Alþýðublaðið - 11.05.1976, Side 2

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Side 2
2 FRÉTTIR Þriðjudagur 11. maí 1976 biai IþyAu- laðiA Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son,. Ritstjóri: Sighvatur Björgvins- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prent- un: Blaðaprent h.f. Askriftarverð:1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. alþýöU' blaöió Glataður málstaður Það var mikil mildi, að hinar fólskulegu ásigl- ingar Breta á varðskipið Tý leiddu ekki til alvarlegs slyss, og má raunar segja hið sama um fleiri atvik, sem gerzt hafa á miðunum fyrir austan land. Framkoma brezka flotans er svo furðuleg, að ógerningur er að sjá, hvað fyrir þeim vakir. Þeir vita, að þeir hafa tapað þessu striði. Þeir hefðu unnið það á miðunum, ef þeim hefði tekizt að hrekja varðskip okkar burt fljót- lega eftir að herskip þeirra skárust i leikinn, en það tókst þeim ekki. Þeir gætu sagt, að þeir hefðu unnið átökin á hafinu, ef togarar þeirra hefðu getað veitt i sæmilegum friði og flutt heim verulegan afla. En það hefur ekki tekizt heldur. Af þessu er augljóst, að Bretar hafa ekki náð markmiðum sinum með ihlutun flotans — þeir hafa tapað átökunum á hafinu. Landhelgisgæzla okkar hefur haldið velli og þarmeð unnið það, sem hægt er að vinna fyrir málstað íslands. íslendingar hafa þvi sigrað á miðunum og Bretar geta ekki héðanaf snúið þeim sigri i ósigur. Enda þótt þeir gætu nú hrakið varð- skipin burt eða sökkt þeim, mundi það ekki nægja Bretum til neins konar sigurs. Þess vegna er framkoma skipherranna þeirra fyrir austan land óskiljanleg með öllu og verður ekki túlkuð nema sem dauðateygjur tapaðs málstaðar. Fundum Hafréttarráðstefnunnar i New York er lokið að þessu sinni, og hefur það meðal annars gerzt, að yfirgnæfandi stuðningur þjóð- anna við 200 milna efnahagslögsögu er augljós. Bretar styðja nú 200 milurnar á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna — en hvers vegna auka þeir þá herskipaaðgerðir gegn 200 milum okkar? Ef þeir halda enn, að þeir geti beygt íslendinga með vopnavaldi, þá er það hrapalegur mis- skilningur. Á siðustu vikum hefur komið i ljós enn betur en áður, hve þorskstofninn er i alvarlegri hættu. Vertiðarafli íslendinga hefur verið einmuna litill, en samt eru likur á, að um mitt ár verði búið að veiða það magn af þorski, sem islenzkir og erlendir sérfræðingar telja, að veiða megi, ef varðveita á stofninn. Hvað tekur þá við? Ætla Bretar að halda áfram að veiða þorskinn undir herskipavernd? íslendingar hafa stækkað mjög friðunarsvæði til aukinnár verndar, og verða öll islenzk skip að hlýða þvi. Brezku togararnir hafa undir her- skipavernd hunzað þessar friðunaraðgerðir, og hlýtur það að spilla mjög málstað þeirra. Ætla þeir að eyðileggja þorskstofninn, úr þvi að þeir fá ekki að veiða hann sjálfir eftir vild? Rikisstjórn okkar fer sér hægt að vanda, enda þótt keyrt hafi um þverbak með siðustu árásum brezku herskipanna á varðskipin. Mótmæli i London eru það eina, sem gert hefur verið, þegar þetta er skrifað. Virðist þó augljóst, að íslendingar hafa nú sterkari vopn til sóknar gegn Bretum i öryggisráðinu og NATO-ráðinu en fyrr. Þau á auðvitað að nota. Vafalaust mundi það þó verða harðasta mótmælaráð- stöfun okkar, ef utanrikisráðherra mætti ekki á ráðherrafundi NATO i Osló i næstu viku. Það leysir ekki málið, en það mundi vekja meiri athygli á hinum óskammfeilna hernaði Breta gegn litilli bandalagsþjóð. Það er nú alveg tryggt, að fslendingar fá 200 milna fiskveiðilögsögu viðurkennda á alþjóð- legan hátt. Spurningin er hins vegar sú, hvort nokkur þorskur verður þá eftir. Guðmundur Kjærne- sted til Ameríku I 15. tölublaði Lögbergs- Heimskringlu, sem gefið er út i Winnipeg, er minnzt á væntan- lega heimsókn Guðmundar Kjærnested til Vesturheims. Segir i greininni meðal annars: Sá orðrómur lá I loftinu um helgina að Guðmundur Kjærne- sted, hinn frækni skipherra varðskipsins Týs, væri að hugsa um að sleppa augunum sem snöggvast af brezku togurunum og bregða sér til Ameriku. Þetta þykja spennandi fréttir hér vestra, þó Bretarnir sjálfsagt sakni hans, þvi hann hefur feng- ið orð fyrir að halda blóðinu á hreyfingu i æðum þeirra. Kempan i öldurótinu Hafði Lögberg-Heimskringla samband við frænda Guðmund- ar, Axel Vopnfjörð, út af þessu máli. Gat Axel enn ekkert sagt um það, hvort Guðmundur kæmi til Winnipeg, óhætt myndi að fullyrða, að fast yrði lagt að Guðmundi, að skáganga ekki Winnipeg, þvi þar væri fylgzt með landhelgisdeilunni af áhuga, og mikill fengur væri i þvi að fá að kynnast kempunni, sem stendur i öldurótinu. Minnzt er á fyrirhugaða út- færslu fiskveiðilögsögu Kanadamanna. Þar segir: Þá má búast við höröum átökum á miðunum, og veitti ekki af, að eiga menn á borð við Guðmund Kjærnested i landhelgisgæzl- unni. Aðeins einkaheimsókn Vegna greinarinnar i Lög- bergi-Heimskringlu, snerum við okkur til Guðmundar og spurðumst frétta. Sagöist hann ásamt konu sinni vera aö fara til Bandarikjanna i frii sinu og sagðist ekki vara búinn að leggja það niður fyrir sér, hvort hann færi til Winnipeg eða Kanada yfirleitt, þetta væri aðeins einkaheimsókn þeirra hjóna til ættingja sinna vestra. Stúdentar safna fé til þjóðháttarannsókna Um siðustu mánaðamót fóru nokkrir stúdentar, sem hyggjast starfa við heimildasöfnun um f: þjóðhætti i sumar, norður i land og héldu fundi með fjölmörgum aðilum, sem sótt hefur veriö um fjárstuðning til i þessu skyni. Voru undirtektir heimamanna það góðar að telja má nokkurn veginn vist, að 6—7 stúdentar geti unnið að þessu verkefni 3 mánuði i sumar i Norðlendingafjórðungi. Hafa stúdentar notað allan seinni hluta vetrar til að búa sig sem bezt undir þetta verkefni. Hafa þeir meðal annars útbúið 'S. spurningalista og væntanleg er skrá yfir alla Islendinga 67 ára og eldri, þar sem þeim er raðað niður eftir upprunahéraði og nú- verandi búsetu. I upphafi hafði veriö reiknað út, að um hálfa milljón kr. þyrfti á hverja sýslu ef vel á að vera. Var leitað til 4—500 aðila um fjár- stuðning. I lok april höfðu borizt um 50 svör, úr flestum sýslum landsins, einkum þó af Norður- og Suðurlandi og eru þau yfirleitt jákvæð. Norölendingar rausnarleg- ir. En betur má ef duga skal, þvi fóru stúdentar i áðurnefnda ferð til Norðurlands, er það nú von þeirra sem að þessari heimildá- söfnun standa að önnur sveita- félög og skyldir aðilar verði ekki smátækari en Norðlendingark og vist er það, að ef einhver einka- fyrirtæki og einstaklingar vilja sýna þessu þjóðþrifamáli stuðn- ing, þá er hann vel þeginn. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um þessa söfnun, snúi sér til Frosta F. Jóhannessonar, Gamla garði, eða Árna Björnssonar, Þjóðminjasafninu. —gek Litlar breytingar í forystuliði Framsóknar Litlar breytingar urðu á stjórn Framsóknarflokksins, sem kjörin var á aðalfundi mið- stjórnar flokksins nú um helg- ina. Ólafur Jóhannesson for- maður, Steingrimur Hermanns- son ritari og Tómas Árnason gjaldkeri voru allir endurkjörn- ir. Einar Ágústsson varafor- maður og Ragna Sveinbjörns- dóttir vararitari voru endur- kjörin, en Halldór E. Sigurðsson baðst undan endurkosningu i starf varagjaldkera. í hans stað var kosinn Guðmundur G. Þór- arinsson. Formaöur, ritari.gjaldkeri og formaöur S.U.F. eru sjálfkjörn- ir i framkvæmdastjórn, sem i sitja auk þess 9 menn kosnir af miðstjórn. 1 blaðstjórn Timans sitja 9 menn. óðinn Rögnvaldsson baðst undan endurkjöri, i hans stað var kosinn Magnús Bjarn- freðsson. □ Ný snyrtistofa: Gyðjan Nýlega hefur verið opnuö ný snyrtistofa i Glæsibæ við Álf- heima, undir nafninu: Snyrtistof- an Gyðjan. Þar er hægt að fá andlitsböö, handsnyrtingu og fótsnyrtingu svo eitthvaö sé nefnt. Snyrtistofan er i rúmgóðu hús- næði I kjallara hússins, og þar vinna að staðaldri eigendur hennar, Gerður Guðmundsdóttir og Helga Valsdóttir fegrunarsér- fræðingar. Opið er alla daga, nema laugar- daga kl. 10-18. I I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.