Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 12
Fjármálaráðuneytið bannar okkur að fá léttvínsglas með mat Námskona sem verið hefur erlendis undan- farin ár hafði samband við Hornið og hafði kvörtun fram að færa: „Þótt maður hafi nú gert ráð fyrir þvi að dýr- tiðin hafi blómstrað heima á íslandi engu siður en i meginlands- löndunum, þá varð ég nú eiginlega alveg orðlaus af undrun þegar ég kom heim i haust. Ég er búin að hafa orð á undrun minni við alla mina kunningja og ættingja á þvi hvernig hægt er að halda heimili með þeim mikla til- kostnaði sem orðinn er á öllum sviðum — að ég læt það útrætt mál. En það eru næg umræðu- efnin þegar framfærslan er annars vegar og ég ætla að skrifa Alþýðublaðinu um eitt atriði, sem ég held að yfirvöld hafi misskilið. Þar á ég við verðlagningu vins, eða öllu heldur léttra vina. Fyrir einum fjórum árum var sú regla sem réði við verðlagningu vinteg- unda, að hækka fremur verð á sterkum og brenndum vinum, en fara hóflegar i hækkanir á borð- vinum. Röksemdin fyrir þvi var sú, ef ég man rétt, að það var talið æskilegt að hvetja fólk til þess að neyta vins fremur við slik tæki- færi, enda er sjaldnast um að ræða neina drykkju i þvi sam- bandi eða framhaldi af vinglasi með mat. Það er þjóðarsiður viða um lönd að fólk fái sér vinglas fyrir aðalmáltið dagsins og kannski annað glas með máltiðinni. Þetta glas fyrir matinn þjónar alveg ákveðnum tilgangi, semsé að slaka aðeins á maganum og róa taugarnar. t maganum liggja margir taugaendar, og það er, eins og flestir vita, æskilegt að geta gengið að aðalmáltið dagsins i andiegu jafnvægi Nú sýnist mér að breytt hafi verið um stefnu, þvi eftir þeirri verðlagningu á léttum vinum að dæma, sem hér gildir i dag, þá er ekki lengur hvatt til þess að fólk breyti vinneyzluvenjum sinum i þetta horf, heldur er beinlinis reynt að koma i veg fyrir að þeir, sem leyft hafa sér þannan „munað” geti það öllu lengur. Þegar verð á einni rauðvins- flösku er komið upp undir þúsund krónur, þá sjá allir, að rauðvins- glas verður aldrei nema til hátiðabrigða. Ef stefnubreytingin hefur komið til af þeim ástæðum sem SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir desember- mánuð 1975 hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar nk. Athygli þeirra smáatvinnurekenda, sem heimild hafa til að skila söluskatti aðeins einu sinni á ári, er vakin á þvi að þeim ber nú að skila söluskatti vegna timabilsins 1 mars-31. desember. Fjármálaráðuneytið 20. janúar 1976. mér býður i grun að hafi ráðið ferðinni, þá er það óliklegt að þær hafi erindi sem erfiði. Þeir ólánsömu þjóðfélags- þegnar, sem standa oft undir hús- veggjum og betla sér út hundrað krónur af hverjum sem fram hjá gengur til að slá siðan saman i eina ódýra flösku, — þeir fá sitt vin annars staðar og ódýrar. Þeirra vinföng fást i ýmsum verzlunum og eru þar seld sem snyrtivörur. Ég hef enn ekki séð rónana okkar, sem úti hrekjast, skála i frönskum rauðv- inum eða lúxemborgarhvitvini. hefur opið pláss fyrir hvern sem er HORHIÐ sími 81866 eða sendið greinar á ritstfórn Alþyðublaðsins, Síðumúla 11, Reykfavík FRAMHALDSSAGAN 013 —- Um leið hringdi siminn. Hún sleit sig lausa og hljóp. Það hlaut að vera Janet, en hvað hafði komið fyrir? — Ert það þú Janet? spurði hún og reyndi að vera róleg. Það varð smáþögn, en svo sagði hræðsluleg barnsrödd: — Mamma á að koma! Mamma á að koma! Amma datt og hún varð svo skritin! Sandra áttaði sig. — Jenny, þetta er Sandra! Segðu mér, hvað kom fyrir? Barnið kjökraði og grét: — Timmy vildi fá vatn og ég fór aðsækja það. Ljósið var kveikt og amma lá... á gólfinu... og ég get ekki vakið hana! Ég kallaði og kallaði á hana! — Róleg, Jenny, þú vilt ekki, að Timmy verði hræddur? Geturðu opnað útidyrnar? Gerðu það ekki fyrr en ég kem. Sandra heyrði, að Noel nálgaðist og benti honum að þegja. Hún myndi ganga hann uppi nema nún hægði ferðina. Já, hann var dökkhærður. Sandra fann aftur hjariað berjast hraðar i brjósti sér eins og alltaf, þegar hún beið eftir Alan Iiaines og reyndi að jafna sig. Hundruð flugmanna flugu um Mojitreal og ekkert var sennilegra en að margir þeirra væru dökkhærðir og álika háir og Alan. Undarlegt... hann beygði upp götuna heim til Johns og Janets. Var það einskær tilviljun? Var þetta einhver að leita að henni... var þetta Alan? Hana langaði til að stinga af, en vissi um leið, að það var til einskis. Ef Aian væri að leita að henni væri það ekki að ástæðul., þó að þaö væri grimmdarlegt af honum að koma aftur inn i lif hennar ein- mitt þegar hún var farin að gleyma honum. Flugmaðurinn var farinn að lita á húsnúmerin. Já, hann hafði numið staðar fyrir utan eitt húsið... nú gekk hann að útidyrunum og hringdi. Sandra mundi. að það var enginn heima og hraðaði sér þangaö. Maðurinn leit við, þegar hann heyrði fótatakið og hún stóð augliti til auglitis við Jake Macleod... ekki Alan. Hann varð jaínundrandi og hún: Sæl, elskan! Svo ég var þá heppinn eftir allt! Viltu koma út með mér að dansa? Ég skipti við annan strák til að bjóða þér út á laugardagskvöldi. Loks fékk Sandra aftur máliö. Hún hefði átt að hafna boði hans i simanum. Það var engin furða, þó að Jake væri hér. Hún hafði blátt áfram gefið honum undir fótinn. — Ég er þvi miður boðin út i kvöld með starfsbróður húsbónda mins. Jake Macleod leit skilningsrikur á hana og kinkaöi kolli: Jæja, já? Ætlarðu að gleðja gamlan mann? Hvað segirðu þá um að bjóða mér upp á kaffisopa og brauðbita? Alþýðublaðiö Ég fór beint frá flugvellinum, þvi að ég vildi ekki hætta á neitt... Sandra fór með hann inn i eldhúsiðog hitaði kaffi meðan hún byrjaði að steikja beikon og spæla egg. Á meðan kom maðurinn frá þvottahúsinu og siminn hringdi, þegar hún var að borga. —- Á ég að svara? spurði Jake. Sandra kinkaði kolli. Ætli þetta væri ekki einhver, sem vissi ekki, að Janet var að heiman? Hún kvaddi þvottamanninn og fór inn. Jake kom á móti henni: — Það er maður að spyrja um þig, eiskan. Hann spurði, hvort ég væri einn af vinum Johns. Hver er John? — Maður frænku minnar! Söndru brá. Þetta hlaut að vera Noel... — Hverju sv.araðirðu? Jake hió: — Vertu ekki svona hrædd elskan! Ég var hinn róleg- asti. Ég sagðist geta verið það ef hann róaðist við það. Farðu bara og talaðu við hann. Ég skal sjá um matinn... ég get það vel. iiún tók simann. — Þetta er Sandra... fyjrgefðu biðina. Noel var kuldalegur: — Þetta er i bezta lagi, chérie. Ég hef engan rétt á þér allan timann. Ég hringdi til að segja þér, að ég kemst ekki fyrr en klukkan hálf átta. Það kom dálitið óvænt fyrir, sem ég þarf að annast fyrst. — Þá segjum við það, sagði Sandra. — Hver svaraði annars i simann áðan? spurði Noel. — Kunningi minn, sem ég þekkti i Englandi... þeir vinna ámóta störf. Nú, ekki laug hún þessu. Vinur Alan Haines? Sendi Alan hann til að reyna að sættast við þig aftur? — Hvað veizt þú um Alan? hún greip andann á lofti. Noel fór undan i flæmingi: — Janet minntist á hann, þegar hún var að leita að vinnu handa þér. Ég veit, að þú varst send hingað... til að gleyma! — Svo þess vegna ertu að minna mig á þa'ð? spurði Sandra stutt i spuna. — Ég vil ekki rifast við þig, og biðst afsökunar, ef ég hef sagt eitthvaö óviðeigandi. Eigum við að segja, að mér hafi brugðiö, þegar ég heyrði ókunnuga karlmannsrödd i simanum? Noel virtis leiður. — Hann beið á tröppunum, þegar ég kom heim. Við sjáumst þá i kvöld kl. hálf átta. Hún vildi ljúka þessu samlali sem fyrst og jafna sig. — Au revoir, chérie... og reyndu að losna við þennan mann! Noel skellti á áður en hún gat svarað reiðilega. Hvernig leyfði hann sér að segja henni, hverja hún ætti að umgangast? Hún fór fram i eldhúsið. Jake leit upp frá pönnunni. — Hvernig gekk þér? — Ég sagði,að þú værir vinur Alans, sagði Sandra hugsunarlaust. — Þekki ég þennan Alan? Heitir ekki maður frænku þinnar annars John? Jake var Tinglaður. — Hann er flugmaður hjá sama flugfélagi og þú. Sandra nennti ekki lengur að skrökva meira. Skipti það lika nokkru máli? Alan hafði slitið sambandi þeirra að eigin viljja... — Heyrðu, ég fylgist ekki rétt vel með! Attu við Alan Haines, náungann, sem var bannað að fljúga fyrir mánuði? Sandra starði á hann: — Bannað að fljúga...? Hann er frábær flugmaður! Jake yppti öxlum: — Kemur mér ekki við! Ekki setti ég hann i flugbann! Ég þekki hann eiginlega ekki neitt.. ég veit aðeins að hon um var bannað að fljúga, og hann er að minnsta kosti ekki fyrsti flugmaður á þessari leið. Seztu nú og drekktu kaffið þitt. Jake var heldur rólegri, þegar hann var búinn að borða. Þegar hann hafði þakkað fyrir matinn, sagði hann hugs- andi: — Ég hringi i þig. Ég verð að fara. Vertu ekki að ómaka þig að fylgja mér til dyra. I I 1 I I I I I I I I I I I í I I I I I B I I I I I I I I I ! I I I I I Hvers vegna fórstu? Föstudagur 23. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.