Alþýðublaðið - 26.05.1976, Síða 13
blattö1 AAiðvikudagur 26. maí 1976
SJOWABMIÐ 13
HðFUM VIÐ EFWI fl
skoðanaAgreiningi?
höfum útvegað honum traustan
umboðsmann, eða á einhvern
hátt verkað sem hvatar að góð-
um sölusamningi.
Upplýsingamiðlun
Annar stór liður i okkar starfi
er hin sifellda upplýsinga-
söfnun og miðlun upplýsinga um
markaði og sölumöguleika i við-
skiptalöndum okkar.
Það er góður markaður fyrir
danskar vörur og mikil kaup-
geta i Kanada i dag. Kanada er
þriöja mikilvægasta af fjar-
lægari viðskiptalöndum Dana
nú, á éftir Bandarikjunum og
Japan. Að visu er þar ekki um
að ræða nema 1% útflutnings
okkar (Ath. EBE er stærsti
kaupandi danskra vara) — en
markaðurinn er traustur og
vaxandi og nær yfir mikinn
fjölda vörutegunda. Auk þess
hefur vörujöfnuðurinn við
Kanada lengi verið Dönum hag-
stæður.
Kanada er auðugt land — og
eitt bezt setta af iðnrikjum
heims. Nýting óhemju náttúru-
auðlinda er enn á byrjunarstigi,
svo sem oliu, jarðgass og vatns-
falla. Námuauður landsins mun
tryggja ungum iðngreinum
nægilegt hráefni og er helzti
máttarstólpi útflutningsiðn-
greinanna i dag. Viðskipta-
jöfnuðurinn við útlönd var á sið-
asta ári um það bil f80 milljarð-
ar króna. Og i kjölfar orku-
kreppunnar hefur fjárfesting
þar i landi aukizt mest i heimi. I
heimi óstöðugleika efnahags-
mála er Kanada eftirsóknar-
verður viðskiptavinur, sem vert
er að treysta böndin við. En
spurningin er þessi: Tekst okk-
ur það?
Svarið er einfalt: Já, er við
stöndum okkur með sam-
keppnisfærni, vörugæði, af-
hendingartima og verð.
Nákvæmnisvinna
Danskur iðnaður hefur unniö
sér orð fyrir nákvæmnisvinnu,
góða hönnun og endingargóða
vöru — og er okkur skylt að
halda við þessum orðstir, sem
hefur verið vegabréf okkar i
heimsviðskiptunum.
Það hefur hins vegar reynzt
þungur róöur að standa við lof-
orð okkar um afhendingartima.
Margar eftirsóknarverðar
danskar iðnvörur hafa reynt á
þolinmæði kaupendanna — og
oft hefur munað mjóu að næsta
pöntun færi til keppinautsins.
Dönsk fyrirtæki, sem hafa tak-
markaða framleiöslugetu ættu
að leggja meiri áherzlu á að
halda meira samræmi i viðtöku
pantana og afkastagetu, og þá
frekar að fá einhver verk unnin
hjá öðrum fyrirtækjum til aö
geta staðiö við loforð um af-
hendingartima vörunnar.
Að detta úr leik
En erfiðast hefur verið fyrir
okkur að keppa um verö. Og
mun geta reynzt afgerandi um
framtið okkar sem útflutnings-
iðnþjóð. Drögumst við aftur úr á
þvi sviði er hætta á að við dett-
um úr leik. Kanadiski markað-
urinn býður ekki upp á of hátt
verðlag, og hækki varan mikið i
verði er ekki lengur spurt um
hvort hún er skandinavisk eða
ekki. óhagstætt verð — engin
sala.
Meðan við getum ekki stjórn-
að verðlagi hráefnanna, eru
vinnulaunin okkar eina leið til
að hafa einhverja stjórn á
fullnaðarframleiðslukostnaði
útflutningsvöru okkar. Hækki
launakostnaður þessara iðn-
greina úr hófi er framtiö þeirra i
hættu — og þá nægir ekki að
taka mið af launaþrðun annarra
iðnrikja. Okkar sérstaða er
söm, þótt launahækkanir verði
annars staðar.
Verölagsskrúfan
Ekki ætla ég að rekja hér
neinar tölur um kaupgjalds- og
verðlags skrúfuna i verðbólgu
Evrópurikjanna. Við erum þár
meðal hæstu rikja og gerum
okkur það ljóst. Það gera
Kanadamenn sér einnig ljóst.
Og minnstu munaði að við yrð-
um af góðum stórum kaup-
samningi með löngum af-
greiðslufresti vegna uggs
væntanlegs kaupanda af verð-
lags og kaupgjaldsþróuninni
heima i Danmörku. Meðan
verðbólgan i Kanada er nálægt
10% er hún um 30% i Danmörku
á ársgrundvelli miðað við
ástandið i dag.
Þaö sem ég hefi að ofan greint
er svo sem ekkert nýtt og hefur
reyndar komið margsinnis fram
i greinum og umræöum efna-
hagssérfræðinga og annarra
áhyggjufullra borgara. Hins
vegar er það augljóst að fyrir
landa, sem starfar langt að
heiman, og á markaðssvæöi svo
frábrugðnu okkar heimalandi,
þá verða viðhorfin við vandan-
um langt um skýrari og ein-
faldari.
Efni á reikningum
Guðirnir hafa búið Kanada
vel af náttúruauðlindum, sem
þó er langt frá þvi að vera
áhyggjulaust fyrir hina 22
milljón manna þjóð að nýta.
Deilur hvers kyns, miili kyn-
þátta, landssvæða og ýmissa
annarra hagsmunahópa um
skiptingu landsins gæða og
arðsins af nýtingu þeirra hefur
þegar kostað þjóðina gifurlegar
upphæðir og ótölulegar glataöar
vinnustundir.
En Kanada hefur þó efni á þvi
að borga reikninginn fyrir
þennan skoðanaágreining. Og
skyldi eitthvað bjáta á, þá má
reiða sig á breitt bak frændans i
suðri, sem lengi hefur viljaö
greiða vel fyrir trausta vináttu.
Heima i Danmörku lita málin
öðruvisi út. Ef frá eru talin snot-
ur heiðadrög með dágóðum bú-
jörðum er auölindaforði þjóðar-
innar takmarkaður við heil-
brigða skynsemi og lag á að láta
hlutina ganga, — iðni og hug-
vitssemi, — og góður smekkur á
lifsins gæði.
Verðbréf á varaforðann
Hversu einstakt er það ekki,
að okkur hefur á siðustu áratug-
um tekizt að gefa út verðbréf á
þennan undarlega varaforða
okkar með þeim árangri að við
eigum innskot hjá flestum
peningastofnunum heims, sem
útvega okkur hagstæð lán til að
greiða vaxandi óhagstæðan við-
skiptajöfnuð.
Sem betur fer er það nú orðið
rikjandi skoðun, að það sé ekki
rétt að halda sömu eyðslu áfram
með auknum lántökum, og það
ætti að hjálpa okkur að nokkru
út úr erfiðleikunum að það er al-
mennt viðtekin skoðun i dag,
að okkur beri að sniða okkur
stakk eftir vexti.
Heildarlausn
Slagurinn stendur nú raunar
um leiðir til að draga ur verð-
bólguvextinum, jafna verðlag
og ná utanríkisviðskiptajöfnuði.
En hversu mikill er ágrein-
ingurinn um leiðir að þessu
markmiði. Burtséð frá hinum
fámenna hópi vinstri öfga-
manna, sem stefna að sam-
eiginlegum sósialiskum rikis-
kirkjugarði fyrir allt okkar
efnahagskerfi er almenningur
sammála um að lykilorðið sé
heildarlausn.
Og ég ætla.að takmarka þetta
spjall mitt við aöeins eitt atriöi
þessarar heildarlausnar
vandans: kaupgjaldsstefnu.
Sem er mikilvægast en i senn
erfiðast viðfangs og viðkvæm-
ast.
Og þetta er á hreinu: Við lif-
um af framleiðslu vorri og út-
flutningi hennar. Vegna hrá-
efnisfátæktar okkar erum við
háð verösveiflum hráefnis á
heimsmarkaðnum og þar af
leiðandi óvenju háu hlutfalli
utanrikisviðskipta. Eigum við
að geta náö okkur á strik eftir
afleiðingar oliukreppunnar_
veröum við aö geta aukið út*
flutning okkar. Slikt getur ein-
ungis gerzt ef við höldum fram-
leiösluvörum okkar sam-
keppnisfærum áfram. Launa-
hækkanir, sem standa i öfugu
hlutfalli við samkeppnishæfni
framleiðsluvöru okkar leiða
dauðadóminn i för meö sér. Þá
munu enn fleiri fyrirtæki draga
saman seglin eða loka, og þá
mun atvinnuleysið aukast.
Kröfupólitíkin
skaðieg
Við getum ekki hver um sig
krafizt stærri sneiðar af
kökunni, sem ekki hefur
stækkað. Þess vegna bið ég for-
ystumenn launþegasamtaka að
ihuga nú stöðu sina áður en
nýjar kröfur eru bornar fram.
Kröfupólitikin hefur of lengi
eyðilagt fyrir okkur öllum. I
stað þess að fá nú launaumslög
með meiri magni af verðlausari
pappir afhenta á æ óstöðugari
vinnustööum verður að hrófla
við hinni heilögu kú, visitölunni,
svo útflutningsatvinnuvegirnir
riðlist ekki. Þvi þá er hættunni
boðið heim.
Gagnkvæm kröfupólitík leiðir af sér dauða fyrirtækja og atvinnu-
leysi í kjölfar þess - Hvers virði eru fleiri verðminni krónur í
launaumslaginu? - Þegar harðnar á dalnum reynir fyrst að marki
á sambúðarhæfni fyrirtækjanna og starfsfólks