Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 12
Björgvin Hólm, kerfisfræðingur:
Pýramídarnir
og táknið A
Ef lagt yrði fyrir lesandann
það verkefni að velja eitthvert
bóktákn úr hinu vestræna staf-
rófi, sem minnti hann helzt á
pýramida, þá myndi hann ef-
laust velja táknið: A, þvi það er
eina táknið, sem er þrihyrn-
ingur á hvolfi, ef svo má að orði
komast.
Táknið A þjónar merkilegu
hlutverki i trúarbragðasögu
mannsins, eins og sést i eftir-
farandi upptalningu: Fyrsti
maðurinn hét Adam. Forfaðir
kristinnar trúar hét Abraham.
Guð múhamedstrúarmanna
heitir Allah, aðalguð Egypta hét
rA. Allir kannast við nafnið
jA-ve. Merkilegasta smið Bibli-
unnar heitir Ark. Og við skulum
ekki gleyma: Ég heiti Ari.
Hin mikla notkun táknsins A i
stórum hugtökum kemur einnig
fram á öðru sviði. bar á ég við
nöfnin á álfum jarðarinnar:
Asia, Amerika, Afrika,
Astralfa, Artica og Antartica.
Þessi merkilega staðreynd
minnir á goðsögnina um
Miðgarðsorminn, sem liggur
um öll lönd. Það er hægt að
hugsa sér það, að valið á
tákninu A fyrir allar álfur heims
hafi verið tilviljun ein, en þá er
ekki úr vegi að reikna út lik-
urnar fyrir slikri tilviljun. Ef
reiknað er með 30 mögulegum
hljóðtáknum, þá verða lik-
urnar 1 á móti 30 i 6. veldi
(1:30 ). Útreiknaðar eru lík-
urnareinn á móti 23.810.000.000,
sem er eiginlega stjarnfræðileg
tala og nokkuð langsótt tilviljun.
Réttast er að reyna að finna
útskýringuna á hinni merkilegu
notkun táknsins A i tákninu
sjálfu. Er það hægt? Táknið
virðist við fyrstu sýn ekki hafa
marga merkilega eiginleika.
Við skulum þó athuga táknið
nánar. Sérstaklega skulum við
athuga, hvort ekki sé hægt að
finna einhverjar tölur i tákninu,
þvi ef okkur tekst að tengja
táknið við tölur, öðlast það
þýðingarmikla eiginleika, sem
meðal annars gefa þvi staðsetn-
ingu i talnaröðinni.
Við höfum þegar sagt, að
táknið liti út eins og þrihyrn-
ingur, og þannig fáum við
töluna 3. En er þá öll sagan
sögð, þvi hvaða áhrif hefur
„Rimin” i tákninu? Breytir hún
þrihyrningnum i einhverja aðra
tölu? Það hlýtur að vera mjög
þýðingarmikið að vita alla
eiginleika táknanna, þvi það er
nú orðin staðreynd i heimi
nútimanannsins, að engin fyrir-
bæri verða eins oft á vegi hans,
eins og táknin. Hefur lesandinn
gert sér grein fvrir þvi, hve oft
hann mætir tákninu: A, þegar
Pýramidinn Mikli. Á
myndinni má einnig sjá
Sfinxinn, mannsandlit-
ið með ljónslikamann.
Höfuðbúnaður hans er
Trapisa. Til hægri er
skissa af innviðum
Pýramidans. w-
hann til dæmis les i bók i einn
klukkutima? Engin fyrirbæri i
umheimi mannsins komast i
hálfkvisti við bóktáknin, þegar
um tiðni atvika er að ræða, og
þeir sem eru vel að sér i sálar-
fræði, vita það, hve tiðni fyrir-
bæranna leikur stórt hlutverk i
hegðun manna og dýra. En
snúum nú okkur aftur að tákn-
inu A.
Við segjum, að táknið sé þri-
hyrningur. En það á þó fyrst og
fremst við um efri hluta tákns-
ins, þann flöt, sem er fyrir ofan
rimina. Hvað er þá flöturinn,
sem er hafður fyrir neðan
rimina? Við getum séð, að það
er mynd af trapisu. Hefur þú
tekið eftir þvi' áður, lesandi
góður? Ef svo er ekki, hvers
vegna ekki? Táknið A er einn
bezti vinur mannsins.
Hefur trapisa einhverja tölu i
mynd sinni? Jú, það hefur hún
svo sannarlega. Það er sterk tii-
hneiging til þess að skipta
trapisunni isundur, svoúr henni
verði einn ferhyrningur og tveir
þrihyrningar. Þá verður miðju-
hluti táknsins A eins og framhlið
bæjarilaginu (sjá mynd). Einn
ferhyrningur og tveir þrihyrn-
ingar gefa samtals töluna 10, og
allt táknið: A fær þannig flatar-
stærðina 10 plús 3, sem er 13.
Táknið A hefur i þrihyrn-
ingum og ferhyrningum töluna
13. Við skulum nú sjá, hvort
talan 13 hafi einhverja sérstaka
þýðingu i byggingu Keopspýra-
midans i Giza.
Þeir sem kynnt hafa sér þau
fræði, sem fjalla um Pýramid-
ann mikla, vita það, að hann er
byggður á 13 ekrum lands, svo
þar kemur talan 13 skýrt fram,
en nú skulum við lita á helztu
byggingartölur pýramidans.
Pýramidinn var byggður
þannig, að toppur hans var ekki
byggður, og er þvi flatur fer-
hyrningur efst á honum. Hæðin
upp að þessum fleti er 454,5 fet
eða 5449 tommur. Ef toppurinn
væri með, væri hæðin 481 fet.
Þessar þrjár tölur hafa það
sameiginlegt, að ef deilt er i þær
með tölunni 36, verður af-
gangurinn talan 13 hjá þeim
öllum. Rúmtak pýramidans er
85m iljón rúmfet, og talan 85 fær
einnig afganginn 13, ef hún er
deild með tölunni 36. Þetta
sýnir, að hæðin, rúmtakið og
flöturinn, sem pýramidinn
stendur á, er allt tengt tölunni
13, sem er flatarstærð táknsins
A.
En nú kemur talan 55 inn i
myndina: Hver hlið pýra-
midans er um 5,5 ekra að flatar-
máli, og þyngd pýramidans er
útreiknuð sem 5,5 miljón brezk
tonn. Hvaða merkingu hefur
þessi tala: 55. Hún er sérstak-
lega áhugaverð fyrir okkur,
vegna þess að hún tengist hlið-
um pýramidans, en það eru
einmitt þær, sem minna á
táknið A.
Ef við deilum 36 i 55, þá
verður afgangurinn talan 19. Ef
við tökum siðan töluna, sem er i
trapísunni i tákninu A, og
deilum i hana með 36, hvaða
Táknið A, útvikkað
með sexhyrningi.
afgang fáum við þá? En hvaða
tala er það? Við höfum komizt
að þvi, að hún hafi flatarstærð-
ina 10, eða hefur hún einhverja
aðra stærð. Já, það hefur hún.
Hún er samsett af þrihyrning,
ferhyrning, þrihyrning. Er það
ekki talan 343?
Ef við deilum nú með 36 i 343,
hvaða afgang fáum við? Við
fáum töluna 19!!!
Er eitthvað annað sérstakt við
töluna 343. Jú, hún er veldi af 7.
Hún er talan sjö sinnum sjö
sinnum sjö, eða talan 7 i 3 veldi,
og Bibliufróðir menn geta ekki
annað en hugsað til Kains.
Það er ein grunntala i viðbót,
sem er mjög áberandi i bygg-
ingu pýramidans, en það er sú
tala, sem út kemur, þegar töl-
unni 10 er bætt við 13, þ.e. talan
23. Þetta kemur fram i eftir-
farandi upptalningu.
1 Pýramidanum mikla eru 203
steinalög, og fjöldi steinanna i
honum er álitinn vera 2,3
miljónir. Ef deilt er i töluna 203,
með 36, verður afgangurinn 23!
Byggingarstuðull pýramidans
er piið: 3,14159. Ef deilt er i þá
tölu með 36, þá er afgangurinn
talan 23. Hið sama á sér stað ef
talan er minnkuð um einn auka-
staf (i 3,1415), afgangurinn
verður einnig þá, talan 23. Svo
má bæta við, að Khúfu, sem
rikti i 23 ár, er álitinn hafa
byggt pýramidann árið 2623
fyrir Krist.
En hvers vegna talan 23?
Finnsthúni tákninu A? Nei, þar
er hún ekki, en við getum breytt
tákninu á ákveðinn hátt, svo að
hún finnist þar sem flatarstærð.
Við getum breytt trapisunni i
reglulegan sexhyrning, og þá
kemur i ljós, að hið útvikkaða
tákn A fær flatarstærðina 23. Og
þá förum við ef til vill að skilja,
hvers vegna sexhyrningurinn er
staðsettúr rétt hjá litla pýra-
midanum i Nauthólsvikinni.
Þessi grein er nú þegar orðin
of löng, en i næstu grein mun ég
sýna fram á það, að það eru
fleiri tölur og eiginleikar i
tákninu A. Satt að segja, ætla ég
mér að sýna fram á það, að það
er ekki pyramidinn i Egypta-
landi, sem er mesta undur
veraldar, heldur hið yfirlætis-
lausa bðktákn, sem við köllum
A. 1 islenzka tungumálinu
skynjum við, hve hljóðin A og U
eru tengd, vegna þægilegra
vixlana i endingum orða (Kona,
Konu, Dóra, Dóru). Ef við
tökum orðið Undur, og vixlum U
yfir i A, þá fáum við orðið:
Andar. Ég hef gaman af svona
vixlunum, og einnig hef ég
gaman af einföldum stafavixl-
unum inni i orðum. Til dæmis
má vixia orðunum: Njáll á
Bergþórshvoli, þannig að út
komi: Njáll á Bergþóruhvoli. U
ereins algeng eignarfallsending
og S. t lok þessarar greinar, vil
ég biðja lesandann að athuga,
hvort hann geti fundið táknið A i
andliti sinu.
Næsta grein: Merki-
legar stefnur.
0
ÁRMANN, ÍR OG
NJARÐVÍK UNNU
Úrslit hinna þriggja
leikja i 1. deildar-
keppninni i körfu-
knattleik sem leiknir
voru á laugardaginn
voru eins og við var
búizt.UMFN sigraði
Fram 73:54, ÍR vann
Val 103:84 og Ármann
vann ÍS 93:81.
Leikur Njarðvíkinga og Fram
var jafn fra man af fyrri hálfieik
en i lok hans tóku Njarð-
vikingarnir góðan sprett og
voru 11 stigum yfir i leikhléi
39:28. Svipað var upp á
tengingnum i siðari háifieik.
Munurinn breyttist litið á liðun-
um fyrr en á Ioka mínútum
hans, þá juku UMFN forskotið
enn meir og unnu mcð 19 stiga
mun, 73:54.
Kári Marisson var bezti
maður UMFN i þessum leik og
jafnframt á vellinum. Kári er
nú að verða einn bezti bak-
vörður landsins og hafa tveir
siðustu leikir hans verið einir af
þeim beztu sem bakverðir hafa
sýnt á þessu keppnistimabiii.
Gunnar Þorvarðarson var
stigahæstur hjá Njarðvik meö
16 stig, en Kári gerði 14. Hjá
Fram var Þorvaldur Geirsson,
Héðinn og Jónas skástir.
Leikur Armanns og ÍS var
ekki eins vel lcikinn og búast
mátti við af þessum liðum, þvi i
leiknum voru gerðmörg mistök.
Armenningarnir fóru oftast yfir
en Stúdentarnir héldu i við þá,
allan ieikinn. Er ekki gott að
segja hvernig farið hefði ef tS
hefði notað vitaskot sin betur,
en hittnin hjá þeim i slikum
skotum hefur verið með ein-
dæmum léleg i siðustu leikjum
liðsins.
Þannig var hittni þeirra gegn
KR um fyrri helgi um 50% og
enn minni gegn Armanni. Það
er frumskilyrði fyrir félög sem
ætla sér að komast langt i körfu-
knattleik að hafa allt að 70 tii
80% vitahittni og hlýtur þetta
því að veröa atriði sem
Stúdentarnir þurfa að laga fyrir
komandi leiki. Guðsteinn
Ingimarsson og Jimmy Rogers
voru beztir Armenninga i þess-
um leik, en Bjarni Gunnar hjá
IS. Guðsteinn gerði 24 stig,
Rogers 23, en Bjarni 38 stig. Jón
Héðinsson lék aftur með tS eftir
tveggja leikja fjarveru og var
það mikill styrkur fyrir liðið.
tR, meö gömlu kempurnar
Agnar Friöriksson og Birgir
Jakobsson i broddi fylkinga
reyndust of erfiðir viðfangs
fyrir Valsmenn, þó Þórir
Magnússon hafi sýnt alla sina
gömiu takta. 1R vann meö 19
stiga mun eins og fyrr segir
103:84, og verða þeir vafalaust
mjög erfiðir viöfangs fyrir önn-
ur liö i deildinni þegar Birgir og
Agnar eru að finna sina göniu
takta. Þórir var stigahæstur hjá
Val með33stig,en Agnar hjá ÍR
með 24 stig.
Næstu leikir verða á laugar-
daginn og þá leika tS og ÍR og
Njarðvik og Armann og KR
gegn Val.
Þriðjudagur 27. janúar 1976.