Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 Rómantík Alicia Dujovne Eva Perón Ortiz Warner Books 1997 Evíta, Evrta Eva Perón fæddist árið 1919 í Argentínu. Hún hélt ungtil Bue- ons Aires þar sem hún hugöist reyna fyrir sér í leiklist. Örlögin höguöu því svo aö hún varö önn- ur eiginkona Juans Perón, for- seta landsins. Persónan Eva Per- ón hefur alltaf vakiö áhuga manna og eru söngleikir og kvik- myndir byggöar á ævi hennar til marks um þaö. Nýlega kom út ný ævisaga Evu Perón eftir Aliciu Dujovne Ort- iz. Þessi bók er fyrir margra sakir merkileg, ekki síst í Ijósi þess aö höfundurinn hafði undir höndum ógrynni skjala sem ekki höföu áö- ur komist undir manna hendur. Þá er sagan aö nokkru byggö á einstökum vitnisburöi fööur Evu Perón, en hann þykir varpa nýju Ijósi á marga atburði í lífi forseta- frúarinnar. Eva Perón lést fyrir aldur fram en saga hennar hefur ávallt veriö sveipuö mikilli dúlúö og hún var ýmist hötuö eöa dáö af löndum sínum. Bókin er 386 síöur, fæst hjá Máli og menningu, og kostar 1.395 krónur. BARBARA THIERING ÍA \ Barbara Thiering iesus of the Apoc- alypse Corgi Books 1997 Stjómmálamaðurínn Jesús Krístur Nú eru páskar nýliönir og um- ræöan um kristindóm og guölast hefur ekki lengi veriö háværari. Barbara Thiering gat sér frægö þegar hún sendi frá sér hina um- deildu bók, Jesus Ihe Man. I henni túlkar hún líf frelsarans á heldur nýstárlegan hátt, en Bar- bara byggir niöurstööur sínar að- allega á viöamiklum rannsóknum sínum á Dauöahafshandritunum. í nýjustu bók sinni, Jesus the Apocalypse, beinir Barbara sjón- um aö Opinberunarbókinni, síö- ustu bók Nýja testamentisins. Hún einblínir á tímabiliö frá krossfestingunni og fram til ann- arrar aldar eftir Krist. Barbara segir Krist hafa verið foringja pól- itískrar hreyfingar sem haföi þaö aö keppikefli aö koma fjölgyöis- mönnum frá. Hann lést alls ekki á krossinum heldur liföi til ársins 64 eftir Krist. Eftir krossfestingu hélt Kristur áfram aö starfa aö hinni nýju trúarhreyfingu sem var smám saman aö slíta sig frá gyö- ingdómi. Barbara Thiering er ekki fyrst til þess aö koma fram meö þess- ar kenningar, enda hafa fleiri en hún rannsakaö Dauöahafshand- ritin, en þessi bók er skemmtileg aflestrar og minnir stundum á góöan reyfara. Bókin er 572 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.395 krónur. Alvara Bókabúð Máls og menningar er opin frá 10 til 22 alla daga vikunnar. Rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála Suartur blettur á Bandariskir blaöamenn voru síöast stoltir af starfsgrein sinni í byrjun áttunda áratugarins þeg- ar Watergate-máliö og afsögn Nixons bjó til þá ímynd af fjöl- miölum aö þeir væru alvarlegt þjóöfélagsafl sem veitti kjömum fulltrúum og embættismönnum aöhald, afhjúpaöi spillingu og varpaöi Ijósi á samfélagslegt ranglæti. Eftir Nixon kom Ford, síöan Carter og þá Ronald Re- agan, sem ávallt haföi yfirhönd- ina gagnvart fjölmiölum þótt hann gæti ekki skiliö vandamál flóknari en svo aö þaö kæmist fyrir á einni vélritaöri A4-örk meö tvöföldu línubili. Fjölmiölar voru kjölturakkar í fangi Reagans í Grenada-innrásinni. Vanmáttur fjölmiöla gagnvart yfirvöldum birtist I því aö þeir hættu aö hafa sjáfstæöa dag- skrá í opinberum málum en fóru bæöi meövitaö og ómeövitaö aö skilgreina sig sem hluta af skemmtanaiönaöinum. Stjóm- mál fá sambærilega umfjöllun og poppstjömur; mun nýja platan (stefnuskráin) ná mikilli sölu (miklu fylgi); er nýjasta stjarna CBS- hljómplötuútgáfunnar (Repúblikanaflokksins) likleg til aö slá í gegn? Margir blaöamenn og fjöl- miölarýnar hafa á undanförnum árum bent á þessa þróun en fáir standa jafnfætis James Fallows, sem hvorttveggja grein- ir vandann og leggur til úrbætur. Hann sækir í höfunda á borö viö Walter Lippmann og John De- wey, sem á fýrstu áratugum ald- arinnar skrifuöu um samspil lýö- ræöis og fjölmiöla. Bókin kostar 1.520 kr. og fæst í bókabúö Máls og menn- ingar. Lýðræði ogijölmiðiar James Fallows: Breaking the News How the Media Undermine American Democracy Vintage Books 1996 samvizku þj óðar Eins og svo margir aðrir, sem upplifðu taugaveiklun þjóð- arinnar vegna rannsóknar lög- reglu á Guðmundar- og Geir- finnsmálum, beið ég spenntur eftir þáttunum Aðför að lögum í umsjá Sigursteins Mássonar, þar sem átti að fara í saumana á málunum, en einkum þó harms- efnum meintra sakborninga og fjórmenningcmna, sem kenndir voru við Klúbbinn, birta nýjar upplýsingar, sem gerðu nýja rannsókn nauðsynlega o.fl. (Guðmundar- og Geirfinns- málið var sett á Netið fyrir þætt- ina, þar sem birtar voru ýmsar greinar um það, einkum frá 1994-1996. Gagnleg og látlaus framsetning. Góður bakgrunn- ur.) Fyrst: Mikið ósköp getur sjón- varp verið lélegur fréttamiðill. Ef mér skjöplast ekki hafði nán- ast allt, utan eitt til tvö atriði, komið fram áður við ítarlega umfjöllun tímaritsins Mannlífs, Eintaks, Morgunpóstsins og Helg- arpóstsins, einkum í greinum Styrmis Guðlaugssonar, blaða- manns. Frásagnir fleiri en eins fangavarðar hafa birzt áður. Fátt nýtt kom fram í fyrsta þætti, sem ekki hefur birzt áður á prenti. Þó hygg ég, að (meint) harð- ræði gagnvart ungmennunum í Síðumúlafangelsi hafi ekki fyrr komið jafnglögglega fram sem nú. Lýsingar sjálfra fangavarð- anna vöktu með manni óhug og ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að fangaverðirnir hefðu á sínum tíma breytzt í skyni skroppnar verur (skv. skipun einhvers), sem beittu þetta unga fólk við- bjóðslegustu aðferðum til þess að láta þeim líða eins illa í fang- elsinu og hugsazt gat. Maður fylltist óhugnaði þegar greint var frá því að Einar Bollason, hávaxinn körfubolta- maður, hefði verið látinn í minnsta klefann, einkum vegna þess, að fangaverðirnir héldu, að hann þjáðist af gigt og hún myndi versna ef hann gæti ekki rétt almennilega úr sér. Hvert fóru fangaverðir á jnámskeið í pyntingalist- inni? Þarna var samt eitt af stóru götunum í heimildamyndinni! Hvað kom fangavörðunum til að haga sér eins og skepnur? Hver gaf skipanir? Hver bar endanlega ábyrgð á þessari meðferð á íslenzkum ungmenn- um, sem var haldið í fangelsi án haldbærra sönnunargagna og á grundvelli frásagna, sem virð- ast hafa orðið til við samspil Fjölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar kjaftasagna, sem rannsóknar- dómarinn og félagar hans kynntu sakborningum, og vilja gæzlufanganna til að viður- kenna nánast hvað sem var í von um að sleppa út. Sjálfur hef ég ekki kynnt mér sérstaklega rannsóknarsöguna, en mér sýnist það vera allmikil tíðindi, ef rétt er, að rannsókn- ardómarinn og starfsmenn hans hafi látið „þjóðarsálina" og kjaftaganginn í henni hafa áhrif á sig við rannsóknina. Þegar hugsað er til baka til þessara ára kemst maður ekki hjá því að muna eftir þeirri taugaveiklun, sem ríkti í búðum lögreglu og sakadóms. Rannsóknarsagan er þvælukennd og greinilegt, að lögreglan vissi ekki hvert skyldi stefna né hvaðan hún kom. Og til að kóróna allt var svo feng- inn hingað upp frekur Þjóðverji til að hefja störf, þega'r allt var komið í þvælu og hnút. Játningar og frásagnir sak- borninga eru kafli út af fyrir sig. Þær virðast, skv. frásögu Erlu Bolladóttur o.fl., hafa orðið til í kollinum á einhverjum og orðið að sannleika með aðstoð mann- úðlegra íslenzkra yfirheyrsluað- ferða. Þær skiluðu ekki þeim fá- ránleika, sem blasir við nú, þeg- ar skapazt hefur næg söguleg fjarlægð á málið. Á sama hátt mistekst að fanga geðveiki augnabliksins, í þjóðfélaginu, hjá rannsóknarmönnum, fjöl- miðlunum, þjóðarsálinni o.s.frv. Það liggur í eðli sjónvarps sem fjölmiðils, að farið er hratt yfir sögu. En í fyrra þættinum var farið allt of hratt yfir sögu og einu sinni sem oftar komu fram gallar sjónvarps sem vinnutækis fréttamanna og samtímasagnfræðinga. Gagnrýni á Óla Jó. gerð tortryggileg! Verulegur galli á frásögunni er þegar Sigursteinn lætur í veðri vaka, að það hafi verið óeðlilegt að ræða störf þáver- andi dómsmálaráðherra á Al- þingi. í fjölmiðlum var búið að gagnrýna ráðherrann vegna þessa máls, sem þá var kallað mesta sakamál aldarinnar, og í grundvallaratriðum var gagn- rýnin réttmæt. En í Aðför að lög- um, fyrri hluta, var reynt að birta málflutning tveggja stjórn- málamanna í bjöguðu ljósi, þ.e. þeirra Vilmundar Gylfasonar og Sighvats Björgvinssonar. í fyrri þættinum var ekki gerð al- mennileg grein fyrir málflutn- ingi þeirra. Hvorki Sighvatur né Vilmundur voru að taka afstöðu til sektar í málinu, heldur voru þeir að kenna dómsmálaráð- herra það, sem nú myndu kall- ast sjálfsagðir pólitískir manna- siðir. Þeir gagnrýndu „afskipti" ráðuneytisins af framgangi sakamálsrannsóknar. (Hittu þeir e.t.v. naglann á höfuðið? Hafði stjórnsýslan e.t.v. of mikil afskipti af málinu? Skapaði það þrýsting á rannsóknarmenn?) Á þessum tíma voru stjórn- málamenn og embættismenn ekki sérlega vel að sér í því hvar væru valdmörk embætta þeirra. Siðleysi í íslenzkri stjórnsýslu óð uppi. Gagnrýnin beindist ekki að sakborningum heldur var gagnrýni þeirra fé- laga liður í margfrægri baráttu þessara ára fyrir bættu siðferði í íslenzkri stjórnsýslu. Hingað til hefur þessi gagnrýni verið til góðs! Ekki er t.d. úr vegi að minna á, að liður í gagnrýni á dómsvald- ið í landinu á þessum tíma vék að þeirri staðreynd, að Saka- dómur Reykjavíkur annaðist sakadómsrannsóknir og dæmdi einnig í sömu málum! M.ö.o. ekki hafði verið greint á milli dómsvalds og framkvæmda- valds. Ég hlýt að ítreka þá skoðun, sem ég birti í Helgarpóstinum snemma í fyrra. Rannsókn þessa máls einkennist einkum af subbuskap og vandséð hvernig lögregla og dómstólar gátu komizt að einhverri niður- stöðu. Þá er ég ekki síður á þeirri skoðun, að það sé nauð- synlegt hreingerningarverk að fara ekki einvörðungu í saum- ana á þessu máli aftur heldur sé bráðnauðsynlegt fyrir dóms- valdið og ábyrga rannsóknar- menn málanna, að farið verði kerfisbundið í vinnubrögð rann- sóknarvaldsins. Eftir skrif blaða og tímarita, einkum fyrrnefnds Styrmis Guð- laugssonar, og viðtöl við hug- rakka fangaverði á þjóðin kröfu til endurupptöku (a) málsins og (b) sérstakrar rannsóknar á vinnubrögðum. Rannsókn máls- ins er ljóður á ráði íslendinga. P.S. 1 fyrsta þættinum var gef- ið í skyn, að Vilmundur, Sig- hvatur og ég, sem þetta rita, hefðum rætt sakarefni málsins við Kristján Pétursson og skrif- að greinar um málið sem m.a. byggðust á þeim viðtölum. Varðandi sjálfan mig hlýt ég að taka fram, að ég skrifaði aldrei um Guðmundar- eða Geirfinns- mál á þessum árum, enda þótt ég hafi oft rætt við vin minn Vil- mund, Sighvat og Kristján Pét- ursson um daginn og veginn, og m.a. Geirfinnsmálið. Bók sem skiptir máli Magnús Scheving „Það eru einkum tvær bækur sem hafa haft virkilega mikil áhrif á mig um ævina. Hin fyrri var einkunna- bókin mín, sem orsakaði töluverðar tilfinningasveiflur hjá mér. Sumar línur í bókinni kættu mig mjög og þá vegna þess að í þeim kom fyrir talan tíu, en stundum, t.d. í tengslum við dönsku, varð ég eilítið dapur. Reyndar bætti ég síðar á ævinni úr þessari slöppu dönskukunnáttu minni og tala núna hina ágætustu dönsku. Hin bókin sem hafði gríðar- lega mikil áhrif á mig er kokkabók með fiskuppskriftum. Eftir að ég komst í kynni við þessa bók fór ég að velta fyrir mér mataræði og borða betri og hollari mat. Fiskur er nú minn uppáhaldsmatur. Þessi bók hafði því gríðarleg áhrif á mig. Aúðvitað hefði ég átt að segja eitt- hvað menningarlegt en ef ég á að vera hreinskilinn þá eru þetta áhrifamestu bækurnar í mínu lífi.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.