Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 5
VETTVANGUR 5 Iþýðu- laóiöl blai jÞriðjudagur 11. maí 1976 r ALLIR ÞEIR SEM EITTHVAÐ VITA GEFI SIG FRAM! Sakadómur Reykja- víkur sendi fréttatil- kynningu f rá sér í gærdag og fer hún orðrétt hér á eftir. Eins og þar kemur fram hefur fjórum mönnum verið sleppt úr gæzluvarðhaldi, en þar hafa þeir setið undan- farnar vikur vegna meintrar aðildar að hvarfi Geirfinns Einars- sonar. Segja má að í þessari f réttatilkynningu sé ýmislegt gefið í skyn en fátt eitt á hreinu. Samkvæmt frettinni á Erla Bolladóttir að hafa játað á sig morð á Geir- finni. Ekkert kemur hins vegar fram um, hvar lík Geirfinns sé að finna né heldur hverjir komu því fyrir. Þá virðist frásögn Erlu um það að hún hafi misst riffil í hendur unn- usta sínum eftir ódæðið nokkuð ævintýraleg. Eins og fram kemur i frétt Sakadóms eru þeir sem sleppt var úr gæzluvarðhaldi undir eftirliti lögreglu og verða að sæta takmörkun á ferðafrelsi. Slikt heyrir til undantekninga hérlendis og á sér fáar hlið- stæður. Af hálfu Sakadóms fékk Alþýðublaðið ekki frekari upp- lýsingar en þær sem hér fara á eftir. —SG Svo sem áður hefur verið frá greint hefir að undanförnu stað- ið yfir umfangsmikil rannsókn við sakadóm Keykjavikur, sem einkum hefir beinzt að þvi að upplýsa hver orðið hafi afdrif tveggja horfinna manna, þeirra Guðmundar Einarssonar úr Reykjavik og Geirfinns Einars- sonar frá Keflavik. Hvarf Guðmundar Rannsókn út af hvarfi Guðmundar Einarssonar hófst i siðari hluta desember sl. og hafa sfðan setið i gæsluvarð- haldi þrir menn, scm grunaðir eru um að hafa átt sök á dauða Guðmundar. Menn þ»“ssir heita Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Tryggvi Rúnar Leifsson. t framburði þeirra hefur komið frant, að Guðmundur hafi látizt i átökum við þá að Hamars- braut 11 i Hafnarfirði, og þeir siðan búið um lik hans og kvatt til kunningja sinn, /^lbert Klahn Skaftason, sem komið hafði i bifreið að Hamarsbraut 11 og aðstoðað þá við að flytja lík Guðmundar út i Hafnarfjarðar- hraun. Albcrt Skaftason kann- ast við að hann hafi farið ferð þessa en eigi vitað hvað verið var að flytja. Albert var i gæzlu- varðhaldi frá 23. desember til 19. mars 1976. Þrátt fyrir leit hefur lik Guðmundar ekki fund- izt enn. Tildrög ökuferðar Þá hefir rannsókn málsins á siðari stigi mjög benzt að þvi að upplýsa um tildrög ökuferðar, sem fyrrnefndir Sævar Marinó og Kristján Viðar eru taldir hafa farið i ásamt Erlu Bolla- dóttur sambýliskonu Sævars Marinós, og fjórða manni, þ.e. ökumanni, sem ekki er enn ljóst, hver var, til Keflavikur og þar að Dráttarbraut Keflavikur, og að atferli þeirra þar. Ferð þessi var að öllum likindum farin að kvöldi 19. nóvember 1974, en eftir þann tima var Geirfinns Einarssonar saknað. Samkvæmt frásögnum þeirra Kristjáns Viðars og Erlu urðu þau vitni aö ágreiningi og átök- um milli manna. Telur Kristján Viðar sig þar hafa séð tii manna, sem eltu og umkringdu mann einn og þjörmuðu siðan að lionum með höggum og bar- smiðum og jafnvel eggvopnum. Hafi maður þessi verið orðinn mjög illa á sig kominn og blóð- ugur cr hann sá hann siðast. Þá hafi einhverjir manna þessara liins vegar stuggað sér frá og SæVar Marinó farið með sig að bifreið þeirra, Telur Kristján Viðar sig minnast þess, að er þeir voru komnir i bifreiðina, hafi hann séð riffil i höndum Sævars Marinós, en Erlu sá hann þá ekki. Geirfinnur myrtur Þá hefir Erla nú nýlega skýrt svo frá, að Sævar Marinó hafi er þetta gekk yfir vcrið með riffil i höndunum og haldið honum mjög að sér og nánast lagt hann I hendur hennar og sagt henni fyrir vcrkuin um það hvernig hún skyldi beita honum gegn nærstöddum manni, sem þá var þegar mjög illa á sig kominn. Hafi hún siðan að fyrirmælum Sævars Marinós beint þessu vopni að manninum og hleypt af. Hafi henni þá sortnað fyrir augum, misst byssuna i hendur Sævars Marinós, sem stóð fast að baki hennar, en siðan hlaupið á brott og falið sig, og siðan komizt til < Hafnarfjarðar og Reykjavikur eins og áður hefir vcrið frá skýrt. Eftir myndum að dæma telur Erla næsta scnnilegt, aðsá, sem fyrir þessu Frétt saka- dóms gefur ýmislegt í skyn - en þar er þó fátt eitt á hreinu varð, hafi verið Geirfinnur Einarsson. Ekki er frekar upplýst um afdrif hans. Treg- lega hefir gengið að fá fram hjá Sævari Marinó hvað gerzt hafi þarna sem og um afdrif Guðmundar Einarssonar, og hefir hann orðið margsaga i þeim efnum. Kristján Viðar og Erla töldu sig bera kennsl á nokkra þeirra, sem voru þarna staddir á athafnasvæði Dráttar- brautarinnar, og voru þeir Ein- ar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiriksson tilgreindir i þvi efni, en þeir hafa staðfast- lega neitað þvi. Hafa þeir Einar Gunnar, Magnús, Valdimar og Sigurbjörn að undanförnu sætt gæzluvarðhaldi vegna þessarar rannsóknar, en hafa nú verið leystir úr þeirri gæzlu, en að ákvörðun rannsóknardómara verið gert að sæta eftirliti lög- reglu og takmörkunum á ferða- frelsi i þágu rannsóknar máls- ins. Aðstoö óskast Rannsókn cr haldiö áfram bæði af hálfu rannsóknarlög- reglu og fyrir dómi. Þau Sævar Marinó, Kristján Viðar, Erla og Tryggvi Rúnar eru öll i gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar málsins og jafnframt gert að sæta sérfræöilegri rannsókn á likamlegu og andlegu heil- brigði, og er sú rannsókn hafin fyrir nokkru. Ástæða er til að ætla að menn þeir sem staddir voru i Dráttar braut Keflavikur umrætt sinn hafi skýrt einhverjum frá þvi. Þá er ástæða til þess að ætla að þeir Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar og Kristján Viðar hafi skýrt einhverjum frá afdrifum Guðmundar Einarssonar. Er hér með skoraö á þá sem slika vitneskju hafa að gefa sig þegar fram við rannsóknarlög- regluna. Frá sakadómi Reykjavikur. Sakadómsrannsókn vegna skrifa Tímans um Kristján og Hauk Ríkissaksóknari hefur orðið við kröfu Kristjáns Péturssonar og Hauks Guðmundssonar um opin- bera rannsókn á alvar- legum áburði á þá félaga sem fram hefur komið í Tímanum Saksóknari hefur ákveðið að þessi rannsókn fari fram við Sakadóm Reykjavíkur. Þær sakir sem bornar voru á þá Kristján og V Hauk eru mjög alvárlegs eðlis. Þeir eru ásakaðir fyrir að hafa beitt ólög- legum aðferðum við yfir- heyrslur meðal annars. Þrátt fyrir þessar ásakanir hafa yfirmenn viðkomandi manna ekki séð ástæðu til að vikja þeim úr starfi á meðan rannsókn fer fram. Eftirfarandi frétt barst Alþýðublaðinu i gærdag frá skrifs'ofu rikissaksóknara. Með bréfi Kristjáns Pfturs-' sonar, deildarstjóra, og Ilauks Guðmundssonar, rannsóknar- lögreglumanns, dags. 27. f.m. er þess farið á leit við rikissak- sóknara, að hann hlutist til um að opinber rannsókn fari fram á réttmæti sakargipta á hendur þeim ,,um margskonar alvarleg brot i opinberu starfi, er varðar við almenn hegningarlög”, sem birtist i grein i dagblaðinu Tim- anum 14. f.m. (60. árg. 85. tbl.) undir heitinu „Dýrlingur og James Bond tslands" og auðkennd er stöfunum S.P. Með bréfi dags. i dag, 10. þ.m., hefur af ákræuvaidsins hálfu verið gerð krafa um að rannsókn fari fram i sakadómi Keykjavikur um sakarefni þessi. t fyrsta lagi verði rannsakað ætlað brot ábyrgðarmanns dag- blaðsins Timans gegn 108 gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940 sbr. 16. gr. og 15. gr. 2. mgr. laga nr. 57, 1956 um prentrétt. t öðru lagi verði rannsökuð sannindi eða ósannindi þeirra aðdróttana sem fram koma i fyrrnefndri blaðagrein og varðað gætu deildarstjórann og rannsóknarlögreglumanninn refsiábyrgð samkvæmt 131 gr. hegningarlaganna cf sönnuö væru. t þriðja lagi veröi rannsakað hvort þeir tveir félagar — annar eða báðir — hafi við rannsókn mála tekið sér eitthvert opin- bert vald, sem þeir ekki hafa og þannig gerst brotlegir gegn 116. gr. hegningarlaganna eða mis- notaö stöðu sina og hallað rétt- indum einstakra manna á þann veg að varði við 139. gr. sömu laga. —SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.