Alþýðublaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 12
12
Miðvikudagur 26. mai 1976 b!aSið,
Björgvin Jónsson
kaupmaður
sjötugur í dag
Björgvin Jónssonkaupmaöur,
Blönduhliö 29,er sjötugur i dag.
Björgvinerfæddurhér i borgog
hér hefir hann aliö allan aldur
sinn. Foreldrar Björgvins voru
hjónin Halla Ottadóttir og Jón
Guönason, sem látin eru fyrir
nokkrum árum. Jón rak um-
fangsmikla fisksölu um árabil,
„Jón og Steingrfin ” kannast
allir eldri borgarbúar viö, fyrir-
tæki sem sá miklum hluta borg-
arbúa fyrir soöningu á sinum
tima. Þeim hjónum.Höllu og
Jóni, varö fjögurra barna auöiö,
sem öll lifa, og er Björgvin
þeirra elztur.
Björgvin hefir lagt á ýmislegt
gjörfa hönd á langri ævi. Hann
var m.a. um skeiö I póstþjónust-
unni sem bréfberi hér I borg-
inni, en hefir sjálfsagt ekki þótt
mikil framtiö I þvi aö byggja af-
komusina til langframa i þjón-
ustu hins opinbera. Er timar
liöu skapaöi hann sér sin eigin
fyrirtæki, en þar ber hæst fisk-
búöin Sæbjörg sem hann ásamt
félaga sinum sem nú er látinn,
stofnaöi og hefir rekiö um árabil
af miklum dugnaöi og hefir gert
aö öruggu og traustu fyrirtæki.
Björgvin Jónsson er mjög
félagslyndur maöur og hefir
tekiö mikinn þátt i félagsstörf-
um ýmiskonar, og þar sem hann
á annaö borö skipar sér undir
merki I félagsmálastarfi, þar er
hann heill og óskiptur, öruggur
og traustur. Tæpitunga, orö-
skrúö og tviræöur málflutningur
er honum framandi, enda heyrir
sá málflutningur tÚ þeim vett-
vangi, þar sem allir sitja á svik-
ráöum viö alla. Björgvin segir
eins og honum býr i brjósti, án
umbúöa hispurslaust og hrein-
skiliö og af þeirri einurö, sem
drengskaparmönnum einum er
lagiö.
Um árabil hefir kunnings-
skapur okkar Björgvins staöiö.
Hann hófst fyrst meö kynnum á
sviöi bindindisstarfsins innan
vébanda einnar deildar hinnar
Alþjóölegu reglu góötemplara,
st. Viking, sem starfaö hefir
óslitiö allt frá árinu 1904. Þar
störfuöu foreldrar hans og þar
tókhann viö störfum eftir fööur
sinn látinn, sem umboösmaöur,
en hann er fimmti maöur i þvi
starfi frá þvi aö deildin var
stofnuö fyrir rúmum 70 árum.
Sá kunningsskapur, sem
þarna hófst varö brátt aö vin-
áttu, er mér þvi vissulega hug-
ljúft aö óska þessum einlæga
vini minum innilega til ham-
ingju meö þessi merku timamót
i ævi hans, um leiö og honum
eru þökkuö margþætt störf og
ánægjulegt samstarf m.a. innan
áfengisvarnanefndar Reykja-
vikur, þar sem hann hefir átt
sæti um árabil, sem fulltrúi Al-
þýöuflokksins, en þeim flokki
hefir hann fylgt frá þvi hann fór
aö huga aö landsmálum, svo
sem einnig geröu foreldrar
hans.
Ekki veröur þó Björgvins
minnzt svo ekki sé getiö konu
hans, Þórunnar Björnsdóttur,
hinnar dugmiklu og skapföstu
konu, sem hefir staöiö viö hliö
manns sins, örugg og traust um
árabil og átt sinn drjúga þátt i
giftu hans og velgengni. Viö
hjónin sendum ykkur einlægar
himingjuóskir á þessum tima-
mótum og þökkum ykkur ára-
tuga vináttu.
Einar Björnsson
ÍSLAND ÍGILDI NOKKURRA FLUGMÓDURSKIPA
Sl. laugardag efndu herstööva-
andstæöingartil Keflavikurgöngu
til aö mótmæla erlendri hersetu á
Islandi og aöild aö NATO. Var
þessi ganga hin sjötta i sinni röö
og sú langf jölmennasta sem farin
hefur veriö. Þátttakendur viö hliö
Keflavikurflugvallar voru um
1000 en um 800 manns gengu aí
staö til Reykjavikur. Til útifun ■'
ar á Lækjartorgi i lok göngu
komu 10.000—12.000 manns. Úti-
fundinum bárust um 60 skeyti og
stuöningsyfirlýsingar viös vegar
aö af landinu og frá hópum ls-
lendinga erlendis.
Miönefnd vill færa sérstakar
þakkir þeim fjölmörgu aöilum
sem studdu Keflavikurgönguna
meö vinnu, fjárframlögum eöa á
annan hátt. Fómfýsi þessara aö-
ila réö úrslitum um þaö hversu
gangan og fundirnir heppnuöust
vel.
Vaxandi andstaða
gegn NATO
Fjöldi þátttakenda i göngunni,
viöbrögö almennings á vegi henn-
ar og ofangreindar stuöningsyfir-
lýsingar sýna vaxandi andstööu
þjóöarinnar viö rlkjandi stefiiu
stjórnvalda I utanrikismálum og
aukinn baráttuhug fyrir málstaö
hers töö vaandstæöinga.
Fjöldasamtök
stofnuð
1 kjölfar Keflavikurgöngu ætla
herstöövaandstæöingar aö efla
starf sitt um land allt meö stofnun
fjöldasamtaka. Ljóst er aö þörfin
fyrir slik samtök hefur aldrei ver-
iö brýnni en nú þegar fariö er aö
vega iandiö á viö nokkur flug-
móöurskip I þágu varanlegrar
hersetu. Staöhæfingar fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins um þetta mál sýna bezt
hvilika viröingu NATO ber fyrir
sjálfstæöi Islands. Jafnframt er
veriö aö reyna aö kviksetja þá
yfirlýstu stefnu sem i upphafi var
notuö til aö réttlæta aöild íslands
aö NATO — aö hér skuli ekki vera
her á friöartimum.
Skipulagt tómlæti af
annarlegum hvötum
Aögeröir þessar voru helgaöar
grundvallarmáli sem er eitt
helzta deilumál þjóöarinnar. Þaö
heföi þvi virzt eölilegt aö f jölmiöl-
ar, bæöi dagblöö, útvarp og sjón-
varp, sýndu málinu áhuga og
geröu aögeröunum glögg skil á
grundvelli fréttagildis eingöngu.
Þaö aö bæöi rikisfjölmiölarnir og
dagblöö stjórnarflokkanna hafa
sýnt málinu svo skipulagt tómlæti
sem raun ber vitni bendir hins
vegar til þess aö þar hafi annar-
legar hvatir ráöiö rikjum. Ahrif
25 ára erlendrar hersetu á Islandi
hafa veriö þjóöinni svo örlagarik
aö a.m.k. rikisfjölmiölar geta
ekki skotiö sér undan þeirri á-
byrgö aö gera þeim viöhlítandi
söguleg og pólitisk skil.
Frá Miðnefnd herstööva-
andstæðinga.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
INN Á
HVERT HEIMILI
Uggvænleg tíðindi
Saga til næsta bæjar.
Menntaskólarnir eru nú sem
óöast aö ljúka störfum og hvitu
kollarnir á húfum nýstúdenta
bregöa aö venju ljóma yfir um-
hverfiö. Óhætt er aö samfagna
unga fólkinu meö þann áfanga,
sem þaö hefur nú náö. Fyrir þvi
fer nú I hönd einhver skemmti-
legasti timi æsku og lifs.
En er þá ekki allt i stakasta
lagi? Getur ekki landslýöur
allur tekiö þátt i ánægjunni yfir
þeim þáttaskilum, sem hér hafa
orðið, og sumariö og gróandinn
framundan? Þvi ekki þaö?
Þvi veröur þó varla neitaö, aö
sólin skin ekki á alsklrum himni
yfir þessum vorstörfum aö
þessusinni, eöa hvaö eiga menn
aö hugsa um fregnir sem berast
á öldum ljósvakans, jafnvel frá
gömlum og grónum stofnunum?
Getur nokkur lifandi maöur
tekið þvi meö fullkominni sálar-
ró aö allt upp i 40% nemenda
standi frammi fyrir þvi viö
þessi vertiöarlok, áö þeim hafi
hlekkzt á i náminu svo, að þeir
hafíannaöhvortfalliö i gegn, eöa
eigi meira og minna óbættar
sakir?Menn hljóta aö velta þvi
fyrir sér.hvaöhér séá feröinni.
Dettur nokkrum lifandi manni
þaö i hug, að hér séu aö gerast
eðlilegir hlutir? Fráleitt held ég
það.
En er þá ekki þaö eina, sem
viö getum gert, aö freista þess
aö gera okkur grein fyrir, hvaö
öðrum eins ósköpum valdi?Viö
vitum, aö verulegar breytingar
hafa yfir gengiö i mennta-
málunum undanfariö. Ef viö
tökum til dæmis mennta-
skólana, ervistbeztaö benda ái
fyrstu, aö viö þá hafa skapazt
nýjar deildir sem eru nokkur
grunnur sérhæfös náms frekar
en áöur tiökaöist. Vissulega er
ótrúlegt, aö hér sé aö leita ófar-
anna.
Þvi meiri möguleika sem
nemendur hafa, til þess aö fást
viö sérstök hugöarefni sin og
sleppa viö annaö, sem þeim er
siöur hugleikiö, þvi árangurs-
rikara ætti námiö aö vera, svo
þarna getur hundurinn varla
veriö grafinn.
Aöbúnaöur um nám hefur
fremur fariö batnandi en hitt, og
allir vita.að innan skólanna er
nú aö finna margvislega áöur
óþekkta hluti til hagræöis viö
kennslu og nám. Þessvegna er
fráleitt aö leita aö likinu af
seppa á þess slóöum.
Trúir nokkur heilvita maöur
þvi, aö gamalgrónar stofnanir,
sem vitaö er aö hafa á aö skipa
úrvalsliöi I kennarastólum, hafi
allt ieinumissttökin á verkefni
sinu?
Er máske ófamaðarins aö
leita I þvi, aö íslendingar séu
allt I einu orönir þeir tossar,
sem árangurinn viröist vitna
um?
Þaö er sannfæring min, aö
hvorugt þetta liggi til grund-
vallar. En hvar er þá aö finna
maökaveituna i mysunni?
Ég hygg, að leitin aö henni
þurfi hvorki aö vera löng eöa
öröug.
Sá óheillaháttur var fyrir
nokkru upp tekinn i mennta-
skólunum, og efalltiö ekki að
vilja skólanna, aö nemendúr
geti fengið aö endurtaka og
endurtaka próf I námsgreinum,
sem þeir hafa oröiö fyrir náms-
á f ö 11 u m i!
Þetta auviröilega tos, hefur
svo sem vænta mátti, leitt til
þess, aö kapp og metnaöur i aö
standa sig, hefur þorriö I réttu
hlutfalli möguleikana á endur-
tekningunum.
Þaö er ekki alveg út i bláinn,
sem stundum hefur veriö sagt,
þó grálega þyki mælt, aö fólk
geri þaö eitt, sem minnst sé
hægt aö komast af meö. Þaö er
svo ekki alveg tryggt, aö unnt sé
aö reikna út, fyrir hvern og
einn, hvaö litiö dugir til aö
slampast, nákvæmlega!
Þegar svo hér viö bætist sú
f HREINSKILNI SAGT
hugdetta þeirra andlegu Torfu-
samtaka, sem ráöiö hafa og
ráöa menntamálunum, aö engu
skipti um inntak kunnáttunnar,
bara ef menn hafi setiö ákveöiö
árabil f skóla, og að upp megi
bæta raunverulegan kunnáttu-
skort með þvi einu aö lækka
kröfurnar, er ekki von á góðu.
Sálfræöiglundriö um minni-
máttarkenndina á hér rikan
þátt. En þeir góöu menn, sem
fundu upp þessa firru um van-
metakenndina, sem geti oröiö
sálarmein, viröast ekki hafa
hugsaö hugsunina til enda. A
þvi var nú liklega varla von!
Dettur nú nokkrum heilvita
manni I hug aö trúa þvi, aö áfall
sé léttbærara, þvi lengri tíma
sem menn hafa elzt viö mýra-
ljós?
Aö mlnu viti og mati er fátt
óheillavænlegra en aö beinlinis
falsa staöreyndir um hvers hver
og einn sé megnugur.
Þegar fólk á þann hátt er
laöaö til þess aö takast á viö
verkefni, sem þaö er alls ekki
fært um aö leysa, er þaö skoöun
min aö þaö sé verra en glæpur,
þaö er glópská.
Hér veröur aö kippa I spott-
ann án tafar. Raunasagan frá
þessu vori má aldrei endurtaka
sig.
Oddur A. Sigurjónsson
VIÐVORUN
FRÁ KANADA
Ræöismaður Dana i Kanada
ritaði eitt sinn grein i danskt
vikublað um viðhorf sin til
danskra vandamála. Maður
þessi er Kanadamaður, en hefur
kynnzt vel dönskum staðháttum
og getur þvi bæði bent á sem
Dani og dæmt sem útlendingur.
Þótt grein ræðismannsins sé
ekki ný af nálinni, þá f jallar hún
um vanda, sem enn er glimt við
og ef til vill snertir íslendinga
engu siður en Dani.
Greinin er svohljóðandi:
Dagblöðin að heiman hafa um
langt skeið verið litið upp-
örvandi lesning. Og það er meö
hálfum huga, að maður opnar
þriggja daga gömul blöðin og
flettir upp á viðskiptasiöum
þeirra, sem likjast orðiö fremur
minningargreinum. Hver skyldi
nú hafa lagt upp laupana? —
hugsar maður i hvert sinn.
Ný gjaldþrot
Svo aö segja daglega berast
tilkynningar um ný gjaldþrot
eöa alvarlegan samdrátt i bygg
ingariðnaðinum, fintækni-
framleiöslunni eða hjá flutn-
ingafyrirti. Ekki er lángt
siöan þekktur framleiðandi til-
búinna húshluta og rótgróin og
gömul prentsmiðja lokuðu i sið-
asta sinn. Jafnvel máttarstólp-
ar eins og Grundfos og Nordisk
Ventilator riða til falls. Það
fyrrnefnda af þeim sökum aö
það var ekki lengur nægilega
samkeppnisfært, og varð þess
vegna af stórum sölusamningi.
Hin verksmiðjan vegna
minnkandi eftirspurnar al-
mennt.
Og ef maður litur á málin i
stærra samhengi, þá er það
reyndar einstakt að eftir strið
hafi okkar litla landi tekizt að
koma á laggirnar fyrirtækjum i
hundraðavis, i mismunandi
stórum mæli, sem öll hafa
vegna hugkvæmni, dugnaðar og
framtakssemi náð að verða
veigamikil framleiðslufyrirtæki
á flestum sviðum tækni og
iðnaðar. Með heilbrigðri dóm-
greind og varfærinni kaup-
mennsku hefur okkur tekizt að
ná góðum árangri við útflutning
til svo að segja allra rikja heims
allt frá józkum tertubotnum til
risavaxinna olíuskipa.
Að kynnast málunum
Að fólki úr röðum útflutnings-
iðnaðarins undanskildu hafa
fáir verið i jafn góðri aðstöðu til
að meta á raunsæjan hátt stöðu
og viðgang útflutningsatvinnu-
veganna og starfsfólk utanrikis-
þjónustunnar. Heimsóknir i
verksmiðjur og fyrirtæki, sam-
töl og fundir með forsvars-
mönnum útflutningsfyrir-
tækjanna, undirbúningur kaup-
stefna og leitun viðskiptasam-
banda er rikur þáttur i þjálfun
og starfi allra ungra manna i
utanrikisþjónustunni i dag. Sá
sem þetta ritar hefur sjálfur oft
leitt sendinefndir erlendra
kaupenda þennan hring, og átt
gott tækifæri til að kynnast mál-
unum frá beggja hliðum, — og
kynnzt náið þeim vandamálum,
sem hver og einn útflytjandi
þarf að glima við til að hjólin fái
að snúast.
Hversu oft hef ég ekki i þess-
um heimsóknum dáðst að þeirri
iðni, samkeppnishæfni og bjart-
sýni sem stendur að baki hverj-
um vel heppnuðum útflutnings-
árangri — sem i nær öllum til-
fellum byggist á útflutningsvöru
unninni úr innfluttum hráefn-
um, sem okkur tekst þó að selja
á heimsmarkaðnum. Þetta á við
um megin okkar útflutnings,
allt frá risavöxnum flutninga-
skipum, til húsahitunarkerfa og
niður i tréklossa.
Það veitir okkur starfsmönn-
um utanrikisþjónustunnar ó-
blandna ánægju þegar við get-
um tilkynnt útflytjanda að við