Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 6
Margar konur eiga í stríði við húð og erfiðleikum. í þessari grein eru 1. Liflaust hár Nú er háriö á mér oröið þurrt oglíflaust. Þaðer raunar ekkert skritiö, þvi ég hef lýst það i mörg ár. Hvað get ég gert til að það verði aftur heilbrigt og glansandi? Ég hef skolleitt hát frá náttúrunnar hendi. Svar: Eyðilagt hár getur aldrei orð- ið heilbrigt og glansandi aftur. Þú verður að sýna þolinmæði þar til nýtt hár er vaxið, nema þú viljir stytta þér leið og klippa hárið mjög stutt. Þá verður þú að láta hárið vaxa svolitið efst og klippa afganginn af. Ef þú hefur andlit sem hæfir mjög stuttu hári, er liklega engin á- stæða til að hika! Annars geturðu lika látið lita eyðilagða hárið á hárgreiðslu- stofu i hinum eðlilega háralit þinum (ekki nýja hárið), og sið- an klippt það smám saman eftir þvi, sem hárið vex. Þriðja lausnin er að fá ljósar rendur i nývaxna hárið þannig að litaskiptin séu ekki eins áber- andi. Og þannig er hægt að halda áfram með rendurnar, þangað til þér finnst hárið vera orðið nógu sitt til að eyðilagða hárið megi fara. Allt þurrt hár — lika þitt hár — á að þvo úr oliusjampói og skola með volgu vatni, sem gjarna má bæta út i einum pilsner. Reyndu lika að nudda olivuoliu i hárið áður en þú þværð það og sittu svo i hálítima með plasthettu og prjónahúfu yfir höfðinu, svo hitinn verði nægilegur. Ef maður hefur þurrt hár, borgar sig lika að forðast permanent, sem þurrk- ar hárið enn meira. Creme Rinse er mjög gott fyr- ir þurrt hár. Makaðu þvi um allt hárið eftir að þú hefur skol- að það með volga vatninu og skolið lauslega einu sinni enn. Hárið verður mýkra og með- færilegra. 2. Feit húð og hár. Ég hef mjög feita húð og jafn feitt hár. Þessvegna virðist ég alltaf. vera subbuleg og ósnyrt, en það kæri ég mig auðvitað ekki um. Hvað á ég að gera? Svar: Feit húð og hár stafar af of- framleiðslu fitukirtlanna, en þvi valda hormónar, sem verða m.a. til i nýrnahettunum. Streita geturlika valdið þvi, þvi streita eykur starfsemi fitu- kirtlanna. Með öðrum orðum sagt: feit húð og hár er mjög al- geng hjá önnum köfnum og taugaveikluðum manneskjum. Reyndu að þvo andlitið með soðnu vatni og þurri sápu (t.d. Clerasil eða Rexona) og notaðu aðeins krem og snyrtivörur, sem eru sérstaklega gerðar fyr- ir feita húð. Hárið geturðu þvegið eins oft og þér sýnist. Það er alveg ó- hætt, og sú staðreynd að manni liður betur ef hárið er hreint og vel hirt, er góð lækning i sjálfu sér. Aðsjálfsögðu áttu aðeins að nota sjampó fyrir feitt hár, t.d. frá Elida eða Innoxa. Þú getur lika reynt fljótandi sápu, sem fæsti apótekum og er mikið not- uð á sjúkrahúsum. Notaðu létt- ar hreyfingar þegar þú þværð þér um hárið. Það er engin á- stæða til að nudda og núa af öll- um kröftum, þvi það ertir kirtl- ana enn meir. Það er lika óþarft að þvo hárið tvisvar, ef það er þvegið oft. Reyndu lika að skola hárið úr volgu vatni sem ediki hefur verið bætt út i. Gott og gamalt húsráð við feitu hári er að nudda sitrónusafa inn i hárið og iáta hann sitja i þvi i 5-10 minútur áður en hárið er þveg- ið. Róttækt ráð við feitu hári er að fá ljósar rákir i það, eða láta setja i sig permanent, þvi hvort tveggja þurrkar hárið. Margar konur hafa lika losn- að við feitt hár og feita húð með öðrum ráðum. Þærhafa farið að nota Pilluna eða orðið ófriskar. Þá er það kvenhormóninn östrogen, sem hefur áhrif á húð og hár. 3. Sólskin — hrukkur Er það rétt, að sólskin og reykingar auki hrukkur? Og hvers vegna verður maður hrukkóttur? Svar. Það er rétt, að sólskin hefur á- hrif á hrukkumyndun húðarinn- ar. Greinileg sönnun um það, er fólk, sem vinnur i sveit og er úti frá morgni til kvölds. Einnig hefur þvi verið haldið fram að reykingar auki hrukkur. og i Kaliforniu var gerð rannsókn, sem virðist sanhna þá staðhæf- ingu. Hérá landi hefur málið þó ekki verið kannað. Alla vega fáum við hrukkur, og getum ekkert gert til að koma i veg fyrir það, og ekkert til að losna við þær, þegar þær eru komnar. Sumir telja þó, að andlitsnudd geti hjálpað Hrukkur koma i ljós, þegar húð- in hefur misstteygjanleika sinn, og vatnsinnihald hennar minnk- ar eftir þvi sem aldurinn færist yfir mann. Þá verður húðin slappari, og fellingar (þ.e.a.s hrukkur) hljóta að myndast. Hrukkur fær maður lika eftir strangan megrunarkúr, þegar húðin er ekki lengur eins teygð og áður. Og svo eru það að sjálf- sögðu þessar venjulegu vana- hrukkur, sem við fáum ef við hrukkum ennið, brosum eða þess háttar. 4. Þurr húð. Húð min er svo þurr, að hún flagnar bæði á enni og kinnum. Þegar ég er búin að þvo mér á morgnana, er húðin svo strekkt, að ég get varla brosað. Hvað get ég gert við þessu? Svar: Húðin verður þurrari með aldrinum, þar sem vatnsinni- hald hennar minnkar. Húð þín þarfnast einfaldlega raka, og þess vegna skaltu bera mikið rakakrem á hana kvölds og morgna, og gjarna einu sinni aukalega um daginn. t apótek- inu fæst ágætis rakakrem, sem heitir Carbamid og er frá Cosmea, og auk þess er til gott krem sem heitir Calmuril og er frá Farmaccia lyfjaverksmiðj- unni. Allir snyrtivörufrámleiðend- ur framleiða lika rakakrem! Þú áttekki að þerra vatnið alveg af likama eða andliti með hand- klæðinu, þegar þú þværð þér, heldur láta það þorna inn i húð- iná. 5. Hárlos Ég er með mikið hárlos og hárið dettur af mér i stórum flygsum. Ég er vitanlega gráti næst. Hvað á ég að gera? Svar: Þú átt fyrst og fremst að fara til læknis, helzt sérfræðings til að ganga úr skugga um, hvort hér er um alvarlegan sjúkdóm að ræða eða eitthvað meinlaust, sem getur valdið sliku hárlosi. Hárlos getur nefnilega orsak- ast af ótrúlega mörgu s.s. flensu, lungnabólgu, sýílis, skemmdum tönnum, streitu, sorg eða áhyggjum. Hárlos get- ur einnig orðið mikið eftir barnsburð. Fjölmargir, sem þjást af hár- losi, álita, að um sjúkdóm sé að ræða, en oft kemur i ljós, að það er mjög eðlilegt. Hárið lifir ekki nema i takmarkaðan tima og dettur svo úr, og venjulega veit- ir enginn þvi eftirtekt, þar sem alltaf vex hár til viðbótar. Samt getur það komið fyrir að mörg hár losni i einu, og þá litur málið illa út, þó það skipti raunar litlu máli. 6. Hennalitun Það er sagt, að hennalitur sé hollur fyrir hárið. Er það rétt? Svar: Henna er örvandi fyrir hárið, en tæplega hollt. Um henna er nefnilega það sama að segja og aðra hárliti, að liturinn virðist mynda himnu utan um hvert hár, svo það virðist þykkara en það er i raun og veru. Einnig verður hárið gjarnan mýkra og meira glansandi. 7. Eyðileggja rafmagnsrúllur hárið? Ég hef lengi notað rafmagns- rúllur og finnst hárið verða lif- lausara eftir þvi, sem ég nota þær lengur. Valda rúllurnar sliti? Svar: Ef rafmagnsrúllur eru notað- ar daglega i mörg ár slitnar hárið óumflýjanlega. Sérstak- lega hættir siðu hári til að verða stökktog klofna. Þvi valda e.t.v. hinir löngu pinnar, sem eiga að halda rúllunum. Rafmagnsrúll- ur eru stórsnjallar ef mikið ligg- ur við, en vart jafn-góðar til langvarandi notkunar. Þó bætir úr skák að væta enda hársins með hárlagningarvökva og setja pappirsþurrku um hverja rúllu. Þá er hárið öruggara. Ef þú hefur efni á þvi, skaltu kaupa þér hárblásara (eða setja hann efst á óskalistann). Hár- blásarinn er til i mörgum útgáf- um, og það besta sem hægt er að fá til hársnyrtingar. Hárið slitn- ar ekki og verður gljáandi og fallegt, það lifir og hreyfist! / Holl ráð fyrir þær, sem nota blásara: Hafið hringbursta og nokkrar spennur við hendina. Næliðýtra hárið allt upp á höfuðið og burstið það neðra með burstan- um og blásið, þar til það er þurrt. Leysið hárið siðan niður og þurrkið það smám saman með blásaranum, yzta hárið siðast. 8. Hárlitun. Skaðar það hárið að lita það? Svar: Þegar um litun og permanent eraðræða,erekkibeinthægt að segja, að það sé skaðlegt fyrir hárið. Hins vegar er það ekki gott heldur. Hvort tveggja „rænir” þetta hárið, en nú á dögum er svo margt fáanlegt sem byggir hárið upp aftur. Hægt er að fá sérstök hármeðöl fyrirhár, sem beðiðhefur skaða við litanir, lýsingar eða perma- nent. Ef maður hefur mjög viö- kvæma húð geta bæði litanir og permanent haft slæm áhrif á húðina, og þvi ætti maður að forðast hvort tveggja. Ef maður hefur kosið annan lit en þann, sem maður er fædd- ur með, þarf reyndar ekki að lita allt hárið i hvert skipti sem farið er á hárgreiðslustofu. Það er nægilegt að lita aðeins hárið niðri við hársvörðinn, og lita hinn hluta hársins aðeins með „froðuskolun”. Þannig er litur- inn aðeins lifgðaður upp, og þetta fer ekki eins illa með hárið og raunveruleg litun. JV Alþýðublaðið Föstudagur 23. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.