Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 16
„Varnar-
máladeild
heldur
fram hel-
berum
þvættingi”
Karl Steinar Guðnason
Eins og lesendur
blaðsins muna var
nokkur ólga i Verka-
lýðsfélagi Suðurnesja
fyrir rúmum mánuði
vegna þess að hermenn
á Keflavikurflugvelli
ganga nú i æ fleiri störf
sem íslendingar hafa
til þessa annazt. Málið
gekk það langt að for-
maður verkalýðs-
félagsins gekk á fund
Einars Ágústssonar
utanrikisráðherra til
þess að ræða stöðuna. í
viðtali við Alþýðu-
blaðið lét ráðherrann
svo ummælt að þessar
fullyrðingar við for-
manns verkalýðsfélags
ins og trúnaðar-
manna yrðu þegar
kannaðar af Varnar-
máladeild og ef þær
hefðu við rök að styðj-
ast væri hér gengið i
berhögg við þá stefnu
Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur:
HERMÖNNUM í AL-
MENNUM STÖRFUM
FJÖLGAR STÖÐUGT
- þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða
sem lýst hefði verið
yfir á grundvelli sam-
komulags rikisstjórna
íslands og Bandarikj-
anna sem gert var árið
1974.
Páll Asgeir Tryggvason for-
maöur Varnarmálanefndar og
deildar Varnarmáladeildar
utanrikisrtðuneytisins sagði
um þetta leyti að þessu væri á
þveröfugan veg farið við það,
sem Suðurnes jam ennirnir
segðu.
Næsta skref var það að utan-
rikisráðherra fól Varnarmála-
deild að kanna hvort þessar full-
yrðingar ættu við rök að styðj-
ast. Siðan þetta var fyrirskipað
hefur heldur verið hljótt um
málið og engin yfirlýsing verið
gefin út af hálfu ráðuneytisins
eða deildar þess sem fer með
varnarmál.
Blaðið hafði þvi samband við
Karl Steinar Guðnason, for-
mann Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavikur og innti hann
eftir gangi málsins. Hann sagði:
— Ég ásamt nokkrum
trúnaðarmönnum á Keflavikur-
flugvelli áttum eins og fram
hefur komið fund með utan-
rikisráðherra þar sem þessi mál
voru rædd. Þar var ákveðið að
málið yrði kannað.
1 ljós hefur komið að fullyrð-
ingar okkar eiga fyllilega við
rök að styðjast enda staðfesti
könnunin það sem við höfðum
áður sagt.
Okkur var lofað greinargerð
um máliðfrá Varnarmáladeild,
en sú greinargerð hefur enn
ekki borizt þrátt fyrir að
könnuninni er lokið fyrir
nokkru.
1 íyrrakvöld var haldinn
fundur með trúnaðarmönnum á
Keflavikurflugvelli og sögðu
þeir að enn væri ekkert lát á
þeirri þróun sem kvartað hefði
veriðyfir við utanrikisráðherra.
Fjöldi hermanna á ýmsum
viðgerðarverkstæðum og i
störfum sem verið hefðu i
höndum Islendinga einna
hingað til færi sifellt vaxandi.
Ég vil láta þess getið að þær
fullyrðingar sem Páll Ásgeir
Tryggvason deildarstjóri
Varnarmáladeilda um að her-
mönnum i störfum almenns
eðlis fækkaði stöðugt, eru helber
þvættingur.
Nú ermálumþannig komiðað
við höfum ákveðið að verði
málaleitunum okkar ekki sinnt
og gerðum samningum fram-
fylgt þá munum við gripa til
annarra aðgerða til lausnar
málinu en viðræðna, enda þótt
við teljum að sú leið sé öllum
fyrir beztu.
Blaðið reyndi að ná tali af Páli
Ásgeiri Tryggvasyni i gærdag
en hann var staddureiihvers-
staðar úti á landi. EB
RÍKISVALDIÐ HEFUR SKORAÐ
LÖGREGLUMENN A HÓLM
- með úrskurði kjaranefndar
Kjör lögreglumanna eru slæm
núna, eins og ef til vill allra
annarra, sagði Jónas Jónasson
varðstjóri i samtali við Alþýðu-
blaðið. En það, sem við erum
óánægðastir með núna, er úr-
skurður kjaranefndar. Það má
segja að hann hafi komið eins og
þruma úr heiðskýru lofti.
Þá sagði Jónas að þegar lög-
reglumenn bættust i hóp opin-
berra starfsmanna, þá hefðu þeir
orðið að gera sérsamning á undan
öllum öðrum aðildarfélögum
BSRB. Grundvöllur þeirra samn-
inga að hálfu rikisins, hefði verið
að halda öllu sem lengst niðri og
heföu samningarnir verið eftir
þvi.
Rammasamningur BSRB heföi
verið gerður i marz ogeins og lög
gerðu ráð fyrir bæru aðildar-
félögin siðan fram sérkröfur
sinar og gerðu sérsamninga þar
sem inn væri tekin röðun i launa-
flokka o.fl.
En af þvi að lögreglumenn voru
langt á undan hinum aðildar-
félögunum með sérsamningana,
heföu þeir i raun og veru samið i
allt ööru þjóðfélagi, vegna þeirr-
ar launahækkunar sem varð i
febrúar með Alþýðusambands-
samnin^unum. Sú launasveifla
sem orðiö hefði i landinu þá, hefði
komið öllum aðildarfélögunum til
góða, nema félagi lög-
reglumanna.
Samkvæmt lögum og venjum
um samningsreglur opinberra
starfsmanna ætti að endurskoða
kaupsamninga þegar breytingar
yrðu á launum, en sú endur-
skoðun heföi aldrei farið fram á
samingum lögreglumanna, og
engin leiðrétting fengizt.
Þá sagði Jónas að rikið heföi
viðurkennt þann órétt, sem lög-
reglumenn hefðu verið beittir, en
ekki fengizt til að leiðrétta hann
þar sem hætta væri á aö önnur
félög kæmu á eftir.
En með úrskurði kjaranefridar
hefði útkoman orðið sú að lög-
reglumenn hefðu komið út með
versta úrskurðinn, þegar á
heildina væri litið.
Sagði Jónas að til dæmis væri
ekki gert ráð fyrir neinum launa-
hækkunum hjá nýliðahópnum og
öðrum þeim lögreglumönnum
sem væru i 3. launaþrepi. Þetta
atriði teldu þeir þyngra á vogar-
skálunum en þær hækkanir sem
fengizt hefðu.
„Svona aðgerðir hljóta alltaf að
herða menn i baráttunni og það
má segja að rikisvaldið hafi hálft
I hvoru skorað lögreglumenn á
hólm núna með þessum kjara-
nefndarúrskurði.’i” sagði Jónas
að lokum.
—JSS
FIMMTUDAGUR
29. JÚLÍ 1976
alþýðu
blaðíö
HEYRT,
SÉÐ OG
HLERAÐ
Séð: 33. þing Alþýðu-
sambands Islands hefst
29. nóv. nk. og mun það
standa til 3. des. Þetta
þing verður eitt um-
fangsmesta þing um
málefni launþega sem
haldið hefur verið hér á
landi og verður unnið
frá kl. 9 á morgnana til
kl. 18 á kvöldin. Hér er á
ferðinni vinnudagur i
lengra lagi enda eru
dagskrárliðir alls 22.
o
Lesið i Félagstiðindum
SFR að verið er að leita
upplýsinga um tildrög
að stofnun félagsins og
einnig vitneskju sem
einhverjir kunna að búa
yfir um starfsemi
félagsins, Hér er á ferð-
inni þarft og virðingar-
vert verkefni sem Al-
þýðublaðið óskar að vel
takist.
o
Lesið i sama blaði: i
grein eftir Björn
Arnórsson hagfræðing:
Það má þannig með
sanni segja að siðustu
samningar séu verð-
bólgusamningar- ekki
af þvi að þeir séu of háir
— langt i frá —heldur af
þvi að þeir fela i sér
heimild um að velta
ALLRI
launahækkuninni út i
verðlagið, án þess að
launafólk fái nokkrar
bætur. Full visitöluupp-
bót, sem reiknuð væri
mánaðarlega, væri
hinsvegar, fremur en
hitt, að pressa á rikis-
valdið að leita að
áhrifameiri leiðum til
að hemja verðbólgu-
skriðuna.
o
Hlerað: Flestir muna
eftir Moggafréttunum
um dularfullar og
fjandsamlegar ferðir
Rússa með SVR fyrir
rúmu ári. Þjóðviljinn
fann þá skýringu að
verið væri að safna
skiptimiðum fyrir inn-
rásarlið Rússa þegar
það kæmi úr kafbátun-
um, sem legðu upp að
Granda, þannig að þeir
gætu i skyndingu náð
borginni á sitt vald. Nú
hafa hersinnar fundið
óbrigðult ráð við þessu.
I ráði er að fjarlægja
skiltin sem visa veginn
til herstöðvarinnar á
Keflavikurflugvelli og
villa þannig um fyrir
innrásarliðinu. Blaðið
hefur hlerað að nú sé
unnið að þvi i herbúðum
andstæðingsins að finna
krók á móti þessu geysi-
snjalla herbragði.