Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 11
Hinndæmigerði bandaríski smáborgari ogskólaneminn geta ekki talazt við - Goðafræðin grandskoðuð „1 fljótu bragöi held ég að aðalmunurinn á islenzkum og bandariskum stúdentum sé sá, að þeir bandarisku séu öllu frjálslegri og afslappaðri, en við Islendingar hins vegar stifari og merkilegri með okkur.” Guð- mundur Björgvinsson heitir hann maöurinn, sem segir þessi orð. Hann er 21 árs gamall og stundar nám við Redlands háskólann i Kaliforniu, en eins og flestir vita þá er Kalifornia i Bandarikjunum. Guðmundur dvelst hér heima á tslandi um þessar mundir og hefur reyndar gert það frá þvi i haust. Hann er þó innritaður i skólann, þvi að hann hefur frá siðasta vori, er hann lauk fyrsta ári i hinum bandariska háskóla, unnið að ritgerð um goðafræði hinna ýmsu þjóða. Ber hann þar saman norræna goðafræði við indverska, griska, rómverska og egypzka. Kemst Guðmundur að þeirri niðurstöðu i ritgerð sinni, að þessar menningar- heildir séu nátengdar. Til Bandarikjanna fer Guðmundur aftur i næsta mánuði, og skilar þar af sér þessu verkefni og tekst á hendur nýtt. Við röbbuðum við Guðmund fyrir skömmu. Skólinn sem slikur ,,Ég fór utan til Bandarikj- anna vorið 1974, að undangeng- inni rækilegri könnun hér heima á bandars. háskólum. Komst ég að raun um, að Redlands háskólinn var við mitt hæfi. Tók ég inntökupróf inn i skólann um vorið og náði þvi. Siðan hófst námið fyir alvöru i september. Stunda ég nám i sálfræði sem aðalfagi, en listum sem auka- fagi. Háskólinn er ekki stór á bandariskan mælikvarða, en háskólar i Bandarikjunum geta haft allt að 30 þúsund nem- endur. Ég er i sérstakri deild innan Redlands háskólans, sem nefnist Johnston College. Þessi deild hefur sér heimavist innan hins almenna háskóla og nemendur þar eru um 300. Halda þeir sig mjög mikið sér á báti. Þessi deild er skipulögð á sérstakan hátt og er þar farið inn á nýjar brautir, bæði hvað varðar almenna kennslutil- högun og einnig almennar umgengnisreglur, innan tima sem utan. Mjög sterk tengsl eru til dæmis á milli kennara og nemenda skem skapast m.a. af þvi hvefáir eru i hverjum bekk.. Kennslan fer bæði fram i fyrir- lestrar- og umræðuformi, og er þá lögð rik áherzla á að sem og sálarfræði við háskóla í Bandaríkjunum en heldur málverkasýningu hér þessa vikuna flestir tjái sig um viðfangsefnið. Er öllum frjálst að hafa sinar skoðanir, bæði kennurum og nemendum og er ekki reynt á neinn hátt að þröngva ein- stökum skoðunum upp á fólk, heldur eru málin rædd á jafn- réttisgrundvelli.” „Það sem ég legg helzt stund á i skólanum, er mannúðarsál- fræðin. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hinum ýmsu trúar- brögðum, hugvisindum, dul- speki, austurlenzkri heimspeki og öðrum sambærilegum mála- flokkum. I framhaldi af þessu mun égsennilega sérhæfa mig i sálfræði skapandi hugsuna i sem viðustum skilningi. Þegar ég tala um skapandi hugsun, þá á ég t.d. við listskapandi, hug- myndaskapandi, trúarbragða- skapandi o.s.frv.” Heimavistin og félagslifið ,,Ég bý i heimavist i skól- anum. Á Johnston deildinni eru stúdentarnir sjálfir mjög ráðandi þótt auðvitað séu vissar reglur i gildi, settar af háskóla- yfirvöldum. Félagslif er a 11- öflugt. Dansleikir haldnir reglu- lega. Já, þegar ég minnist á heimavistarinnar, en menn gerast gjarnan brotlegir við þau lög”. „Annars er frjálsræði nokkuð innan heim avistarinnar. Stúlkur og piltar eru til að mynda i sömu húsum og það sama er að segja um lituðu kyn- þættina. Þeir deila lika sama húsnæðinu. Eflaust finnst mörgum ekki mikið til svona frjálsræðis koma, en á banda- riska visu telst þetta frjálsræði. ,,Ford álitinn asni” „Þeir stúdentar, sem ég kynntist voru yfirleitt mjög vel að sér i almennum þjóðmálum. Þeir eru einnig nokkuð pólitiskir en ekki þó flokkspólitiskir. Eru þeirtalsvertgagnrýnirá innviði bandarisks þjóðskipulags. Til að mynda bölva þeir Nixon, Vietnam og CIA mjög heiftúð- lega. Þá er Ford greyið álitinn hálfgerður asni. Bandariskir stúdentar hafa nokkuð mikið fé á milli hand- anna og töluvert fjáðari en stúdentar hérlendis. Um það bil 50% þeirra eru til að mynda akandi á eigin bifreiðum, sem yfirleitt eru ekki af lakara taginu. ÞEIR SKILIA EKKI HVOR ANNAN! dansleiki, þá er dálitið gaman að sjá hve mikill munur er á danstöktum okkar tslendinga og bandariskra stúdenta. Þeir dansa i stórum danssölum og hvert danspar hefur mikið svæði i kringum sig og nýtir það til hins ýtrasta með stórkost- legum hreyfingum. Við Islend- ingar dönsum hins vegar á litlum dansgólfum þar sem þröng er geysileg og maður getur sig vart hrært.” Áfengisdrykkja er alls ekki almenn i háskólanum. Menn smakka nokkuð bjór, en ekki til þess að verða fullir af. Mariuna reykingar eru þvi meira tiðk- aðar. Ég held að ég megi full- yrða að um 90% bandariskra stúdenta reyki mariuna. Það er þó bannað að neyta þess innan Þeir eru á aldrinum 19—25 ára gamlir viðs vegar að i Banda- rikjunum, en háskólinn er stað- settur i smábæ, sem hefur um 30 þúsund ibúa. Þá rak ég mig á það, að kyn- slóðabilið margumtalaða er ekki tilbúið vandamál i Banda- rikjunum, þar er það raunveru- lega fyrir hendi. Hinn dæmi- gerði smáborgaralegi Banda- rikjamaður getur varla talað við stúdenta. Þeir bókstaflega skilja ekki hvor annan, eru á allt annarri bylgjulengd. i lokin.... Guðmundur hefur frá mörgu að segja og gæti eflaust haldið áfram lengi enn að segja frá bandariskum háskólum og lifinu þar. En fleira efni verður að komast að i blaðinu og við sláum þvi botninn i þetta stutta samtal við Guðmund og þökkum honum komuna. I lokin viljum við vekja athygli á þvi, að Guðmundur hefur opnað myndlistarsýningu i sýningarsal Arkitektafélags Islands að Grensásvegi 11. Verður sýningin opin til næst- komandi sunnudagskvölds kl. 2—10 daglega, og eru allar myndir hans, 40 að tölu til sölu. Rætt við Guðmund Björgvinsson, 21 árs gamlan Reykvíking, sem stundar nám í listum Föstudagur 23. janúar 1976. Alþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.