Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 3
Stefnuljós Hörður Zóphaníasson skrifar 0] Svo er margt sinnið sem skinnið Það er sagt að norðlendingar og fleiri landsbyggðamenn hafi notið f rétta i útvarpi og sjónvarpi af fannfergi og ófærð í Reykja- vík og nágrenni að undanförnu eins og hverra annarra góðra revía eða skemmtiþátta. Snjór- inn í munni reykvíkinga bráðnar i eyrum manna á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austf jörðum og myndir í dagblöðunum og á skjánum af spólandi keðjulaus- um bílum með spriklandi og ráð- villtum mannverum allt í kring verður að skemmtilegri skrípa- mynd í huga þeirra og heila. „Þeir ættu að fá almennilegan snjó þarna fyrir sunnan," segja þeir margir og glotta við tönn. En reykvíkingurinn eða hafnf irðing- urinn, sem er að baslast við að komast leiðar sinnar og miðar skammt, finnst þetta allt annað en skoplegt. Og þannig vill það oft verða í lífinu, að viðhorf manna eru mörg og ólík. Vetur konungur hefur óvenju rösklega knúið á hurðir og glugga okkar hér á suð- vesturlandshorninu undanfarna daga. Snjór hefur truflað samgöngur og lifnað- arhætti manna. Vélar og tæki hafa verið i gangi dag eftir dag önnum kafin við snjó- mokstur. Milljónum er eytt daglega i að ýta og moka snjó. Gatnamálastjóri Reykjavikurborgar gefur gaum að fjár- hagsáætlun borgarinnar og stynur þung- an. Hann er þegar kominn fram úr fyrir- hugaðri fjárveitingu á fjárhagsáætlun borgarinnar árið 1976 til snjómoksturs. Og það getur snjóað lengi enn. Vegfarendur hafa lika sinar áhyggjur af veðurfarinu og snjónum. Bilaeigendur leggjast til svefns á hverju kvöldi með nokkurn ugg i brjósti. Skyldi verða fært á bilnum i fyrramálið? Gangandi vegfarendur hafa ef til vill ekki eins miklar áhyggjur af snjónum og snjókomunni og bilaeigendurnir. Þeir eru orðnir svo vanir að sjá fótum sinum for- ráð að það skiptir þá ekki öllu, hvort snjórinn er nokkrum sentimetrum dýpri eða grynnri. Þeir eru orðnir vanir þvi, að borgar- og bæjaryfirvöld leggist á eitt með fannkomu og ófærð með þvi að reyna eftir fremsta megni að koma snjónum af götunum og frá bilunum upp á gangstétt- irnar og gangleiðir i veg fyrir hinn æðru- lausa og orðfáa fótgangandi mann. En samt sem áður er mér ekki grunlaust um, að nokkur kviði sæki stundum á huga göngumannsins er hann hallar sér þreytt- ur út af á kvöldin og hugsar til umbrota i snjó og ruðningi á leið til vinnu næsta dag. En einn er sá hópur, sem biður eftir snjónum með eftirvæntingu og fögnuði. Og sá hópur gleðst og hlær i hjarta og huga, þegar snjónum kyngir niður og breiðir sig yfir borg og bæ. Það eru börnin og unglingarnir. Snjórinn er þeim kær- kominn. Hann er góður vinur þeirra. Hann gefur þeim óteljandi tækifæri til á- taka og leikja. Snjóhús, snjókarlar og kerlingar risa. Snjókúlur þjóta um loftið og koma stundum óþægilega niður, þar sem þær eiga i reyndinni ekkert erindi. Otiveran i snjónum hefur góð áhrif á táp- mikla og duglega krakka. Þeir geisla af heilbrigði og hreysti, þar sem þeir láta huga og hendur, fætur og hvað sem er glima við hin óteljandi verkefni sem skaflarnir og snjórinn bjóða upp á. Og skiðin eru tekin fram. Það er stundum talað um innisetur og bókstafsstagl i skólunum, með nokkrum vandlætingartóni. Það heyrast lika stund- um raddir um það, að skólarnir séu ekki I neinum tengslum við móður náttúru og tilveruna. Of oft hafa þessar raddir við nokkur rök að styðjast. En vetur karl knýr ekki árangurslaust á dyr skólanna. Þær opnast upp á gátt og hópar glaðværra nemenda leggja land undir fót með kennurum sinum og halda til fjalla. Þar leita þeir á brattann og sækja sér þrótt og þor á skiðum og sleðum i islenskum snjó i faðmi fönnum skrýddra fjalla. Yngri nemendur fá kannski dagsferð á skiðum, en unglingarnir fá margir hverj- ir tækifæri tiþð gista eina eða tvær nætur i skiðaskála i liópi góðra félaga og undir leiðsögn kennara sinna. Þá eru dagarnir notaðir eins og birtan endist til útiveru og skiðaiðkana. Sumir eiga kannski engin skiðin en útiveran heillar þá engu siður. Ýmsir skólar hafa með ýmsum hætti komið sér upp nokkrum „skiðabanka”. Þangað geta nemendur sem ekki eiga skiðileitað. Slikir „skiðabankar” eru góð skólaeign, sem gefur góða vexti i ánægju og gleöi þeirra, sem skiðanna njóta. Svo kemur kvöldið eftir erfiðan dag. Þá er lif og fjör i skiðaskálunum, þar sem kvöldvakan liður við söng, leiki og ýmsa aðra skemmtiþætti. Og þá á margur góður kennarinn greiðari aðgang að huga og hjarta nemenda sinna og betri tækifæri enannarsstaðartilaðmóta þá og mynda. < Og ég er þess fullviss, að mörg atvik og atburðir úr þessum ferðum geymast leng- ur i hugskoti bæði nemenda og kennara og hafa varanlegri og betri áhrif á þá, en margra vikna strit við lærdóm og lexiur innan skólaveggjanna. Þess vegna þarf að efla og styðja þessa starfsemi skólanna i orði og i verki. I HREINSKILNI SAGT Fer, eða fer ekki? Eftir beztu heimildum mun nú ríkisstjórnin, þegar þetta er skráð, vera að þinga um, hvort forsætisráðherra vor eigi að fá að fara til Lundúna í heimboð Wilsons. Allar líkur benda raunar til, að förin verði gerð, þar sem dómsmálaráðherra hefur þegar tjáð sig um, að hann telji sjálf- sagt að Geir fái að fara og það álit mun vega þungt. Sjálfsagt verður einnig tekin ákvörðun um veganestið, sem látið verður í „ferðamal" forsætisráðherra. Auðvitað býst enginn við, að þetta verði tiundað fyrir almenningi, sem máskú er heldur varla von. Annars má það vekja furðu, að hinir gestrisnu Islendingar skuli nú ekki i þetta sinn hafa snúið dæminu við og beinlinis boðið Wilson að heimsækja okkur! Ég hefi oft áður leyft mér að benda á, að það væri i alla staði eðlilegt viðhorf, að þeir, sem vilja við okkur ræða um mál, sem varðar þá eins og útlendinga, sem eru að betla um hluta af lifsbjörg okkar sér til handa, láti af þessum sifelldu utan- stefnum. Það mun vera næsta fátitt, að beiningamenn séu svo tilætlunarsamir, að þeir geri kröfu til að ölmusugjafinn elti þá uppi, til að láta einhvern skerf af hendi rakna. Enginn skyldi halda, að aðstaða okkar væri söm, ef við værum heimsóttir, eins og hún er með þvi að einn maður, þó með alvarlegt augnaráð sé, gangi á þeirra vit til viðræðna. Vera kann, að við höfum ekki skemmtilega reynslu af heimsóknum brezkra fyrirmanna. En súpuna okkar ættum við þó að geta etið hér heima, hvað sem þeir gera við veizluborðið! Það er fjarri mér, að vilja vera ósann- gjarn. En mér finnst, að ástæðulaust sé fyrir islenzka fyrirmenn, að vera stöðugt að ganga undir það jarðarmen útiendra, sem þessar heimsóknir óneitanlega eru. Timi er kominn til að veita þvi fulla at- hygli, að forsætisráðherra ætti ekki i okk- ar augum að vera minna verður hér en forsætisráðherra Breta er i þeirra augum. Pilagrimsfarir eru lika löngu aflagðar hér . á landi og engin ástæða til að vekja þær upp að nýju. Þessu næst kemur til álita annað og ekki siður alvarlegt atriði. Þegar herra Luns var hér á dögunum, virðist hann hafa misskilið hrapallega af- stöðu islenzkra ráðamanna um „áreitnis- lausa” fiskveiði Breta, ef herskipin væru kvödd burtu. Þetta er sagt i þeirri góðu trú, að okkar menn segi satt og rétt frá viðtalinu. Hitt er enn óupplýst, hvernig þessi misskilningur hefur fæðzt og þróazt. Tvennt getur auðvitað verið til. Annað- hvort er, að herra Luns sé heldur slappur i „perunni”, eða að rikisstjórnin hafi tjáð sig ógreinilega. Nú skal ekki einu sinni að þvi ýjað, hvað þá heldur fullyrt, að viðtalið hafi farið fram á einhverri rúm-ensku. En allt um það hefur orðið misskilningur. Það má þvi vera Islendingum allverulegt áhyggjuefni að senda einmana postula út, að fenginni þessari reynslu. Prófessor Sigurður Nor- dal skrifaði á sínum tima merkilega dæmisögu, en hann kallaði „Ferðin, sem aldrei var farin”. Ógleymanlegt er það, Eftir Qdd A. Sigurjónsson sem hann leggur rómverska keisaranum i munn, þegar hann skýrir fyrir verðandi sendiboða hvers sé af honum vænzt i um- ræðunum við hinn rika, óþekkta konung: „Reynir þá mikið á, að þú sért sem vitr- astur sjálfur...” Ekki skal hér getum að þvi leitt, hvernig forsætisráðherra er undir þá för búinn, að þurfa að deila orðspeki við Wil- son og aðra „vitringa” I þvisa landi. Hitt er nærtækara, að lita á kröfurnar, sem gerðar eru til landsmanna áður en ferðin er farin. 1 lok leiðara Morgunblaðsins i gær kemur það berlega fram, að þess er krafizt að landsmenn standi sem einn maður bak.við erindislok hans, hver sem þau kynnu að verða! Stundum hefur verið sagt, að sá, sem biður um litið, öðlist aldrei mikið. Þetta er eflaust rétt. En er það nú ekki heldur mikil ofrausn, að almenningur ákveði það fyrirfram að fallast á allt sem ráðherrann kann að afreka i Bretlandsferðinni, jafn- vel þó það yrði „einhver béans misskiln- ingurinn”? A slika kröfu hlýtur alþjóð að lita mjög alvarlegum augum og áskilja sér allan rétt til að dæma þá fyrst þegar erindislokin verða hljóðbær. Enginn óvit- laus maður skrifar undir svo „blankan” vixil. Fáránleg krafa o Alþýðublaðið Föstudagur 23. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.