Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 16
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritstjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla lt, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverð: Kr.: 40,- KÓPAVOGS APÓTEK ,Opiö öll kvöld til kl. 7 1 laugardaga til kl. 12 Rltstjórn Siðumula II - Slml 81866 Flokksstarfrið Kvenfélag Alþýðu- flokksins i Hafnar- firði heldur fund miðvikudaginn 25. febrúar klukkan 20.30 i Alþýðuhúsinu. Fundarefni: Kristin Guðmundsdóttir flytur erindi um konur og Alþýðu- flokkinn. Annað: Upplestur, bingó og kaffidrykkja. Stjómin. Lesendur eru beðnir að athuga þessar breyting- ar, sem orðið hafa á símaþjónustu Aiþýðu- biaðsins. Simar ein- stakra deiida verða eft- irleiðis þessir: Ritstjórn: 81866 Kvöldsími ritstjórnar 81976 Auglýsingar 14900 og einmg 14906 Áskriftir, dreifing og kvartanir í síma MEGUM VIÐ KYNNA Þorsteinn Þorsteinsson, form. Verkalýðsfélagsins Jökull, Höfn í Hornafirði er fæddur á Reynivöllum í Suður- sveit 23. april 1929. Foreldrar hans eru Þorsteinn Guðmundsson og Areli Þorsteinsdóttir. Kona Þorsteins er Þorbjörg Meckle Guðleifsdóttir og eiga þau þrjú börn, Emil, 20 ára sem stundar nám i mjólkurfræði, Ara, sem er 17 ára og er að velta þvi fyrir sér, hvort hann eigi að fara að læra vélsmiði og svo að lokum Onnu, sem verður 14 ára á þessu ári. Þorsteinn stundaði nám i iðn- skóla og hefur starfað á Höfn i Hornafirði siðan 1955. Fyrst starfaði hann i vélsmiðju, en sið- an sem vélgæzlumaður hjá Raf- magnsveitu rikisins á Höfn, en þar hefur hann starfað i 17 ár samfleytt. 1 fyrra hóf Þorsteinn störf hjá nýstofnuðu fyrirtæki, Vélsmiðju Hornafjarðar, þar sem hann starfar nú. Þorsteinn hefur alla tið látið verkalýðsmálin sig miklu skipta og var kjörinn i stjórn verkalýðs- félagsins fyrir nokkrum árum og siðan sem formaður þess félags, sem reyndar nær yfir alla Austur- Skaftafellssýslu en ekki bara Höfn i Hornafirði. Þorsteinn sagði, að félagið hefði ekki opna skrifstofu eins og nú stæði, en á hinn bóginn væri mikil þörf á sliku. Þorsteinn sagðist hafa áhuga á ýmsum hlutum, þar á meðal leik- list, enda þótt hann hefði ekki verið virkur þátttakandi i henni utan einu sinni. Þorsteinn sagðist hafa gaman af lestri bóka og auk þess hefði hann tekiö þátt i félags- störfum, þar á meðal starfsemi Alþýðubandalagsins á Höfn i Hornafirði. BJ HEYRT, SÉÐ LESIÐ: í Sjómannablaðinu „VÍKINGI” frá i desember sl. svohljóðandi frásögn af ályktun- um 27. þings Farmanna- og fiski- mannasambands Islands. „Það er skoðun þingsins, að hækka beri Kolbeinsey með þvi að steypa ofan á hana og negia hana. Þvi fremur er þetta nauðsyn, þar sem augljóst er, að eyjan er stöðugt að minnka, en er mjög, mikilvægur grunnlinupunktur varðandi landhelgi okkar.” TEKIÐ EFTIR: í viðræðuþætti við gömlu kempurnar Hannibal og Eystein i sjónvarpinu i fyrra- kvöld, voru þeir báðir sammála um, að beita þyrfti meira aðhaldi i rikisrekstrinum en gert er. SÉÐ: I leiðara „Dagblaðsins” i gær: „Seðlabankinn var búinn að vara rikisstjórnina við hinni ó- venjulega hættulegu stöðu. Og siðan hafa bæði samtök launþega og vinnuveitenda tekið saman höndum um að benda rikisstjórn- inni á villu hennar vegar. En allt hefur komið fyrir ekki. Rikis- stjórnin skilur ekki fjármál. Hvað sem má um stjórnarand- stöðuna segja og getuleysi henn- ar, þá er þó eitt öruggt og það er, að rikisstjórnin er fyllsta van- trausts verð.” LESIÐ: t blaðinu „ISLEND- INGI”, sem út er gefið á Akur- eyri, að i fjárhagsáætlun Akur- eyrarkaupstaðar sé gert ráð fyrir að verja 50 milljónum króna til iþróttamála i bænum. Meginhluti fjárupphæðarinnar fer til þess að 0G HLERAÐ greiða rekstrarhalla á iþrótta- mannvirkjum i bænum, mest þó til skiðastöðvarinnar i Hliðar- fjalli, en þar er rekstrartap áætl- að 6,7 milljónir króna. LESIÐ: t viðtali „SUÐUR- NESJATIÐINDA” við ólaf Jóns- son, skólastjóra barnaskólans i Keflavik, að i ráði er að skólinn kaupi skiðaútbúnað, sem siðan yrði lánaður nemendum til skiða- ferða. Hefur skólinn fengið mjög aðgengilegt tilboð frá Tékkó- slóvakiu og er verið að athuga málið. Hafa nemendur sjálfir sýnt málinu mikinn áhuga og m.a. safnað i sjóð til skiðakaup- anna. ER ÞAÐ SATT/ að svo oft hafi verið búið að fresta uppboði til lúkningar vangoldnum sköttum veitingahússins Klúbbs- ins, að sýslumaðurinn i Hafnar- • firði hafi loks verið búinn að missa þolinmæðina og gripiö til þess ráðs að skrifa ráðuneytinu bréf, þar sem hann spurðist fyrir um, hvort ætlunin væri að inn- heimta þessa peninga eða ekki. 0RVAR HEFUR 0RÐIÐ M Verkalýösbarátta í þróun Það er oft verið að skamma verkalýðshreyf- inguna fyrir það að nota stöðugt sömu, gömlu að- ferðirnar i kjarabarátt- unni. Þessi ásökun er þó óréttmæt. Staðreyndin er nefnilega sú, að innan ramma vinnulöggjafar- innar hefur verkalýðs- hreyfingin stöðugt verið að breyta og bæta aðferð- ir við gerð kjarasamn- inga og það hefur henni tekizt að gera jafnvel þótt vinnulöggjöfin og skipu- lag heildarsamtaka verkafólks séu þannig, að heildarsamtökin hafi mjög takmarkað vald i kjara- og samningamál- um. Það var t.d. mjög gagn- rýnt hér áður og fyrr, og er raunar enn, hversu ó- samstæð verkalýðshreyf- ingin væri i kjaramála- stefnu sinni og allri samningagerð. Hvert stéttarfélag um sig fer með samnings- og verk- fallsrétt fyrir sina félaga og þvi var það svo, að þegar samningar voru á döfinni, þá voru samn- ingsaðilar af hálfu launa- manna óteljandi margir og nærri lét, að hvert eitt félag hefði sina kjara- málastefnu og gerði sina samninga með sinar sér- stöku timasetningar. Þetta varð þess valdandi, að engin heildarkjara- málastefna var til hjá verkalýðshreyfingunni, samningar runnu út á mismunandi timum, verkföll og aðrar kjara- baráttuaðgerðir voru ó- samræmdar, samninga- viðræður voru þrotlausar, þvi þegar samningar eins félags eða kjördæmis- sambands eða félagahóps voru leystir þá tóku aðrir við. Þetta leiddi að sjálf- sögðu til stöðugs ófriðs á vinnumarkaðinum, þegar einn hópurinn hafði lokið sér af og gat hafið vinnu, þá stöðvaði annar hópur þá af og þannig mætti lengi telja. A undanförnum árum hefur verkalýðshreyfing- in smátt og smátt verið að sniða þessa annmarka af. Oll völd eru eftir sem áð- ur i höndum hinna ein- stöku félaga og mið- stjórnarvald ASI-foryst- unnar er formlega jafn veikt nú og áður. En með stofnun starfsgreinasam- banda á landsvisu, með kjaramálaráðstefnum þar sem leitast er við að marka sameiginlega kjaramálastefnu fyrir öll félögin innan ASt, með samræmingu á samn- ingstimabilum og með sameiginlegri sérfræði- þjónustu til undirbúnings samningsgerðar hefur verkalýðshreyfingin breytt stórkostlega öllum aðferðum og allri tækni við samningagerð þann- ig, að þar er óliku saman að jafna — ástandinu nú og þvi ástandi, sem rikti i þessum málum fyrir 15—20 árum. Nú gengur verkalýðs- hreyfingin til samninga- gerðar sem ein heild og mótar sameiginlega kjaramálastefnu. Með þvi móti hefur hún gert miklar breytingar til bóta á öllum aðferðum við samningagerð og kjara- baráttu. Það er þvi ekki sannmæli að ásaka hana fyrir stirfni eða aftur- haldssemi i þvi að þróa aðferðir sínar og bæta. Vegna frumkvæðis verkalýðshreyfingarinn- ar að breyttum og bætt- um aðferðum við samn- ingagerð.er jafnvel orðin ástæða til þess að taka vinnulöggjöfina til endur- skoðunar til samræmis við þær breytingar, sem verkalýðshreyfingin sjálf hefur gert á meðferð samningamála. fimm a förnum vegi Ætlar bú á sænsku kvikmyndavikuna ? Sigrún Jónsdóttir, nemi: — Ég veit það ekki, ég hef ekki gert það upp við mig enn sem komið er. Ef til þess kæmi, þá er ég ekki viss um á hvaða mynd ég færi. Sveinn Lúðviksson hjá Skrif- stofutækni: — Já, ég hef áhuga á að sjá einhverja af þeim myndum, sem þar eru sýndar, en hver það verður, veit ég ekki. Sviar eru ekki verri kvik- myndatökumenn en aðrir, ég þekki nokkuð til þess, þar sem ég hef verið i Sviþjóð. Árni Vilhjálmsson, nemi: — Já, mig langar töluvert til að sjá einhverja myndina, en ég er ekki viss um hver það helzt verður. Ég sá úr einni myndinni i sjónvarpinu, en ég man ekki alveg hvað hún heitir, ég geri ráð fyrir að sjá hana, þar sem mér fannst hún nokkuð áhuga- vekjandi. Páll Bjarnason, á ellilaunum: — Þessi kvikmyndavika er allt of fjarri mér, enda hef ég ekkert fylgzt með henni. Ég er lika al- veg hættur að sækja kvik- myndahús. Hlynur Sigurðsson, ncmi: — Já, ég ætla að sjá kvikmyndina Stubb, sem fjallar um ungan strák i sænska landsliðinu i knattspyrnu. Annars fer ég oft- ast á enskar hasarmyndir, mér finnst þær lang skemmtilegast- ar. —GG.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.