Alþýðublaðið - 27.01.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 27.01.1976, Side 16
Útgcfandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritítjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverð: Kr.: 40.- KÓPAVOGS APÓTEK tOpið öll kvöld til kl. 7 i Laugardaga til kl. 12 - --- - ^ Flokksstarfrid Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur FÉLAGSVISTIN. Félagsvistin i Iðnó laugar- daginn 31. janúar n.k. hefst kl. 2. e.h. Gengið inn frá Vonarstræti. Skem mtinefnd. Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði halda fund um bæjarmál mið- vikudaginn 28. janúar, kl. 20.30 i Alþýðuhúsinu. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Frum- mælendur verða bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson og Haukur Helga- son. Kaffiveitingar. Kvenfélag Alþýðuflokksins, Félag ungra jafnaðarmanna, Alþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar. Fræðslunámskeið Alþýðuflokksins Næstu fræðslunámskeið verða haldin i Félagsheimili prent- ara, Hverfisgötu 21, dagana 26., 28, og 29. janúarog2., 4. og 5 febrúar. Fræðslunefndin. Nýlega hefur verið dregið i happdrætti Alþýðuflokksfélagsins á Akureyri. 1. verðlaun ferð til Noregs kom á miða númer 568. 2. verðlaun ferð til Færeyja kom á miða númer 767. 3. verðlaun ferð frá Akureyri til RVK. og til baka kom á miða nr. 210. 4. verðlaun ferð frá Akureyri til RVK og til baka kom á miða nr. 182. Eftirfarandi númer hlutu 5.000 kr. verðlaun: 130, 299, 416, 613, 846, 963, 1378, 1455, 1632 og 1998. Heimspekideild Háskólans og hefur gegnt þvi starfi um nokk- urra ára skeið. Hann er einnig formaður fé- lagsins Anglia. SB. MEGUM VIÐ KYNNA Alan Boucher, prófessor er Englendingur að uppruna, nánar tiltekið frá Mið-Englandi, en bjó lengi og starfaði i London. Hann vann m.a. við skólaútvarp hjá BBC í 12 ár. Alan kom til tslands árið 1940, þá sem her- maður i brezka hernum. Á striðs- árunum kynntist hann konu sinni, Aslaugu Þórarinsdóttur, Guð- mundssonar skipstjóra i Ána- naustum. Þau eiga þrjú börn. Að striðinu loknu hélt Alan utan til að ljúka þvi námi sem hafið var, áður en striðið skall á. Þá hitti hann Sigurð Nordal þegar Sigurður kom til Leeds til að veita viðtöku heiðursdoktors- nafnbót við háskólann þar. Alan lét i ljós áhuga sinn fyrir islenzk- um bókmenntum og sögu, og Sig- urður benti honum á að enn væri mikið verk óunnið við rannsóknir i þeim efnum. Það varð úr að Alan skrifaði doktorsritgerð sina um Hallfreðarsögu vandræða- skálds og varði hana við háskól- ann i Cambridge árið 1951. Meðan Alan starfaði hjá BBC, endursagði hann mikið af þjóð- sögum og fornsögum til flutnings i skólaútvarp, og flutti auk þess fróðleik um land og þjóð. Einnig skrifaði hann allmargar bækur fyrir börn, og hefur ein þeirra ,,Við sagnabrunninn” verið gefin út i islenzkri þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þá hefur Alan gert mikið af þvi að þýða is- lenzk skáldverk á enska tungu og má af þvi nefna Sjöstafakver Halldórs Laxness, leikrit eftir sama höfund, Jökul Jakobsson og Erling E. Halldórsson. Þá hafa birzt þýðingar hansá nútimaljóð- um. sem Iceland Review gaf út. Alan er nú prófessor i ensku við 0KKAR Á MILLI SAGT Bréf það, sem fjórir af starfsmönnum Raunvisindastofnunar Há- skólans skrifuðu iðnaðarráðherra um það, að óráðlegt væri að halda áfram framkvæmdum við Kröflu, hefur vakið allmikla athygli. Þá hafa starfsmenn við Kröflu gert mælingu á stöðvarhúsinu og hefur sú mæling leitt i ljós að húsið hefur sigið þannig að um sjö sm halli er nú á gólffleti þess. Enda þótt starfsmennirnir, sem þessar mælingar gerðu, telji sig ekki hafa nein tök á að skýra orsakir þessa sigs (sbr. frétt á forsiðu Timans I gær) mun hinn óbreytti borgari telja liklegt að sigið standi eitthvað i sambandi við jarðskjálfta og önnur umbrot á þessu svæði, enda hafði sigið ekki komið fram i nóvember s.l. Skáld okkar og listamenn hafa heldur betur slegið um sig á þessu nýburjaða ári. Fyrst hlaut Olafur Jóhann Sigurðsson bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs og siðan hlaut Atli Heimir Sveinsson tón- listarverðlaunin. Þessir tveir viðburðir i Isl. menningarlifi munu virka svipað á landsmenn og Nóbelssigur Kiljans ’56. Nú þegar i ljós hefur komið að stöðvarhúsið við Kröflu er byrjað að siga fer ekki hjá þvi að menn leiði hugann að öllum þeim mikla gjaldeyri sem Italir hafa aflað i rfkiskassann hjá sér vegna ferða- manna, sem þangað lögðu leið til að skoða hinn sögufræga og skakka turn i Pisa. Ef stöðvarhúsið við Kröflu heldur áfram að siga i annan endann gæti svo farið að við íslendingar fengjum álitlegar gjaldeyris- tekjur af ferðamannastraumi til og frá Kröflu. Fyrst eftir að nautakjötið lækkaði i verði og dilkakjötið hækkað jókst salan á hinu fyrrnefnda og dróst saman á hinu siðarnefnda. Nú virðist sem þetta sé eitthvaðað fara i sama horfið aftur. Ástæðan er senniiega fyrst og fremst sú að of mikið er af ólseigu nautakjöti á markaðnum. Spurningin er bara sú hvort neytendur eigi ekki rétt á þvi að skila aftur kjöti, sem reynist óhæft til átu, enda þótt það liti vel út i búðinni. Við höfum heyrt það að leiklistarlif sé nú með hinum mesta blóma á Akureyri. „Alþýðuleikarar” þeir sem leikfélagið hafði fengið einum of margt af þar eru nú farnir flestir hverjir ef ekki allir, og metaðsókn hefur verið að þeim sýningum, sem verið hafa i vetur. „Alþýðu- leikararnir” náðu aldrei aimennilega til alþýðunnar. Þjóðin hefur nú fengið að fylgjast með þvi náið hvernig Geir og fylgdarlið hans hefur eftir krókaleiðum tekizt að hafa upp á Wilson, til að fá að hefja viðræður um samkomulag við Breta. Þetta likist þvi helzt ef bersyndugur maður reynir af alefli að fá viðtal við páfann. Það mátti svo sem sýna samningavilja, en óllkt hefði það nú litið betur út gagn- vart almenningi ef Luns hefði verið látinn bera þau skilaboð að Wilson væri velkominn hingað. 0RVAR HEFUR 0RÐIÐ I>1 Kjarnorkuvopn á íslandi? Undanfarna daga hefur talsvert verið skrifað um þaö I blöðin, hvort verið gæti, að kjarnorkuvopn séu geymd á tslandi. Bandarisk stofnun, að visu ekki opinber stofnun, hefur skýrt frá þvi, að hér á landi sé einn af geymslustöðum banda- riskra kjarnorkuvopna og virt visindatimarit hafa endurtekið þessar fullyrðingar. f Dag- blaðinu s.l. föstudag er það m.a. haft eftir starfsmanni þeirrar bandarisku stofnunar, sem birti upplýsingarnar um fsland sem geymslu- stað kjarnorkuvopna, að hann hafi fengið upp- lýsingar sinar staðfestar af bandariskum þing- mönnum, sem aðgang hafa að leyniskjölum um málið. Hins vegar hafa þessar fregnir verið born- ar til baka af islenzkum ráðamönnum, en yfir- menn varnarliðsins á Keflavikurflugvelli hafa hvorki játað né neitað. Viðbrögð almennings á fslandi — eða öllu heldur skortur á viðbrögðum — við þessum fréttum sýna betur en margt annað, hversu fáfróðir fslendingar eru um vopn og vigvélar. örvari er næst að halda, að al- menningur á tslandi kærði sig kollóttan um hvort hér væru kjarna- vopn, eða. ekki. Menn hugsi sem svo, að hér séu hvort eð er byssur af öll- um stærðum og gerðum, sprengjur af ýmsu tagi, orrustu flug véla r og annað eftir þvi' og hvaða máli skipti þá ein kjarn- orkusprengja eða svo. Menn liti á slik vopn eins og önnur vopn, þau séu bara svolitið stærri — svona heldur meira „púður” i þeim. Svona myndu engir hugsa, nema fslendingar, hverra þekking á drápstækjum takmarkast við kinda- byssur, rjúpnahögl, púðurkerlingar, hvell- hettur og flugelda, sem skotiðer á gamlárskvöld. Fregnirnar um kjarna- vopn i landi, sem skapa myndu „massahysteriu” i Japan, uppþot i Noregi og nýjan stjórnmálaflokk i Danmörku renna ljúf- lega niður með morgun- kaffinu á tslandi — þar geispa menn og gapa að loknum slikum frétta- lestri og kvarta hvor við annan yfir þvi, hvað asskoti sé nú leiðinlegt svona i skammdeginu. örvar ætlar sér ekki að stinga upp i geispann, enda þyrfti til þe’ss lengri dálk en þennan. En hann getur ekki annað en undrazt þjóð, sem getur bitist og barizt árum saman um það „stórmál” hvort leyfa eigi óvopnuðum eftirlitsflug- , vélum erlends rikis að at- hafna sig við kafbátaleit frá islenzku landssvæði, en deplar ekki einu sinni auga, þegar henni er sagt, að flugvélar þessar' eða önnur mannvirki kunni að ganga með „mannabein i maganum” — þau skelfilegu árásar- vopn, sem kjarnorkusprengjur eru. FIMM á fförnum vegi Ferðu á útsölur? Guðjón Ingi Sigurðsson, leikari: „Alltaf hreint, ég kaupi ekki föt öðruvisi en á útsölum. Já, ég hef farið i ár. Dálitið skrýtið hve mikið er hægt að lækka vöru- verð á útsölum og leiðir hugann að þvi, hvað álagningin er geig- vænleg, þegar ekki eru útsöl- ur.” Kjartan Eggertsson, nemi eins og er: ,,Nei, það legg ég ekki i vana minn. Ég kaupi sjaldnasí nokkuð þar sem nýtni min á föt- um t.d. er með ólikindum. Þó má vera að ég hafi einhvern timann óvart rekizt inn á útsölu, en ég fer ekki gagngert vegna þess að útsala er i gangi.” Þórunn Arnason, húsmóðir: „Nei það geri ég ekki. Það er ekki min venja og hef ég þvi ekki lagt stund á slikt. Vörurnar eru ef til vill alveg jafngóðar en eins og ég segi, það er ekki min venja.” Björg Rafnsdóttir, afgreiðslu- mær: „Sjaldan, mjög sjaldan. Það eru fjölmargar ástæður fyrir þvi T.d er ég i vinnu á verzlunartima, þá er mikið að gera á útsölum og ég nenni ekki að standa i þeirri örtröð. A ústölum eru eldri vörur, en kannski jafngóðar.” Jón Lárusson, sölumaður: „Nei, ég nenni þvi ekki. Hið lága verð á útsölum freistar min, en umstangið er of mikið.” s

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.