Helgarpósturinn - 30.04.1997, Síða 11

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 11 Verkalýdshreyffingin á timamótum Á 38. þingi BSRB sem haldið var um síðustu helgi lagði Ogmundur Jónasson, formaður bandalags- ins, til að boðað yrði til allsherjarþings verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi, þar sem skipulag henn- ar og baráttumarkmið yrðu tekin til skoðunar og endurmats. í máli Ögmundar kom fram að nauð- synlegt væri að hefja undirbúning að víðtæku samstarfi um hin breiðu þjóðfélagsmál. Markmið- ið með slíku samstarfi væri að verkalýðshreyfing- in yrði sem öflugast vopn í þágu launafólks, sem hann sagði eiga undir högg að sækja vegna vax- andi valda atvinnurekenda. Formaður ASÍ, Grétar Þorsteinsson, sem einnig sat þingið, tók undir það að æskilegt væri að verkalýðshreyfingin samhæfði krafta sína betur. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins 26. apríl si. lét Grétar þau orð falla á þinginu að meginvettvangur verkalýðshreyfingarinnar væri að færast í tvær áttir samtímis. Hann yrði annars vegar almennari, þar sem átakalínur þjóðfélagsins í heild liggja hverju sinni. Hins vegar yrði hann sértækari, nær hverjum einstökum félagsmanni, inni á hverjum vinnustað þar sem trúnaðarmenn og fulltrúar stéttarfélaga starfa maður á mann í því að efla starf stéttarfélaganna og tryggja almenna virkni og þátttöku. Undir þetta þarf íslensk verkalýðs- hreyfing að búa sig. Meiri sveigjanleiki Orð þeirra Ögmundar og Grétars endurspegla þann breytta veruleika sem verkalýðshreyfingin býr við í dag. Á Islandi líkt og í öðrum nágranna- löndum okkar blasir við að vilji til þess að gera út hið hefðbundna velferðarkerfi er ekki til staðar í sama mæli og áður. Það er orðin viðtekin skoðun allt í kringum okkur að háir skattar og mikil opin: ber útgjöld standi atvinnurekstri fyrir þrifum. í sömu andránni er því einnig slegið fram að verka- lýðshreyfingin sé alltof valdamikil. Þá er því hald- ið fram að við þessar aðstæður hafi atvinnurek- endur ekki þann sveigjanleika sem þeir þurfa til þess að geta keppt í sívaxandi samkeppni við aðra framleiðendur. Þessi skortur á sveigjanleika valdi því að fyrirtæki draga saman seglin, eða komast aldrei á legg, með þeim afleiðingum að at- vinnuleysi eykst. Samkvæmt þessum rökum er lausnin á þessum vanda meiri sveigjanleiki. Sífellt strangari kröfur eru gerðar til launþega um að þeir séu sveigjanlegjr, hvort sem um færni, tíma eða laun er að ræða. í huga þeirra sem hvað harðast hafa beitt sér fyrir auknum sveigjanleika í atvinnulífinu er sveigjanleiki nátengdur því mark- miði að minnka áhrif verkalýðshreyfingarinnar, enda er það talsvert minna mál að semja við ein- staklinginn einan sér heldur en við heila hreyf- ingu sem hefur hagsmuni allra félagsmanna sinna að leiðarljósi. Margir talsmenn sveigjanleika hafa því lagt til að réttast væri að sniðganga verkalýðs- hreyfinguna. Lítill munur á Margréti Thatcher og Tony Blair! Sú krafa heyrist nú æ oftar að verkalýðshreyf- ingin verði að hverfa frá heildarlausnum og sam- floti því annað samrýmist ekki kröfum ný- sköpunar og sveigjanleika. Þá eru einnig áberandi raddir sem telja að verkalýðs hreyfingin sé of áhrifamikil og þar að auki ólýðræðisleg. Úrbætur eru m.a. taldar felast í því að ríkisvaldið og löggjafinn þvingi upp á verkalýðs- hreyfinguna leikreglum sem sagð- ar eru eiga að auka lýðræði innan verkalýðshreyfingarinnar. Gott dæmi um þetta er að finna í breytingum á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur sem sam- þykkt voru í trássi við vilja verkalýðshreyfingarinnar í fyrravor. í þeim lögum er t.d. að finna ákvæði sem ganga í þá átt að að minnka áhrif forystu- manna verkalýðsfélaga á ákvarð- anatöku um verkfallsboðun. Þessi þrýstingur á verkalýðs- hreyfinguna er ekki séríslenskt fyr- irbæri, heldur er hann innflutt úr- ræði. Breski íhaldsflokkurinn, undir stjórn Margrétar Thatcher, fór ein- mitt þessa sömu leið í byrjun níunda áratugarins. Barátta breska Ihaldsflokks- ins gegn verkalýðsfélögum hefur haft þau áhrif að á tímabilinu 1979-1996 fækkaði fé- lögum í stéttarfélögum um næstum helming. Það er tímanna tákn að breski Verkamannaflokk- urinn, sem allt fram á þennan dag hefur verið pól- itískur málsvari verkalýðshreyfingarinnar, virðist nú undir forystu Tonys Blair samþykkur því að gera verði markaðsöflum hátt undir höfði í nafni sveigjanleika og aukinnar atvinnu. Segja margir að það sé einmitt mesti sigur Thatcher að hafa tekist að færa breska Verkamannaflokkinn svo mjög til hægri að harla lítill munur er á baráttu- málum hans og íhaldsflokksins. Fjármálavaldið á stöðugt færri hendur Annað dæmi um þrýsting þann sem íslensk verkalýðshreyfing er undir um að láta af völdum sínum er krafan um minni áhrif verkalýðsfélag- anna yfir lífeyrissjóðum landsmanna. Hins vegar hefur lítið borið á kröfum um að afnema skylc^uað- ild að stéttarfélögum en hún hefur hins vegar lengi verið sumum þyrnir í augum. Ef fram heldur sem horfir má samt búast við að skylduaðild að stéttarfélögum verði deiluefni á allra næstu árum. Á sama tíma og sú krafa er gerð til samtaka launþega að þau dreifi valdinu til einstaklinganna er sú tilhneiging sterk í viðskiptalífinu, hvort sem það er hér á íslandi eða erlendis, að álíta stórar fyrirtækjaeiningar öflugri en litlar. Fyrirtæki kepp- ast við að stækka og bæta við sig verkefnum til að styrkja stöðu sína á markaðinum. Þess sjást nú merki á íslandi t.d. að fjármálavaldið sé að færast á stöðugt færri hendur, hvort sem það er í sjávar- útvegi, í samgöngum eða í fjölmiðlageiranum. Hagsmunabarátta inn í fyrirtækin Það er í þessu andrúmslofti sem verkalýðs- Þjóðmál Stefanía Oskarsdóttir skrifar hreyfingin háir sína varnarbaráttu. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, telur að verkalýðs- hreyfingin verði að snúa bökum saman og tryggja með samstöðunni að velferðarkerfið verði ekki meira og minna aflagt. Grétar Þorsteinsson, for- maður ASÍ, tekur undir þessi sjónarmið eins og fyrr sagði. Eins og fram kom í máli hans á þingi BSRB virðist hann einnig gera ráð fyrir að hags- munabarátta stéttarfélaganna færist meira inn í fyrirtækin í formi hins svokallaða fyrirtækjaþátt- ar. Reyndar barðist verkalýðshreyfingin í fyrravor gegn því að ákvæði um vinnustaðasamninga yrðu sett inn í lögin um stéttarfélög og vinnudeilur. En þrátt fyrir að ríkisstjórnin hyrfi frá því hefur kom- ið á daginn í yfirstandandi kjarasamningum að það er mikill vilji fyrir því, bæði innan verkalýðs- hreyfingarinnar sem utan, að kanna þá möguleika sem felast í samningum við einstök fyrirtæki. Vinnustaðasamningar eiga að auka sveigjanleika fyrirtækja með því að minnka áhrif heildarsam- taka verkalýðshreyfingarinnar á gerð kjarasamn- inga í fyrirtækjum. „Á sama tíma og sú krafa er gerð til samtaka launþega að þau dreifi valdinu til ein- staklinganna er sú tilhneiging sterk í viðskiptalífinu, hvort sem það er hér á ís- landi eða er- lendis, að álíta stórar fyrirtækjaein- ingar öflugri en litlar. Fyrir- tæki keppast við að stækka og bæta við sig verk- efnum til að styrkja stöðu sína á markaðin- um. Þess sjást nú merki á íslandi t.d. að fjármálavaldið sé að færast á stöðugt færri hend- ur, hvort sem það er í sjávarútvegi, í samgöngum eða í fjölmiðlageiran- um.“ Þversögn Vandinn við vinnustaðasamninga er sá að þeg- ar fyrirtæki ganga inn í VSÍ afsala þau sér samn- ingsréttinum til heildarsamtakanna. Fyrirtæki inn- an VSÍ hafa t.d. ekki rétt til að semja um breyting- ar á vinnutíma né um breytingar á kauptöxtum sem ná til annarra en einstaklinga, þ.e.a.s. einstök fyrirtæki innan VSÍ geta ekki samið við stéttarfé- lög um þessi mál. Hér er því ákeðin þversögn á ferð sem verkalýðshreyfingunni hefur hingað til einni verið uppálagt að leysa. Engar kröfur heyr- ast t.d. um að dregið verði úr hinni miklu miðstýr- ingu innan VSÍ. Hið sama er upp á teningnum hvað varðar fyrirtækjasamninga innan ríkisstofn- ana. Lagalega eru ríkisstofnanir ekki viðsemjend- ur stéttarfélaga heldur fjármálaráðuneytið. Fjár- málaráðherra, Friðrik Sophusson, hafur samt lagt á það mikla áherslu að færa launaákvarðanir til stofnananna sjálfra. Hins vegar hefur alveg gleymst að skapa þann lagagrunn sem slíkir samningar eiga að byggjast á. Atvinnumiölun námsmanna ertuttugu ára um þessar mundir, en starfsemin hefur veriö vaxandi alvegfrá fyrsta ári. I tilefni af- mælisins hringdi blaöamaöur HP\ Erlu Hlín Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Atvinnumiölunar námsmanna. Höfum mjög hæfa starfskrafta á skrá „Starfsemi atvinnumiðlunar- innar hófst nú eiginlega árið 1951, en þá var sett fram til- laga í Stúdentaráði Háskóla ís- lands um að stofnsetja at- vinnumiðlun,“ segir Erla. „Far- ið var í gang með litla starf- semi, sem gekk upp og ofan frá ári til árs og lognaðist loks út af. Það var svo árið 1977 sem Atvinnumiðlun námsmanna var stofnuð formlega af nokkr- um námsmannasamtökum sem tóku höndum saman og í dag standa fimm námsmanna- samtök að miðluninni. Þá er- um við að tala um yfir fimmtíu skóla og fimmtán hundruð námsmenn sem stunda nám erlendis. Um er að ræða há- skóla, framhaldsskóla, sér- skóla og svo gekk Iðnnema- samband íslands til samstarfs við miðlunina á síðasta ári, þannig að þetta er orðinn mjög ár en síðustu ár. Störfin eru fjölbreyttur hópur. Draumur- svona í kringum fimm hundruð inn er að ná öllum náms- mannasamtökum á íslandi í starfsemina." Vantar mörg? „Nei, það eru einstaka skólar eins og Háskólinn á Akureyri og Sjóvinnsluskólinn í Vest- mannaeyjum, svo dæmi séu tekin. Ég er nú ekki búin að kortleggja þetta nákvæmlega.“ Erla segir að allt frá stofnár- inu hafi starfsemi atvinnumiðl- unarinnar aukist ár frá ári og síðustu ár hafa um 1.500 náms- menn skráð sig hjá miðluninni í von um starf. „Þetta árið hafa um níu hundruð nemar þegar skráð sig,“ segir hún. „Þeir eru að skrá sig langt fram eftir sumri þannig að starfsemin hefur verið lífleg það sem af er og trúlega verða fleiri skráðir í sem hafa náðst í gegnum miðl- unina á hverju ári. Við von- umst til að rífa það upp líka.“ Þriðjungur námsmanna sem sóttu um hefur þá getað fengið vinnu í gegnum miðl- unina? „Já, það má segja það. Aftur á móti voru ekki nema um tutt- ugu nemar af þessum fimmtán hundruð atvinnulausir um haustið síðustu tvö ár. Mjög margir eru þegar með vinnu en eru að leita sér að sértækri vinnu sem tengist náminu. Til dæmis viðskiptafræðinemar sem vilja komast í bókhald eða líffræðinemar sem vilja komast á rannsóknarstofur. Þeir halda sínum störfum og reyna um leið að fá sér nýja vinnu í gegn- um okkur þar sem þekking þeirra og nám nýtist betur. Nú er atvinnuástandið að batna og við vonumst til að geta þjónustað sem flesta.“ Eruð þið báin að tala við atvinnurekendur? „Já, við höfum sent frétta- bréf til atvinnurekenda og eins auglýsum við. Sendum bréf til mjög margra í ákveðnum geir- um atvinnulífsins, en við höf- um mikið af nemum sem hafa góða sérþekkingu. Ég get full- yrt að við erum með fólk sem bókstaflega er sérhæft á öllum sviðum atvinnulífsins — fyrir utan alla þá sem stunda nám erlendis eða eru í framhalds- námi.“ Viðbrögð atvinnurekenda? „Þau hafa verið mjög góð og þeir tekið vel við sér og í raun fyrr en venjulega. Það er ef til vill merki þess að atvinnu- ástandið sé að batna.“ Ertu eini starfsmaður at- vinnumiðlunarinnar? „Nei, við erum tvær í fullu starfi, en miðlunin miðar að því að afla nemendum sumar- starfs, þannig að starfsemin hefst formlega um 1. apríl, en skráning nema hófst þá. Síðan er starfsemin á fullu út ágúst. Það eru svo uppi hugmyndir um að gera þetta jafnvel að heilsársstarfsemi á komandi árum og breyta þjónustunni e.t.v. aðeins í kjölfarið, gera hana víðtækari. Til dæmis eru hugmyndir um að hefja sam- starf við erlenda háskóla um vinnuskipti. Við gætum þá út- vegað erlendum nemum vinnu hér á landi, en það eru margir sem skrifa okkur árlega. Við höfum því miður ekki getað sinnt þeim sem skyldi, því ís- lensku stúdentarnir ganga fyr- ir,“ segir Erla að lokum.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.