Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 7
iFimmtudagur 29. júlí 1976. VETTVAMGUR7 GRÍMAN FELLD OG EFTIR STENDUR? 1 AlþýOublaOinu á þriöjudag var birt frásögn blaösins Dag- skrár i Vestmannaeyjum um ferö Alþýöuflokksfólks þangaö fyrir skömmu. Einnig var birt bréf frá Reyni Guösteinssyni, skólastjóra i Eyjum, til Her- manns Einarssonar, ritstjóra Dagskrár. Þaö fylgdi sögunni aö bréf Reynis heföi ekki verið birt i Dagskrá. Þetta var ekki rétt. Bréfiö var birt I blaöinu 23. júli og þessi fullyrðing Alþýðublaðs- ins var i misskilningi byggð, en ekki samkvæmt upplýsingum Reynis Guösteinssonar eöa ann- arra Eyjamanna. Þegar bréf Reynis var birt i Dagskrá ritaöi Hermann Ein- arsson nokkra athugasemd, sem hann hefur beöiö Alþýöu- blaöiö aö birta, og fer hún hér á eftir: Sérstök ástæöa er til þess aö hvetja lesendur DAGSKRAR til að lesa hið opna bréf, er bæjar- fulltrúinn, umboðsmaður Brunabótar og reyndar titlaðuf skólastjóri Barnaskóla Vest- mannaeyja, Reynir Guðsteins- son, ritar ábyrgðarmanni DAGSKRAR. Gremja hans yfir sannri frásögn DAGSKRÁR um aðdraganda og framkvæmd sumarferðar Alþýðuflokksins hingað til Eyja helgina 10. til 11 júli birtist i þessum dæmalausa reiðilestri að hann veit eigi hvernig hann á að finna orðum sinum stað. Læt ég mér i léttu rúmi liggja „þau látlausu og ljúfu orð”, sem hann sendir i minn garð, þeim er ég vanur frá honum auk fals og fláhyggju. Fyrir mestu er, að þarna varpar „skólastjórinn” grimunni og birtist bæjarbúum i sinni réttu mynd. Þegar hlutirnir ganga honum i mót er gripið til aðferð- ar Marðar, og gefiö i skyn aö andstæðingarnir séu sjúkir. Svo ósannindi „skólastjór- ans” verði öllum Eyjabúum ljós, birti ég hér yfirlýsingu frá hjónum, er hingað ætluðu að koma umrædda helgi: Reykjavik, 21. 7. ’76. Ég undirrituð og maðurinn minn ætluðum til Vestmanna- eyja laugardaginn 10. júli. Ég hringdi I Umferðarmiðstöðina til að panta far. Var mér sagt, að Alþýðuflokkurinn hefði skip- iö á leigu og yrði ég að hafa samband við þá. Akváðum við þvi að fara held- ur á föstudegi. En við urðum að vera komin á mánudagsmorg- unn til Reykjavikur. Þvi freist- uðum við þess að fá far meö skipinu á sunnudagskvöldiö. Við báðum um far við landganginn, en uröum að biða þar til allir voru komnir um borð. Þá feng- um við að fara i yfirfullt skipið. Urðum við að borga 1300 krónur á mann og fengum enga kvittun fyrir. En þegar við fórum til Eyja borguðum við 600 krónur á mann, vegna þess að við erum yfir 65 ára aldur. Guörún S. Guömundsdóttir. Þessi yfirlýsing sýnir og sannar hvernig að sumarferð Alþýðuflokksins var staðið og sýnir á einkar ógeðfelldan hátt hvernig umhyggja þeirra gagn- vart öldruðum birtist i verki, þegarþeir rukka hjónin um fullt fargjald, hafandi sjálfir mestan fáanlegan hópferöarafslátt. Hafi þeir selt marga slika far- seöla hefur ekki mikið vantað á, að kratahópurinn hefði koinizt fritt. Betlikerlingar. 1 grein DAGSKRAR, sem hét „Betlikerlingar á ferð”, var á engan hátt gert litið úr þeim v ___________________________J gestum, sem Eyjarnar hafa sótt heim, en svo virðist sem bless- aður „skólastjórinn” sé fremur tornæmur og treglæs, þar sem hann les allt annað út úr grein- inni. Greinin fjallar um nokkrar betlikerlingar, sem slæddust hingað, Betlikerlingar á vegum Alþýðuflokksins, er hingað komu til að snikja fé I flokks- apparatið. Það, að bréf frá styrktarfél. As hafi verið sent ábyrgðarmanni DAGSKRÁR af stráksskap, er eins og annað i grein „skólastjórans” hans eig- in tilbúningur — öðru nafni upp- spuni. Framámaður Alþýðuflokks- ins hér i bæ, sem frekar vill hafa það, sem sannara reynist, hefur i votta viðurvist staðfest, að bréf þetta hafi verið sent i mis- gripum, „agitatorarnir” hafi tekið feil á nöfnum. Að siðustu þetta: Reynir Guð- steinsson og sálufélagar hans i Alþýðuflokknum: Það er viðs fjarri að þið séuð upphafnir yfir gagnrýni og þótt þið hafiö haft uppi tilburði til að kæfa hiö frjálsa orð og leyna bæjarbúa margs, munuð þið aldrei ná þeim tökum á DAGSKRA. —• DAGSKRA mun halda áfram aö birta bæjarbúum sannar frá- sagnir af þvi, sem er aö gerast og ekkert undan draga, sama hverjir eiga i hlut. Þiö, sem eruö komnir i gervi betlikerlinga i Is- lenzkum stjórnmálum ættuö aö ihuga eftirfarandi kvæöi eftir Gest Pálsson, sem hann nefnir „Betlikerling”: Hún hokin sat á tröppu og hörkufrost var á, þar hnipraði hún sig saman uns i kuðung hún lá, og kræklóttar hendurnar titra til og frá um tötrana að fálma sér velgju til að ná. Og augað var svo sljótt sem þess sloknað hefði ljós I stormbylnum tryllta um lifsins voða ós, það hvarflaði glápandi, stefnulaust og stirt og staðnæmdist við ekkert svo örvæntingar myrkt. A enni sátu rákir og hrukka hrukku sleit þær heljarrúnir sorgar, er enginn siðar leit. Hver skýra kann frá pislum og plágum öllum þeim, sem pislavottar gæfunnar liða hér i heim. Var hún máske perla, sem týnd i timans haf var töpuð og glötuð svo enginn vissi af, eða gimsteinn, sem forðum var greiptur láns i baug, en glerbrot var nú orðin á mannfélagsins haug. Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu Nu er að velja sér vetrarferð LOFwmm ISLAA/DS Jan.: 6. 9. 16. 20. 23. 27. Feb.: 3. 6. 13. 17. 20. 24. Mars: 6. 10. 13. 17. 24. 27. Apr.: 3. 7. 21. Hægt er að velja um 2ja og 3ja vikna ferðir og gist- ingu í smáhýsum og íbúðum eöa á hótelum. Sért þú að hugsa um sólarfrí í skammdeginu — þá snúðu þér til okkar. Söluskrifstofur okkar, umboösmenn og feróaskrif- stofurnar veita allar nánari upplýsingar. Ferðaáætlun okkar fyrir Kanaríeyjaferóir næsta vetur liggur nú fyrir. Farnar veróa 30 sólarferóir, 24 til Gran Canaría og 6 til Tenerife. Dagsetningar feróanna eru sem hér segir: nir* ■ 07 Nóv.: 18. Des.: 2. 9. 12. 16. 19. 29. 30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.