Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 3
SlaSd* Fimmtudagur 29. júlí 1976. SJÓNVARP HEFST AÐ NÝJU A SUNNUDAG Nú er sumarleyfi sjón- varpsins senn að Ijúka og hefjast útsendingar þess að nýju sunnudaginn 1. ágúst. Að sögn Björns Baldurs- sonar, dagskrárritara sjónvarps, verður sjón- varpsdagskráin eftir sumarfrí með svipuðu sniði og var fyrr í sumar. Engar sérstakar breyt- ingareru væntanlegar fyrr en vetrardagskrá hefst, um og eftir 1. október. OL og listahátíð Án efa hafa fjölmargir Islend- ingar beðið óþreyjufullir eftir að sjá myndir frá Ólympiuleikunum i Montreal. Sá draumur rætist strax kl. 16 á sunnudag, en þá mun Bjarni Felixson sýna og kynna myndir þaðan. Svipmyndir frá ólympiuleikunum verða siðan á dagskrá sjónvarps næstu tvær vikurnar. Sjónvarpið lét taka upp heil- mikið af efni á listahátið og fá sjónvarpsunnendur forsmekkinn af þvi næstkomandi mánudags- kvóld. Þá birtist hinn bráðsnjalli, franski látbragðsleikari Yves Lebreton á skerminum. Þrír nýir myndaflokkar Þrir nýir myndaflokkar hefja göngu sina fyrstu vikuna i ágúst. Sagan af Hróa hetti er nýr, brezkur myndaflokkur um ævin- túri útlagans Hróa hattar. Fyrsti þáttur verður sýndur á sunnudag kl. 18.10. Miðvikudaginn 4. ágúst gefst mönnum kostur á að sjá upphafið að tveim nýjum framhalds- myndaflokkum. Sá fyrri kallast Pappirstungl- (Paper Moon). Þetta er bandariskur mynda- flokkur i 13 þáttum, byggður á sögu eftir Joe David Brown. Margir muna eflaust eftir kvik- mynd með sama nafni, þar sem Adda og Mósi, aðalsöguhetjurnar i hinum nýja myndaflokki sjón- varpsins „Paper Moon”. Fyrsti þátturinn verður á miðvikudaginn 4. ágúst og ber nafnið „önnur verðlaun”. Ryan O’Neil og Tatum dóttir hans fóru með aðalhlutverkin. Efnið i myndaflokkum þessum er það sama og i biómyndinni, en leikar- arnir ekki þeir sömu. Siðari þátturinn heitirHættuleg vitneskja (Dangerous Know- ledge). Er það nýr brezkur njósnamyndaflokkur i 6 þáttum. 1. þátturinn fjallar um Kirby nokkurn, fyrrverandi foringja i leyniþjónustu hersins, sem er á ferðalagi i Frakklandi þegar spennandi atburðir taka að gerast. Þeir McCloud og Columbo fara þó ekki frá okkur þó nýr maður komi i spilið, og halda þeir áfram að leysá flóknar sakamálagátur á þriðjudögum. 1 sjónvarpsdagskrá fyrstu vik- unnar I ágúst kennir margra grasa, margt fróðlegt og skemmtilegt er á boðstólum, en þessi upptalning verður látin nægja. Frá og með sunnudeg- inum bætir sjónvarpið okkur það upp,að tekið er að skyggja og kvöldin eru ekki lengur ljós og löng. AV Sendiherra Tanzaníu á íslandi Nýskipaður sendiherra Tanza- niu, John Edward Fumbwe Mhina, afhenti i fyrradag for- seta islands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrikisráðherra, Einari Ágústsyni. Siðdegis þáði sendiherrann boð forsetahjón- anna að Bessastöðum, ásamt nokkrum fleiri gestum. Sendi- herrann hefur aðsetur i Stokk- hólmi. — Myndin er tekin að Bessastöðum. Fordæma fáranleg vinnubrögð kjaranefndar Félagsfundur i Stéttarfélagi islenskra félagsráðgjafa 27.07. sl. ályktar eftirfarandi vegna úrskurðar kjara- nefndar um kjör rikis- starfsmanna: „Félagið fordæmir harðlega fáránleg og öldungis óviðunandi vinnubrögð kjaranefndar og lýsir megnri óánægju yfir þvi að féjagsráðgjafar hafa i engu fengið kröfum sinum framgengt. Það vekur furðu okkar, að félags- ráðgjafar fengu ekki launaflokks- hækkun eins og allar aðrar heilbrigðisstéttir innan SFR. Orskurður kjaranefndar i heild' itrekar litilsvirðingu rikisvalds-- ins i garð launþega. Augljóst er að þessi launaflokkshækkun, sem úrskurðurinn felur i sér vegur engan veginn upp á móti verð- hækkunum undanfarið, og er þvi I raun réttri um kjaraskerðingu að ræða. Svo er að sjá, sem kjaranefnd hafi enn ekki lokið öllum störfum þar eð hún hefur ekki enn raðað öllum starfsheitum i launaflokka ogskorum við á nefndina að ljúka vinnu sinni nú þegar. Við fordæmum þessi vinnu- brögð enn harðar með hliðsjón af fyrri samskiptum stéttarfélags- ins við fjármálaráðuneytið i ólokinni deilu um greiðslutaxta vegna lausavinnu félagsráðgjafa hjá rikinu. Fjármálaráðuneytið hefur ekki, þrátt fyrir itrekanir sinnt tilboði félagsins um frekari viðræður um það mál. Hin stórkostlega skerðing á lifskjörum almennings undanfar- ið og úrskurður kjaranefndar nú, hlýtur að knýja launþegasam- tökin til að taka sér þann rétt sem enn er ekki f þeirra höndum og skorar þvi félagið á opinbera starfsmenn að grípa til verkfalls- aðgerða nú þegar.” FBÉTTIB 3 Saia sumarbústaða: Aldrei eins dræm og í sumar Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá fast- eignasölum hefur sala sumarbústaða verið heldur dræm það sem af er sumri. Þorsteinn Steingrfmsson hjá Fasteignaþjónustunni sagði í samtali við blaðið að aldrei hefðu selzt færri sumarbústaðir en í sumar. Þeir væru settir á söluskrá en enginn vildi kaupa. Sagðist Þorsteinn telja þetta merki um að farið væri að harðna i ári hjá fólki. Sumar- bústaðurinn væri það fyrsta sem selt væri þegar kreppti að, og virtist fólk setja það mjög fyrir sig hvað verðiö á þeim væri hátt. Við Þingvallavatn kosta sumarbústaðirnir ailt upp i 6 milljónir, en i Meðalfellslandi er hægt að fá bústað fyrir 2-300.000. Við Elliðavatn er verð bústað- anna 2-3 milljónir. Sagði Þor- steinn að verðið færi mjög eftir þvi hvort veiði fylgdi landinu og eins hvort þar finndist skógur. En einkum væri þó mikil áherzla lögð á að drykkjarvatn fengist við bústaðina, en þeir væru mun verðminni ef svo væri ekki. Hjá Fasteignasölunni höfðu menn sömu söguna að segja. Nóg framboð er af sumar- bústöðum, en litil sem engin eftirspurn. Virtist fólk setja fyrir sig hversu hátt verðið á þeim væri. Sumarbústaðalönd Sama máli gegnir um suma- bústaðarlöndin, þau koma i talsverðum mæli inn á sölu- skrár hjá fasteignasölunum, og fólk spyrst mikið fyrir um verð og annað, en kaupir litið. Fasteignasalan veitti okkur þær upplýsingar að meðalverð hektara væri um ein milljón, en færi eftir þvi hvar landið væri. Til dæmis kostaði hektarinn i Grimsnesi allt upp i 1,3 millj. og við Apavatn væri verðið 1.2 millj. —-JSS „SPILAÐI 0G S0NG” Framundan er mesta ferðamannahelgi ársins, verzlunarmanna- helgin. Leggja þá allir, sem vettlingi geta vaidið, leiö slna upp i sveit. En hvort sem það verður friðsælt rjóður I lækjarhvammi eða einhver hinna fjölsóttari staða s.s. Húsafelisskógur, Vaglaskógur, Hallormsstaðaskógur, Galtarlækjarskógur, Þórsmörk, tJlfljótsvatn eða Þjóðhátið I Eyjum, sem fyrir valinu verður, Má búast við að heyra angurbliða gitarhljóma eða jafnvei harmonikuspil þegar rökkrið slgur á og húmið fyilir dal og tjald. Tii heiðurs þessum list- hneigðu iöndum vorum birtum við meðfylgjandi mynd, sem reynd- ar var tekin I margumræddri ferð Alþýðuflokksfélaganna I Reykja- vlk og Reykjaneskjördæmi til Vestmannaeyja fyrir skömmu. Von- um við að allir komi hressir og kátir úr útiiegunni eftir mikið spil og söng, þótt þeim takist kannski ekki alveg eins vel upp og iistakonun- um I Eyjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.