnar. .Yfirstjórn
æfinganna er svo í höndum
amerískrar herstjórnar. Þegar
æfingum fjölþjóðahersins og
sjálfboðaliðanna lýkur hefst
þegar í stað æfingin „Norður-
víkingur" og fer hún fram dag-
ana 1.-5. ágúst, eða um versl-
unarmannahelgina.
„Norður-víkingur“ verður á
sviði flughernaðar og verkefn-
in þungaflutningur með stór-
um flutningavélum. Umsvif æf-
inganna verða um land allt
með þungamiðju á Keflavíkur-
flugvelli, Isafjarðarflugvelli og
hjá Skaftafelli. Þetta eru áætl-
anir HERSTJÓRNAR.
Ég vil gera orð Inúítakonunn-
ar að mínum: Við vorum ekki
spurðar hvort við vildum að
herinn gerði innrás í land okk-
ar...
Hér er farið fram með skefja-
lausri ágengni og fyrirlitningu
fyrir lífi og viðhorfum fólksins í
landinu.
Ég skora á alla alþýðu að
veita þessum yfirgangi mót-
.stöðu.
ísland er ekki eyðisker eða
einskis manns land.
Við neitum að fórna fögru
sumri og fríðu landi á altari
skurðgoðanna Nató og Banda-
ríkjanna.