Alþýðublaðið - 20.05.1976, Síða 10

Alþýðublaðið - 20.05.1976, Síða 10
10 Lausar stöður Þrjár kennarastöður við Menntaskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar eru stærðfræði og eðlis- fræði, efnafræði og liffræði. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikis- ins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 12. júni n.k. — Um- sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 17. mai 1976. Laus staða Staða bókara við embætti bæjarfógetans i Bolungarvik, er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. júni 1976. Bolungarvík 17. mai 1976. Bæjarfógetinn i Bolungarvik. Laus staða Staða aðalbókara i skrifstofu Sements- verksmiðju rikisins, Akranesi, er laus til umsóknar. Umsóknir tilgreini aldur, menntun, og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 16. júni næstkom- andi. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS, AKRANESI. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10,22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir janúar, febrúar og marz 1976, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áfölln- urrí dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunn- ar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 17. mai 1976. Sigurjón Sigurðsson. Hjúkrunarskóli íslands Nokkrar stöður hjúkrunarkennara eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist Menntamálaráðuneyt- inu og skulu umsækjendur tilgreina menntun og starfsreynslu. Nánari upp- lýsingar veitir skólastjóri. Menntamálaráðuneytið. Fimmtudagur 20. mai 1976 alþyöu- blaðið Myndatökur í sumarleyfinu Ástæðan til þess, að myndir verða óskýrar, er oftast sú, að vélin hefur hreyfzt, þegar myndin var tekin. Ef vélin er ein- föld kassavél, er þetta eina hættan á að f á óskýr- ar myndir þar sem fjar- lægðarstillir er sjaldnast í þessum vélum. Þær eru litlar og léttar og þess vegna er erfiðara að halda þeim stöðugum nema með fyllstu aðgæzlu. Hafi myndavélin stifan takka, þarfnast hún tiltölulega mikils átaks á takkann þegar myndin er tekin og skapast þannig hætta á þvi, að vélin hreyfist og mynd- in verði óskýr. Oft gerir ljós- myndarinn lika þá skyssu, að standa ekki stöðugur, þegar myndin er tekin. En það er hægt að lagfæra þetta. TÖKUM SKÝRflRI MYNDIR Kafa gott tak á vélinni Oft vill það brenna við hjá áhugaljósmyndurum, myndir þeirra verði óskýrar. Er þessi pistill tileinkaður Fyrsta boðorðið er að hafa gott tak á vélinni. Stutt reim, sem oft fylgir myndavélum, á að vera strekkt utan um úln- liðinn, og visifingurinn á að hvila á takkanum. Honum á svo að ýta niður jafnt og rólega, ekki rykkja honum niður. Bezta staðan við frihendis myndatöku er að hafa fæturna aðeins gleiða og halda höndunum upp að hlið sér. Ef ljósmyndarinn stendur ekki stöðugur, er þeim mun erf- iðara að ýta takkanum jafnt og rólega niður. Það er stór kostur að geta stutt sig við eitthvað við mynda- tökuna. Ef t.d. er hægt að láta olnbogana hvila á einhverju stöðugu, er það næstum tryggt, að myndin verður skýr. Þetta á, FRAMHALPSSAGAN munder. „Þarna séröu bara, hvað hefur komið fyrir þig. Langar þig virkilega i meira?” ,,Ég vil ljúka verkinu,” sagöi Greenwood. „Það gerir út af við þig,” sagði Dortmunder. „Ég er yfirleitt ekki hjátrúarfullur, en fylgi ólánið ekki þessum demanti, fylgir það engum.” Kelp sagði: „Viltu nú ekki hlusta á það, sem Greenwood hef- ur að segja? Svo kurteis geturðu þó verið.” „Hvað hefur hann að segja, sem ég veit ekki nú þegar?” „Það var nú lóðið,” sagði Kelp og leit i bakspegilinn. Hann beygði til vinstri og sagði: „Hann hefur leynt okkur dálitlu.” „Ég var engu að leyna,” sagði Greenwood. „Ekki beint, sko. Ég skammaðist min bara. Ég var plataöur, og ég vildi ekki kjafta frá,ef éggæti bætt fyrir það.Skil- urðu mig ekki?” Dortmunder leit á hann. „Þú sagðir Prosker, hver demantur- inn væri falinn,” sagði hann. Greenwood drúpti höfði. „Það leit svo vel út þá,” tautaði hann. „Hann var lögfræðingur minn og allt það. Og svo útskýrði hann það allt — ef eitthvað gengi úrskeiðis meðan þið væruð aö redda mér út, gæti hann samt náð i demant- inn og afhent Iko hann til að fá peninga til að verja okkur alla.” Dortmunder yggldi sig.” Seldi hann þér gullnámuhlutabréf i leiðinni?” „Þaö hljómaði svo vel,” sagði Greenwood kvartandi. „Hver gat vitað, að hann væri þjófur?” „Allir,” sagði Dortmunder. „Þaö skiptir engu máli,” sagði Kelp. „Nú þurfum viö bara að finna demantinn.” „Þaö eru liðnar þrjár vikur,” sagði Dortmunder. „Hvers vegna lástu svona lengi á þessu?” „Ég ætlaöi sjálfur að ná I stein- inn,” sagði Greenwood. „Mér fannst þið hafa gert nóg með þessum þrem tilraunum. Þiðnáð- uð mér úr steininum, og áttuð það skilið,aöégnæði demantinum frá Prosker.” Dortmunder leit kaldhæönis- lega á hann. „Ég sver það,” sagði Green- wood. „Égætlaði alls ekkiaðeiga hann sjálfur. Ég ætlaði að skila honum til félagsins. „Það kemur ekki málinu við,” sagði Kelp. „Það mikilvægasta er, að við vitum, að Prosker er með demantinn. Við vitum, að hann hefur ekki látið Iko major fá han . Því að ég spurði majorinn um það i morgun, og það þýðir aftur það, að hann geymir hann, þangað til löggan er hætt að leita að honum, og selur hann siðan hæstbjóðanda. Við þurfum bara að nappa honum frá Prosker, láta Iko fá hann, og allt fellur i ljúfa löð." „Ef það væri svona auðvelt,” sagði Dortmunder,” væri Green- wood kominn með demantinn.” „Rétt,” sagði Greenwood. ,,Það er svolitið að.” „Svolitiö," sagði Dortmunder. „Ég fór að leita að Prosker, þegar við fundum ekki demantinn á löggustööinni,” sagði Green- wood. „Vitanlega,” sagði Dortmund- er. „Hann var horfinn,” sagði Greenwood. „Þeir sögðu á skrifstofunni að hann væri i frii. Það vissi enginn, hvenær von væri á honum. Konan hans vissi ekkert um hann, hana grunaði að hann bygggi með einkaritara sin- um. Þetta hef ég verið að gera undanfarnar þrjár vikur. Leitað að Prosker.” „Viltu fá okkur til að hjálpa þér að leita?” spuröi Dortmunder. „Nei," svaraði Greenwood. „Ég fann hann. Fyrir tveim dögum. Það verður erfitt að ná hon- um. Það þarf meira en einn til þess.” Dortmunder lauthöfði og tók fyrir augun. „Láttu það flakka,” sagði hann. Greenwood ræskti sig. „Sama daginn og við réðumst i innbrotið i löggustöðina,” sagði hann, lét Prosker leggja sig inn á geð- veikrahæli.” Löng þögn. Dortmunder sat grafkyrr. Greenwood virti hann áhyggjufullur fyrir sér. Kelp horfði til skiptis á Dortmunder og umferðina. Dortmunder andvarpaði. Hann lyfti höfðinu og tók höndina frá augunum. Hann var mjög þreytu- legur. Hann laut áfram og barði i öxlina á Kelp. „Kelp,” sagði hann. Kelp leit i bakspegilinn. „Já?” ,,,Vertu svo vænn að aka mér aftur til hundsins.” 2. kafli. Félagsfulltrúinn, sem átti að fylgjast með Dortmunder i New York var hálfsköllóttur maður, sem hét Steen. Hann hafði alltof mikið að gera og alltof litla hæfi- leika i starfið. Tveim dögum eftir, að Kelp og Greenwood höfðu bjargað Dortmunder frá hundin- um kom hann i eina af sínum reglubundnu heimsóknum á skrifstofu Steens, sem sagði: „Það bendir allt til þess að þér ætlið að halda yður úr skitnum núma, Dortmunder.” „Ég hef lært af reynslunni,” sagði Dortmunder. „Það er aldrei of seint að læra,” sagði Steen samsinnandi. „En mig langar til að gefa yður gott ráð i allri vinsemd. Reynsla min, allra á skrifstofunni, já, reynsla allra manna, er sú, að réttast sé að forðast slæman féllagsskap.” Dortmunder kinkaði kolli. ÞAÐ VAR EINU SINNI DEMANTUR...

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.