Alþýðublaðið - 20.05.1976, Síða 16
ekki á land í Surtsey
Fyrir nokkru voru starfsmenn danska sjón-
varpsins á ferð i Vestmannaeyjum. Þeir
dvöldust þar i nokkra daga við myndatöku.-
Þeir ætluðu út i Surtsey og taka þar myndir.
Þeir fóru þangað með Illuga VE-101, en þegar að
eynni kom þótti þeim sjólagið ekki árennilegt og
fóru ekki i land.
önnur myndin er af sjónvarpsmönnunum og
hin af Surtsey eins og hún leit út frá bátnum,
þegar þeir ætluðu að reyna að komast i
land.
(Ljósm: Guðmundur Sigfússon)
WÁ há J É , 1 f
Á útleið með llluga, VE 101. Þeir voru að skipta yfir á humartroll, en gáfu sér tima til að skreppa með dönsku
sjónvarpsmennina og nokkra gesti út að Surtsey.
Sjónvarpið gerir mynd um
líf barna á stríðsárunum
tslenzka sjónvarpið mun nú i
sumar hefja töku kvikmyndar
sem ætlaö er að lýsa lifi islenzkra
barna á striðsárunum.
Að sögn Jóns Þórarinssonar,
forstöðumanns Lista- og
skemmtideildar sjónvarpsins, er
þetta hluti af samnorrænu verki
sem tsland vinnur aö i samvinnu
við sjónvarpsstöðvar i Dan-
mörku, Noregi og Sviþjóð.
Hinar stöðvarnar munu hver
um sig gera þrjá þætti um sama
efni hvert i sinu landi, en hér
verður gehður einn þáttur.
Tilgangurinn, með gerð þess-
ara mynda, er að sýna börnum
nútfmans hvernig lif barna var
lyrr a umum.
Handritið að þættinum gerði
Stefán Júliussonog verður mynd-
in að mestu tekin upp I eldri
hverfum Hafnarfjarðar.
ES
Enn óráðið í stöðu íþróttafréttamanns
Enn hefur ekki verið gengið
frá ráðningu iþróttafrétta-
manns sjónvarpsins. Það kom
fram i fréttum að búiö væri aö
ráöa Sigrúnu Stefánsdóttur, rit-
stjóra islendings, i starfið, en nú
mun hún vera oröin þvi afhuga.
Pétur Guðfinnsson, frani-
kvæmdastjóri sjón varpsíns,
sagöi i samtali viö Alþýöublaöið
I gær, aö vinda þyrfti bráðan
bug aö ráöningu fþróttafrétta-
manns. Bjósl hann viö aö gengiö
yrði frá þvi á næstunni og cin-
hver úr hópi þeirra er sóttu um
starfiö yröi ráöinn i þaö. Sá
þyrfti hclzt aö byrja I næsta
mánuði og I siðasta lagi l. ágúst
þcgar sjónvarpiö byrjar aftur
eftir sumarfri I júli.
Meðal þeirra er sóttu um
starfiö er það var auglýst var
Bjarni Feiixson, sem hefur séð
um iþróttaþáttinn siöustu vikur.
—SG
FIMMTUDAGUR
20.MAÍ 1976
alþýðu
blaöið
Heyrt: Að margir þing-
menn hyggist starfa af
krafti ikjördæmum sinum i
sumar, þar eð flestir búist
við kosningum áður en
núverandi kjörtimabili
ljúki. —
Hleraö: Að brezka rikis-
stjórnin sé nú tilbúin að
ganga að nær öllum skil-
yrðum tslendinga við
hugsanlega landhelgis-
samninga, og að hún vilji
aðeins fá tryggingu fyrir
þvi að hið fræga brezka
stolt veröi ekki fyriráfalli á
alþjóðlegum vettvangi.
Lesið: t leiðara Timans i
morgun: „Þannig eru
tslendingar óvirtir og
niðurlaégðir af þeim, sem
þykjast þó vera banda-
menn. Það er þvi engin
furða, þótt sú stefna eigi
vaxandi fylgi, að tslend-
ingar endurskoði alla
afstöðu sma til varnar-
liðsins.”
Heyrt: Að innan
Framsóknarflokksins sé nú
hafin mikil tangarsókn
yngri manna með Stein-
grim Hermannsson I
fararbroddi, til að gera
lýðum þaðljóst, að þaðhafi
verið vegna hörku Fram-
sóknarflokksins að Atlants-
hafsbandalagið og Banda-
rikjamenn hafi fengið
Breta til að gefast upp i
striðinu viö tslendinga.
Heyrt: Að jafnvel séu
fyrirsjáanlegar einhverjar
frekari breytingar i banka-
stjórastöðum Búnaðar-
bankans: að annar af
tveimur aðalbankastjórum
hans muni láta af störfum
innan skamms. Einnig, að
ýmsir hyggi nú gott til
glóöarinnar og vilji fá
starfið.
Lesiö: 1 Hagtölum
mánaðarins: „Stefnt
verður að þvl, að almenn
útlán innlánsstofnana,
önnur en reglubundin
afurða- og rekstrarlán
hækki ekki um meira en
16% á árinu I stað 12%, eins
og lánsfjáráætlun gerir ráð
fyrir og um hefur verið
samiö við bankana”. Þetta
þýðir I raun, að eitthvað
verður rýmra um útlán
bankanna en gert hafði
verið ráð fyrir.
Lesiö: I Sveitarstjórnar-
málum, að félagsmála-
ráðuneytiö hafi nú tilkynnt,
að laun oddvita árið 1975
skuli reiknast sem jafngildi
250 krónum á hvern ibúa
hreppsins miðað við ibúa-
tölu 1974, auk tilskilinna
innheimtulauna, sem eru
4% af innheimtum út-
svörum og öðrum sveita-
gjöldum, sem honum ber
að innheimta hja gjald-
.endum hrepssins.