Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.01.1976, Blaðsíða 13
ÍSLANDSMEISTARATIGNIN I HANDBOLTA Allt bendir nú til þess að Valur hljóti íslands- meistaratitilinn i hand- knattleik árið 1976. 1 fyrrakvöld ýttu þeir stóru fallstykki úr vegi þegar þeirunnu.hið efni- lega og skemmtilega lið Þróttar i Laugardals- höllinni, 21:19. Nú hefur Valur hlotið 15 stig, og á eftir að leika gegn Gróttu i Hafnarfirði, Viking og Ármann i Reykjavik og verður að teljast mjög liklegt að félagið fái nægilega mörg stig út úr þeim viðureignum til þess að verða íslandsmeistarar. Allt getur þó átt sér stað, og skyldi enginn vera með spádóma i hand- knattleiknum, til þess eru liðin of jöfn. Valur átti sigurinn yfir Þrótti i fyrrakvöld fyrst og fremst góðri markvörzlu Jóns BreiðfjörBs i marki Vals að þakka. Hann stóð i markinu allan timann og varði mjög vel, þar af nokkur hraða- upphlaup og eitt vitakast frá Friðriki Friðrikssyni, en Ólafur Benediktsson kom tvivegis inná þegar vítaköst voru tekin og varði bæði sem voru frá sama manni. Leikurinn i fyrrakvöld var allþokkalega leikinn, ,en þó geröu Þróttararnir sig seka um klaufaskap og kæruleysi sem ekki hafði sézt til þeirra i siðustu fimm leikjum. Er þá meðal annars átt við hraðaupphlaupin sem mistók- ust aðallega i fyrri hálfleik þegar Þróttur var einu marki yfir og hefðu þeir þvi með að skora úr þeim sett sig i aðstöðu sem erfitt hefði verið fyrir Val að vera i. Markvarzla Þróttar var lika mun lélegri heldur en hún hefur verið i siðustu leikjum. Hvorki Kristján Sigmundsson né Marteinn Arna- son, sem báðir hafa sannað að þeir eru góðir markverðir, áttu góðan dag, nema þá Kristján siðustu 10 minúturnar, en þá var það orðið of seint, þvi Valur hafði komizt á timabili 6 mörkum yfir um miðbik siðari hálfleiks. Leikurinn var hnifjafn lengst LEIÐ VALS framan af. Valur var með foryst- una fyrstu mínúturnar en siðan tóku Þróttararnir við og þegar um það bil 7 minútur voru til hálf- leiks, var jafnt 8:8. En það sem eftir var til hálfleiks, gerði Valur 4 mörk en Þróttur aðeins eitt, þannig að þá var staðan 12:9. Valsmenn héldu áfram að breikka bilið i siðari hálfleik. Þannig mátti sjá á markatöflunni tölur eins og 14:9, 16:11, 18:12. Á þessu timabili hafði Jón Breiðfjörð varið m jög vel, og var það mest honum að þakka, að Valur náði að yfirstiga jafn gott lið og Þróttur er. Siðustu 10 minúturnar skoruðu Þróttarar 7 mörk, en 'Valsmenn aðeins 3, þannig að leiknum lauk með tveggja marka sigri Vals, 21:19. Engum blöðum er um það að fletta, aðÞróttararnirhafa komið mjög á óvart i handknattleiknum i ár. 1 upphafi var búizt við þvi að fallbaráttan myndi verða vett- vangur þeirra i vetur, en sú spá hefur ekki staðizt. Er það ábyggi- legtaðá næstu árum, verður iiðið mun framar i baráttunni en þeir eru i dag. Valsliðið er jafnt lið, og er samvinnan aðalsmerki þeirra, að minnsta kosti i þessum leik. Enginn sker sig raunar úr hvorki i vörn né sókn. Nær allir leikmenn liðsins eru um eða fyrir ofan meðallag af islenzkum 1. deildar- handknattleiksmönnum, og i samvinnu þeirra á milli, felst styrkur þeirra. Hilmar Björnsson þjálfari Vals, fær það út úr liðinu, sem ætlazt er til, og er það ekki siður honum að þakka en leik- mönnum, hversu velþeir standa i baráttunni um Islands- meistaratitilinn i ár. Mörk Vals i leiknum gerðu: Jón P. Jónsson 4, Jón Karlsson 6 HELGI EFSTUR Á SKÁK- ÞINGI REYKJAVÍKUR Sjöunda umferð á Skákþingi Reykjavikur var tefld á sunnu- dagskvöld, og urðu úrslit þessi: Gylfi Magnússon vann Guðmund Ágústsson, jafntefli gerðu Bragi Halldórsson og ómar Jónsson, Helgi Ólafsson og Björn Þor- steinsson og Asgeir Asbjörnsson og Kristján Guðmundsson. Skák Sævars Bjarnasonar og Magnúsar Sólmundarsonar fór i bið, en skák Margeirs Pétursson- ar og Jónasar P. Erlingssonar var frestað. N a fn A. 2. 3. V s. é. 7 9. 9. /o. // /2. w 1 0 ft 1 i i D % 1 1 1 i 3 0'"'^XA? 1 0 m 'h i 1 Tx h 0 m O ii 0 1 0 0 ‘U % 1 o 0 VÁ 0 ‘Il 1 O ‘U ’l? * % T 1 Tz *L V ‘t 0 k 0 TI U T 9.S• K O 0 o T i 0 .0. lh 1 T VU o m Jl 0 C> T Íz 1li Iz- u 0 Oj K2. 0 \ m Guðjón Magnússon 4. Jóhannes Stefánsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 4, og Steindór Gunnarsson eitt mark. Fyrir Þrótt gerðu þessir menn mörkin: Friðrik Friðriksson 6, Konráð Jónsson 5, Halldór Bragason 4, Sveinlaugur Kristvinsson 3, og Jóhann Frimannsson eitt mark. ...FRAM EYfilR ÞÓ ENN MðGULEIKANN Fram á ennþá smá möguleika á sigri i Islandsmótinu i handknatt- leik eftir 18:17 sigur þeirra gegn Ármenningum i Laugardalshöll- inni i fyrrakvöld. Sá möguleiki er samt ekki mikill, þvi þeir eru 3 stigum á eftir Valsmönnum og aðeinsþrir leikir eftir hjá þessum liðum. Ekki var leikurinn hjá þeim gegn Armenningum sann- færandi, frekar en hjá mót- herjunum, og er hægt að segja með sanni að leikurinn var hundleiðinlegur. Mikil mistök, — rangar sendingar — og þunglamalegt spil, einkenndi leikinn, sem hafði sér aðeins eitt gott til ágætis að vera jafn, annars hefðuhinirfáu áhorfendur sem horfðu á hann eflaust orðið mun færri. Það er einkennandi fyrir bæði liðin, einkum þó Ar- menningana, hversu leikur þeirra er allur seinn og þungur i vöfum, en þess ætti þó ekki að þurfa að minnsta kosti hjá Fram, þvi I liðunum eru margir liprir leikmenn. Varnir beggja liða eru ágætar, og markvarzlan oftast góð, og er það gott, en heldur mættu þó liðin betrumbæta sókn- arleik sinn, þó ekki væri nema fyrir áhorfendur. Leikurinn var hnifjafn frá upp- hafi, og er varla hægt að segja að meir en eitt mark hafi skilið liðin að, alit til lokaminútna, en þá komst Fram tveimur mörkum yfir. En þegar flautað var af var eins marks munur á liðunum eins og fyrr segir 18:17. Staðan i hálf- leik var jöfn, 10:10. Eftir tapið fyrir Fram, eru Armenningar i' mikilli hættu að falla niður i 2. deild. Þeir hafa hlotið 7 stig en Grótta 6 og hafa Seltjarnarnesbúarnir leikið ein- um leik minna. Ármenningar eiga eftir að leika gegn Val, FH i Hafnarfirði og Haukum I Reykja- vik, en Grótta, gegn Haukum. Val, og FH i Hafnarfirði og Þrótti i Reykjavik. Þessir leikir skera úr umþað hvort liðið falli niður i 2. deild. Mörk Fram i leiknum i fyrra- kvöld gerðu: Hannes Leifsson 5. Pálmi Pálmason 3, en hann var eltur allan timann sem hann var inniá, Pétur Jóhannsson, 3, Arnar Guðlaugsson 3, Magnús Sigurðsson 2 og nýliðinn Birgir Jóhannsson og Árni Sverrisson eitt mark hver. Fyrir Ármann gerðu mörkin: Hörður Harðar son 7, Jens Jensson 4, Björn Jóhannesson 2, Hörður Kristins- son, Pétur Ingólfsson, Vilberg og Friðrik, eitt mark hver. Staðan i Skákþinginu er nokkuð óljós þar sem nokkuð mörgum skákum hefur verið frestað. Helgi Ólafsson er efstur með 5 1/2 vinn- ing af 7, Björn Þorsteinsson ann- ar með 5 af 7, Margeir Pétursson og Ómar Jónsson eru i 3.-4. sæti með 4 v. Margeir hefur aðeins lokið 5 skákum og ómar 6. Þannig hefur Margeir aðeins tapað einni skák, en á tvær ótefldar, við Guð- mund Agústsson og Jónas P. Erlingsson. Annars visast staðan til töflunnar hér að neðan. Hjá okkur eru næg bílastæði HHDTEL L» m B3 Wi nll |[c= [pll ________ Itnii Veitingabúð SuÖurlandsbraut2 Þriðjudagur 27. janúar 1976. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.