Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 8
Kerfisbreyting
í skattamálum
Nú um þessar mundir eru
menn i óða önn að ljúka frá-
gangi skattaframtala sinna.
Það er þvi eðlilegt, að skatta-
málin séu ofarlega i hugum
manna. Ljóst er, að mikil
óánægja er rikjandi i landinu
með skattamálin og hefur sú
óánægja farið vaxandi með
hverju ári. Viðbrögð ibúa
Bolungarvikur, Hveragerðis
og Borgarness frá þvi haust
eru skýr dæmi þar um. Þá
tóku sig saman flestir ibúar
heilla byggðarlaga og skrifuðu
undir mótmælaskjal, þar sem
bæði skattalögin sjálf og
framkvæmd þeirra voru mjög
harðlega gagnrýnd. Undir þær
yfirlýsingar geta flestir lands-
menn tekið.
Það er löngu orðið íjóst, að
skattakerfið, sem íslendingar
notast við, er úrelt og úr sér
gengið. Margar tilraunir hafa
verið gerðar til þess að lappa
upp á það. Engar þeirra hafa
náð tilgangi sinum. Með þeim
hefur ekki tekizt að eyða
meginágöllum kerfisins — þvi
gifurlega misrétti, sem það
skapar þegnunum. Reynslan
hefur sýnt okkur, að tekju-
skatturinn er fyrst og fremst
launamannaskattur.
Samkvæmt upplýsingum, sem
fram komu i ræðu Gylfa Þ.
Gislasonar á Alþingi nú fyrir
jólin liggur t.d. fyrir, að fjöl-
mörg stærstu fyrirtæki lands-
manna, sem velta þúsundum
milljóna króna á ári, greiða
ekki eyri i tekjuskatt og að um
40% af þeim einstaklingum,
sem hafa tekjur sinar af eigin
atvinnurekstri, eru tekju-
skattslausir. Á sama tima og
þetta á sér stað eru venjulegar
launatekjur almennings skatt-
lagðar svo ofboðslega, að fólk
með lágar miðlungstekjur er
skattlagt samkvæmt hæsta
skattstiga likt og hátekjufólk.
Hér er i fyrsta lagi um að ræða
svo gróft misrétti, að það
verður ekki þolað til lengdar
og i öðru lagi svo meingallaða
skattheimtu, að hún verkar i
raun eins og fjötur á vinnu-
vilja manna. Allt eru þetta
gamalkunn vandamál, sem
margar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að leysa innan
ramma þess skattakerfis, sem
verið hefur við lýði i landi voru
að mestu óbreytt um margra
ára skeið. Allar þessar til-
raunir hafa hins vegar reynzt
svo árangurslausar að segja
má, að þrátt fyrir þær hafi
ástandið farið versnandi með
hverju ári og möguleikunum
til bæði löglegra og ólöglegra
undanbragða sifellt farið
fjölgandi m.a. af þeirri
ástæðu, að ákveðinn hópur
þjóðfélagsþegna hefur með
hverju árinu lært betur og
betur að leika á kerfið.
Viðbrögð Bolvikinga,
Hvergerðinga og Borgnesinga
frá þvi i haust sýna, að al-
menningi i landinu finnst, að
nú sé mælirinn orðinn fullur.
Aðeins einn islenzkur
stjórnmálaflokkur hefur flutt
á Alþingi tillögur um algera
kerfisbreytingu i skattamál-
um. Þessi stjórnmálaflokkur
er Alþýðuflokkurinn, en
þingmenn hans hafa flutt til-
lögu um, að sú breyting verði
gerð, að tekjuskattur verði
algerlega felldur niður af öll-
um tekjum nema hátekjum,
en þess i stað verði horfið að
þvi fyrirkomulagi að skatt-
leggja eyðsluna i formi
neyzluskatta. Jafnframt verði
tekið upp nýtt fyrirkomulag á
skattlagningu fyrirtækja, sem
tryggi, að þau borgi eðlilegt
framlag til sameiginlegra
þarfa þjóðarbúsins og auk
þess verði gerð sú breyting á
kerfinu, sem hindri, að at-
vinnurekendur geti skrifað
bókfært tap á eigin atvinnu-
rekstri sem frádrátt á eigin
tekjur til skatts og þannig
sloppið skattlausir þótt þeir
eyði á við tvær eða þrjár
venjulegar launþegafjölskyld-
ur.
Alþýðublaðið skorar á allan
almenning i landinu að kynna
sér skattamálatillögur
Alþýðuflokksins i einstökum
atriðum, en þær eru til i prent-
uðu þingskjali, sem fá má á
skrifstofu Alþingis. Hér er um
að ræða merkasta nýmæli i
skattamálum, sem nokkur
stjórnmálaflokkur hefur gert
tillögu um i fjöldamörg ár —
hugmyndir, sem verða þvi
fyrr að veruleika þvi rikari
stuðnings sem þær njóta meö:
al almennings án tillits til
þess, hvar i flokk menn skipa
sér.
fréttir.fréttir.fréttir.fréttir.frétiir.fréttir....
DAGSBRÚN LEGGST
EINDREGIÐ GEGN
SAMNINGUM!
Dagblaðið verður sett
í Steindórsprenti
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á félagsfundi Dagsbrún-
ar sem haidinn var i Iðnó sunnud.
25. jan. 1976:
Fundur i Verkamannafél.
Dagsbrún haldinn 25. jan. 1976
itrekar fyrri mótmæli um samn-
inga við erlendar þjóðir um veið-
ar i islenskri fiskveiðilögsögu.
Fundurinn minnir á að sam-
kvæmt hinni svörtu skýrslu fiski-
fræðinga okkar er hámarksaflinn
sem veiða má á Islandsmiðum
svipað aflamagn og Islendingar
hafa veitt einir. Allir samningar
viö erlenda aðila verða þvi samn-
ingar um að minnka okkar afla
um sama magn og samningar
kynnu að kveða á um. Fundurinn
vekur sérstaka athygli á þvi að á
sama tima og forsætisráðherra
stendur i samningamakki við
Breta i London er verið að tala
Múrarafélag Reykjavikur hef-
ur nýlega sent frá sér ályktanir,
sem samþykktar voru á félags-
fundi þ. 20. þ.m.
Bent er á, að svo mjög hafi
dregið úr lóðaúthlutun á liðnu ári,
að sýnilega hljóti að verða um að
ræða verulegan samdrátt i bygg-
ingariðnaði. Geti það ekki þýtt
annað en stóraukið atvinnuleysi
byggingarmanna á næstu misser-
um og algert öngþveiti i bygg-
ingarmálum. Sýnt er fram á, að
stórkostlegar sveiflur i bygg-
ingariðnaðinum séu allt i senn
varhugaverðar, vegna þess að
eðlilegri húsnæðisþörf sé ekki
fullnægt, ef of litil sé úthlutun
lóða, það skapi atvinnuleysi
byggingariðnaðarmanna og leiði
svo siðar til ofþenslu á bygg-
ingarsviðinu, þegar lóðum sé út-
hlutað i stórslumpum.
bá séu lánamál litt viðunandi.
um hér heima að leggja hluta
fiskiskipaflotans og þegar fram
liður á árið verði að stöðva megin
þorra af fiskveiðum íslendinga.
Þetta mundi skapa magnaðra at-
vinnuleysi og meiri kjaraskerð-
ingu en þekkst hefur um árabil.
Fundurinn skorar á allt verka-
fólk að snúast til einarðrar varn-
ar gegn þvi að ekki verði samið
yfir það slíkt atvinnuleysi og slik
kjaraskerðing. Fundurinn lýsir
yfir þvi að Dagsbrún er reiðubúin
til samstarfs við alla þá aðila sem
vilja hindra þá þjóðarógæfu sem
Múrarafélagið tjáir sig hafa bent
rikisstjórn, borgarstjórn Reykja-
vikur og bæjarstjórnum ná-
grannabyggðanna á þessar hætt-
samningar við Breta mundu leiða
yfir islenzku þjóðina.
Samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum.
Fundur i Verkamannafél.
Dagsbrún haldinn 25. jan. 1976,
samþykkir að veita trúnaðar-
mannaráði heimild til að lýsa yfir
vinnustöðvun Dagsbrúnarmanna
i samráði við önnur verkalýðsfé-
lög til að knýja á um nýja kjara-
samninga.
Samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum gegn einu.
ur fyrir nærfellt ári siðan, en tal-
að þar fyrir daufum eyrum. Um
13% félagsmanna eru nú þegar
atvinnulausir með öllu.
Siðastliðinn fimmtudag var frá
þvi greint i Dagblaðinu, að gerðar
hefðu verið ráðstafanir til að
blaðið yrði sett i húsakynnum
Steindórsprents i Armúla 5. Einn-
ig var frá þvi greint, að blaðið
yrði prentað f Prentsmiðju Morg-
unblaösins, þar til Dagblaðsmenn
hefðu sjálfir komið sér upp eigin
prentsmiðju, en það mál væri
einnig i gangi.
Alþýðublaðið hafði samband
við Steindór Hálfdánarson i Stein-
dórsprenti og spurðist fyrir um
gang þessa máls. Steindór stað-
festi að verið væri að ganga frá
samkomulagi um að leigja Dag-
blaðinu aðstöðu til setningar og
hluta af vélum til afnota. „Eitt
getur þú verið viss um”, sagði
Steindór við blm. Alþýðublaðsins,
,,og það er, að Dagblaðið mun
komast yfir þessa erfiðleika og
það verður unnið hér.”
Alþýðublaðinu tókst ekki að ná
tali af Haraldi Sveinssyni fram-
kvæmdastjóra Morgunblaðsins til
þess að fá staðfestingu á þvi,
hvort Dagblaðið yrði prentað i
Prentsmiðju Morgunblaðsins.
Friðrik í 2.-4. sæti í Hollandi
Friörik Ólafsson gerði í Friðrik kominn í 2.—4. sæti Li'ubojevic vann Sosonko, ferðir eftir á mótinu, og á
gær jafntefli við Júgóslav- ásamt fyrrverandi heims- Tal vann Böhm, Smejkal Friðrik eftir að tefla við
ann Kurajica í 9. umferð á meistara Tal, og Kurajica vann Dvorecki, Ree vann rússneska Hollendinginn
Hoogoven-skákmótinu í með 5 1/2 vinning. Lju- Brown, en skák Anderson Sosonko og Hollendinginn
Wijk aan Zee á Hollandi. bojevic er efstur á mótinu og Langeweg fór í bið, en Langeweg. Ljubovicá eftir
með 6 1/2 v. Aðrar skákir staða Svians unga er verri. að tefla við Smejkal og
Við jafntefli þetta er úr 9. umferð fóru þannig: Nú eru aðeins tvær um- Tal.
MÚRARAR ÓÁNÆGÐIR
OG SVARTSÝNIR
MINNING
Séra Einar Guðnason, fyrrv. prófastur
Séra Einar Guðnason er dáinn.
Að morgni hins 15. janúar s.l.
fengum við, fyrrverandi sóknar-
börn hans þá fregn, að hann hefði
andast kvöldið áður. Við vissum
að hann hafði um skeið verið
hættulega sjúkur. En mannleg
bjartsýni vonast jafnan eftir bata
og trúir á hann, en svo kemur sá,
sem ræður örlögum vor allra og
heggur á þráðinn.
I þeim fáu minningarbrotum,
sem hér fara á eftir, verður æfi og
störfum hins látna ekki gerð nein
fullnægjandi skil. bað gera efa-
Laust þeir, sem betur geta, en nú
að leiðarlokum hlaut einhver
rödd að heyrast heiman úr byggð-
inni, þar sem hann lifði og vann.
Fyrir rúmum þremur árum
hvarf séra Einar frá Reykholti,
eftir meira en fjörutiu ára starf
sem þjónandi prestur þar. Þau
hjón voru þá kvödd af söfnuðun-
um i samkvæmi, sem allur þorri
sóknarbarna hans tók þátt i. Sú
kveðja var innileg og hlý, yljuð af
gagnkvæmri vináttu, eftir löng
kynni og góð.
Séra Einar Guðnason var fædd-
ur 19. júli 1903 á Óspaksstöðum i
Hrútafirði. Voru foreldrar hans
Guðni bóndi Einarsson og Guðrún
Jónsdóttir. Ungur missti hann
móður sina og var tekinn i fóstur
af systkinum á Fjarðarhorni i
Hrútafirði. bar ólst hann upp á
fyrirmyndarheimili hjá þeim á-
gætu systkinum, Guðmundi ög-
mundssyni og Kristinu systur
hans. Gengu þau honum i foreldra
stað og studdu hann til náms og
frama, en það endurgalt hann
með tryggð og umhyggju góðs
fóstursonar, þegar þeim þrutu
kraftar.
Séra Einar lauk stúdentsprófi
árið 1924 og guðfræðiprófi frá Há-
skóla tslands 1929, en milli stúd-
entsprófs og háskólanáms stund-
aði hann kennslu um eins árs
skeið. — Hann var settur prestur i
Reykholtsprestakalli vorið 1930
að nýlokinni vigslu. Nokkurrar
gagnrýni gætti innan safnaðanna,
vegna þess, að kosning var ekki
Idtin fara fram þá þegar og voru
ekki allir ánægðir. Þá eins og oft-
ar var róstusamt á sviði þjóðmál-
anna, en með kirkjumálin fór þá
sá maður, sem var kappsfullur og
þótti löngum einráður, eins og titt
er um umsvifamikla hugsjóna-
menn. Ekki bitnaði þessi stundar-
óánægja á sr. Einari, nema þá að
mjög litlu leyti og aðeins um sinn.
Hann vann brátt hylli fólksins
með sinni ljúfmannlegu prúð-
mennsku, og vorið 1931 var hann
kosinn lögmætri kosningu og
skipaður sóknarprestur i Reyk-
holtsprestakalli.
Árið 1933 kvæntist séra Einar
eftirlifandi konu sinni, önnu
Bjarnadóttur Sæmundssonar, yf-
irkennara og fiskifræðings. Frú
Anna er mjög vel menntuð kona,
gáfuð og valkvendi. Með komu
hennar i Reykholt óx mjög ham-
ingja séra Einars. Þau eignuðust
heimili, sem var frábært að gest-
risni og um allan höfðingsskap.
Þangað lögðu leið sina fjölda
margir bæði innlendir og erlend-
ir, kom það jafnan i hlut séra Ein-
ars að sýna ókunnugum gestum
staðinn og rekja sögu hans, en
hana þekkti hann flestum eða öll-
um betur.
Þau hjón eignuðust fimm börn.
Tvödóu i bernsku, en þrjú lifa,ein
dóttir og tveir synir. Þau hafa öll
lokið langskólanámi og stofnað
heimili.Hafa þau erft manndóm
og hæfileika foreldra sinna og öðl-
ast traust samfélagsins.
Hjónaband þeirra frú önnu og
séra Einars var einlægt og ástúð-
legt og var svo sem hvorugt mætti
af öðru sjá, og þeim hlotnaðist sú
gæfa, að fá að lifa saman langa
æfi.
Þegar séra Einar kom i Reyk-
holt, var að hefjast bygging hér-
aösskólans þar og hann átti eftir
að koma meira og lengur við sögu
skólans en flestir eða allir aðrir.
Þau hjón voru kennarar við skól-
ann nær öll sin dvalarár i Reyk-
holti. Eftir að þau hættu kennslu,
í Reykholti
gerðust þau prófdómarar og voru
það framyfir það er þau fluttu frá
Reykholti, en siðustu árin i Reyk-
holti, var séra Einar einnig for-
maður skólanefndar. Þau hjón
settu mjög svip á skólann um sina
daga, enda ágætir kennarar. Séra
Einar unni skólanum i Reykholti
af alhug og vildi i hvivetna heiður
hans og frama og vist var önnur
helftin af æfistarfi hans helguð
skólanum. Sem kennari við skól-
ann kynntist hann fjölda ung-
menna og gafst færi á að leiða þau
til þekkingar og þroska. Þau
komu viðsvegar að,og hurfu flest
aftur út i fjarskann, en án efa
muna þau vel kennarann og
prestinn i Reykholti. Séra Einar
var mikill bókamaður og viðles-
inn. Hann var sögumaður ágætur
og fróður á flestum sviðum. Hann
átti bókasafn mikið og gott. —
Séra Einar Guðnason mun jafn-
an verða talinn meöal öndvegis-
klerka sinnar samtiðar. Hann var
vel virður og ástsæll af sóknar-
börnum sinum, og naut trausts
stéttarbræðra sinna svo mikils,
að margir þeirra töldu hann verö-
ugan þeirra virðingar, er þeir
Frh. á bls. 15.
Eini Islendingurinn
sem hefur hafið
þingferil sinn í
sæti forsætisráðherra
HERMANNS JÚNASSONAR
MiNNZT Á ALÞINGI
Forseti sameinaðs alþingis
minntist I upphafi þingfundar i
gær Hermanns Jónassonar,
fyrrverandi forsætisráðherra.
liann komst svo að orði:
„Hermann Jónasson fyrrver-
andi forsætisráðherra andaðist i
sjúkrahúsi hér i Reykjavik að
morgni siðastliðins fimmtu-
dags, 22. janúar, eftir margra
ára vanheilsu, 79 ára að aldri.
Hermann Jónasson var fædd-
ur 25. desember 1896 á Syðri-
Brekkum i Skagafirði. Foreldr-
ar hans voru Jónas bóndi og tré-
smiður þar Jónsson bónda i
Grundarkoti i Blönduhlið Jóns-
sonar og kona hans, Pálina
Björnsdóttir bónda á Hofsstöð-
um i Skagafirði Péturssonar.
Hann stundaði nám i Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri
veturna 1914-1917, lauk stú-
dentsprófi frá Menntaskólanum
i Reykjavik 1920 og lögfræði-
prófi frá Háskóla tslands 1924.
Fulltrúi bæjarfógetans i
Reykjavik var hann árin 1924-
1928. Hann kynnti sér lögreglu-
mál á Norðurlöndum og i
Þýskalandi vorið 1928 ög varð i
ársbyrjun 1929 lögreglustjóri i
Reykjavik, gegndi þvi embætti
þar til hann var skipaður for-
sætisráðherra 28. júli 1934 og
jafnframt dóms- og kirkjumála-
ráðherra, en fór auk þess með
landbúnaðarmál. Sat hið fyrsta
ráðuneyti Hermanns Jónasson-
ar að völdum til 18. nóvember
1941, en ýmsar breytingar urðu
á skipan ráðherraembætta á þvi
timabili. Sama dag, hinn 18.
nóvember, varð Hermann
Jónasson forsætisráðherra og
jafnframt dómsmála- og land-
búnaðarráðherra i nýju ráðu-
neyti, sem gegndi störfum til 16.
mai 1942. Gerðist hann þá lög-
fræðilegur ráðunautur
Búnaðarbanka tslands og hafði
það starf með höndum til 1960,
að undanskildum þeim timabil-
um, sem hann var ráðherra.
Hæstaréttarlögmaður varð
hann árið 1945. Frá 14. mars
1950 til 11. september 1953 var
hann landbúnaðarráðherra i
ráðuneyti Steingrims Steinþórs-
sonar. Hinn 24. júli 1956 mynd-
aði hann hið þriðja ráðuneyti
sitt, var forsætisráðherra og
jafnframt landbúnaðar- og
dómsmálaráðherra til 23.
desember 1958.
Hermann Jónasson var
skipaður i landskjörstjórn árið
1930, kosinn 1942 i stjórnar-
skrárnefnd og 1943 i milliþinga-
nefnd til undirbúnings verk-
legra framkvæmda. t bankaráði
Búnaðarbanka tslands var hann
frá 1943-1972 og formaöur þess
1943-1960. Hann átti sæti i
skilnaðarnefnd 1944, i Þing-
vallanefnd 1946-1968, i fjárhags-
ráði 1947-1950 og i sölunefnd
varnarliðseigna 1953-1972. 1
togaranefnd var hann kosinn
1954 og i atvinnumálanefnd 1955.
A Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna sat hann árin 1947,
1948 og 1955, var fulltrúi tslands
á Ráðgjafarþingi Evrópuráðs-
ins 1950-1967 og átti sæti i mann-
réttindanefnd Evrópuráösins
1954-1957.
Hermann Jónasson var gædd-
ur miklu andlegu og likamlegu
atgervi. Skólanám sóttist hon-
um með ágætum og hann lagði
stund á likamsrækt lengst af ævi
sinnar, var karlmenni að burð-
um, drengilegur og sigursæll
glimukappi og varð glimukóng-
ur íslands árið 1921. Stjórn-
málaafskipti hóf hann að marki
árið 1930, er hann var kjörinn i
bæjarstjórn Reykjavikur. Aftur
var hann kjörinn bæjarfulltrúi i
Reykjavik árið 1934. En það ár
varð honum timi stórra sigra og
mikils frama. Við alþingis-
kosningarnar þá um vorið háði
hann kosningabaráttu við vin-
sælan og mikilhæfan stjórn-
málaforingja og hlaut sigur. Að
þeim kosningum loknum var
honum falin myndun rikis-
stjórnar. Er hann eini islending-
urinn, sem hefur hafið þingferil
sinn i sæti forsætisráðherra og
jafnframt yngstur þeirra
manna, sem tekið hafa að sér
forsæti i rikisstjórn hér á landi.
Hlutskipti þeirrar rikisstjórnar
var örðugt á timum heims-
kreppu og sölutregðu á islensk-
um afurðum. Þó að vissulega
hafi verið deilt hart um stefnu
og störf fyrstu rikisstjórnar
Hermanns Jónassonar, má full-
yrða, að stjórnað hafi verið með
festu og komist hjá stórum
áföllum á erfiðum timum. Hörð
átök um lausn vinnudeilu leiddu
af sér ráðherraskipti á árinu
1938, og vegna yfirvofandi
heimsstyrjaldar tókst sam-
komulag um fjölgun ráðherra
og myndun þjóðstjórnar 17.
april 1939. Á þeim örlagariku
timum auðnaðist Hermanni
Jónassyni að synja erlendu her-
veldi, Þýskalandi, um flugrétt-
indi hér á landi og hafa forustu
um ákvarðanir um æðstu stjórn
landsins vegna hernáms Dan-
merkur 9. april 1940 og viðbrögð
við komu hernámsliðs breta til
tslands 10. mai 1940.
Hermann Jónasson var þing-
maður strandamanna 26 ár
samfleytt, árið 1934-1959, og sið-
an þingmaður Vestfjarðakjör-
dæmis 1959-1967, sat á 40 þing-
um alls. Ráðherradómur hans
stóð samtals rúmlega 14 ár.
Hann átti frumkvæði eða at-
beina að margvislegri löggjöf,
sem markaði djúp spor. Fyrsta
ráðuneyti hans beitti sér fyrir
löggjöf um afurðasölu land-
búnaðarvara, nýbýli og sam-
vinnubyggðir, alþýðutrygging-
ar og skipulag á sölu islenskra
afurða á erlendum mörkuðum.
A þessu timabili hafði hann for-
ustu um setningu nýrrar lög-
gjafar um ýmis réttarfarsmál
og samþykkt nýrra iþróttalaga.
Otfærsla islenskrar fiskveiði-
lögsögu var eitt þeirra stór-
mála, sem hann átti rikan þátt i
að koma til framkvæmda á sið-
ari rikisstjórnarárum sinum.
Hermann Jónasson var mikil-
hæfur forustumaður i islenskum
stjórnmálum um langt skeið.
Hann var forvigismaður i flokki
sinum frá upphafi þingferils
sins. Formaður Framsóknar-
flokksins var hann 1944-1962, en
lét þá af formennsku að eigin
ósk. Hann var skörulegur
þjóðarleiðtogi, drengilegur i
viðskiptum, rökfimur i mál-
flutningi, varkár i athöfnum á
örlagastundum, en fylgdi tekn-
um ákvörðunum fram með festu
og djörfung. Hann var ágætlega
hagmæltur og átti sér ýmis
hugðarefni auk þjóðmála-
starfsins. Skógrækt var meðal
helstu áhugamála hans og hann
var mikilvirkur skógræktar-
maður. Fyrir aldur fram lagðist
á hann erfiður sjúkleiki. sem
hann átti við að striða árum
saman og bar með karlmennsku
og æðruleysi. Við fráfall hans á
islenska þjóðin á bak að sjá ein-
um mikilhæfasta stjórnmála-
foringja sinum á þessari öld.
Ég vil biðja háttvirta al-
þingismenn að minnast Her-
manns Jónassonar með þvi að
risa úr sætum.”
1’I.IXÍ.IM lll
PUASTPOKAVERKSMtOJA
Sfmar 82A39-62455
Vutnagör6um 6
Box 4064 - Roykjavik
Pipulagnir 82208
Tökum að okkur alla
pipulagningavinnu
Oddur Möller
löggildur
pipulagningameistari
74717.
Hafnaríjarðar Apátek
Afgreiðslutimi:
Virka daga kl. 9-18.30
'Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasimi 51600.
Lðusl pláss
Hér er laust auglýsingapláss.
Hafió samband viö auglýs-
ingadeild blaósins, Hverfis-
gbtu 10 — simi 14906.
Teppahreinsun
llreinsum gólfteppi og húsgögn I
heimahúsum og fjrirtækjum.
Krum meft nýjar vclar. Góft þjón-
usta. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
BREIÐÁS
Vesturgötu 3 simi 25144
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Simi 74200 — 74201
Kaseftuiðnafiur og áspiiun,
fyrlr útgeíendur hl|ómsveltir.
kóra og fl. Leitift tilbofta.
Mifa-tónbönd Akurcyri
Pósth. 631. Slml (96)22136
Dunn
Síðumúla 23
/ími 64900
V
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Símar 25322 og 10322