Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 1
16. TBL, - 1976 - 57. ÁRG. ÞRiÐJUDAGUR 27. JANÚAR Vettvangur: Getur fiskirækt orðið okkar stóriðja? Bls. 11 Ritst|órn Siöumúla II - Slmi 81866 Nýjustu fréttaviðburðir í opnu BAKSIÐA HITAVEITAN KÆRÐ FYRIR OKUR Ibúar Garðabæjar hafa nú kært hitaveitu hreppsins fyrir verðlagsráði, vegna verðlagningar á heitu vatni, sem virðist fara eftir verðlagsskjölum sem ekki eru til. tbúum bæjarins er ætlaöur viss skammtur af heitu vatni, sem stýrist af sjálfvirkum lokum. Samkvæmt þeim reglum sem hitaveitan fer eftir, þá verða ibúarnirað borga þennan skammt, hvort sem þeir nota hann eða ekki. Sú verðlagning sem nú er, hefur verið i tvo mánuði, en hún er sögð ólögieg. Er Alþýðublaðið hafði samband viö verðlágsstjóra, og spurði hann nánar út i þetta mál, var hann nýbúinn að fá kæruna f hendurnar, og gat þvlekkitjáð sig ummálið að svo stöddu. —GG HUNDALOGIK... Embættisbréf skv. pöntun? Nokkuð er nú um liðið frá þvi hundavinir og hundabannsmenn stóðu i grimmilegustu deilum um rétt hundsins til þess að fá að lifa og starfa i höfuðborginni. Að visu má vel ræða um þetta, sem til- tekna grein mannréttinda, þ.e.a.s. rétt mannsins til þess að eiga hund. Staða borgaryfirvalda er að visu mjög veik i þessu máli, hver svo sem afstaða manna kann að vera til huridahalds. Sannleik- urinn er sá, að röksemdirnar gegn hundahaldi eru mjög létt- vægar. Að visu munu borgaryfir- völd, i þessu máli, vera brynjuð sérfræðilegri niðurstöðu og bréfi frá yfirdýralækni, Páli A. Pálssyni, sem hefur gefið Ut þann sérfræðilega Urskurð, að hundar geti fengið sullaveiki og að sulla- veiki geti borizt i fólk og þess vegna sé ekki ráðlegt að leyfa hundahald i höfuðborginni. Samkvæmt þessari hundalógik er þvi aðeins ein leið til þess að koma i veg fyrir umferðarslys, að banna bila. SU spurning vaknar óneitan- lega, hvort borgaryfirvöld hafi gertpöntun á áliti yfirdýralæknis og sömuleiðis hvort Hundavina- félagið ætli ekkert að gera i málinu. Ekki tókst að ná sam- bandi við yfirdýralækni i gær, en Alþýðublaðið mun halda málinu vakandi og fylgjast með fram- gangi þess." Loðnuþrær byrjaöar að fyllast GÓÐ UEIÐI Turninn á loðnubræðsl- unni við Klett, minnir borgarbúa alltaf á „pen- ingalyktina" sem fylgir hverri vertíð. Mjög góð loðnuveiði hefur verið undanfarna daga, enda veður með betra móti. Er blaðið hafði samband við loðnu- nefnd i gær klukkan f jög- ur, þá höfðu 29 bátar til- kynnt afla sinn, frá klukkan 12 á miðnætti sunnudags. Afli þessara báta var 9140 tonn, en aflinn fram að þeim tima var 12.520 tonn, þannig að heildaraflinn á þessari vertið, er nú um 22 þúsund tonn. Loðn- an heldur sig mest austur af Vopnafjarðargrunni, en eitt- hvað eru torfurnar að síga suður með landi. Loðnunni hefur að langmestum hluta verið landað á Seyðisfirði, en þar eru tvær bræðslur. A Seyðisfirði er mót- tökurými fyrir 5000 tonn af loönu, en það er nú alveg að fyll- ast, þannig að væntanlega snúa bátarnir til Vopnafjarðar, Reyðarfjarðar, og Eskifjarðar með loönuna. Að sögn loðnu- nefndar, þá er sú loðna sem nú veiðist, sæmilega góð. Af þeim bátum sem tilkynntu sig á áður- ncfndu timabili, var Guðmund- ur frá Reykjavik aflahæstur meö 750 tonn, en Börkur frá Neskaupstað var með 700 tonn, og Grindvikingur með 600 tonn. —GG. WILSON: ,,Stay whereyou are — but stop fishing!" „Stay were you are, but stop fishing.” Þannig hljóðaði skeyti það sem Harold Wilson sendi brezku togaraskipstjórunum á Is- landsmiðum seinnipartinn i gær. Þetta átti sér stað eftir aö Wilson hafði verið tilkynnt, að varðskipið Týr hefði klippt á báða togvira brezks togara. Klukkan rúmlega 11 i gær- morgun tilkynnti Landhelgis- gæzlan varðskipum á Austfjarða- miðum, aö þeim bæri að tilkvnna brezku togurunum, sem veriö hafa i þéttum hóp 45 sjómilur norður af Svinalækjartanga, aö brezku togurunum bæri að hifa inn veiðarfæri sin og sigla austur og suðaustur. Hálftima siðar höfðu allir brezku togararnir hift inn og héldu sumir strax i suðaustur átt. Einn togaranna óhlýðnaðist fyrir- skipunum varðskipanna og setti veiðarfæri aftur i sjó inn i miðjum togarahópnum. Varðskipið Týr skar þá á báða togvira togarans, sem heitir Boston Blenheim frá Fleetwood. Upplýsingar um þessa klippingu voru þegar send- ar til Wilsons sem þá sat á fundi með Geir. Wilson rauk þá til og sendi skeytið sem áður er getið. Það var um klukkan 13.30 sem varðskipið skar á togvirana og eftir það hafa engir brezkir togar- ar vætt veiðarfærin innan 200 milna. —SG HEIMA ER BEZT! Geir og Wilson áttu Heimflutningar Kópaskersbúa hafnir maraþonfund í gær Forsætisráðherrarnir Geir Hallgrimsson og Harold Wilson áttu sannkallaðar maraþonvið- ræður að Downingstræti 10 i gær. Fyrirfram var reiknað með að fundurinn-stæði yfir i um tvær stundir, en honum lauk ekki fyrr en eftir sex og hálfa klukkustund. Framhald verðurá viðræðunum i dag. Viðræðurnarhófustklukkan 11 i gærmorgun og héldu ráðherr- arnir þeim áfram yfir hádegis- verði. Ýmist ræddust þeir við einir.Geir og Wilson.eða þá að öll islenzka nefndin tók þátt i umræðunum og sjávarUtvegs- málaráðherra Breta svo og Gallaghan utanrikisráðherra. Viðræðufundinum lauk ekki fyrr en klukkan 17.30. Skýrsla sú sem islenzkir og brezkir sérfræðingar sömdu á sunnudaginn mun hafa verið grundvöllur amræðnanna i gær. bá mun talsvert hafa borið á milli þar sem Bretar töldu óhætt að veiða um eða yfir 300 lestir á tslandsmiðum, en tslendingar töldu 230 þUsund tonn vera hámarksafla. Það varð að samkomulagi milli forsætisráðherranna að láta ekkert uppi um gang viðræðn- anna en þeir munu hittast aftur að Downingstræti 10 klukkan 11 i dag. BUist er við að þá verði aðeins um stuttan fund að ræða og Islenzka sendinefndin komi heim i kvöld eða fyrramálið. —SG — Segja má, að mestur hluti ibúanna sé dreifður um landið, en flestir munu vera í Reykjavík og á Akureyri. Nokkrir komu heim með f lugvél í dag og von er á nokkrum til viðbótar á morgun. En við höfum verið rólegir við að hvetja barnaf ólk til að snúa heim meðan enn er hætta á jarðskjálftum, sagði Friðrik Jónsson oddviti á Kópaskeri í samtali við Alþýðublaðið í gær. Að sögn Friðriks er bUið að koma bráðabirgðavatnslögn i öll ibúðarhús i þorpinu og liggur hún ofanjarðar. Skemmdir á aðallögninni eru mestar á svo- kölluðu sprungusvæði. Erfitt hefur verið að gera við skemmdirnar þar sem jörð er frosin um eitt fet niður og ekki eru tæki til staðar til að finna þá staði þar sem leiðslan hefur far- ið i sundur. Á sunnudaginn var þó gert við sex bilanir á 85 metra kafla og sýnir það bezt hve skemmdir á lögninni eru miklar. Verkfræðingur frá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni hefur ásamt kafara kannað skemmdir á hafnargarðinum og munu þær vera talsvert miklar, en skýrsla um þær hefur ekki borizt til Kópaskers. Gert er ráð fyrir að hefja skólahald að einhverju leyti eft- ir næstu helgi. Þótt skólahUsið sé orðið gamalt skemmdist það litið i jarðskjálftunum og stend- ur viðgerð yfir. BUast má við að heldur verði fámennt i skólan- um til að byrja með. Friðrik Jónsson oddviti sagði. að mat á skemmdum myndi ekki fara fram fyrr en talið yrði að jarðskjálftahættan væri liðin hjá. Þvi er þess vart að vænta, að Viölagatrygging fari að láta meta skemmdir á húsum og innanstokksmunum fyrr en eftir hálfan mánuð eða svo. Simasamband er gott til Kópaskers og innan þorpsins, en auk þess hefur verið komið þar upp talstöðvarkerfi til öryggis. —SG.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.