Alþýðublaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 1
Fram til þessa hefur
rikissjóður jafnan getað
treyst á að hægt væri að
fjármagna vegafram-
kvæmdir með aukinni
sölu á bensíni; hjólbörð-
um og álagningu þunga-
skatts. Gengið hefur
verið út frá þvi sem
visu, að fleiri bifreiðar,
þvi meiri akstur, meiri
bensínsala og auknar
tekjur i vegasjóð. En
svo lengi má brýna
deigt járn að biti.
Spáin brást
Samkvæmt skýrslu
samgönguráðherra um
framkvæmd vegaáætl-
unarfyrir árið 1975 urðu
tekjur af bensinsölu 202
millj. kr. minni en gert
var ráð fyrir, tekjur af
þungaskatti 78 millj.
minni og gúmmigjald
var 34 millj. lægra en á-
ætlað var.
Markaðar tekjur
vegasjóðsfyrir árið 1975
voru áætlaðar 2,4 mill-
jarðar, en rauntekjur
aðeins 2,1 milljarður
eöa 314 milljónum
króna lægri en reiknað
var með.
8% minnkun
Frá nóvember 1974
fram i október 1975 varð
bensinsalan 103,6 millj.
litra og er það 6,5 m.
litra eða 6,5% minna en
áætlað var og 800 þús-
und iitrum minna en
1974. Meðalfjöldi
bensinbifreiða i fyrra er
áætlaður 64.400. Hefur
þvi hver bifreið eytt að
meðaltali 1.610litrum af
bensini á árinu.
1 vegaáætlun var hins
vegar gengið út frá
meðaleyðslu undanfar-
inna ára eða 1.750 1. á
bifreið og notkunin á-
ætluð alls 110,1 millj.
litra. Af þessu er ljóst,
að bensinnotkun á
hverja bifreið hefur
minnkað um 8% i fyrra.
Meðal-
eyðslan
Árið 1971 nam bensin-
salan 77,5 millj. litra og
meðaleyðsla á bifreið
var 1.756 litrar. Árið eft-
ir varð aukning á
ensíninnflutningi, en
eðaleyðslan minnkaði
í kkuð' A árinu 1973
Vaf mikið flutt inn af
bensini og landsmenn
eyddu þvi óspart. Það
ár var meðaleyðsla á
bifreið 1.757 litrar og
hefur ekki i annan tima
verið meiri. 1 fyrra var
meðaleyðslan siðan
komin niður i 1.610 litra
eins og áður segir.
Gúmmi-
gjald
En það er ekki nóg
með að dregið hafi stór-
lega úr bensinnotkun.
Innflutningur hjólbarða
hefur dregizt saman
með ólikindum.
A undanförnum árum
hefur meðalendurnýjun
á hjólbörðum verið 24
kg á bifreið. Siðasta ár
hrapaði þessi tala niður
i aðeins 15 kg.
Minni
umferð
Eins og gefur að j
skilja hefur þetta þýtt
samdrátti allri umferð. j
1 heild virðist meðal- j
sumarumferð á land- [
inu, samkvæmt taln-1
ingu, hafa minnkað um
4% frá árinu 1974. Mun-
ar þar mestu að umferð I
á Suður- og Austurlandi [
hefur minnkað um
hvorki meira né minna I
en 8—14%. Hins vegar
virðist umferð á Vestur-
landi hafa aukizt nokk-
uð, en staðið i stað á|
Norðurlandi.
—SG
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ
FLUGLEIÐIR RÁÐA EKKI
FLUGMENN SEM ERU
KOMNIR YFIR ÞRÍTUGT
Flugmenn eldast hratt, ef miðað er við þær
reglur sem gilda um aldursmörk við ráðning-
ar hjá flugfélögunum.
Sjá frétt á blaðsiðu 5.
BENZfNSALA MINNKAÐI
UM200 MILLJÓNIR f FYRRA
„ÞAÐ ER LJÓTT AÐ ULLA
Hér kemur enn ein af þessum skemmtilegu
barnamyndum, sem við fundum í gömlu
myndasaf ni blaðsins. Hann er heldur önugur á
svipinn þessi ungi maður, sem rekur tunguna
• • •
út úr sér, líklega til að segja álit sitt á Ijós-
myndaranum.
Hann er að dunda sér við klif urgrind á ein-
hverjum leikvelli borgarinnar. En hann má
vita að það er ijótt að ulla.
Þegar Nýfundnaland
varð gjaldþrota:
Þá var ekki ósvipað
ástand og á
íslandi nú
SIA OPNU