Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 7
Stofna ríkisafskipti af kjarabaráttu
frelsi verkalýðshreyfinganna í hættu?
launþeðamál
GETA ALÞYÐUSAMBONDIN HALD-
IÐ FRJÁLSUM SAMNINGSRÉTTI?
Getur verkalýðshreyfingin háð sjálfstæða og óháða kjarabar-
áttu?
Þetta er brennandi spurning á Norðurlöndunum, þar sem
stjórnir verkalýðsflokkanna hafa lengi verið við völd — og
verkalýðshreyfingin nánast oft miðað kjarabaráttu sina við
það, sem ríkisstjórnin er reiðubúin að „lögleiða”.
Þannig hefur rikisstjórnin verið i senn milliliður og haft
frumkvæði — og i rauninni verið umbjóðandi verkalýðs-
hreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum.
Á ráðstefnu, sem alþýðusambönd Norðurlandanna héldu
fyrir skemmstu i Sandefjörd i Noregi, voru þessi mál einmitt
mjög til umræðu, og i FACK, riti sænska alþýðusambandsins
segir frá þessari ráðstefnu samstarfsnefndar alþýðusamband-
anna, Nordens Fackliga Samorganisation, — og fer hér á eftir
lausleg þýðing á frásögn ritsins.
— Þetta er mikilvægasta ráð-
stefna okkar, sagði Richard
Trælnes, aðalritari samstarfs-
ne&idarinnar ilok ráðstefnunnar.
Þeir,sem sátu ráðstefnuna, eru
vafalaust sammála Trælnes.
Endanleg ákvörðun var að visu
ekki tekin á ráðstefnunni, en við
þvi var ekki að búast, þó að
launakjör verkalýðsins séu hita-
mál á Norðurlöndum.
Kaupgeta launa er mismunandi
frá landi til lands, en þó er það
rauði þráðurinn, að hátekjumenn
hafna allri ihlutun rikisins i
skattamál. Jafnaðarmenn vilja
bætt launakjör og lægri kaupvisi-
tölu.
Áhrif' rikisins á kaupmáttinn
geta verið á fleiri vegu. T.d. með
samningum við verkalýðsfélög —
eða, svo það versta sé talið til —
með gerðardómi. Verkálýðs-
forustan vill aukna kaupgetu og
minnkandi verðbólgu.
Gjörvöll Norðurlönd hafa
kynnzt afskiptum rikisstjórna i
innanrikismálum. Verkalýðurinn
veit, að þau afskipti geta bæði
leitt til góðs og ills.
Efnahagsáhyggjur.
Nefnd Vinnumálastofnunar
Norðurlanda hefur undirbúið
skýrslu, sem lögð verður fyrir
næstu ráðstefnu.
1 þessari skýrslu er fyrst og
fremst fjallað um efnahags-
ástand Norðurlanda milli
1970—1980.
®Verð- og launahækkanir hafa
orðið þrátt fyrir stöðnun efna-
hags.
#Aukið atvinnuleysi hefur valdið
óróa á Norðurlöndum.
®Greiðslugeta almennings er
slæm.
Þessar efnahagsáhyggjur hafa
það i för með sér, að rikisstjórnin
verður að auka kaupgetu al-
mennings.
Erfið ákvörðun.
Verkalýðsfélögin hafa yfirleitt
verið i andstöðu við rikisstjómir.
Á þingi sænskra verkalýðs-
félaga árið 1951 var gerð ályktun
um launajafnrétti, og því haldið
fram, að rikisstjórnin beri ábyrgð
á efnahagsmálum, en verkalýðs-
félögin hljóti að taka á sig ábyrgð
á launamálum og launakjörum
almennings.
Undanfarin ára hafa þó alltof
margar rikisstjórnir átt i erfið-
leikum við að halda jafnvægi i
efnahagsmálumog þess vegna
hefur verið erfitt fyrir verkalýðs-
félögin að framfylgja kröfum sin-
um um launamál. Afleiðingarnar
hafa haft i för með sér erfiðleika i
launamálum. Verkalýðsfélög á
Norðurlöndum verða að taka
erfiða ákvörðun:
Er unnt að viðhalda launa-
stefnu, sem byggð er á ábyrgu
frelsi, án þess að hætta sé á að-
gerðum rikisstjórnarinnar, sem
ganga i berhögg við niðurstöður
samninga?
Hve langt geta menn gengið i
samningum án þess að stofna
frelsi verkalýðshreyfingarinnar i
framtiðinni i hættu?
Ný ráðstefna?
Umræðurnar á norrænu þingi
verkalýðsfélaganna benda til
þess, að norræn verkalýðsfélög
séu svo til sammála um, að með
vissum skilyrðum sé sjálfsagt að
starfa með rikisstjórninni að
lausn efnahagsvandans, hins veg-
ar er öllum tillögum um gerðar-
dóm hafnað.
skatta og verðbólgu. Ný ráðstefna
gæti orðið nauðsynleg.
— Við vonumst til þess, að
smám saman sé gerlegt að sam-
eina stefnuskrá verkalýðsfélaga
á Norðurlöndum, segir aðalritari
NFS, Richard Trælnes. — Það er
fyrst og fremst nauðsynlegt, að
við fvlgjumst með þróun mála
hverju sinni i öllum löndunum.
Með þvi móti getum við tekið
réttar ákvarðanir.
Danmörk
Reynsla dönsku verkalýðs-
hreyfingarinnar af launamálum
er byggð á þvi sem gerðist 1963,
en þá sömdu leiðtogar verkalýðs-
félaganna og rikisstjórnin um
„allsherjarlausn" f launamálum,
sem hafa i för með sér, að launa-
mál eru nátengd skattamálum,
félagsmálum, landbiínaðarpólitik
og öllu öðru, sem hefur áhrif á
þjóðfélagslegan efnahag.
Talsmaður danska jafnaðar-
mannaflokksins sagði á þingi nor-
rænu verkalýðsfélaganna, að
dönsk verkalýðsfélög séu reiðu-
búin til að hefja viðræður við
rikisstjórnina um aðgerðir i efna-
hagsmálum. Þau setja hins vegar
þaö skilyrði, að rikisstjórnin
viðurkenni, að efnahagslegt lýð-
ræði sé eðlilcgur hluti allra efna-
hagsaðgerða. Ennfremur verði
efnahagsaðgerðir að spanna öll
launastig og einnig gengi krón-
unnar og eignamat.
Finnland
í Finnlandi hefur verkalýðs-
hreyfingin lengi unnið með rikis-
stjorninni að Iausn launamála.
1968—1973 var þeirri reglu fylgt,
að launahækkanir urðu i sam-
ræmi við framleiðsluaukningu.
Um leið var lögð niður kaup-
gja Ids visitala, og verðeftirlit
aukið.
Samningarnir 1974 höfðu i för
með sér betri lausn á launamál-
um, m.a. með lægri tekjuskatti,
aukinna barna- og húsnæðisbóta
ásamt lengra barnseignarleyfis.
Verkalýðsfélögin i Finnlandi
leggja áherzluá nauðsyn þess, að
skipuleggja allar aðgerðir i efna-
hagsmálum. Til að auka mögu-
leikana á þvi að þetta heppnist
vel, eru verkalýðsfélögin reiðu-
búin til að vinna með rikisstjórn-
inni að skipulaginu með þvi að
stefnt sé að atvinnu fyrir alla,
tryggu verðlagi, tryggu gengi,
hækkun fastra launa sem fyrst og
lækkun framfærslukostnaðar.
Talið er, að til þess að þetta
takist, þurfi menn að skipuleggja
fram i timann með sjálfboöaliðs-
vinnu.
Noregur
Undanfarin ár hafa verkalýðs-
félögin unnið með rikisstjórninni I
Noregi að lausn launamála. Þeir
hafa stefnt að því að lægja verð-
bólguna og viðhalda atvinnu
handa öllum.
Frá 1973 hefur verið samið
þrisvar, síðast i haust. Þá voru
launþegum tryggðar m.a. upp-
bætur vegna verðhækkana, lægri
skattar, hærri barnalifeyrir og
verðstöðvun allt árið.
Norska verkalýðshreyfingin
hefur tekið frumkvæðið að um-
ræðum um launamál. Álitsgerð
nefndar um þessi mál veröur höfð
sem grundvöllur fyrir áfram-
haldandi samvinnu við rikis-
stjórnina. Talsmaður norsku
verkalýðshreyfingarinnar, Tor
Aspengren, segir þó, að það verði
erfitt fyrir verkalýðshreyfinguna
að standa sjálfstætt i launamál-
um. Hann sagði m.a. á norrænu
ráðstefnunni:
— Við verðum að horfast f augu
við þá staðreynd, að við verðum
að vinna með rikisstjórninni að
lausn cfnahagsvandans.
Island
Verkalýðshreyfingin á Islandi
hefur takmarkaða reynslu af
ríkisafskiptum við lausn kjara-
mála.
Siðustu ár hefur þó verið mikið
rætt um aukna samvinnu við
stjórnvöld.
1974 samdi verkalýðshreyfingin
við rikisstjórnina um skatta-
breytingar, en þá var tekjuskatt-
ur lækkaður og neyzluskattur
hækkaður. Um leiö var komizt að
sainkomulagi um húsnæðismál.
Baksvið skattabreytinganna er
það, að verkalýðsfélögin vildu
létta skattaálögur venjulegra
kaupþegna.
Breytingin var fullkomnuð með
sérstakri uppbót fyrir láglauna-
fólk.
1 samningunum i nóvember
ogdcsember sl. ár hafa islenzk
verkalýðsfélög lýst þvi yfir, að
takmark þeirra sé að tryggja
kaupmáttinn og lægja verðbólg-
una, sem hefur vaxið ört undan-
farin ár.
Ásmundur Stefánsson sagði á
norrænu ráðstefnunni, að menn
skildu, að verkalýðshreyfingin
geti ekki leyst þennan vanda ein,
og þvi séu verkalýðsfélögin reiðu-
búin til að eiga viðræður við rikis-
stjórnina um lausn efnahags-
vandans á brciðum grundvelli.
Svíþjóð
Sú staðreynd, að verkalýðs-
hreyfingin er ekki undir neinum
áhrifum af rikisvaldinu er mjög
rótföst i Sviþjóð. Þvi voru for-
ystumenn verkalýðshreyfingar-
innar hikandi, þegar samið var
1970 um innanrikismál.
I Sviþjóð hafa orðið breytingar
á skattalöggjöfinni áriega frá
1973. Aðalbreytingarnar hfa verið
þær sömu i öll skiptin, lækkun
tekjuskatts og auknar álögur á
vinnuveitendur.
Skattanefnd þingsins hefur
mótað þessa stefnu, sem byggð er
á samkomulaginu, sem kennt er
við Haga.
Skattabreytingarnar hafa haft
áhrif á launasamninga þannig að
verkalýðsfélögin hafa lofað að
taka tillit til aukinna útgjalda
vinnuveitenda, en formlega hefur
ckki verið gerður neinn samning-
ur vinnuveitenda og rikisstjórn-
ar.
Samningarnir hafa komið sér
vcl fyrir launþega, en vinnuveit-
endur gagnrýna þessar árlegu
skattabreytingar mikið. Sviar
virðast hika meira en hin Norður-
löndin við samvinnu við rikis-
stjórnina í verkalýðsmálum.
Nefnd þingsins mun halda
áfram að vinna verk sitt, sem
unnið er með ræður, umræður og
hópvinnu á norræna þinginu fyrir
augum. Þingnefndin mun m.a.
athuga, hvort grundvöllur er t.d.
fyrir samnorrænni áætlun um
Noregur
Þriðjudagur 27. janúar 1976.
Alþýðublaðið