Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 8
Björgvin Hólm, kerfisfræðingur: (SLAND A SINN EIGIN PÝRAMÍDA Pýramidar hafa leikið stórt hlutverk i mannkynssögunni. Þeir finnast út um allar jarðir. Þeir finnast i Kina, þeir finnast i Ameriku, og þeir finnast i Af- riku. Frægastur allra pýramida er hinn svokallaði Keopspýra- midi, sem stendur ásamt nokkr- um öðrum pýramidum á svæði þvi, sem nefnist Giza i Egypta- landi. Inni ihonum eru áletranir i helgirúnum, sem segja, að byggingarmeistarinn hafi heiti KHÚFU. Um þennan pýramida stendur töluverður styr meðal áhugamanna á fornum fræðum. Sumir segja, að hann hafi að- eins verið byggður til þess að þjóna sem grafhýsi fyrir ein- hvern Faraó Egypta, en aðrir halda þvi fram, að hann hafi verið byggður samkvæmt ákveðnu KERFI.sem sé i sam- ræmi við spádóma Bibliunnar. Keopspýramidinn er enn i dag langmesta mannvirki, sem mannkynið hefur nokkurn tima tekið sér fyrir hendur. Að efnis- magni er hann mörgum tugum sinnum meiri, heldur en viða- mestu nútimabyggingarnar, og hann er ávallt nefndur íyrst, þegar talað er um hin sjö undur veraldar. Það var á mælingum i Keops- pýramidanum, sem Adam Rutherford og félagar hans ásamt Jónasi Guðmundssyni, byggðu visindi sin og spádóma. t honum fundu þeir mörg merkilegustu ártölin i mann- kynssögunni eins og til dæmis krossfestingu Krists, árið 33. En Pýramidinn sjálfur er álitinn vera byggður i kring um árið 2623 fyrir Krists burð. Ég mun fjalla nánar um Keopspýramid- an i seinni grein. þvi hér ætia ég að kynna litinn pýramida, sem ég hef fundið með rannsóknum minum hérna uppi á tsiandi. Við rannsóknir minar á Land- námu og Flókasteini. sem er gamall rúnasteinn, staðsettur á Hvaleyrinni við Hafnarfjörð, beindist athygli min að Naut- hólsvikinni á mótum Skerja- fjarðar og Fossvogs. Ég fór og rannsakaði svæðið, og þá fann 2. GREIN Pýramidarnir í Giza í Egyptalandi. Litli pýramidinn viö Nauthólinn myndaður úr þrem sjónarhornum. ég hluti, sem gerðu mig stein- hissa. Þar eru tilhöggin björg á svo merkilegan hátt, að það er hreinasta furða, að sérhver ts- lendingur skuli ekki vita af þvi. Og inni i miðri jötunsteina- þyrpingunni blasti við mér merkilegasta trúartákn mann- kynsins: sjálfur pýramidinn. Hann er ekki stór — aðeins 4 fet á hverja hlið — en þetta er pýramidi, um það er engum bíööum að fletta, settur þarna af sömu mönnum, sem rituðu Landnámu og hjuggu út Flóka- stein. Nafnið Ari, sem meðal annarra atriða tengir forn- menningu tslendinga við Egypta, hefur i Nauthólsvikinni skilið eftir spor i steinum, þvi samkvæmt leiðbeiningum i Landnámu fann ég þá. Hvemig ég las þessar leið- beiningar, verð ég að útskýra seinna, þegar ég hefi kynnt svo- litið betur hugmyndir minar i sambandi viðeðli goðatrúarinn- ar, en það mun ég gera i seinni greinum. Fræðimenn nútimans þekkja nú orðið nokkuð vel það fyrir- bæri, sem nefnt hefur verið: ..jötunsteinamenningin”, og er safn af tilhöggnum björgum — sannkölluðum Grettistökum — sem finnast eftir allri strand- lengju Evrópu, allt frá botni Miðjarðarhafsins til Bretlands, en aldrei hefur hún verið orðuð við tsland. En þarna er hún. t Nauthólsvikinni. Inni á sjálfu Revkiavikursvæðinu. Ög upp að litla pýramidanum á tslandi liggur hinn frægi bogi, sem sögur segja, að einu sinni hafi tilheyrt Keopspýramidan- um i Giza. Þetta er steinn, sem hallastupp að litla pýramidan- um, og hliðin sem snýr að Pýra- midanum, er eins og bogi i lag- inu, eða eins og táknið dje: D. Gegnt litla pýramidanum er stór tilhöggvinn steinn, ca 7 tonn að þyngd, sem reistur er upp á rönd, og hann er tilhöggvinn i fallegan sexhyrning, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það eru fleiri steinar i NAUT- HÖLNUM, er valdir hafa verið eftir lögun sinni eða tilhöggnir, og þeim er raðað niður eftir ákveðnu kerfi, sem ég hef glimt við. Þarna ersteinn, sem er eins og hús i lögun, og þarna er steinn, sem á að tákna brynju. Þvf miður hef ég ekki haft tima til þess að vinna rækilega úr þvi, en það er svo sannarlega verð- ugt verkefni fyrir hvaða íslend- ing sem er, og örugglega miklu árangursrikara, heldur en að grafa einhvers staðar niður i jörðina að leita að fornminjum. Þarna eru fornminjar uppi á yf- irborðinu, sem enginn hefur hingað til gefið gaum að. Er eitthvað sérstakt við litinn pýramida, sem hefur 4 fet að grunnlinu? Flatarmál grunn- flatarins er þá 16 fet, og mæling- ar minar á litla pýramidanum sýna að lengd hornalinanna frá toppi pýramidans út i hornin sé 3 og 1/2 fet. Þegar hæð pýra- midans er reiknuð út sam- kvæmt þessum tölum kemur út talan 2,86, sem strax minnir á hina svokölluðu skekkjutölu, sem spilar stórt hlutverk i bygg- ingarkerfi Keopspýramidans, en eitt af þvi merkilegasta, sem komið hefur i ljós i sambandi við hann, er það, að hann er byggður samkvæmt þekkingu á nútima Pi-inu, sem er 3,14159. Lengi notuðu menn hlutfallið 22/7 i útreikningum sinum með pi-inu. en það gefur töluna 3.14286 þar sem talan 286 er frá- vikið og skekkjan miðað við töl- una 3,14159. Það þarf ekki mikið hug- myndaflug til þess að tengja pýramidana við hugtakið pi, sérstaklega fyrir Islendinga, þvi sjálft orðið pýramid eða pýramið gefur tilefni til þess. Eftir islenzkum málfræðiregl- um má skipta þvi i samsett orð: Pýra-mið, þar sem fyrra orðið er stofninn pi ásamt islenzku endingunni RA, en siðara orðið stofninn Mið-ja. Og svo sannar- lega leikur pý-ið miðjuhlutverk- ið i visindum nútimans. Með þvi að beina athygli manna að litla pýramidanum og öðrum steinum i Nauthólsvik- inni, hljóta að skapast ný sjón- armið um uppruna Islendinga. Sérstaklega vegna þess, að jöt- unsteinamenningin hefur hing- að til ekki verið orðuð við land- ið. Islenzkir þjóðfræðingar verða að gera sér þetta ljóst sem allra fyrst. Það geta legið fiskarundirsteini annars staðar en i Grindavik. Ef til vill eru stærstu fiskarnir i Nauthólnum. (Næsta grein: Pýramidarnir og táknið A). Velheppnuð ráðstefna um sjávarútvegsmál VID ERUM KOMNIR MEÐ OF STÖRAN FISKISKIPAFLOTA Ráðstefna sú, sem haldin var á miðvikudaginn og fjallaði um þróun sjávarútvegs, virðist hafa tekist með afbrigðum vel. Að loknum ræðum framsögumanna var ráðstefnunni skipt upp i starfshópa, sem unnu fram eftir degi. Ráðstefnunni lauk siðan með skýrslum starfshópanna og frjálsum umræðum. Ekki voru gerðar neinar samþykktir eða ályktanir, enda ekki til þess ætlast. Tilgangur ráðstefnunnar var aftur á móti sá, að kynna ýmsar nýjar hug- myndir i málefnum sjávarút- vegsins og gefa ýmsum þeim, er um þessi mál fjalla, tækifæri til að ræða og hugleiða eitt og annað, er þeim lá á hjarta. Alþýðublaðið hafði samband við nokkra af ráðstefnugestum og var augljóst að þeir voru yfirleitt mjög ánægðir með allan undir- búning og skipulag ráðstefnunn- ar. Er enginn vafi á þvi, að marg- ar þær hugmyndir sem þarna komu fram, eiga eftir að gefa mönnum dágott umhugsunarefni næstu vikur og mánuði. A ráðstefnunni kom fram sú skoðun að við Islendingar værum með of stóran fiskiskipaflota og væri þvi nauðsynlegt að koma i veg fyrir að hann stækkaði meira en orðið væri. Ýmsar hugmyndir voru settar fram, varðandi fækk- un skipa og þar á meðal að aðeins helmingur fiskiskipanna yrði við veiðar samtimis. Bent var á að breytingar á styrkjakerfinu gætu orðið til þess að auðvelda eðlilega fækkun fiskiskipa, sem mundi verða til þess að afli einstakra skipa yrði meiri og afkoma sjó- manna og útgerðarinnar eftir þvi. Lögð var mikil áherzla á hvers- konar fiskveiðirannsóknir, bæði varðandi þá fiskstofna sem nú væru nýttir og einnig aðrar fisk- tegundir, sem litt eða ekkert væru veiddar hér við land. Þá var mik- ið fjallað um könnun fiskimiða og hægræðingu við sókn á hin ýmsu mið, bæði að þvi er varðaði veiði- magn, fjölda og stærð skipa, tegundir veiðarfæra og veiðitima. Þá var einnig mikið rætt um nýtingu aflans og skipulag veiðanna frá hagræðissjónarmiði og bent á að ekki væru allar (veiði-) ferðir til fjár. Þetta mætti bæta með auknum rannsóknum og fjárveitingum til rannsóknar- starfa. fréttir.....fréftir.....fréttir.....fréttir......fréttir.....fréttir.... EINMUNAGÓÐ FÆRÐ Á VEGUM í S-ÞING. Færð á vegum i S-Þingeyjar- góð i vetur, að sögn fréttaritara aka yfir Vaðlaheiði á Venjulegum sýslu hefur verið með eindæmum okkar þar. i fyrra var hægt að fólksbilum fram undir jól, en ___________ áðrið 1974 varð heiðin ófær strax i Æ UMHVERFISRANNSOKNIR ÁPOLLINUM VIÐ AKUREYRI Nú fer fram rannsókn á meng- un i Pollinum við Akureyri, og er innan skamms að vænta niður- stöðu gagnasöfnunar, um þau efni sem berast i' Pollinn, frá fyrir- tækjum og verksmiðjum. Sigurður V. Hallsson, efnaverk- fræðingur, hefur annazt gagna- söfnunina fyrir hönd Náttúru- gripasafnsins á Akureyri og er hún hluti af viðamikilli rannsókn á lifriki Pollsins og umhverfis hans. Að sögn Sigurðar, hefur Akur- eyringum tekist að vernda náttúruna samfara þvi að stór- felld uppbygging iðnaðar hefur átt sér stað. Vissulega þurfa óæskileg efni að fara frá fyrir- tækjum, en kanna þarf hver þau eru og i hvaða magni þau berast i Pollinn, til þess að hægt sé að draga úr magni þeirra efna, sem hættulegusteru. Aðsögn Sigurðar hefur hann ekki fundið neinn sérstakan sökudólg. óktóber. Þegar heiðin er ófær verður að fara leiðina um Dalsmynni, og inn Svalbarðsströndina til Akur- eyrar. A þessari leið er mikil snjóflóðahætta og er þess skemmst að minnast, að um það leyti sem snjóflóðin féllu i Nes- kaupstað, á Siglufirði og víðar, þá féll snjóflóð á veginn um I)als- mynni. Snjóflóðið, sem var um þriggja km langt, lokaði veginum i þrjár vikur. Að sögn fréttaritarans, fer nú að styttast i að Þorrablót veröi haidin og færist nú óðum hugur I menn þar eystra. Sögulegur samningur Beðið svara í samninga- málum „Segja má, að úr samninga- málum sé mest litið að frétta”, sagði Ólafur Hannibalsson, skrif- stofustjóri A.S.Í. i samtali við blaðið. „Sáttafundur, sem nú skal halda með hinni nýskipuðu sátta- nefnd, verður trúlega fyrst og fremst til þess, að setja nefndar- menn inn i málin. Bæði A.S.í. og vinnuveitendur biða nú eðlilega eftir undirtektum rikisstjórnar- innar undir tillögurnar, sem henni voru sendar. Margar þeirra eru þess eðlis, að til þess að þær nái fram að ganga, þarf laga- eða reglugerðarbreytingar. Um þann þátt eru báðir aðilar yfirleitt sammála. Ennþá er ekki að fullu reynt, hvort fleira getur orðið sameiginlegt i niðurstöðum um leiðir. Vel mætti svo fara. En það er alger forsenda, að svör berist um málaleitanirnar, af hendi stjórnvalda, til þess að samningamálin fari að ganga eða reka, eða taki þá aðra stefnu, ef svörin verða neikvæð.” Næsta sögulegur samningur var undirritaður i S-Þingeyjar- sýslu þann 10. þessa mánaðar. Þessi samningur tekur fullt tillit til starfsreynslu húsmóður, og er starfsreynsla hennar metin jöfn að áraf jölda og hún hefur varið til húsmóðurstarfa. Ekki er undir- rituðum kunnugt að nokkur annar kjarasamningur sem felur þessa réttarbót i sér hafi verið gerður fyrr hér á landi né i öðrum nær- liggjandi löndum. Þessi samningur er málalok verkfalls þess i mötuneytum skóla i Suður-Þingeyjarsýslu, sem getið var um i blaðinu á sin- um tima, en það hófst frá og með 5. jan sl. Sveitarstjórnir þær, sem hlut áttu að máli annars vegar og Verkalýðsfélag Húsavikur fyrir hönd starfsfólks mötuneytanna hins vegar undirrituðu þennan sögulega samning. Þau atriði, sem mestu máli skipta, fyrir utan ofannefnt, og samningurinn kveður á um eru þessi: Greitt verður fullt vaktaá- lag fyrir vinnu, sem fellur utan venjulegs vinnutima, en slikt var ekki gert fyrr. Starfsreynslu sem við launaútreikning telst vera eitt ár, öðlast starfsfólkið á 8 til 9 mánuðum, háð hve skóli er starf- ræktur lengi á hverjum stað ár hvert. Áður var starfsreynsla að engu höfð og byrjandi hafði sömu laun og þeir sem höfðu unniö þessistörf árum saman. Orlof er verðtryggt þannig, að það greið- ist samkvæmt gildandi kaupi sið- asta mánuðinn fyrir þann tima, að það er greitt út. Laun starfsfólksins verða hér eftir sem hér segir: Á fyrsta starfsári greiðast 53.718 krónur i föst laun, en eftir eitt ár eða meira greiðast 56.509 kr. i föst laun á mánuði. Þetta eru að visu engin banka- stjóralaun, að mati fólks þar eystra, en þetta er mikil breyting, þviað til þess tima að samningur- inn var gerður, var ekki um neinn kjarasamning þessa starfshóps að ræða. Gengið frá fyrirframsölu á Verksmiöjan þarf að borga 166 þúsund á dag fyrir rafmagnið! frystri loðnu Sjávarafurðadeild Sambands islenskra samvinnufélaga hefur gengið frá fyrirframsölu á allri toðnu, sem unnt verður að frysta i Sambandsfrystihúsunum á þeirri vertið, sem nú fer i hönd. Er áætlað, að magnið geti orðið a.m.k. 2000 tonn, en kaupendur hafa skuldbundið sig til þess að taka við hverju þvi viðbótar- magni, sem framleitt kann að verða. Kaupandi er japanska fyrir- tækið Mitsui & Co. Ltd. og voru samningar undirritaðir i Tokyo 16. janúar s.l. Fyrir hönd Sambandsins önnuðust samningsgerðina þeir Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar, ög Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri Kirkjusands h.f. Samið var nú um nokkru hærra verð en það sem gilti á vertið 1975. Þá fengust og fram nokkrar breytingar á gæðakröfum og vörulýsingu, sem ætla má að leitt geti til aukinnar framleiðslu. Svo sem kunnugt er var mjög litið fryst af loðnu fyrir Japans- markað á vertið 1975 og var ástæðan m.a. þær ströngu gæða- kröfur, sem kaupendur þá gerðu, t.d. að þvi er varðar stærð loðn- unnar og leyfilegt átumagn. Eins og kunnugt er seldum við Islendingar mjög litið magn af loðnu til Japans á siðasta ári m.a. vegna þess að framleiðsla ársins 1974 reyndist ekki uppfylla þær gæðakröfur sem kaupandinn setti fyrir samningum, og talið er að ekki verði birgðir af islenzkri loðnu uppseldar fyrr en fyrsta loðnan sem fryst verður á þessari vertið er komin á markað þar eystra. Það skal tekið fram að ekki er veriðaðgefa i skyn að Sambandið sé svartasti sauðurinn i þ^ssu efni. Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni hf.í Reykja- vík er gert að borga hvorki meira né minna en 166 þús- und krónur á dag i afl-og orkugjald til Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Það var unnið í 2 verksmiðjum fyrirtækisins í 42 daga á siðasta ári og fyrir raf- magnsnotkun verksmiðj- anna árið 1975 var krafist 7—8 milljón króna í raf- magnsgjöld. Þessar upplýsingar fékk Al- þýðublaðið frá Jónasi Jónssyni framkvæmdastjóra Sildar- og fiskimjölsverksmiðjunnar. Hann sagði ennfremur: Okkur finnst þetta ofboðsleg fjárhæð og fórum þess vegna fram á eftirgjöf, þannig að gjaldið yrði sann gjarnt, en ekki eins óstjórnlega hátt og reikningurinn frá Raf- magnsveitunni fyrir ársraf- magnsnotkun okkar fyrir árið 1975.” Við spurðum Jónas hvað lægi til grundvallar þessu háa gjaldi, sem af þeim væri krafist. Svaraði Jónas þvi til, að taxtar Raf- magnsveitunnar væru miðaðir við toppgjald. Vélar Sildar- og fiskimjölsverksmiðjunnar væru mjög orkufrekar þegar i gangi væru, og mælirinn sem mæli kiló- wöttin sýndi þá mikið álag. Siðan miðaði Rafmagnsveitan orku- og aflgjald sitt við mesta álag og reiknaði siðan toppnotkun út allt árið, en ekki aðeins dagana sem vélarnar gengju. Annars væru þessir taxtar allflóknir en sizt af öllu sanngjarnir. Að lokum sagði Jónas Jónsson: „Við fórum fram á eftirgjöf af hluta gjaldsins. Fengum við þverneitun við þeirri málaleitan af yfirvöldum. Munum við þvi þurfa að greiða uppsett gjald 7—8 milljónir fyrir 42 daga, sem gerir 166 þúsund fyrir hvern einstakan dag. Slik gjaldskrá sem þessi hlýtur að vera meingölluð.” íprcttir 16 valdir á NM pilta Norðurlandamót pilta, 19 ára og yngri, verður haldið á tslandi helgina 2.—4. april n.k. Þetta mun vera i annað skiptiö sem slíkt mót er haldið her á landi. Að sögn landsliðsþjálfarans Viðars Simonar- sonar er undirbúningur fyrir nokkru hafinn. Valdir hafa verið 16 leikmenn, sem æfa af kappi. Þessir leikmenn eru: Markverðir: Kristján Sigmundsson Þrótti, ólafur Guðjónsson FH og Egill Sigurðsson Val. Aðrir leikmenn eru: Pétur Ingólfsson Ármanni Jón Viðar Sigurðsson Ármanni, Friðrik Jóhannsson Ármanni, Jón Árni Rúnarsson Fram, Gústaf Björnsson Fram, Jón Hauksson Haukum, Andrés Kristjánsson FH, Kristinn Ingason KR, Bjarni Guðmundsson Val, Óskar Hallgrimsson Val, Halldór Atlason Þrótti, Róbert Agnarsson Viking, og Sigurður Sigurðsson Viking. Fyrirhugað var að þetta lið ásamt landsliði undir 23 ára, færi i keppnisferðalag til Færeyja i lok janúar. Af henni varð þó ekki, þar eð ekki þótti skynsamlegt að raska leikjum Islandsmótsinsi Ekki stendur þó til að hætta við þessa ferð, heldur aðeins fresta, þangað til að tslandsmótinú er lokið. Að sögn Viðars bjóst hann þvi við, að ferð þessi yrði farin um miðjan marzmánuð, eða fljótlega eftir að islenzka landsliðið kæmi heim úr keppnisferðalagi sinu frá Luxemburg og Júgóslaviu. „Ef að við álitum landsliðið 23 ára og yngri nógu gott, býst ég við að það verði talið sem a-landsleikur þegar þeir leika við færeyska landsliðið” sagði Viðar að lokum. Skák Friðriks í bið Skák Friðriks Ólafssonar og Hollendingsins Böhm i 6. umferð skákmótsins i Wijk an See i Hollandi fór i bið. Böhm þessi er eflaust mörgum islenskum skákiðkendum kunnur þvi hann dvaldist á landinu á meðan heimsmeistaraein- vigið i skák milli Fischer og Spassky stóð yfir, og gerði þá mikið af þvi, að tefla upp á peninga við hina og þessa menn. Hann bauð oftsinnis skák- mönnum sér lakari að hafa 5 min.til umhugs- unar meðan hann sjálfur notaði aðeins 1 min. Var hann oft mjög snjall við að hala inn vinning og peninga þótt timamismunur væri mikill. Hann er liklega skólaður i einu af „skák- kaffihúsum” Amsterdamborgar. Friðrik Ólafsson hefur hlotið 2 og 1/2 vinning út úr 5 skákum, en Böhm aðeins 1 vinning út úr sama skákfjölda. Helgi Olafsson efstur á Skákþingi Rvíkur Skákþing Reykjavikur hið 47. i röðinni stendur nú yfir i félagsheimili Taflfélags Reykjavikur að Grensásvegi 44-46. Að þessu sinni er hinum rúmlega 70 keppendum i meistaraflokki skipt niður i 6 riðla, og er farið eftir skákstigum þeirra þegar raðað er i riðlana, þannig að 12 stigaefstu fara i A. riðil, þeir næstu i B. riðil og svo koll af kolli. Flestir beztu skákmenn landsins taka þátt i mótinu og er þvi mik- ið fyigzt með þvi mcðal skákáhugamanna og ann- arra. 1 A. riðli er töfluröð skákmanna þessi: 1. Björn Þorsteinsson 2. ðlargeir Pétursson 3. Ómar Jóns- son, 4. Gylfi Magnússon 5. Bragi Halldórsson 6. Jónas P. Erlingsson 7. Helgi Ólafsson 8. Asgeir Asbjörnsson 9. Sævar Bjarnason 10. Magnús Sólmundarson 11. Kristján Guðmundsson 12. Guðmundur Ágústsson. Fimm umferðum er þegar lokið og hefur skák- meistari Norðurlanda (i unglingaflokki) Helgi Ólafsson tekið forystuna með 4 og 1/2 vinning. Helgi er ört vaxandi skákmaður og lætur nú skammt stórra högga á inilli. Ekki er svo langt siðan hann sigraði i Haustmóti T.R. og hinn góði árangur hans i Evrópumeistaramóti unglinga i Grönningen i Hol- landi hefur ekki farið framhjá mörgum. Hann hefur teflt ágætlega en ekki er laust viö að hann hafi verið örlitið heppinn i skákum sinum viö Jónas P. Erlingsson i 1. umferð og Sævar Bjarnason i 4. umferð. Næstur á eftir Helga er hinn ötuli skák- maður Björn Þorsteinsson með 3 og 1/2 vinning. Margeir Pétursson, Magnús Sólmundarson og Ómar Jónsson kom næstir með 3 vinninga liver. Margeir hefur þó aðeins teflt 4 skákir og Ómar á jafnteflisicga biðskák við Guðmund Agústsson. Sævar Bjarnason, Jónas P. Eriingsson og Bragi Halldórsson hafa 2 vinninga, en Bragi hefur aðeins teflt 4 skákir. Asgeir Asbjörnsson og Kristján Guömundsson hafa báðir 1 og 1/2 vinning og biðskák. Gylfi Magnússon 1 og Guðmundur Ágústs- son engan vinning en 2 biðskákir. 1 B. riðli cr Hilmar Karlsson efstur með 4 vinn- inga af 5 skákum. PlilSllMt llf PLASTPQKAVERKSMIOJA Sfmar 82439 -82455 VBtnagöffeum 6 Box 4064 - R«ykjevfk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. bausl plá&s Hér er lausf auglýsingapláss. Hafiö samband viö auglýs- ingadeild blaösins, Hverfis- gótu 10 — simi 14906. Teppahreinsun Ilrpinsum gólfteppi og húsgögn i hcimahúsum og fj rirtakjurn. Éruin meö nýjar vélar. Góð þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 m ájnB&Sæ Innrettingar mmtmP húsbyggingar BREIÐÁS Vesturgötu 3 simi 25144 I KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 (f Kasettuiönaöur og áspilun, \\ [ fyrir útgeíendur hl|ómsveitir. II kóra og fl. Leitiö ti'boöa. l \ \\ Mifa-tónbönd Akureyri JJ \\Pósth. 631. Slmi (96)22136 DÚflA Síðumúla 23 /ími 84900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.