Alþýðublaðið - 24.02.1976, Side 12

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Side 12
Sigurinn -upp- skera hlýhugs og félags- banda Það var eins og menn væru komnirinn á gamla Hálogaland, þegar toppliðið i handhand- knattleik a siðasta áratugum, Fram og FH mættust i Laugar- dalshöllinni i fyrrakvöld. Að visu, aldrei þessu vant, var ekki um að ræða hreinan úrslitaleik milli þessara gömlu og nýju handknattleiksjöfra, þvi annað liðið Fram átti ekki möguleika á að hljóta hinn eftirsóknarverða titil, bezta handknattleiksfélag Islands árið 1976. Þrátt fyrir það vantaði ekki stemmninguna I troðfullt húsið i fyrrakvöld, og var þetta i fyrsta og eina skiptið i vetur sem slikur fjöldi hefur mættá handknattleik. Þeir voru heldur ekki sviknir, þeir fjöl- mörgu sem ákváðu að eyða sunnudagskvöldinu i að horfa á leikinn, þvi hann var án nokkurs efa einn sá bezti sem leikinn hefur verið i vetur. FH-ingar sigruðu 20:17, og var sá sigur fyllilega verðskuldaður. Þar með varð Fimleikafélag Hafnarfjarðar, i 12. sinn Is- landsmeistari, hvort sem mönn- um likaði betur eða ver. Þeir hafa oft verið jafnari leikirnir milli þessara rótgrónu, handknattleiksliða, en samt sem átur var leikurinn skemmtikgur allantimann fyrir áhorfendur. Framvindan gat skjótlega hagað þvi þannig að Valur ynni þetta mót ef örlaga- disirnar hefðu verið á þeim bux- unum. En sannleikurinn var bara sá, að þetta var dagur Hafnfiröinga. Reynir ólafsson þjálfari FH-inga hafði sagt i blaðaviötali við Alþýðublaðið, að siðustu leikir FH-inga, hefður verið góðir einkum vörn- in og markvarzlan. Hafi einhver ekki trúaö þeim orðum, hefur hann ekki efast eftir leikinn i fyrrakvöld. Markvarzlan og vörn FH-inga var i einu orði sagt frábær, og sá grunnur sem Islandsmeistaratitillinn vannst á. „Bezt er að hætta hverjum leik þá hæst hann fer”, orti skáldið og eru þau orð vel viðeigandi ,um siðasta leik tslandsmótsins. Hann var vel leikinn af báðum aðilum, eink- um þó sonum Hafnarfjarðar- kaupstaðar, og án nokkurs efa skemmtiiegasti og bezt leikni leikur þessa móts. Þess vegna var það bæði skemmtilegt og viðeigandi að Islandsmótinu lyki með iafn góðum leik fyrir jafnmarga áhorfendur og raun varð á, og kemur hann vafalaust stoðum undir það, að handknattleiksiþróttin á Islandi kitlar enn iþróttaunn- endur, þrátt fyrir illt umtal og leiðinda leiki nær allt mótið út i gegn. Forystumenn handknatt- leiks i landinu hljóta að vera ánægðir með þennan leik lika, þvi hann hlýtur að hafa þjappað þeim saman, og styrkt þá fyrir þaö mikla og stóra verkefni sem biður iþróttarinnar á komandi árum. Handknattleikurinn er og verður, ef leikir verða jafn góðir og i fyrrakvöld langvinsælasta innanhúss-iþróttin, og er það eflaust gleðiefni fyrir marga. Sem betur fer, liggur við að maður segi, eru nær jafn- margar skoðanir á handknatt- leik eins og menn eru margir, og verður svo vonandi um ókomna framtið. Meiri parturinn er þó sammála þvi að þetta Islands- mót hafi verið eitt það lélegasta sem verið hefur i mörg ár. Margir, auk illra tungna, eru þvi jafnvel ekki dús við það að það þurfi endilega að krýna íslandsmeistara. Það er aðeins forheimska fárra manna, sem betur fer. Sannleikurinn er sá að um það leyti sem næsta tslands- mót hefst, er þetta mót löngu gleymt, en á spjöldum hand- knattleikssögunnar mun nafn Fimleikafélags Hafnarfjarðar standa fyrir framan töluna 1976, og þaðan verður þvi ekki þokað. Þetta er þvi sigur, sem ekki er hægt að taka frá FH, hvorki, með illu tali um handknattleik- inn, né að segja að þeir hafi ekki verið beztir. Úr þessu skiptir það ekki neinu máli og væri það ekki rétt hugsað hjá Landsliðseinvaldurinn Viðar Simonarson og einn dyggasti stuðn- ingsmaður FH i gegnum súrt og sætt, Guðmundur Jónsson (Muggur). Muggur mætir á hverja einustu æfingu hjá FH og fylgir liðinu á hvern leik. Menn eins og hann eru nauðsynlegir hverju fé- lagi og kenna öðrum að félagið er ekki aðeins fyrir leikmenn hcldur lika þá, sem bera hlýjan hug til félagsins. Þessi hugur fæst svo oft goldinn með sigrum. Muggur var mjög ánægður með sigur FH-inga i islandsmótinu og gleði hans var hrein og sönn. Hann þekkir þær tilfinningar, sem koma að loknum sigri, enda ósjaldan orðið islandsmeistari með FH. Þetta er enginn annar en gamla hand- og knattspyrnukempan Ragnar Jónsson. Hann var að vonum ánægður með sigur sins félags i einu stærsta iþróttamóti, sem haldið er á tslandi. Við spurðum hann að þvi hvort FH-ingar hefðu átt sigurinn i mótinu skilið og það stóð ekki á svörunum. ,,FH- ingar eru langbezta liðið á islandi i dag. Þeir hafa beztu ein- staklingana, og þvi er sigur þeirra aðeins bein afleiðing af þessum staðreyndum. ÞRÁTT FYRIR HRAKSPÁR UNNU FH-INGAR ÍSLANDSMÓTIÐ í 11. SINN handknattleiksmönnum að vera að svekkja sig yfir þvi. Heldur ætti að hugsa fram á við og lita björtum augum á komandi framtið, og verkefni framtiðar- innar. Leikurinn var i stytztu máli þessi: FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og komust þegar 15 min. voru liðnar af leik i 5:1 Fram tókst aldrei að jafna allan leikinn en tvivegis tókst þeim að minnka muninn niður i 1. mark. 10:9 og 14:13. Staðan i leikhléi var 9:6. Ekki er hægt að hæla sérstök- um mönnum i FH, til þess var liðið of jafnt. Engin launung er þó á þvi að Birgir Finnbogason markvörður stóð i markinu all- an leikinn og varði af stakri prýði. Geir, Þórarinn, Viðar og Guðmundur Sveinsson voru at- kvæðamestir i sókninni, en i vörninni stóðu sig allir vel. os þá ekki sist Sæmundur Stefáns- son sem er vafalaust einn sterk- asti varnarmaður i islenzkum handknattleik. Ekki má hætta skrifum um þennan leik án þess að minnzt sé á Framara. Þeir voru verðugir andstæðingar FH-inganna i þessum siðasta leik mótsins, og sannaði meðal annars áhorf- endafjöldinn það. Þeir gerðu það sem þeir gátu, en þetta var bara ekki þeirra dagur. Það er gott lið, og getur unnið hvaða lið sem er. Það er jafnt og heil- steypt, og byggist leikur þeirra á skynsemi i hvivetna. Ingólfur Óskarsson þjálfari, hefur náð góðum árangri með félagið, og er ekki nokkur vafi á þvi að hann á eftir á ná enn betri, þegar fram liða stundir. Mörk FH-inga gerðu:Þór- arinn Ragnarsson 6, Geir Hallsteinsson 5, Viðar Simonar- son og Guðmundur Sveinsson 4 hvor, og Guðmundur Árni 1. Fyrir Fram: Hannes Leifsson 7, Pálmi, Pétur, Gústaf tvö hver, Magnús, Arnar, Andrés, og Birgir Jóhannsson eitt mark hver. Sigurvegarar I 11. sinn I tslandsmóti innanhúss. Meistaraflokkur FH, veturinn 1976, ásamt þjálfara og formanni félagsins. ÞEIM TÖKST ÞAD! © Alþýðublaðið Þriðjudagur 24. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.