Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 11
2£S5" Fimmtudagur 29. júlí 1976. Islenskubættir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson Boristhefur bréf frá tveimur systkinum.Bessa Bjarnasyni og Jónu Bjarnadóttur Gjögri, Strandasýslu. Af skriftarlagi rasð ég aö bréfritarinn sé mjög ungur aö árum og er sérstök á- nægja að sjá yngstu kynslóðina sýna islensku máli áhuga. Þau systkin eiga i þrætu við móður sina. Hún segir rétt mál að taka svo til orða: „efþú'gáir betur, þá finnurðu það,” — en eins og vel sæmir hugsandi og gagnrýn- um ungmennum trúa þau ekki hverju sem er, bara af þvi að mamma segir það og spyrja hvort ekki sé réttara að segja : „ef þú gærö betur finnurðu það.” Ég verð að hryggja þessi ungu systkin með þvi að hvað þetta snertir hefur mamma á réttu að standa. Það er talið rétt mál að segja: þú gáir á sama hátt og t.a.m. þúsáir,þú skráir.þú spá- irog þú þráiraf sögnunum sá, skrá, spá.og þrá.Aftur á móti er sagt þú slærð þú flærð af sögnunum sláog flá. — Ef við litum á sagnirnar gá, sá, skrá, spá og þrá er þátið þeirra gáði, sáði, skráði, spáði og Þráði. Það er þess vegna eðliiegt að þær hagi sér öðru visi en sagnirnar slá og flá sem eru i þátið slóog fló. — En söngin náer hins vegar hálf- gerður kynblendingur. Hún beygist i þátið eins og fyrrtöldu sagnirnar — náði, en er i nútið eins og þær siðartöldu — þú nærð.Og ugglaust á þessi blend- ingsbeyging sagnarinnar ná sinn þátt i að rugla málkennd þeirra Gjögursystkina og ann- arra islenskra barna. Þeim Bessa og Jónu liggur fleira á hjarta, þau segja: Enn- fremur langar okkur áð spyrja hvort ekki sé réttara að segja: „Hvenær kemur hann”, en að segja: „Nær kemur hann?”” Þvi er til að svara að hvort tveggja er rétt. Það eru helst vestfirðingar sem halda enn i hina fornu mynd þessarar sam- tengingar, og segja nær, aðrir landsmenn nota flestir hvenær og meira að segja amast sumir við tengingunni nær og telja hana dönskuslettu. Það er mik- ill misskilningur. 1 visu sem Þormóður Kolbrúnarskáld kvað daginn fyrir Stiklarstaðabar- daga — að þvi er segir i Fóst- bræðrasögu — spurði hann Ólaf konung hvenærhann byggistvið öðrum skáldum. ,,nær vættir þú þeirra?” kvað Þormóður. Og fáir munu væna fornskáldin eða höfunda islendingasagna um dönskuslettur. Vikingur Guðmundsson skrif- ar: „Mighefur lengi langað.ti' að skrifa þessum þætti. Það orð sem mér hefur lengst brunnið i mun misnotkun á er orðið slys. Þegar ég svo sat og hlustaði á hádegisfréttir útvarpsins i dag og heyrði lækni tala um að kom- ið hefði verið inn á spitalann með slys þá varð mælirinn fuil- ur og ég greip penna og blað. Hefur orðið slys breytt um merkingu þarna fyrir sunnan? Hérna fyrir norðan merkir það óhappaatvik, afleiðingu af verknaði. T.d. Hann ók ógæti- lega, missti vald á bilnum og1 það varð slys. Slys er hvergi. Það er hægt að tala um að hér hafi orðið slys, en ekki að hér sé slys, og þess vegna er ekki rétt að tala um að forða slysi, forð- ast slys né fara með slys á einn eða annan stað.” Þessu er ég hjartanlega sam- mála, utan það að mér finnst allt i lagi að tala um að varast eða forðast slys. Vikingur rök- styður andúð sina á þessu orða- lagi i alllöngu máli og segir þá m.a.: „Við getum varast slysa- hætturnar, forðast hluti og atvik sem gætu valdið slysi. ” — Sama má segja um atvik og Vikingur segir um slys. Atvik eru hvergi, og sé hægt aðtala um að forðast atvik er einnig hægt að tala um að forðast slys. Ég vil að siðustu þakka Vik- ingi gott bréf og geri lokaorð- hans að minum: ,,Fátt er að minu mati, islenskri tungu meiriskaði en brenglun á merk- inu orða. Ef fjölmiðlar ganga ekki á undan með að kveða nið- ur svona drauga gera það ekki aðrir. Þvi skora ég á Rikisút- varpið að halda vöku sinni. Var- ist hætturnar, Komið i veg fyrir slysin. Fyrirbyggið þau og vald- ið þeim ekki.” Komið með slys Það getur allt gerzt! Það fór heldur betur um hana Rosmary þar sem hún lá i sólbaði á dögun - um, og einhver fór að fitla við böndin á baðfötunum hennar. Og ekki minnkaði skrekkurinn þegar hún leit upp og sá að hinn seki var stóreflis örn. En til allrar mildi var örninn taminn, enda kom eigandinn fljótt á vett- vang til að sækja gripinn. Það er annars ekki svo vitlaus hugmynd að taka taminn örn með á ströndina næst þegar þú ferð þangað. Að minnsta kosti endaði þetta ævin- týri, eins og bezt varð á kosið...! ALLIR ÚT Á LAND í SUMAR OG SÓL ALLT í FERÐANESTIÐ FRÁ OKKUR Opið föstudagskvöld til kl. 10 Lokað laugardaga í sumar Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara f.vrir ákveðið verö. Reynið viðskiptin. Bitasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. í ÚTBOÐ Utanhússviðgerð á Frikirkjuvcgi 1 (MiðbæjarskólaK Tilboð óskast i endurnýjun á bárujárni og gluggá^iiTl- gerðum á 1. og 2. hæð hússins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 10. ágúst 1976, kl. 11.00 f.h. t öllum þeim mörgu er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar mins og bróður okkar Egils Þorsteinssonar tollvarðar sendum við hjartans alúðarþakkir. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Guðbrandsdóttir og systkini hins látna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.