Alþýðublaðið - 05.03.1976, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 05.03.1976, Qupperneq 11
biaSfð Föstudagur 5. marz 1976. MINNING Guðný Jónsdóttir fró Galtafelli Guðný Jónsdóttir var fædd i Galtafelli i Hrunamannahreppi 31. ágúst árið 1878. Foreldrar hennar voiw hjónin Jón Bjarna- son bóndi í Galtafelli og Gróa Einarsdóttir frá Bryðjuholti i Hrunamannahreppi. Guðný ólst upp hjá foreldrum sinum ásamt þrem bræðrum, Jakobi, Einari og Bjarna. Galta- fells systkinin voru öll sett til mennta. Jakob lærði söðlasmiöi og skósmiði i Reykjavik, varð þjóðhagasmiður og bóndi i Kampholti i Flóa og i Galtafelli, kona hans var Guðrún Stefáns- dóttir frá Asólfsstööum i Þjórsár- dal. Einar fór til Danmerkur og ^lærði höggmyndasmiði, varð siðar einn merkasti listamaður Islands, hann kvæntist danskri konujönnu Jörgensen, að nafni. Bjami læröi húsgagnasmiði og stundaði þá iðn um skeiö, en varð siðan forstjóri Nýja biós i Heykjavik, fyrri kona hans var Stefania Stefánsdóttir frá Asólfs- stöðum en seinni kona hans var Sesselja Guömundsdóttir frá Deild á Akranesi. Guðný fór úng i Kvennaskólann. siðar sótti hún námskeið við Kennaraskólann og öðlaðist við það réttindi til far- kennslu. Hún stundaði siðan far- kennslu á ýmsum stööum i 14 ár, t.d. i Húnavatnssýslu, Rangár- vallasýslu og i Vestmannaeyjum. Siðast var hún kennari við skólann á Núpi i Dýrafiröi. Guðný var góður kennari, hún var virt og dáð af nemendum sinum. Margir þeirra héldu tryggð viö hana, þar til yfir lauk. Guðný var i meðallagi hávaxin jarphæö.frið sýnum, og fagureyg. Hún var vel greind, fjölhæf, listræn, aðlaðandi og hlý i viðmóti. Arið 1918 giftist Guðný góðum og listhneigöum manni, Jóni Guðmundssyni rafvirkja- meistara, frá Krók á Rauöa- sandi. Þau eignuöust eina dóttur, Gróu Torfhildi, sem gift er Hendrik Sv. Björnssyni, sendi- herra iParis. Guöný varð oftast á siðari árum aö dvelja langtimum fjarri einkadótturinni, góðum tengdasyni og barnabörnum. sem hún unni svo mjög. En hún skildi það vel að dóttir hennar var i einni hinni mestu ábyrgðarstöðu fyrir islenzka rikið, sem konu getur hlotnazt, og að hún mátti þvi ekki gera of miklar kröfur til hennar fyrir sjálfa sig. Og bót i máli var að fjölskyldan dvaldi hér á landi i sumarfrium og gat Guðný þá notið samvistar við þau i rikum mæli. Fósturdóttir Guð- nýjar og Jóns er Una Kjartans- dóttir Jakobssonar frá Galtafelli, hún giftist Jóni Kjartanssyni verzlunarmanni. Þær Guðný og Una bjuggu alla tið i sama húsi og reyndist Una henni sannur gimsteinn, eins og Guðný orðaði það sjálf. En Una annaðist fóstru sina og hlynnti að henni með kærleiksriku hugarfari eftir að hún þurfti á hjálp að halda. Kynni okkar Guðnýjar hófust er ég var heitbundin bróðursyni hennar, Stefáni Jakobssyni. Hún tók mér strax eins og ég væri hennar- bezta systir og hefur kunningsskapur okkar og vinátta varað æ siðan, eða i rúm fimmtiu ár. Við Stefán vorum tiöir gestir á Skóiavörðustig 17 hjá þeim Jóni og Guðnýju, og eins eftir að þau fluttu á Sjafnargötu 4. Það var alltaf skemmtilegt að koma til þeirra. Þau voru bæðisöngelsk og spiluðu á orgel og gitar og voru samtaka aö láta gestum sinum liöa sem bezt. Aldrei var manni boðið áfengi eða tóbak á þessu heimili, enda áleit Guðný hvoru- tveggja hættulegt heilsu manna og siðgæöi. Asamt húsmóðurstörfum vann Guðný að fjölmörgum öörum áhugamálum sinum. Sunnan við húsið við Sjafnargötu 4 er stór garður, sem hún ræktaði i alls konar blóm á meðan kraftar hennar entust. 1 garði Guðnýjar gréru meðal trjaa og annarra jurta, fjölmargar islenzkar blómategundir, svo og rósir i mörgum litum. Guöný haföi mikið yndi af aö sjá blómin sin spretta og hlúa að þeim. Hún átti litinn sumarbústað i Galtafelli, þar dvaldi hún tima og tima á sumrum, á efri árum, fór hún þá langar gönguferðir, oft i fygld meö börnum. Eitt sinn fór meö henni sonardóttir min, Guðrún Hreggviðsdóttir, sagði hún mér að þessi dagur með Guð- nýju hefði verið einn bezti og ánægjulegasti dagur i lifi sinu. Veður var yndislegt og Guðný sagði henni nafn á hverju blómi, sem á vegi þeirra varð svo og heiti fjallanna, og kennileita i landareigninni. A veturna kenndi Guðný fjölda manns að spila á gitar, einnig kenndi hún börnum og unglingum i einkatimum á heimili sinu, tungumál, reikning og fleira. Guðný var mikil hannyrða- kona, hún teiknaöi og saumaði is- lenzku blómin með eðlilegum litum á klæði og var það listavel gert. Hún átti vefstól, sem Jakob bróðir hennar smiöaði, á hann óf hún krossvefnaöar áklæði á stofu- húsgögnin sin, og mætti vel segja mér, aö slikt væri algjört eins- dæmi. Einnig óf hún rósaflos á stólsetur og i púða, borðrenninga meö rósabanda og glitveínaöi, og margs konar annan vefnað. Flesta þessa muni gaf hún vinum sinum. Guðný var eins og flestir góðir kennarar alltaf að kenna manni eitthvað, sem að gagni mætti koma, hún naut þess aö miöla öðrum af þekkingu sinni. Hún var mikil trúkona og sannfærð um framhaldslif og vildi gjarnan ræða um trúmál við vini sina, og einnig um stjörnufræðren þá gat maöur ekki lengur fylgzt með. Guðný var hreinskilin og einlæg, þaö var meðal annars þess vegna sem maður hændist að henni, og þótti vænt um hana. Hún var sér- staklega minnug, sagði vel frá og var fróð um liöna tið. Einnig var hún ágæt ræðukona, hún hélt vel upp byggðar tækifærisræður, blaðalaust fram yfir niræðis- aldur. Guðný var fram úr skarandi trygglynd og ættrækin, hún átti þvi fjölmarga góða vini sem heimsóttu hana, og buðu henni heim, þar á meðal voru frænkur hennar, Unnarholtssystur, þær 1 Jónina, Guðrún og Gróa Guöjóns- dætur, en móðir þeirra Elinborg Pálsdóttir var æskuvinkona Guðnýjar. Þegar Guðný var hátt á niræðisaldri dvaldi hún eitt sinn i London á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, hóf hún þá að rita skáldsöguna „Brynhildur” og var bókin gefin út hjá Helgafelli, þegar Guðný var niræð. Seinna skrifaði hún „Bernskudagar” . sem út kom hjá sama forlagi árið j 1973, en það ár varð höfundur 95 ára gömul. Bækurnar eru skrif- aðar á fögru og skiru máli og eru skemmtilegar og hugljúfar af- lestrar. Skömmu fyrir andlátið kom Guöný fram i viðtalsþáttum i útvarpinu, sem vöktu athygli fólks viða um land, sökum skýr- leika frásagnarsnilldar og fram- sagnarhæfileika svo fullorðinnar konu. Með Guðnýju er horfin sjónum okkar mikilhæf og góð kona, sem seint mun gleymast. Hún lezt 18. des. 1975. Otför hennar fór fram frá Hrepphólakirkju 30. sama mánaðar. Að lokum sendi ég ástvinum og öðrum ættingjum Guðnýjar kærar kveöjur, ásamt eftir- farandi erindi úr fyrsta passiu- sálmi séra Hallgrims Péturs- sonar. O. Jesú gef þinn anda mér allt svo veröi til dýröar þér uppteiknað, sungiö, sagt og téð siðan þess aðrir njóti meö. Guðrún Guðjónsdóttir. TROLOFUNARHRINGAK Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 Aáror staBfðir. smiSaðar eflir betðni GLUÍ^AS MIÐJAN Siðumúla 20, simi 38220 VIRPU - BltSKORSHURÐIN Lagerstærðir miðað við jnúrop: ldaeð;210 sm x breidd: 240 sm '240 - x - 270 sm ÞÆGILEG0G ENDINGARGÓÐ Q" SÚRSMIÐj ÍUlllillllllllllOiP

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.