Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 10
10 SJÚNARMIÐ
Fimmtudagur 29. júlí 1976.
OLYMPIULEIKAR
Það var árið 1896,
sem fyrstu Ólympiu-
leikarnir voru haldnir i
núverandi mynd sinni.
Siðan þá hafa leikarnir
farið reglulega fram á
fjögurra ára fresti, að
undanskildum heims-
styrjaldaárunum.
1 mannkynssögubók-
unum er sagt frá þess-
um leikum til forna.
Eldinum sem logaði og
þvi að leikunum fengu
aðeins karlmenn að-
gang. Forn-Grikkir
töldu að kvenfólkið
gæti haft letjandi áhrif
á keppendurnar!
En af hinum fomu ólympiu-
leikum er sennilega engin sögn
jafn fræg og sögnin um að
meðan ólympiuleikarnir stæðu
fyrir skyldi rikja friður i Grikk-
landi. Strið og Ólympiuleikar
fóru ekki saman. Það var i þann
tima. Nú er tutttuasta öldin og
þá gilda önnur lögmál. Fyrst
skal berja á nágrannanum og
siðan sjá til hvort einhver
veröur eftir til að keppa i
iþróttum.
Þeim brygði sjálfsagt i brún,
köppunum frá Guilaldaröma
hinna fornu Ólympiuleika, ef
þeir fengju augum litið leikana
nú og þann pólitiska forieik'sém
þeim fylgir.
Fyrst stjórnmálin
siðan iþróttirnar.
Nú er svo komið að ógern-
ingur hefur reynzt að hefja
keppni á Ólympiuleikunum fyrr
en stjórnmálamennirnir hafa
haft með sér keppni. Sjálfsagt
þurfa þeir að keppa eins og
aðrir, en leikvangur iþróttanna
er ekki rétti vettvangurinn fyrir
slika keppni.
Það var fyrst fyrir fjórum
árum, i Munchen að stjórn-
málamennirnir börðu upp á hjá
Ólympiuleikunum. Áður en leik-
arnir hófust settu Afrikuþjóð-
irnar Alþjóðaólympiune&idinni
kosti: Lið Ródesiu og
Suður-Afriku yrði sent heim að
öðrum kosti myndu flestar
þjóðir þriðja heimsins pakka
saman föggum sinum og fara
frá Munchen.
Og nefndin lét undan, séð að
snöktum vær betra að missa
tvær heldur en jafnvel á þriðja
tug eins og siðar átti eftir að
gerast. En þar með var brautin
rudd.
Ekki svo að skilja að mér
finnist ekki rétt að útiloka þessi
riki, Ródesiu og Suður-Afriku
frá 01. vegna kynþáttastefnu
rikisstjórna þessara rikja.
Málið er bara það að þarna
hafði skapast fordæmi.Fordæmi
sem kom svo á daginn að
Afrikuþjóðirnar ætluðust tii að
farið yrði eftir.
Á þriðja tug i stað
einnar.
Rétt fyrir setningardag XXI.
Olympiuleikanna i Montreal
hófust hatrammar deilur um
hvort Nýsjálendingar ættu að fá
að taka þátt i leikunum.
Sökin var sú að þeir höfðu átt
iþróttasamskipti við
Suður-Afriku. í þetta skipti stöð
Alþjóðaólympíunefndin fast á
sinu — Nýja-Sjáland skyldi fá að
keppa á leikunum. En afleiðing-
arnar létu ekki á sér standa. Á
endanum höfðu farið heim á
þriðja tug landsliða þjóða þriðja
heimsins.
Stundum læðist sá grunur að
manni að stjórnmálamennirnir
séu smátt og smátt að grafa
Ólympiuleikunum gröf. Það er
nefnilega svo i okkar litla heimi
að þrætumál þjóða eru fleiri en
tölu erá komandií Qjótu bragði.
Og sennilega finnst þeim
þjóðum sem I deilum standa
sinn málsstaður góður og mikið
réttlætismál.
Tökum sem dæmi „Þorska-
striðið”. Ef okkur hefði tekizt að
fá öll Norðurlöndin til að neita
þátttöku á 01. nema Bretum
yrði visað frá. Eða ef Bretar og
öll samveldislöndin hefðu neitað
að keppa nema íslandi yrði
visað frá keppni.
En það sem mérhefur fundizt
einna eftirtektarverðast I sam-
bandi við þessar stjórnmálalegu
deilur er afstaða iþróttamann-
ana sjálfra. 1 þau fáu skipti sem
i þeim hefúr heyrzt, hafa þeir
óskað eftir að fá að keppa á leik-
unum.
En þeirra er ekki völin,
kerfiskarlarnir og stjórnmála-
mennirnir hafa tekið sinar
ákvarðanir og þeim verður
iþróttafólkið að hlýða.
Einhver gárunginn sagöi að,
það að Afrikuþjóðirnar skyldu
fara heim hefði komið sér illa
fyrir tslendinga. Nú yrðu þeir
siðastir. Hvað sem má um það
segja þá hafa islenzku keppend-
urnir orðið aftarlega i flestum,
þeim greinum semþeir hafa
keppt i.
Staðið sig vel.
Sá tslendingur sem lengst
hefur náð á þessum Olympiu-
ieikum er lyftingamaðurinn
Guðmundur Sigurðsson
sem náði niunda sæti i sinum
þyngdarflokki.
Sundfólkið okkarhefur keppt i
niu greinum og sett sjö tslands-
met. Verður þaðaðteljast mjög
góður árangur á okkar mæli-
kvarða.
1 fr jálsiþróttunum hefur
okkur ekki gengið eins vel og
vonast var til. Að visu hefur
Lilja Guðmundsdóttir sett met i
800 m hlaupi og Ágúst
Asgeirsson einnig i 3000 m
hindrunarhlaupi. En öörum
hefur ekki gengið eins vel.
Þegarþessar linur eru ritaðar
hefur annar tslenzku júdó-
mannanna keppt. Hans viður-
eign stóð i rétt rúmlega 20 sek.
Þrátt fyrir það að tslandsmet
hafi verið sett urðu islenzku
keppnedurnir meðþeim siöustu.
Auðvitað hefur þetta fólk gert
sitt bezta og ég held að engum
detti i hug að fara fram á aö það
gerði betur.
Allir þeir þrettán sem þátt
taka i leikunum fyrir tslands
hönd hafa fórnað sinum fritúna
og peningum til þess að geta
orðið landi sinu til sóma. Spurn-
ingin er bara sú hvort þessu
fólki hafi verið sköpuð sú að-
staða sem þvi að réttu lagi beri.
Blakið og sundið.
Annan júlibirtistá iþróttasiðu
þessa blaðs grein sem nefndist,
„Þátttaka okkar i Montreal”. I
nenni er fjallað m.a. um þátt-
töku blaklandsliðsins i undan-
keppni Olympiuleikanna.
Keppni þessi fór fram á ítaliu
fyrr á þessu ari.
Komið hefur fram að for-
maður islenzku Ól-nefnd-
arinnar taldi það algjöra
fásinnu að þessi för yrði farin.
En nefndin hafði engin völd til
að gripa þar inn i. Formaðurinn
sagði að ,,það hefði verið út i
hött að senda lið i keppninna”.
Þrátt fyrir þessi ummæli tók
nefndin þá ákvörðun um að
styrkja þessa för til ftaliu.
Þetta heföi svo sem verið sök
sér er iþróttahreyfingin vissi
ekki aura sinna tal. En hingað
til hefur iþróttahreyfingin yfir
öðru kvartað en of miklum pen-
ingum.
Það kom lika fram stuttu
siðar að peningarnir voru
heldur af skornum skammti hjá
nefndinni. I viðtala sem Alþ.bl.
átti við sundkappann góðkunna,
Guðmund Gislason kom fram
að: „Sundsambandið fékk sinn
styrk frá Ol-nefiidinni einum
degi áður en keppendurnir fóru
á leikanna”.
Það var siðan sundfólkið sem
stóð sig einna bezt á leikunum
Siðar hef ég heyrt að nefiidin
hafi aðeins greitt um 1/3 af þvi
sem ætlað var til Sundsam-
bandsins.
1 áður nefiidu viðtali við Guð-
mund gagnrýndi hann undir-
búning fyrir leikanna. Sagði að
ekki væri hugsað nóg fram i
timann.
Bara að vera með eða
reyna að gera betur.
Þá eru við komið að spurn-
igunni, hvort við eigum bara að
vera með eða reyna að etja
kappi við þá sem eru beztir. Það
þarf vart að taka það fram að til
að svo megi verða þarf að gjör-
breyta allri aðstöðu hér á landi.
Nefna má að flestir þeirra sem
keppa nú fyrir ísland i
Montreal hafa undirbúið sig er-
lendis.
1 viðtali sem Jón Asgeirsson
átti við Svein Björnsson aðal-
fararstjóra Ol-liösins og vará-
forseta ÍSÍ i fyrrakvöld kom
fram að fyrir næstu leika yrðij
islenzku iþróttafólki gert
kleift að æfa hér heima.
Það væri óskandi að þessi orð
verði ekki eftir i Montreal.
Þá væri stórsnjallt að taka
fjármálahliðina til endurskoð-
unar. Þetta iþróttahreyfingar-
innar. Fyrir hverja Ol-leika
hefur verið talað um það hvort
ekki væri rétt að Nefndinni aö
reyna fjáröflunarleiðir milli
leikanna en ekki aðeins rétt
fyrir þá. En strax og leikunum
er lokið gleymist þetta og er
geymt þar til kemur að næstu
leikum.
Og vonandi er peningum
islenzku ólympiunefndarmnar
og iþróttahreyfingarinnar verði
betur varið en i gjörsamlega til-
gangslausar ferðir eins og för
blaklandsiiðsins eða fari
„nuddarans ’72” og „blaða-
mannsins ’76”.
Jón Einar Guðjónsson
J
Ekki gengur það snurðulaust
Ingibjörg skrifar:
,,Hún amma min það
sagði mér”.
Oft er ég búin að
hugsa um að skrifa
nokkrar linur á blað,
þegar mér hefur of-
boðið málfarið i þessu,
sem nú er kallað fjöl-
miðlar. Ég veit ekki
hvort á að dæma eins
hart ykkur þessa
blaðamenn, eins og til
að mynda útvarpið,sem
rikið rekur og á auðvit-
að að vanda málfærið i.
En ég var nú að
hlusta á fréttir um dag-
inn. Þær voru þarna að
vestan, sem íslending-
arnir fóru, til þess að
iðka iþróttir og komast
þar aftur úr öllum, eins
og skáldið sagði forð-
um.
Satt að segja hrökk
ég við, þegar ég heyrði
þulinn segja i útvarp-
inu, að eitthvað heföi
gengið ,, snuðrulaust’ ’!
Þetta er nú svona
með vesældarlegri
rassbögum, sem ég
hefi nýlega heyrt, og
eru þó margar slæmar,
sem menn bera sér i
munn.
Bráðum eru liðin 56 ár, að
amma min fór að æfa mig við
rokkinn. Hún trúði mér nú ekki
til þess, blessunin, að handleika
hann við spuna. En hún sagði
eitthvað á þá leið, að ég ætti aö
æfa mig á þvi að tvinna band
fyrst. Seinna, þegar ég væri bú-
in, að læra að fara með rokkinn,
gætum við talað um það, sem
vandasamara væri. Og hún var
mikil tókona, kunni að breyta
ull I fat.
Þegar við vorum nú setztar
við rokkinn, og námskeiðið átti
að hefjast, var það fýrsta sem
hún sagði: „Nú verður þú að
vanda þig, lambið mitt, að láta
þræðina renna alveg jafnt inn á
snælduna. Þú mátt hvorki
gálmtvinna, að ég tali nú ekki
um að láta koma snurður! Og
hún lét ekki þar við sitja, en
skýrði fyrir mér þessi tvö orð,
sem voru mér alveg ný.
„Það er kallaö að gálmtvinna,
þegar þræðirnir teygjast ekki
jafnt”, sagði amma, „en annar
liggur eins og utan um hinn.
Snurða er aftur á móti, þegar
annar þráðurinn leggst I lykkju
og snýr upp á sig um leið.”
Já.ekkier nú furða,þó ákomi
snurða (þaðheitir vist „snuðra”
hjá þessum spekingum, sem eru
að láta ljós sitt skina i útvarpinu
og viöar!)
Mér hefur stundum dottið i
hug, hvort þetta sé ekki alveg
táknrænt fyrir fólk, sem er að
„snuðra” i einhverjum þekk-
ingarmolum og nennir ekki að
leggja á sig nema það, sem
minnst er hægt að komast af
með, og minna en það. Svo ber
það sérdelluna i munn og er vist
bara hróðugt á svipinn!
Amma min hafði miklar mæt-
ur á þvi ágæta kvæði Kambans,
Spunakonunni og raulaði oft
fyrir munni sér erindið:
„Snúrurnar hrökkva og
snældan er full.”
Það var lika snurðulaust allt,
sem hún spann.
Við þökkum bréfið,
Ingibjörg. Sendu okkur
linu aftur áður en langt
um liður, ef þér dettur
eitthvað sviplikt i hug.