Alþýðublaðið - 05.03.1976, Page 16

Alþýðublaðið - 05.03.1976, Page 16
Enn er þagað um Geirfinns- rannsóknina Enn vill lögreglan ekk- ert segja um gang Geir- f innsrannsóknarinnar svokölluðu. Alþýðublaðið hafði samband við Eggert Bjarnason rann- sóknarlögreglumann, einn rannsóknarmanna þessa máls. Hann vildi alls ekkert segja um stöðu eða gang rann- sóknarinnar. Eggert var að því spurður, hvort gæzlu- varðhaldsvist þeirra þriggja sem teknir voru síðustu dagana í janúar, yrði framlengd. Voru þeir þrír úrskurðaðir í 45 daga gæzluvarðhald og er Viö þetta hús hófst Geirfinns-rannsóknin. Þetta er Hafnarbúðin i Keflavik, sem mjög kom við sögu á fyrstu dögum rannsóknarinnar, en siðan er mikið vatn til sjávar runnið og enginn botn hefur fengizt i rannsóknina. sá tími úti í næstu viku. Eggertsagði þá ákvörðun ekki í sínum verkahring. Það væri dómara að ákveða slíkt. Hins vegar væri rannsóknin í fullum gangi ennþá. Almenningur má því enn kingja fréttaleysinu af þessum málum og gera sér slúðursögurnar að góðu —GAS. „Framkvæmdum viö byggingu Seðlabankans verður haldiö áfram, eins og ráð var fyrir gert, en þær hafa legið niðri um nokkurt skeiö vegna mótmæla gegn smiði hússins. Þótti rétt að stöðva framkvæmdir meðan litið var á þessar athugasemdir,” sagði Sigurður örn Einarsson skrif- stofustjóri Seðiabankans, er blaðið spurði hann um byggingu hússins. Bætti Sigurður við, að liklega hefði verið rétt að hlusta ekkert á þessa menn, en það hefði verið gert og væri ekkert við þvi að gera. Eins og kunnugt er, þá hefur bygging Seðlabankans við Arnar- hól vakið miklar deilur manna á meðal, og hafa ýmsir látið skoð- anir sinar opinberlega i ljós um þetta deilumál. GG— Atvinnuhorfur skolafolks slæmar — en kraftaverk geta gerzt ,,Ég hef það á tilfinningunni, að enn erfiðara verði að útvega skólafólki atvinnu á sumri komandi, en gerðist i fyrra, og gekk það þó nógu treglega,’_’ sagði Öskar Friðriksson hjá Ráðningarstofu Reykjavikur- borgar i samtali við Alþýðu- blaðið. Óskar kvað þessi mál vera nokkuð óljós ennþá, þvi enn hefði ekki verið gerð hin árvissa könnun á atvinnuþörf næsta sumar. Þeirri könnun yrði þó væntanlega lokið um mánaða- mótin marz-april. Sagði Óskar, að með ári hverju hefði það gengið erfið- legar að útvega skólafólki sumaratvinnu. I fyrrasumar var þó flestum útveguð atvinna, en það hefði gengið hægt fyrir sig. Þeir siðustu fengu ekki vinnu fyrr en i júli. ,,Ég get ekkert um það full- yrt, en tel ég þó horfurnar alls ekki góðar. En kraftaverk geta gerzt” sagði Óskar Friðriksson að lokum. —GAS Dagblaðið heldur áfram húsakaupum Dagblaðið hefur nú fest kaup á húseign, sem stendur á mótum Þverholts og Stórholts I Reykjavik. Gleriðjan hefur haft þetta húsnæði á leigu, en eig- andi er Kexverksmiðjan Esja. Kaupverðið er 25 milljónir króna. 1 þessu húsi var áður harð- fiskverkun. Húsið er fremur lélegt, en lóðin verðmæt. Dag- blaðsmenn hyggjast i byrjun hafa afgreiðslu sína i þessu húsi, en framtiðaráætlunin mun vera sú að reisa þar nýtt hús. Fyrir nokkru keypti Dag- blaðið húseign við Laugaveg, en hefur nú selt verulegan hluta af henni, tizkuverzlun og læknum. Mun blaðið hafa gert þar góð kaup. Þvi má bæta við, að Bókaút- gáfa Guðjóns 0. hefur keypt gamla verksmiðjuhús Kexverk- smiðjunnar Esju i Þverholti, og hyggst hafa þar prentsmiðju. BJ Klúbburinn heldur sínu striki — ennþá Eins og komið hefur fram í fréttum að undan- förnu/ hefur saksóknari ríkisins höfðað mál á hendur Sigurbirni Eiríks- syni, veitingamanni í Klúbbnum og Magnúsi Leópoldssyni fram- kvæmdastjóra veitinga- hússins, fyrir stórfelld lagabrot við rekstur hússins. Vanskilin eru samtals að upphæð 38 milljónir króna. Sigurbjörn og Magnús eru báðir undir lás og slá þessa dagana. Þeir voru úrskurðaðir i gæzlu- varðhald vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar og sölu smyglaðs spira. Ekki hefur þó verið upplýst, hvaða sökum þeireru bornir i þessu sambandi. Almenningur hefur að undan- förnu velt þvi fyrir sér, hvernig rekstri Klúbbsins væri háttað um þessar mundir. Magnús Leó- poldsson er skrifaður fyrir vinveitingaleyfi hússins. Getur, einstaklingur, sem situr innan fangelsisrimla verið ábyrgðar- maður fyrir rekstri veitingahúss? Þeirri spurningu beindi blaðið tl Ólafs Walters Stefánssonar skrif- stofustjóra i dómsmálaráðu- neytinu. Sagði Ólafur, að enn hefði ekki komi til álita, að svipta Klúbbinn vinveitingaleyfinu. Saksóknari rikisins krafðist þess reyndar i málshöfðun sinni, vegna brota á lögum i rekstri hússins. í þvi máli ætti hins vegar eftir að dæma, og þvi yrði vart lokið fyrir árið 1978, þegar vinveitingaleyfi hússins rynni út. Ólafur kvað þó ekki útilokað, að ihugað yrði að svipta Magnús Leópoldsson vinveitingaleyfinu. vegna þess sérstaka ástands sem rikti, eins og hann orðaði það. FÖSTUDAGUR 5. MARZ alþýðu Maölð HEYRT: Að rætt sé um það i herbúðum Alþýðubandalags- manna i Reykjavik, að Kjartan Ölafsson, ritstjóri Þjóðviljans, verði fluttur til i framboðum i næstu kosning- um. Verði hann látinn yfirgefa Vestfirði en settur i fyrsta eða annað sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins i Reykja- vik. Þykir ýmsum þetta sennilegt og marka það m.a. . af þvi, að Kjartan, sem var mjög duglegur við að byggja upp flokksstarf Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum og var þar ávallt með annan fótinn allt frá þvi tæpu ári fyrir siðustu kosningar hefur varla látið sjá sig vestra siðustu mánuðina. HEYRT: Frá sömu heimild, að hinn ritstjóri Þjóðviljans, Svavar Gestsson, hafi fullan hug á að fá að erfa framboð Lúðviks Jósefssonará Austur- landi. Svavar er þó siður en svo einn um þá hitu og hefur verið áberandi, hve ýmsir framgjarnir kommar hafa gertsér mikið far um að flytja ræður og erindi á vegum komma á Austurlandi siðustu mánuðina. SAGT: Að Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, eigi i erfiðleikum miklum með þrjú nes: Borgarnes (brúin), Jóhannes (Nordal) og Sólnes (Krafla). 1 hvert skipti, sem nýr þrýstihópur sé kynntur fyrir forsætisráðherranum snúi hann sér að forvigis- mönnunum og spyrji með kviða i röddinni: „Heitir nokkur ykkar nokkuð „nes” LESIÐ: i „Kirkjuritinu”, að á kristilega stúdentamótinu, sem haldið var hér á landi á s.l. ári, hafi selzt bibliur fyrir 60 þús. kr. TEKIÐ EFTIR: Undarlegu orðalagi á fréttatilkynningu frá félagsmálaráðherra um afskipti fjármálaráðuneytis- ins af úthlutun húsnæðismála- stjórnarlána og viðskiptum við lifeyrissjóði. Fréttatil- kynning var send út i kjölfar siðustu kjarasamninga og var um það, að félagsmálaráðu- neytið myndi standa við fyrir- heit sem fyrrverandi rikis- stjórn gaf verkalýðshreyfing- unni i húsnæðismálum lág- launafólks. Jafnframt var fjármálaráðuneytinu sendur tónninn fyrir að vilja koma i veg fyrir að samkomulagið fengi staðizt. Er það ekki vani, að eitt ráðuneyti setji jafn rækilega ofan i við annað og félagsmálaráðuneytið gerði við fjármálaráðuneytið i þess- ari fréttatilkynningu. LESIÐ: 1 „Vestfirzka fréttablaðinu”, að nýr slökkviliösstjóri hafi verið ráðinn til starfa við slökkvilið- ið á tsafirði. Nýi slökkviliðs- stjórinn er Guðmundur Helga- son frá Keflavik, en hann hef- ur starfað i sex ár við slökkvi- liðið á Keflavikurflugvelli.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.