Alþýðublaðið - 16.07.1974, Síða 11

Alþýðublaðið - 16.07.1974, Síða 11
KEFLVÍKINGAR FYLGIA SKAGA- mOnniim FAST EFTIR sigruðu KR stórt og nú munar aðeins tveim stigum á liðunum Atli Þór Héðinsson var eini maöurinn I framllnu KR sem eitthvaO haföi aö segja I varnarmenn Keflvikinga og tókst honum oft aö snúa þá af sér i ieiknum. Hann skoraðieina mark KR með góöu skoti. Á sunnudagskvöldið léku í Keflavík IBK og KR í I. deild, lauk leiknum með sigri Keflvíkinga 5-T. í hálfleik var staðan 3-0. Eftir sigurinn í ieiknum við KR og jafntefli Akur- eyringa og Skagamanna munar nú aðeins tveimur stigum á Skagamönnum og Keflv. Keflvíking- ar eiga eftir að leika við Skagamenn heima, þannig að nú er að koma nokkur spenna í mótið eftir langa og afgerandi forystu Skagamanna. Við tapið færast KR-ing- ar nær botninum og er ekki ólíklegt að þeir eigi ef tir að berjast harðri baráttu við Víking og Fram um fallið. Leikurinn var aldrei skemmti- legur á aö horfa, þó brá fyrir ágætis köflum i leiknum, sérstak- lega i fyrri hálfleik hjá Keflvlk- ingum. Þaö kom strax i ljós aö Keflvik- ingarnir voru ekki enn búnir aö ná sér eftir tapiö gegn KR i fyrri umferöinni, þvi þaö var eins og þeir væru hálf feimnir viö þá. Mikiö var um forföll i liöi KR- inga og léku nú nokkrir piltar sem aldrei hafa leikiö 11. deild áöur og meö þaö i huga og hversu ungir leikmenn liösins eru, þá var oft mesta furða hvað þeir stóöu i hinu leikreynda liöi Keflvikinga sem hafði tekið miklum stakkaskipt- um viö endurkomu Guðna Kjart- anssonar. Framan af i fyrri hálfleik var leikurinn þóf á miðjunni enda mikiö af mönnum þar til staðar. Þó voru upphlaup Keflvikinganna betur útfærð enda með fleiri menn i framlinu sinni. Ekki tókst liðunum að skapa sér nein veru- lega hættuleg tækifæri og ekkert virtist benda til að mikiö yröi um mörk i leiknum. Þaö kom þvi eins og þruma yfir áhorfendur þegar mörkunum tók að rigna niður, en á fimm minútum skoruðu Kefl- vikingar þrjú mörk i fyrri hálf- leik. Þaö fyrsta kom á 24. mln., þá átti Steinar skot á mark KR Magnús varöi en hélt ekki boltan- um, þá kom Ólafur Júliusson og skoraöi meö föstu skoti. Mikill fögnuöur varö meðal keflviskra áhorfenda viö markiö, enda fátt sem benti til aö mark væri I vændum og þeir voru enn aö fagna þegar Keflvikingar skor- uöu annaö mark sitt i leiknum. Þá fékk Kári Gunnlaugsson boltann út til vinstri, gefur vel fyrir markiö á kollinn á Steinari sem skallaði laglega I markiö 2-0. A 27. min. fengu KR-ingar sitt eina færi i fyrri hálfleik, en Þor- steinn ólafsson bjargaði vel meö úthlaupi eftir aö Atli Þór haföi komist inn fyrir vörn Keflvikinga. Á 29. min. skoruöu Keflvikingar sitt þriðja mark, var þaö Ólafur Júliusson sem skoraöi beint úr hornspyrnu. Seinni hálfleikinn byrjuðu Keflvikingarnir með miklum lát- um og strax á fyrstu minútunni brýst Astráður i gegn og er nærri búinn að skora. Eftir þennan fyrsta sprett datt allur leikur niöur hjá Keflavikur- liöinu og KR-ingar fóru smám saman aö láta meir aö sér kveða og var ekki að sjá neina uppgjöf hjá þeim þó svo að þeir væru þrem mörkum undir. A 76. min. gefur Stefán góöan bolta á Atla Þór, sem leikur aðeins áfram og skorar meö góöu skoti framhjá Þorsteini i markinu. Þá var Gunnar Gunnars tvivegis i góöum færum, en mistókst hrapallega i bæöi skiptin. Þegar nokkuð var liöiö á hálf- leikinn kom Jón ólafur inn fyrir Kára og tóku Keflvikingarnir nokkurn kipp við þaö og það var eins og i fyrri hálfleik, þegar minnst varöi höfðu þeir skoraö; á 85. min. skoraði Ólafur Júliusson sitt þriöja mark með góöu skoti og minútu siöar skoraöi Jón Ólafur eftir góðan undirbúning Steinars og var þá vörn KR-inga hreinlega frosin á meöan Jón lagði boltann fyrir sig og skoraði. í liði Keflvikinga var Guöni af- gerandi af öðrum leikmönnum, þá komust þeir Karl Hermanns- son, Grétar Magnússon og Ólafur Júliusson vel frá leiknum. Kári átti góöa spretti i fyrri hálfleik en sást ekki i þeim siöari. I liöi KR voru þeir Otto Guð- mundsson, Ólafur Ólafsson, Sig- uröur Indriöason og Atli Þór einu mennirnir sem höföu eitthvað aö gera i Keflvikingana. Leikinn dæmdi Rafn Hjaltalin frá Akureyri og var greinilegt i byrjun leiksins aö þetta er fyrsti leikurinn sem hann dæmir i I. deild i ár þvi það var einna likast þvi sem hann væri að dæma marga leiki. Þetta lagaðist eftir þvi sem á leikinn leið og I seinni hálfleik dæmdi Rafn mjög vel og fór ekkert fram hjá honum. ólafur Júliusson skoraöi þrjú mörk hjá KR og er fyrsti maöurinn til aö skora þrennu i sumar. Ólafur er frægur fyrir hornspyrnur sinar og eitt marka sinna skoraöi hann beint úr horni. Þaö vakti nokkra athygli þegar liö Keflvikinga hljóp inn á völlinn aö Hilmar Hjálmarsson var ckki einu sinni haföur sem varamaöur. Hilm- ar er eitt mesta knattspyrnumanns efni sem hefur komiö fram hér á landi en var fyrir slysi I unglingalandsleik fyrir tveim árum en hefur æft vel og er búinn aö ná sér aö fullu eftir mjög alvarleg meiösli á hné. Það er greinilegt aö þaö er nóg úrvaliö af framlinumönnum hjá Kefla- vikingum um þessar mundir. ÍÞRÚTTIR M* o Þriöjudagur T6. júlí T974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.