Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 6
^Lágmarksstærðir ^Breyting á reglum fisktegunda um fiskveiðilögsöguna STÖRll SVÆOIFYRIR AUSTAN VERDUR LOKAD ALLT ARIÐ Frá og með 1. febrúar næstkomandi taka gildi tvær nýjar reglugerðir, sem s jávarútvegsráðu- neytið hefur gefið út. Fjallar önnur um lág- marksstærðir fisktegunda, en hin um breytingu á reglugerð um fiskveiðilög- sögu íslands. Reglugerðir þessar eru settar samkvæmt tillögum f iskveiðilaganef ndar og að fenginni umsögn Hafrann- sóknarstofnunarinnar um þær. Samkvæmt reglugerð- inni um lágmarksstærðir fisktegunda verður frá og með 1. febrúar bannað að hirða þorsk undir 50 cm, ýsu undir 45 cm og ufsa undir 50 cm. Þrátt fyrir þessi ákvæði mega 10% af þorsk-, ýsu- og ufsaafla hverrar veiðiferðar vera undir ofangreindum lág- marksstærðum. Þó má ekki landa þorski undir 43 cm, ýsu undir 40 cm eða ufsa undir 45 cm, en þetta eru þær lágmarksstærðir, sem gilt hafa um ofan- greindar tegundir til þessa. í reglugerð um breyting á reglugerð nr. 299 15. júli 1975 eru gerðar ýmsar breytingar á eldri friöunarsvæðum og jafnframt sett ný friðunarsvæði. Svæði þar sem veiðar eru bannaðar með botn- og flotvörpu. 1. bær breytingar verða á svæðinu fyrir Norðausturlandi að nú markast það að austan af linu, sem dregin er réttvisandi i austur frá Langanesi i staö norðausturs áður. Að utan markast svæðið nú af linu, dreginni 70 sjómilur utan við grunnlinu i stað 50 sjómilna áður. Svæðið verður nú lokað allt árið en var áður aðeins lokað á timabilinu 1. april til 1. júni. 67- 65= 63” 28” _________I_________L 24“ 20" 16" I 12" _1________I________1_______L LOKAÐ ALLT ARIÐ LOKAÐ K5-31/l2 «7 "65 LOKAÐ ALLT ARIÐ -LOKAÐ 2%-15/5 BANN VIÐ BOTN-OG FLOTVÖRPU BANN VIÐ ÖLLUM VEIÐUM 28" 2. Friðunarsvæðiðumhverfis Hvalbak er stækkað um eina sjó- milu. Eru veiðar með flotvörpu og botnvörpu nú bannaðar allt ár- ið innan linu, sem dregin er i 5 sjómilna fjarlægð frá fjöruborði Hvalbaks. 3. Nýtt friðunarsvæði i Beru- fjarðarál og á Papagrunni. Eru veiðar með flotvörpu og botn- vörpu bannaðar allt árið á svæði, sem markast af linum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: a) 63 gr. 57’8 n. br., 13 gr. OO’O v. lgd. 24" b) 63 gr. 45’0 n.br., 14 gr. OO’O v.lgd. c) 64 gr. Ol’O n.br., 14 gr. 07’0 v.lgd. d) 64 gr. 15’0 n.br., 13 gr. OO’O v.lgd. 4. Nýtt friðunarsvæði fyrir Vesturlandi. A timabilinu 1. mai til 31. des- ember eru veiðar með flotvörpu og botnvörpu bannaðar á svæði, sem markast af linu, dreginni milli eftirgreindra punkta: a) 65 gr. 25’0 n.br., 26 gr. 45’0 v.lgd. b) 65 gr. 25’0 n.br., 27 gr. OO’O Fræðslufundir ær* Félagsheimili prentara Hverfisgötu 21. 8. fundur, miðvikudaginn 28. janúar, kl. 20.30. Fundarefni: Hlutverk jafnaðarmannaflokks í nútíma þjóðfélagi Frummælandi: Bjarni Gestur fundarins: Fundarstjóri: Jón Guönason Elias Kristjánsson ivarsson === 16” v.lgd. c) 64 gr. 40’0 n.br., 27 gr. OO’O v.lgd. d) 64 gr. 40’0 n.br., 27 gr. 15’0 v.lgd. 5. Svæðið umhverfis Kolbeinsey verður óbreytt, þ.e.a.s. óheimilar veiðar með flotvörpu og botn- vörpu innan linu, er dregin er i 12 sjómilna fjarlægð frá fjörumarki Kolbeinseyjar. Svæöi þar sem veiðar eru bannaðar með öllum veið- arfærum. 1. Þær breytingar eru gerðar á Selvogsbankasvæðinu, að nú er það alfriðað á timabilinu 20. mars — 15. mai i stað 20. marz til 1. mai áður, ennfremur er svæðiðstækk- að til austurs. Markast það af linum dregnum milli eftirgreindra punkta: a) 63 gr. 32’0 n.br., 22 gr. OO’O v.lgd. b) 63 gr. OO’O n.br., 22 gr. OO’O v.lgd. c) 63 gr. OO’O n.br., 21 gr. ÍO’O v.lgd. d) 63 gr. 32’0 n.br., 21 gr. ÍO’O v.lgd. 2. Friðunarsvæðið fyrir Vest- fjörðum færist litillega til og tak- markast af linum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: a) 66 gr. 57’0 n.br., 23 gr. 21’0 v.lgd. b) 67 gr. Ol’O n.br., 22 gr. 11’5 v.lgd. c) 67 gr. 20’5 n.br., 22 gr. 31’5 v.lgd. d) 67 gr. 17’0 n.br., 23 gr. 51’0 v.lgd. Fylgir hér með kort af þessum friöunarsvæðum og sést á þvi á hvaða timum þau eru lokuð og fyrir hvaða veiðarfærum. A6 lokum skal það itrekað, aö báöar ofangreindar reglugeröir taka gildi 1. febrúar 1976. ^63 J|F Alþýðublaðiö Þriðjudagur 27. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.