Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 5
Tilboðleiðtogafundarinstil kommúnista: VERIO LÝÐRÆÐIS- SINNADIR - 00 ÞÁ GETUM VIO TALAD SAMAN! Á leiðtogafundi jafn- aðarmanna i Helsing- ör, kom i ljós nokkur stefnuágreiningur milli hinna róttæku jafnað- armannaf lokka i Suður-Evrópu annars vegar og hinna gamal- grónu jafnaðarmanna- flokka Vestur-Evrópu hins vegar. Ágreining- urinn var um afstöðuna til kommúnistaflokka, að hve miklu leyti jafn- aðarmenn ættu að ganga til samvinnu við þá og hvers eðlis sú samvinna ætti að vera. Það var einkum og sér i lagi kanslari Vestur-Þýzkalands, Helmuth Schmidt, sem fór hörð- um orðum um samvinnuna við kommúnistaflokkana. Gagnrýni hans beindist einkum og sér i lagi að Francois Mitterand, leiðtoga franskra jafnaðarmanna, en hann hefur gert formlegt bandalag við kommúnista og er forsetafram- bjóðandi vinstri flokkanna. Svar Mitterands var bæði skýrt og afdráttarlaust. Hann kýs fremur einingu verkalýðs- ins og sigur sósialismans, en borgaralega stjórn og alþjóðleg herfræðileg sjónarmið. Hann viðurkenndi hins vegar fúslega, að viðhorfin væru ólik i mis- munandi löndum. t Frakklandi væru kommúnistar afl, sem jafnaðarmenn gætu ekki látið sem ekki væri til. Það sama væri sennilega uppi á teningn- um á Spáni, i Portúgal og á ítaliu. I Vestur-Þýzkalandi væru kommúnistar „hvorki eitt né neitt”, svo vitnað sé i orð Schmidts. Vestur-þýzki kanslarinn viðurkenndi það rétt vera hjá Mitterand, að sérhver jafnað- armannaflokkur yrði sjálfur að ráða sinni stefnu, en sagði, að ekki mætti lita fram hjá mikil- vægi NATO. — Ef menn eru á annað borð þátttakendur i bandalagi, þá verða menn að forðast sam- steypur, sem ekki hafa i heiðri skuldbindingarnar við NATO, þ.á.m. framlögin til sameigin- legra landvarna, sagði Schmidt. Þrýstingur Schmidt frábað sér einnig þrýsting frá öðrum Evrópulönd- um i þá átt að knýja Vest- ur-Þýzkaland til þess að borga meira eða taka á sig auknar byrðar, vegna efnahags- ástandsins i álfunni. Kanslarinn tókskýrtfram, að hann teldi, að Þýzkaland greiddi nú þegar meira en nóg og bæri meira en nógar byrðar i þessu skyni og að sá timi væri fyrir löngu kominn fyrir önnur Evrópuriki, að þau tækju meiri þátt i baráttunni gegn verðbólgu, en þau hefðu gert til þessa. Anker Jörgensen, forsætis- ráðherra Dana og gestgjafi ráð- stefnunnar, sagði að henni lok- inni, og talaði þar fyrir hönd 18 jafnaðarmannaflokka, sem hafa fylgi 53ja millj. kjósenda, að jafnaðarstefnan gegndi si- vaxandi hlutverki i Evrópu og væri ein af styrkustu stoðum friðarins. Niðurstaða ráðstefnunnar, sem allir voru sammála um, voru þessar helztar 1. að marka afstöðuna til kommúnista þannig, að ,,biða og sjá”, hvort kommúnista- flokkar myndu þróast i áttina til „trúverðugra lýðræðissinnaðra stjórnmálaflokka”. 2. að leita samvinnu við lýð- ræðisleg sósialisk öfl, flokka og hreyfingar i hinum þriðja heimi. 3. að styðja áfram baráttu jafnaðarmanna fyrir lýðræðis- legum stjórnarháttum i Portú- gal og á Spáni. 4. að beita sér fyrir samning- um um nýja skipan á efnahags- samskiptum iðnaðarlanda og þróunarlanda. 5. að auka baráttuna fyrir meðákvörðunarrétti og með- eignarrétti i atvinnu- og eína- hagslifinu. ttalia, þar sem kommúnistar eru komnir með annan fótinn inn fyrir dyr stjórnarráða, er eitt af þeim löndum, sem valda jafnaðarmönnum áhyggjum. Francesco de Martino, aðai- framkvæmdastjóri italska jafn- aðarmannaflokksins, fór ekkert dult með, að ástandið veldur einnig itölskum jafnaðarmönn- um áhyggjum. Hann skýrði frá þvi á lokuðum Harold Wilson á ráðstefnu jafnaðarmannaleiðtoga. Öryggisverðirnir máttu hafa sig alla við, til þess að geta fylgt Olof Palme eftir á leiðtoga- fundi jafnaðarmanna i Helsingör. Sovézkt neyðarkall berst til Palme A meðan á ráöstefnu jafnaðarmannaleiötoganna stóð fékk Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar, neyðarkall frá fjölskyldu sovézka útlagans Valentin Agapovs. Eiginkona Agapovs Lud- milla, dóttir hans og móðir, sem eru i Sovétrikjunum, hafa i þrjár vikur verið i algerri einangrun” og eru upp á náð sovézku öryggis- lögreglunnar komin”, segir i skeyti, sem Palme barst frá þeim. Palme er beðinn um að setja á stað nýja diplómatiska herferð, til þess að fá fjöiskyldu Agapovs látna lausa. fundi, að þátttaka jafnaðar- manna i samsteypustjórn með mið- og vinstri öflum öðrum en kommúnistum hefði ekki gefið góða raun. Tólf ára samvinna jafnaðarmanna við kristilega hefur orðið til þess, að fylgi flokksins hefur minnkað úr 15% i 12%. A sama tima hafa komm- únistar, sem staðið hafa utan stjórnar, aukið fylgi sitt úr 12% i 15%. Orsök þess, að jafnaðarmenn slitu samstarfinu i stjórn Aido Moro var sú, að sögn de Mar- tino. að rikisstjórnin hafði tekið upp viðræður við kommúnista á bak við jafnaðarmenn, Skilyrði de Martinos fyrir þvi, að jafnað- armenn gangi tii nýs stjórnar- samstarfs, er þvi það, að kommúnistaílokkur ttaliu verði opinskátt aðili að henni, eða i samstarfi við hana. Bjartsýni. Jafnaðarmannaleiðtogarnir létu i ljós þá skoðun, að þróun mála á Pyreneaskaga væri já- kvæð og hægt væri að horfa fram á veginn með bjartsýni. Mario Soares. foringi portú- galskra jafnaðarmanna, sagði. að flokkur hans ætti von á rnikl- um kosningasigri i aprilmánuði nk. og að allt bendi til þess, að herinn sé að afsala sér völdum i siauknum mæli og þróunin þvi i átt til aukins lýðræðis. For- maður spánska jafnaðar- mannaflokksins. Felipe Gonzales, benti á andstæðurnar milli loforða spænsku rikis- stjómarinnar um aukið iýðræði og þeirrar staðreyndar, að meirihlut' spönsku rikisstjórn- arinnar. þ.á.m. forsætisráð- herrann, Navarro, væru gamlir fasistar. Hann lét á sér skilja. að jafn- atiarmannaflokkurinn ætlaði ekki að ganga til neins sam- starfs við erfingja Frankó-ein- ræðisins og mvndi alls ekki fall- ast á lausn af þvi tagi, þar sem t.d. jafnaðarmönnum væri veitt frelsi til starfa, en kommúnist- um ekki. Þá kom einnig fram i máli hans, að hann taldi styrk- leika kommúnista og jafnaðar- manna innbyrðis vera i svipuðu hlutfalli á Spáni og i Portúgai. Fyrir hægrisinnaðri jafnaðar- menn. svo sem eins og Schmidt og Wilson hefur það sjálfsagt ekki veriðnein huggun, þvi þeir eru á sömu skoðun og Henry Kissinger. að kommúnistar séu að ..laumast áfram'' i Evrópu og séu sannanleg ógnun við frjálsræði i álfunni. Deilurnar um afstöðuna til kommúnista halda þvi áfram meðal evrópskra jafnaðar- manna. Föstudagur 23. janúar 1976. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.