Alþýðublaðið - 05.03.1976, Side 13

Alþýðublaðið - 05.03.1976, Side 13
13 blalfö*' Föstudagur 5. marz 1976. In memorian: Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur í dag er til moldar bor- inn Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur. Um stund verður hljóðara yfir landinu. AAenn finna að djúpt skarð hefur verið höggvið i múr íslenzkra mennta, í múr raunveru- legrar og sann.rar menn- ingar. Sem ungum manni og barni í sagnfræðum var mér í senn heiður og laer- dómur að kynnast Sverri Kristjánssyni. AAér er í unglingsminni að hafa setið á AAokkakaffi í Reykjavík og hlustað á þennan kúltúrmann segja sögur frá lærdómsárum sínum í Kaupmannahöfn og Reykjavíkurlífi síðar. Þessi grófa rödd, þessi djúpa frásagnargáfa og þetta næma mannvit ófu þá vefi menningar og mannvirði ngar, sem aðeins fáum eru gefnir. Ég hafði og hefi aðrar stjórnmálaskoðanir en Sverrir Krist jánsson. Hann spurði mig ein- hverju sinni að því, hvort ég ætlaði með tíð og tima að gerast merkisberi borgaralegrar sagnfræði á Islandi. Það þótti honum ekki nógu gott. En þó held ég, að svo mikil- virkur fræðimaður, sem Sverrir Krist jánsson, hafi ekki fyrst og fremst verið stjórnmálamaður í fræðimennsku sinni, heldur miklu fremur f ull- trúi Ijóðrænu, persónu- sögu og lífsnautnar. Það var mér í senn ánægja og djúpur lær- dómur að eiga fyrir nokkrum árum útvarps- viðtal við Sverri Kristj- ánsson um Árna heitinn Pálsson, prófessor. Sverrir var í essinu sínu, og frásagnarlistin, þessi einstæða gáfa, naut sin til hlítar. útvarpsviðtal þetta, hafði nokkurn eftirmála, sýo sem kunn- ugt er. Auðvitað má aldrei lasta tilfinningar fólks til látinna ættingja, en þó held ég, að engum hafi þótt þessi rekistefna leiðari en Sverri Kristj- ánssyni. Því svo mikið vissi ég og veit, að fyrir engum manni bar sagn- fræðingurinn jafn djúpa og hlýja virðingu og fyrir hinum látna prófessor. Og enda skein það úr hverju orði. Og nú, þegar Sverrir Kristjánsson er á brott genginn, er fölara í garð islenzkra mennta og mannvits. En þó enginn komi Sverrir Kristj- ónsson aftur, þá veit söguþjóðin áreiðanlega að sú varða menningar- hefðar og þjóðlegrar reisnar, sem sagnfræð- ingurinn átti drjúgan þátt í að hlaða, má aldrei hrynja eða hverfa. Vilmundur Gylfason 1 [SKIPAUTf.€RB RIKISÍN.SJ M/SEsja fer frá Reykjavik miðvikudaginn 10. þ.m. vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: föstu- dag og mánudag til Vestfjarðahafna, Norðurfjarðar, Siglu- fjarðar, ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavik- ur, Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopna- fjarðar. Pennavinur Ég er mjög einmana fangi, og óska eftir bréfasambandi við einmana og skilnings- rikar konur, á aldrinum 24 til 34 ára. Aðaláhugamál min eru: Ferðalög, iþróttir, skemmtanir, bréfaskriftir og margt fleira. Fangi númer 23 Litla HRAUNI Eyrarbakka Árnessýslu. AAUNIÐ að senda HORNINU nokkrar linur. Utanáskrift: HORNIÐ, ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík. Leiguf lug—Neyðarflug HVERT SEAA ER HVENÆR SEAA ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 Laugardagur 6. marz. kl. 14.00 Skoðunarferð um Reykjavík undir leiðsögn Lýðs Björns- sonar cand, mag. Verðkr. 600. Lagt upp frá Um- ferðamiðstöðinni (að austan- verðu) Ferðafélag Islands. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjáifsafgreiðsiu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasaiur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyilta salnum. Simi 11440. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mímisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ viöHverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. ___ Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.