Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 13
© Alþýðublaðið Föstudagur 23. janúar 1976. Fjölgun námshópa í LÍN, brýnasta verkefnið nAmslánin VÆNTANLEGA SVIPUD OG VERIÐ HEFIIR Lánamál náms- manna hefur verið mikið hitamál undan- farna mánuði, og hefur verið fjallað mikið um þau i fjölmiðlum. Nú er nokkur timi liðinn frá þvi að haustlánunum var útdeilt, og virðist sem lánamál náms- manna hafi legið i nokkrum dvala. t»vi sneri Alþýðublaðið sér til Einars Harðarson- ar, sem á sæti i stjórn LÍN, og spurði hann ýmissa spurninga varðandi starf sjóðsins, og hver framvinda lánamálanna hafi verið frá þvi i haust. „tlánamálum siðustu mánuð- ina hefur i stórum dráttum gerzt það, sem flestir þekkja, fjárþörf sjóðsins var ekki mætt af stjórnvöldum i haust, og allar tillögur sjóðstjórnar þar að lút- andi að engu hafðar. Sést það bezt með útkomu fjárlagatillög- unnar, en þar var fjárþörf sjóðsins áætluð 807 millj., en áætlanir sjóðstjórnar og framkvstj. LIN 1720 millj., og var þá eingöngu miðað við, að námsaðstoð yrði svo til óbreytt frá þvi sem verið hefur siðustu ár. Að mestu hefur þessi barátta verið til lykta leidd á milli námsmanna annars vegar og stjórnar hins vegar, með þvi að rikisstjórnin hefur nú fallizt á að hækka fjárlög upp i840millj., og einnig verði LIN gefin lántöku- heimild, sem búizt er við, að Einar Harðarson að koma af baráttufundi námsmanna. verði 600 millj. Likur eru á að þetta verði staðfest fljótlega. Hins vegar féllust fulltrúar námsmanna á að breyta úthlut- unarreglunum varðandi óeðli- lega háar tekjur maka náms- manna og þeirra sjálfra. Verða lánin þá væntanlega metin með tilliti til tekna námsmanna og maka þeirra, og vonast ég til að þessar tillögur verði samþykkt- ar óbreyttar. Litilsháttar ágreiningur hefur verið milli námsmanna og ráðherra um, hve langt eigi að ganga á hlut tekna námsmanna og einnig um skerðingu þá, sem átti sér stað með háustlánin, sem var úr 7/12 i 5/12. Varð þetta til þess, að margir þeir sem sóttu um haustlán, fengu þau ekki. Einnig greindi á um breyting- una á úthlutun haustlánanna, sem olli þvi að minna kom ihlut námsmanna, en úr þvi hefur verið bætt að nokkru leyti. Samkvæmt árlegri könnun um meðaltekjur námsmanna, sem frkvstj. LIN gerir, kom i ljós, að þær kæmu ekki til með að verða meiri en verið hefur. En samkvæmt nýlegri könnun kom i ljós, að tekjur náms- manna voru meiri en undanfar- in ár, og einnig er sjóðurinn miklu betur staddur fjárhags- lega en ég hafði nokkurn tima þorað að vona. Við eigum eftir að fá skýringar við einstök at- riði i þessum samningum, sem ég vona að fá sem fyrst. Eitt þessara atriða er t.d. hvar á að taka þessar 600 milljónir til lánsins, og má geta þess, að i fyrra fékk sjóðurinn 100 milljón krónu lántökuheimild, sem enn hefur ekki orðið nema 51,5 mill- jónir. Um starf sjóðsins i dag hafði Einar þetta að segja: ,,Það kemur væntanlega fram tillaga innan LtN þess efnis að hækka áætlaðar lágmarkstekjur fyrir hvern leyfismann, hvort sem hann aflar þeirra eða ekki. Til- lagan er þess efnis, að breytt sé lámarkstekjunum, sem eru 50 þúsund krónur, upp i aðra hærri tölu, og mun hún koma niður á námsláni allra námsmanna. Þessa tillögu mun ég ekki geta samþykkt, vegna þess að ekki hefur fengizt leiðrétting á kostnaðarkönnun, sem gerð var árið 1974, en hún sýndi mikið vanmat á framfærslukostnaði námsmanna. LIN veitir ekki meira en 83% námslán, en þau ættu i raun að vera 100%. Ný- lega var samþykkt tillaga þess efnis, að námsmaður skal hafa náð lokaprófi frá háskóla eftir fimm ára nám, og (150) e, til þess að eiga kost á kandidata- styrkjum. Einnig vil ég að fram komi bréf, sem menntamála- ráðherra sendi sjóðnum. Gerir hann námsmönnum það ljóst, að þeir, sem fá lán eftir 1. janú- ar 1976, geti átt von á að þurfa að endurgreiða lán sin með verðtryggingarálagi vegna hugsanlegra breytinga á lögum. Einnig flutti ég tillögu um, að gerð verði könnun á fyrirkomu- lagi prófa, sem islenzkir náms- menn taka erlendis, til að gera sem likastar kröfur um upplýs- ingar á framvindu náms, og gerðar eru hér heima.” Næst spurðum við Einar, hvort hann hefði einhverjar hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins, og sagði hann þá: ,,Mér finnst rétt að at- huga, hvort LIN ætti ekki að beina námsfólki sem mest inn á þá braut að stunda nám sitt á Is- landi, ef kostir gefast, þvi að það er mun betra fyrir sjóðinn fjárhagslega, og einnig stór gjaldeyrissparnaður. 1 þvi efni má benda á, að islenzka menntakerfið hefur vikkað mjög, og er þar hægt að benda á fjölgun háskóla hér á landi. Kennsla á Islandi er ekkert lak- ari en erlendis, það geta þeir borið vitni um sem reynt hafa. Barátta námsmanna undaníar- in ár hefur beinzt sem mest i þá átt að fá leiðrétt kostnaðarmat og hækkaða hlutfallstölu af námslánum, sem er eins og áður sagði 83% meðaltal af veittum framfærslukostnaði.” Nú hafa margir skólar reynt að fá inngöngu i LIN, en án árangurs. Hvernig horfir nú með þeirra mál? ,,1 fyrra var ákveðið með sér- stökum ákvæðum menntamála- ráðherra, að fimm nýir skólar ættu aðfá sérstök lán, sem ekki falla undir reglur LIN. Nú und- anfarna mánuði hefur starfað nefnd, sem ætlað er að skila nið- urstöðu um breytingu á lögum um námslán. I þessari nefnd eru m.a. tveir þingmenn og for- maður LIN. Eftir þvi sem ég bezt veit, hefur nefndin fjallað um, aö inntökuskilyrði i LIN sé miðuð við, að námsmenn hafi 13 ára nám aðbaki, sem nám hans er i beinu framhaldi af. Endan- legur úrskurður hefur ekki komið frá nefndinni, en hann er væntanlegur von bráðar.” Að lokum spurðum við Einar Harðarson að þvi, hvort náms- aðstoð eigi fullan rétt á sér. og sagði hann þá: „Hvers konar mannrækt og mennt getur bezt alls byggt upp gott þjóðfélag. Þjóðir allt i kringum okkur verja stórum hluta af fjármagni sinu til visinda, og tel ég rétt, að námsaðstoð sé i eðli sinu byggð á sama grunni. Við vonum að sem mest skili sér til baka. og þá ekki einungis i beinhörðum peningum, heldur og i árangri. Að minu mati á námsaðstoð ekki að vera námsmönnum þungbær".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.