Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 3
Q\ Stefnuliós Bjarni Sigtryggsson skrifar Samvinna kommúnista og jafnaðarmanna? SO MIKLA ATHYGLI, sem fjöl- miðlar um heim allan sýndu leið- togafundi jafnaðarmannaflokka Evrópu á Helsingjaeyri í Dan- mörku um f yrri helgi er til marks um það mikilvæga hlutverk sem jafnaðarmenn og jafnaðar- stefnan gegnir í heimspólitíkinni i dag. Þegar kommúnismi moskvu- linunnar slitnar frá yngri kynslóð vinstri manna og stórkapítalismi bandarísks efnahagslífs reynist innistæðulaus ávísun á hagvaxt- arkenningar, sem ekki fást stað- ist, þá er ekki að furða að numið sé staðar og athyglinni beint að þeim ríkjum, þar sem jafnaðar- stefnan hefur um árabil verið ríkjandi stjórnarstefna. Brezka vikuritið „The Economist” gerði fyrir skömmu úttekt á áhrifum jafn- aðarstefnunnar i vestur-evrópskum stjórnmálum, og samkvæmt athugun blaðsins komi i ljós, að af 231 ráðherra i stjórnum allra rikja Vestur-Evrópu eru 125, eða liðlega helmingur þeirra, jafnað- armenn. Hinn lýðræðislegi sósialismi, jafnaðar- stefnan, hefur um langt árabil verið, eins og fyrr segir, rikjandi stjórnarstefna i velflestum rikjum Norður-Evrópu, eink- um á Norðurlöndunum. Viðar um lönd og álfur beinist nú athygli manna i æ rikara mæli að þessari stjórnarstefnu, sem virð- ist hinn ákjósanlegi valkostur rikja, sem kjósa sjálfstæði i utanrikismálum og virkt lýðræði i eigin málum innanlands. Hin ósveigjanlega harðræðisstefna kremlarkommúnistanna þykir ekki höfða til hins almenna upplýsta vinstri manns, og i þeim nýfrjálsu rikjum þar sem hún hefur orðið ofan á er það fyrst og fremst vegna ósjálfstæðis þeirra leiðtoga, sem telja sig þurfa aö eiga föðurland utan heimahaganna til að geta verið vissir um að halda stjórnartaumunum i eigin landi. Á sama hátt hefur veraldargengi kapitalismans fengið hvern skellinn á fæt- ur öðrum, og er nærri lá að efnahagslegt hrun yrði á vesturiöndum á siðustu árum komu glögglega i ljós þeir veikleikar, sem það hagkerfi byggist á. Burðarveggir þessefnahagskerfis, sem treystir á sivax- andi hagvöxt hafa, eins og glöggt hefur komið i ljós á siðustu árum, staðið utan iðnrikjanna sjálfra, — i nýlendunum og þeim hægþróuðu löndum, sem lagt hafa fram ódýrt vinnuafl og hráefni á gjaf- verði. Það er þvi engin furða, þótt athyglin beinist nú að þeirri reynslu, sem fengist hefur af stjórn jafnaðarmanna i Norður- Evrópu. Sviþjóð, Noregur og Danmörk eru þau þrjú riki, þar sem við getum með beztu móti skoðað hugmyndina i reynd. Þar hefur verið mótuð stefna, sem kommúnistar hafa lengst af kallað henti- stefnu, en segja má að sé fyllilega i eðli hins lýðræðislega sósialisma. Til að ná þeim markmiðum sem jafnaðarmenn hafa stefnt að, að byggja upp manneskju- legt samfélag samfara efnahagslegri vel- ferð, hafa jafnaðarmenn með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar gert atvinnu- rekendavaldinu tilboð, sem það gat ekki hafnað. Þannig má segja að þeir hafi mjólkað auðvaldið hægt en ákveðið, án þess að ganga af mjólkurkúnni dauðri. Með samstarfi launþegastjórnar við fjármagnseigendur og atvinnurekendur hefur á Norðurlöndunum tekizt að ná fram meiri mannréttindum, virkara lýð- ræði og aukinni þátttöku almennings i stjórn atvinnutækjanna samfara sivax- andi velmegun. Samstarfið við ihaldið hefur gengið vel —• og nú var á fundinum á Helsingjaeyri komið að hinni stóru spurningunni: Hvernig gæti nú tekizt til með samstarf við kommana? Þessi spurning var að sjálfsögðu brenn- andi vegr.a þróunar mála i Suður-Evrópu, þar sem áhrifa kommúnista gætir öllu meira en norðar i álfunni, þar sem efna- hagsleg velferð er lengra komin. En afstaða jafnaðarmanna var skýr og ákveðin, og þótt liflega hafi verið rætt og hugmyndum varpað af eldmóði á fundin- um, þá var það alveg á hreinu, að jafnað- armenn telja sig fyllilega reiðubúna til samstarfs við kommúnista. En skilyrðin eru lika á hreinu. Séu kommúnistar reiðu- búnir að hlita leikreglum lýðræðisins, þá erekkert sem mælir gegn þvi að stjórnar- samstarf við þá gæti orðið. Jafnaðarmenn leyna þvi ekkert að við- horf þeirra i garð kommúnista hafa löng- um verið kuldaleg. Og þau verða það væntanlega enn um sinn. Það hefur verið eitt af megin pólitisku baráttumiðum jafnaðarmanna að berjast gegn stjórn- málaflokkum, sem standa Moskvu nær en sinu eigin föðurlandi. En með kynslóðaskiptum i kommún- istarikjum Evrópu eiga ný viðhorf vax- andi fylgi að fagna. Unga fólkið leitar sins eigin sósialisma, og þá verða kommún- istaflokkarnir væntanlega þjóðernislegri. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni á Italiu og Portúgal, og likt og vinstri sinnar þar beina nú athyglinni að Norðurlöndum, þá beina Norðurlöndin nú athyglinni að stjórnmálum miðjarðar- hafslandanna. Þar læra nú báðir. I HREINSKILNI SAGT manna að þvi, að varla verður lengur undan þvi vikizt að koma einhverju skyn- samlegu skipulagi á um nýtingu lands- réttinda til almannaþarfa. 1 fljótu bragði virðast leiðir til þess ekki vera svo ýkja margar. Framhjá þvi verður ekki gengið, að eignarréttur er lögverndaður i stjórnarskránni. A hinn bóginn er næsta öröugt að horfa á, að ein- stakir menn geti staðið i vegi fyrir þvi að náttúrugæði landsins séu nýtt, nema þá getur kastað eign sinni á heil landflæmi, hagnvtt þau að geðþótta oa jafnvel fram- kværht þar örgustu rányrkju, ef svo vill verkast, vitalitið. Hér er misskipt réttind- um landsmanna svo, að varla verður lengi við það unað. Milli þessa tvenns hljóta að vera leiðir, sem verður að finna og fara hispurslaust. Það, sem beinast virðist liggja við, er að islendingar eigi sem heild sitt eigið land með gögnum þess og gæðum. Við höfum nú helgað okkur 200 „Dýr myndi Hafliði allur...” Þröskuldur úr vegi. Nýlega kvað gerðardómur um hitaréttindi i Svartsengi við Grindavik upp úrskurð sinn. Bæði seljendur og kaup- endur hafa fallizt á að hlita dómnum og væntanlega verður bráðlega unnt að hefj- ast handa við að leggja hita- veitu um Suðurnes. Þegar hingað er komið sýnist vera mörkuð tiltölulega bein braut i þessu mikla hagsmunamáli Suðurnesjabúa, þó ekki verði sagt að átakalaust gengi. Reikningurinn, sem fram er lagður til ibúa þessa lands- hluta fyrir réttindin til jarðhit- ans, 87,7 milljónir, er engan veginn neinn smápeningur, þótt milljónin i kotungskrón- um okkar sé auðvitað ekki stórvaxin. En bæði þetta mál og fjölmörg önnur viðsvegar um landið hljóta að leiða huga gegn afarkostum. Hér við bætist svo, að allar tafir á framkvæmdum, sem spretta af deilum um réttindi, eru venjulega bæði dýrar og langvinnar. Alþýðuflokkurinn hefur þing eftir þing flutt tillögur um varanlegt skipulag á þessum málum. Og enda þótt þær tillögur hafi ekki hlotið fylgi á löggjafarsamkund- unni enn sem komið er, hlýtur að þvi að reka fyrr en siðar, að þessum málum verði skipaðsvoviðunandisé. Sjálfsagt er að játa, að þetta er engan veginn vanda- laust. En það breytir ekki þvi, að þann vanda verður að leysa áður en mikið lengra er haldið. Allur þorri þjóðarinnar er i þeirri aðstöðu, að vera aðeins leigulið- ar á nokkrum fótmálum eigin lands og þarf að greiða ærið fé árlega, til þess að hafa rétt til að snúa sér við. Svo er aftur sáralitill minnihluti, sem milna hafsvæði umhverfis landið og allir landsmenn eiga þar jafnan aðgang að til nytja. Nú ereign á landinu að visu ekki al- veg hliðstæð með öllu, en jaðrar þó við i mörgum tilfellum. Engin ástæða er til að amast við einkaeign á bújörðum, sem menn viljasitja ognytja. En öllu eru tak- mörk sett. Það er þegar orðið ýmsum forkólfum bænda verulegt áhyggjuefni, að sóma- samlegar bújarðir leggjast i eyði við brottflutning, og sá sem burtu flytur neit- ar að selja eignina, jafnvel til framhald- andi bús'etu annarra. Eignarréttur af þessu tagi er ekki á neinn hátt æskilegur frá sjónarhóli þjóðfélagsins. En oftast er slik afstaða reist á þvi, að „eigendur” vilja njóta hlunninda. sem jörðin hafði að bjóða, og káfa úr þeim um stundarsakir. en jafnframt lfklegt að þau drabbist niður á skömmum tima. Eftir Odd A. Sigurjónsson —------------— - Þegar vikið er svo að auðlindum. sem fólgnar eru i fallvötnum og hitaorku i iðr- um jarðar, sýnist það furðulegt, að þessir „eigendur” landssvæðanna geti sett fætur fyrir að slikt sé nýtt til almannaheilla. nema ófafégjald komi fyrir. Vitaskuld er eðlilegt, að bætt sé jarðrask og þess gætt að landið biði ekki hnekki eða tjón af. En eðlilegt væri einnig. að það. sem þar yrði framyfir greitt, kæmi þá jörðinni til góða. fremuren þeim.sem i augnablikinu hefðu eignarhaldið. Þau tilfelli munu vera fá, að „eigendurnir” að náttúrugæðum hafi nokkru til kostað. Fégjald fyrir þau birtist þá i þvi ljósi. að verið er að uppskera það. sem menn hafa ekki sáð til. og tina saman það sem þeir hafa ekki stráð. Liklegt er. að hér eigi eftir að koma upp fleiri „Svartsengismál” i náinni framtið. ef ekki verður undinn bráður bugur að þvi að koma þessum málum öllum i réttlát- ara horf. Þessi svokölluðu eignarréttar- mál er þvi sannarlega komin svo i sviðs- ljósið. að þau verða ekki hálsuð af með þvi einu að stinga höfði i sandinn. En dýr mundi Hafliði allur. ef svo skyldi hver limur. sem þessi litlifingur. Svartsengið. Þriðjudagur 27. janúar 1976. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.