Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 2
SKEMMTANIR — SKEMMTANÍR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meö sjáifsafgrei&slu opin alla daga. • HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG viö Austurvöll. Resturation, bar og dans i Gyllta salnum. Simi 11440. HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. Mimisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opiö á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. P Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við Endurhæfinga- deild, Grensásdeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deild- arinnar, Grensásvegi 62, fyrir 15. febrúar n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 20. janúar 1976. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikur- borgar. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis heila- og tauga- skurðlækna á Skurðlækningadeild Borg- arspitalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deild- arinnar fyrir 15. febrúar n.k. Frekari upp- lýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 20. janúar 1976. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborg- ar. t Þökkum innilega samúö viö fráfall og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, Jóhönnu Magnúsdóttur, Núpum, Ölfusi. Börn, tengdabörn og barnabörn. alþýðu nrwiTm •• R0DD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Hvað ætlar Geir að gera? Á fundi rikisstjórnar Islands, sem haldinn var á hádegi i gær, var sam- þykkt að taka boði brezku rikis- stjórnarinnar um, að Geir Hall- grimsson fari til fundar við hana i London. Ekkert hefur verið látið uppi um hvaða vegarnesti Geir Hallgrimsson mun fara með þegar hann heldur utan. Islenzka þjóðin hefur ekki hugmynd um, hver er til- gangurinn með utanferð Geirs Hall- grimssonar. Af fyrri reynslu af sliku ferðalagi óttast menn þó, að tilgang- urinn sé sá að gera samninga við Breta, sem heimili þeim veiðar á Is- landsmiðum. Hins vegar veit eng- inn, hvað rikisstjórn Islands hyggst fyrir i þeim málum — hvort hún hafi samþykkt að gera Bretum eitthvert tilboð og ef svo er, þá hvað. Menn eru þvi talsvert uggandi um Lundúnaferð Geirs Hallgrimssonar þvi tregða rikisstjórnarinnar til þess annað hvort að játa þvi eða neita, að tilgangur fararinnar sé sá að semja bendir til þess, að annað hvort sé rikisstjórnin ekki búin að gera upp hug sinn til málsins — sem er i hæsta máta varhugavert — eða ,þá að hún vill ekkert láta fréttast af ráðagerðum sinum fyrr en allt er orðið klappað og klárt — sem er enn varhugaverðara fyrir málstað ís- lands i landhelgismálinu. SjáKsagt af okkur að ræða málin Eins og komið hefur fram i frétt- um leitaði rikisstjórnin álits utan- rikismálanefndar Alþingis og land- helgisnefndar um, hvort taka ætti tilboði brezku stjórnarinnar um við- ræður, áður en rikisstjórnin tók end- anlega ákvörðun i málinu. Fulltrúar allra flokka i þessum tveimur nefndum að fulltrúum Alþýðu- bandalagsins undanteknum voru sammála um, að Islendingar ættu ekki að hafna boðinu. Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins, sat þennan fund og gerir grein fyrir afstöðu Alþýðu- flokksins i viðtali við Alþýðublaðið i dag. Þar minnir Benedikt Gröndal m.a. á, að Alþýðuflokkurinn hafi tekið afstöðu á móti landhelgis- samningunum við Vestur-Þjóðverja á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu um ástand fiskistofna við landið. — Þessi meginafstaða okkar varðandi samninga við aðrar þjóðir hefur ekkert breytzt, segir Benedikt Gröndal i viðtali við Alþýðublaðið. Eins og Benedikt Gröndal bendir á i þessu viðtali hefur sú hins vegar ávallt verið afstaða Alþýðuflokks- ins, að íslendingar eigi að ræða landhelgismálið við allar þær þjóð- ir, semþess óska. Sérhvert tækifæri eigi að nota til þess að koma rök- semdum okkar og staðföstum ásetn- ingi á framfæri hvort heldur við þjóðir, sem vilja styðja okkur eða þjóðir, sem eru okkur andstæðar. Ekkert slikt tækifæri má láta ónotað og ef við eigum að vinna áróðurs- striðið þá megum við ekki fá and- stæðingum okkar þaú vopn i hend- urnar að þeir geti sagt, að Islend- ingar hafi hafnað boði um að ræðast við. Bretar hafa nú dregið herskip sin út úr islenzkri fiskveiðilögsögu og beðið forsætisráðh. íslands um að koma til viðræðna við þá i London. Báðar þessar ákvarðanir hafa vakið alheimsathygli. Ef við neituðum nú beiðni Breta um að tala við þá gæti það spillt áliti okkar erlendis og við höfum siður en svo ástæðu til þess að fá Bretum slikt áróðursvopn i hendur. Einmitt þess vegna telur Alþýðuflokkurinn rétt, að við tökum boði Breta um viðræður, en leggur áherzlu á, eins og Benedikt Gröndal tók fram á fundinum með fulltrúum rikisstjórnarinnar, að þær viðræður eiga af okkar hálfu eingöngu að vera könnunarviðræður — þ.e.a.s. að skiptast á upplýsingum við Breta, itreka við þá röksemdir okkar og staðfestu i málinu og reyna að hlera, hvort þeir hafi eitthvað nýtt til mál- anna að leggja. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu eigum við svo að taka ákvarðanir um framhald málsins, en það gefur að sjálfsögðu auga leið, að þær röksemdir, sem færðar voru gegn samningunum við Vestur- Þjóðverja i haust, eru enn i fullu gildi. Á þetta leggur Alþýðublaðið áherzlu jafnframt þvi sem það er þeirrar skoðunar, að það sé óhyggi- legt fyrir okkur að neita beiðnum annarra þjóða um viðræður um landhelgismálið. Haf narf jörður —olíustyrkur Greiösla oliustyrks fyrir timabiliö sept.—nóv. ’75 fer fram á bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6. Styrkurinn greiöist þeim framteljendum til skatts, sem búiö hafa viö olfu- upphitun ofangreint timabil. Styrkur þessi greiöist ekki til þeirra sem áttu þess kost aö tengja fbúöir sinar viö hita- veitu fyrir lok núvembermánaöar 1975, sbr. 2. gr. 1. nr. 6/1975. Framvísa þarf persónuskilrikjum til aö fá styrkinn greiddan. Greiöslum veröur hagaö þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A—F mánudaginn 26. janúar kl. 10—12 og 13—16. G—J þriöjudaginn 27. janúar kl. 10—12 og 13—16. K—R. miövikudaginn 28. janúar kl. 10—12 og 13—16. S—ö fimmtudaginn 29. janúar kl. 10—12 og 13—16. Bæjarritarinn i Hafnarfirði. ^ Alþýðublaðið Föstudagur 23. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.