Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 11
Getur fiskirækt orðið okkar stóriðja?
VEIÐIVÚTN EBU
STÆRSTA DB BRÝN-
ASTA VERKEFNID
hlutaðeigandi aðilum á margar
tillögur til úrbóta með vötn sin,
og er hægt ab benda á Þveit vib
Hornafjörð sem dæmi. Þveit er
vatn, sem er svo að segja i þjóð-
braut, og eru allar aðstæður fyr-
ir hendi til að gera það að góð-
um áningastað. Heimamenn og
þeir sem leigja vatnið, hafa lítið
veittafsilungi, jafnvelþó nóg sé
af honum. Þarna kæmi grisj-
unaraðferöin til gððra nota, þvi
að vatnið hefur allt til að bera,
svo að vel fiskist. Ef komið væri
fyrir tjaldstæðum, og bilastæb-
um, væri þetta kærkominn stað-
ur fyrir ferðamenn, þvi að vatn-
ið og umhverfi þess er mjög
fallegt”.
Er blaðið spurði Jón um fisk
þann sem grisjað hefur verið úr
Rætt við Jón Kristjánsson, fiski-
fræðing, hjá Veiðimálastofnuninni
Nú eru þeir timar,
sem æ fleiri atvinnu-
vegir ryðja sér til
rúms, með aukinni
tækniþróun, og stærri
og stærri verksmiðjur
og orkuver risa þar i'
kjölfarið. Nú eru þegar
nokkrar slikar stóriðj-
ur hér á landi. Skyldi
nokkur maður hugsa
sér fiskirækt i vötnum
sem stóran og arðvæn-
legan atvinnuveg. Al-
þýðublaðið fór þvi á
stúfana, og talaði við
Jón Kristjánsson fiski-
fræðing, en hann hefur
unnið mikið að rann-
sóknum i islenzkum
vötnum, og spurði hann
fyst, hvenær hann byrj-
aði þessar rannsóknir,
og i hverju þær væru
helzt fólgnar.
Ég byrjaði að starfa hjá
Veiðimálastofnuninni árið 1971,
en rannsóknir minar á silungi i
vötnum, hóf ég ekki að marki
fyrr en árið eftir. Beindust
rannsóknir þessar aðallega að
fiskinum, en ekki umhverfi
hans,en til þess var oger skort-
ur á starfsfólki og fé. Nú er farið
að gera rannsóknir á botngróðri
ogsvifi.á vegum liffræðideildar
H.I. Fyrst beindust rannsókn-
irnar aðallega að vötnum sunn-
anlands, en einnig höfum við
farið um landið, og kannað vötn
þar.
Þab er svo með vatnafisk, að
aðalvandamálið er yfirleitt, hve
mikill fjöldi þeirra er, og má
kenna þvi um, hversu smáir
þeir eru, en það stafar af sulti.
Nú hefur verið reynt ab ráða
bætur á þeásu, meb þvi ab fækka
fiskinum i eðlilegan fjölda.
Beztan árangur fengum við i
Djúpavatni, og má liklega
þakka það, hve litið það er. Slik
grisjun er mjög erfið i stórum
vötnum. Bezt hefur verið að
veiða með gildru þeirri sem við
höfum notað undanfarið, þvi að
netin reyndust ekki nógu góð.
Gildran, sem er ekki ósvipuð
álagiidru, og likist völundar-
húsi, veiddi allt að 1000 fiskum á
dag, og eina viku i haust veiddi
hún 10.000 fiska i Meðalfelis-
vatni. Ef árangur á að nást með
fiskirækt i vötnum, þá verður að
halda vötnunum reglulega við.
Ef bændur stunda vötn sin vel,
þá getur fiskveiðin orðið þeim
mjög drjúg tekjulind, þvi að
tonn af silungi kostar til þeirra
um 250 þúsund krónur”.
Er við spurðum Jón um það
verkefni sem hann væri að
vinna nú um þessar mundir,
sagði hann. ,,Nú er verið að
vinna úr þeim gögnum sem við
öfluöum okkur i sumar, og er
það ærið verkefni. Við höfum
sent þessar skýrslur til veibifé-
laga út um land allt og einnig til
þeirra sem eitthvað hafa með
fiskivötn að gera, og þótt áhugi
sé oft mikill þá vill oft verða
minna úr framkvæmdum, held-
ur en vonir stóðu til. Ég hef bent
vötnum hér á landi, sagði hann.
„Þeir silungar sem við höfum
veitt með grisjunum, er smár
fiskur, (um 100 til 200 g), og er
erfitt að koma þeim i verð, þvi
að tslendingar borða yfirleitt
ekki svo smáan fisk, þó furðu-
legt sé. Hægt er að matreiða
slikan fisk á margan máta, til
að hann sé gæðafæða, t.d. að
djúp-steikja hann. Megnið af
silungnum sem viðhöfum veitt,
hefur farið á hótelin til reynslu,
en hvort það verður gert i fram-
tiðinni, veit ég ekki.”
Er blaðið spurði Jón að lok-
um, hvað framundan væri með
fiskirækt i vötnum, hafði hann
þetta að segja. „Veiðivötn eru
mjög stórt og aðkallandi verk-
efni, sem hægt er að gera stóra
hluti með. t vötnunum eru
veiddir 10 þúsund urriöar á ári,
en 90% aflans veiðist á um 10%
af vatnaflatarmáli svæðisins,
auk þess sem talsvert er af
vötnum með engum fisk i. Sam-
kvæmt athgun sem við gerðum
slðastliöið sumar, kom i ljós, að
fiskleysið i þessum vötnum,
stafar af þvi, að hrygningaskil-
yrði eru ekki fyrir hendi. Með
þvi að bæta þar úr og setja um
500 þúsund til milljón urriða-
seyði árlega i vötnin, er hægt að
halda réttristærb á stofninum og
auka veiði gifurlega. Nú er
helzta vandamálið, að útvega
seyði tilslikra aðgerða, og verð-
ur að gera þar ráðstafanir til úr-
bóta sem fyrst. Er hægt að
skapa þarna stórkostlega að-
stöðu fyrir stangveiðimenn, ef
rétt er á málum haldið. Þetta er
verkefni sem þarfnast itarlegr-
ar skipulagningar, og einnig er
það stóra spurningin, hvar á að
fá peninga.” G.G.
Fúsi Halldórs skreytir hjálparsveitaralmanak
Félagar úr hjálparsveitinni afhentu Sigfúsi Halldórssyni
eintak af almanakinu sem málverk hans úr Kópavogi
prýðir. F.v.: Bjarpi Þormóðsson, Gunnsteinn Sigurðsson
formaður Hjálparsveitar skáta Kópavogi, Bjarni Axeis-
son hönnuður almanaksins, og Sigfús Halldórsson.
Hjálparsveit Skáta i Kópavogi
hefur i hyggju að gefa árlega út
stórt almanak með eftirprentun
af málverki eftir Kópavogsbúa.
Fyrsta almanakiö er þegar
komið. A þvi er eftirprentun af
málverki eftir Sigfús Halldórs-
son, sem raunar er kunnari fyrir
lagasmiðar en listmálun. Sigfús
hefur þó getið sér gott orð sem
málari.
Málverkið á almanakinu málaði
Sigfús árið 1965. Viðfangsefnið er
bryggjan á Kársnesi. I baksýn
eru Gálgahraun og Keilir. Svo
skemmtilega vill til ab lengst til
vinstri á málverkinu sér i hús það
sem Hjálparsveitin hefur aðsetur
i.
Hugmynd Hjálparsveitarinnar
er sú að kynna árlega verk mál-
ara úr Kópavogi. Kemur þá t.d.
til greina að birta þrjár myndir
eftir hvern málara.
Almanakið gefið út
í f járöflunarskyni
Útgáfa þessa almanaks er i
fjáröflunarskyni fyrir starf
Hjálparsveitarinnar. A almanak-
inu er listi yfir fyrirtæki i Kópa-
vogi, og simanúmer þeirra. Von-
ast Hjálparsveit skáta til aö fyr-
irtæki taki þessari fjáröflunarleið
vel, enda eru það hagsmunir allra
ibúa Kópavogs að þar starfi öflug
hjálparsveit. Það hefur kannski
einna best sannast i ófærð undan-
farinna daga. Þá hafa félagar
hjálparsveitarinnar aðstoðað
fólk, og m.a. séð um akstur á
skólabörnum, sem búa á Vatns-
enda.
Almanaki Hjálparsveitar skáta
i Kópavogi verður dreift i fyrir-
tæki og stofnanir. Þeir sem hafa
sérstakan áhuga á að eignast al-
manakið, geta haft samband við
Hjálparsveitina.
lalþýdul
InfiTiltl
Ritstjórn Alþýðublaðsins
er í Síðumúla 11
- Sími 81866
Þriðjudagur 27. janúar 1976.
Alþýðublaðið o