Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 16
SÚtgcfandi: Alþýðuflokkurinn 'Rckstur: Reykjaprent h.f Tæknil. frkvstj: Ingólfur Stcins son. Itit6tjóri: Sighvatur Björg vinsson Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66 Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa söluverð: Kr.: 40.- Flokksstarfið Nýlega hefur verið dregið i happdrætti Alþýðuflokksfélagsins á Akureyri. 1. verðlaun ferð til Noregs kom á miða númer 568. 2. verðlaun ferð til Færeyja kom á miða númer 767. 3. verðlaún ferð frá Akureyri til RVK. og til baka kom á miða nr. 210. 4. verðlaun ferð frá Akureyri til RVK og til baka kom á miða nr. 182. Eftirfarandi númer hlutu 5.000 kr. verðlaun: 130, 299, 416, 613, 846, 963, 1378, 1455, 1632 Og 1998. Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði halda fund um bæjarmál mið- vikudaginn 28. janúar, kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Frum- mælendur verða bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson og Haukur Helga- son. Kaffiveitingar. Kvenfélag Alþýðuflokksins, Félag ungra jafnaðarmanna, Alþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar. Ráðstefna um MEGUM VIÐ KYNNA Magnús Þ. Torfason, forseti hæstaréttar er fæddur á Hallormsstöðum i Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu, 5. mai 1922. Foreldrar hans voru Torfi Hjálmarsson og Kolfinna Magnúsdóttir. Kona Magnúsar er Sigriður Þórðardóttir og eiga þau sjö börn. Það elzta er 26 ára en það yngsta 10 ára. Þórður er viðskiptafræðingur og hefur ný- lokið framhaldsnámi i Bandarikj- unum. Torfi stundar nám i læknisfræði og Asgeir i lögfræði við Háskóla Islands. Þá eiga þau hjónin dóttur i menntaskóla og þrjú yngri börn i grunnskóla. Magnús lauk stúdentsprófi frá MA og fór þaðan i lagadeild H1 og lauk lögfræðiprófi 1949. Þá var hann um skeið fulltrúi i viðskipta- ráðuneytinu en 1951 gerðist hann fulltrúi i Borgardómi Reykja- vikur. Á árunum 1954—55 var Magnús við framhaldsnám i Kaupmannahöfn og var þá skip- aður prófessor við lagadeild Háskóla tslands. Þvi starfi gegndi hann þar til hann var skip- aður hæstaréttardómari árið 1950. Magnús Torfason hefur mörg áhugamál og tómstundastörf svo sem sund og badminton. Hann hefur gaman af tónlist og les mik- ið. Þá mun sumarbústaðurinn og allt sem honum fylgir, gefa ærin viðfangsefni og jafnframt góða tilbreytingu frá hinum ábyrgðar- miklu og vandasömu störfum hæstaréttardómarans. KÓPAVQGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 laugardaga til kl. 12 . S6NDIBIL ASTÖOIN Hf HEYRT, SÉÐ LESIÐ: 1 blaðinu SKUTLI á Isafirði að haft sé eftir flokks- bræðrum Matthiasar Bjarnason- ar, sjávarútvegsráðherra, i Reykjavik, að ráðherrann sé ný- búinn að festa kaup á stórhýsi á Arnarnesi i næsta nágrenni við annan Vestfjarðaþingmann — Steingrim Hermannsson. LESIÐ: 1 DAGBLAÐINU i gær, að Jón Sólnes neitar harðlega að blaðið hafi rétt eftir honum þessi ummæli: ,,Við kröflum okkur ein- hvern veginn fram úr þessu”, sem höfð voru sem fyrirsögn á viðtali við Jón um málefni Kröflu frá deginum áður. FRÉTT: Að fiskifræðingar séu orðnir mjög gramir i garö rikis- stjórnarinnar og yfirmanna sjávarútvegsmála vegna þess, að engin viðbrögð hafa frá þeim komið við viðvörunum fiski- fræðinga i „Svörtu skýrslunni” önnur en þau, að fyrirskipa þeim að umreikna sömu hlutina upp aftur og aftur. SÉÐ: 1 „NÝJUM ÞJÖÐMAL- UM” — vikublaði Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna — að búið er að fjölga i ritnefnd blaðs- ins og eiga nú sæti i henni fulltrú- ar úr hinum ýmsu kjördæmum utan Reykjavikur. Ritnefndina skipa: Andrés Kristjánsson i Kópavogi, Kristján Bersi Ólafs- son i Hafnarfirði, Guðmundur W. Stefánsson I Hveragerði, Ástráð- ur Magnússon á Egilsstöðum, Heiðrún Steingrimsdóttir á Akur- eyri, Magnús Gislason á Frosta- stöðum, Ingólfur Björnsson, kennari á Núpi, Herdis ólafs- dóttir á Akranesi, Ármann Ægir Magnússon i Reykjavik, Einar Hannesson i Reykjavik og Vé- steinn Ólason I Reykjavik. Rit- stjóri blaðsins er Elias Snæland Jónsson. 0G HLERAÐ LESIÐ: 1 nýútkomnu „Timariti Verkfræðingafélags íslands”, að á aðra jarðhitaráðstefnu S.Þ., sem haldin var i San Francisco 20.-29. mai 1975 hafi verið send 17 erindi frá tslandi. Þar af voru 11 erindi munnlega flutt á ráðstefn- unni og af þessum 11 voru 8 frá Orkustofnun. Hlutur Islendinga i þessari ráð- stefnu var þvi mjög stór. U.þ.b. 2 af hverjum 3 erindum, sem frá Islandi bárust, voru valin til munnlegs flutnings — eða um 65% erinda — en meðaltalið fyrir önn- ur lönd var 36%. Næstum 10. hvert erindi, sem flutt var á ráðstefnunni, var þvi frá Islandi. HEYRT: Að Geir Hallgrimsson vilji ljúka heimsókn sinni til London áður en Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi, en það verður n.k. þriðjudag. ER ÞAÐ SATT, að Albert Guð- mundsson sé að heykjast á þvi að taka þátt i nýrri flokksstofnun þar sem hann sé oröinn sannfærður um, að áhrif hans séu meiri með þvi að vera óánægður i Sjáif- stæðisflokknum en ánægður utan hans? 0RVAR HEFUR 0RÐIÐ M stefnuskrána verður haldin á Hótel Loft- leiðum, sunnudaginn 25. janúar og hefst kl. 10 árdegis. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofunni, Hverfisgötu 6—8, simi 1-50-20. Alþýðuflokksfélag Reykja- vikur Kvenfélag Alþýðu- flokksins, Rvk, Félag ungra jafnaöarmanna, Rvk. Fræðslunámskeið Alþýðuflokksins Næstu fræðslunámskeið verða haldin i Félagsheimili prent- ara, Hverfisgötu 21, dagana 26., 28, og 29. janúarog2„ 4. og 5 febrúar. Fræðs lunefndin. Stjórnarandstöðu- Móri x 1 dagblaðinu Visi er teiknimyndafigúra, sem kölluð er Móri. Hún er nú komin i harða stjórnar- andstöðu. Persónurnar i sögunni eru kóngur og þegnar hans og skiptast þeir á um andstöðuna. 1 fyrradag kom kóngsi fram i gervi Geirs Hallgrimssonarog kvaðst lita herskipainnrás Breta alvarlegum augum og ásiglinguna á Þór mjög alvarlegum augum og þá spurðu þegnarnir, hvort kóngsi (Geir) væri ekki óröinn þreyttur i augun- um! 1 myndasögunni i gær var kóngsa boðið súpuglundur sem nefndist fjármálasúpa og kóngsi gekk frá óétinni, en bað um, að láta sig vita, þeg- ar Matti Matt væri hætt- ur! Fyrir nokkru voru fimm persónur, með skúrkafés, kynntar kóngsa sem Kröflunefnd og svaraði hann þvi þá til, að svo hlyti að vera, enda fjölskyldusvipur með skúrkafésunum öllum! íhalds-Mórar. Það var hér i eina tið, að bæði Þjóðviljinn og Ai- þýðublaðið nefndu ákveðnar persónur Sjálf- stæðisflokksins ýmist afturhaldsuppvakninga eða ihaldsmóra. Ef marka má Visi, eru Mór- ar þessir nú komnir i and- stöðu við ihaldið og eru það tiðindi. Er það ekki verri nafngift hjá blaðinu, en hver önnur að kalla stjórnarandstöðuna hjá ihaldinu Móra. t stil við þjóðlega hefð verða þá til Ármannsfells-Mórar (Al- bert, Sveinn og Jónas), Surtar-Móri (Pétur Guðjónsson), Þurftar- Móri (Gvendur Garðars- son, Blönduóss-Mórar (þarfnast ekki skýringar), Réttsælis- Mórar (Ellert Schram, Pálmi Jónsson og litla- ihaldið), Rangsælis- Mórar (Gunnar Thoroddsen og Þorvaldur Garðar) og svo má lengi telja. Eitthvað mun svo örugglega finnast af Sjálfstæðis-Skottum ef vel er leitað. Geir Hallgrimsson þarf þvi ekki að óttast, að ekki riki lif og fjör á ihalds- heimilinu. Fer ástandið þar senn hvað liður að minna á lýsingar Einars skálds Benediktssonar á mannlifinu á Fróðá, þar sem öfugt var riðinn hver raftur, uppvakningar glenntu sig i sérhverri gátt og fólkið var étið á fæti. Sigriður Þorvaldsdóttir leikari: „Já, ég hef það nú. Ég les um pólitik I blöðum og hlusta á þess háttar umræður i öðrum fjöl- miðlum. Ég mynda mér sjálf- stæða skoðun á hverju dægur- máli (þótt ég sé kona). Er hlið- holl vissri stjórnmálastefnu, en ekki einstökum stjórnmála- flokki þótt svo ég noti atkvæði mitt við kostningar.” Kjartan Friðriksson benztnafgreiðslumaður: „Frekar er nú áhuginn litill eins og stjórnmálum er háttað i dag. Ég fylgist þó náið með framgangi i landhelgismálinu og frammistöðu stjórnmála- manna okkar þar. Ég styð ekki einn flokk öðrum fremur.” Hallfriður Bjarnadóttir, ncmi: „Nei, það geri ég ekki, þótt ég hafi hins vegar áhuga á almenn- um þjóðmálum. Mér finnst stjórnmálin hér á landi of flokksbundin. Það ætti að sam- eina það bezta úr öllum stjórn- málaflokkunum i einn og láta af þessum blinda flokksátrúnaði.” Hefur þú áhuga á stjórnmálum? Heimir Guðmundsson, nemi i húsasmiði: „Hef ég? Nei, ég hef ekkert vit á sliku og hef ekki ætlað mér að öðlast vit á þvi sviði. Ég fylgist þó náið með gangi þjóðmála. Sigurður Jónsson, kokkur: „Ég? Nei, ég hef engan áhuga á pólitik og spekúlera. litið i gangi almennra þjóðmála. Ef ég staðset mig einhversstaðar i pólitik, þá yrði það hugsa ég frekar til hægri en vinstri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.