Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 13
DÆGRADVÖL 13 l|iýöu' aolö bla Fimmtudagur 29. júli 1976. Jörgernsen ritar i Nordisk Medisin. Trúin skiptir miklu máli Clarence Blomquist, dósent i læknasiðfræði við háskólann i i Stokkhólmi, mótmælir honum harðlega. — Ágæti þessarar aðferðar hefur ekki verið sannað, þó svo að nál hafi verið stungið i eyra sjúklings með ólæknandi liða- gigt og það eitt eigi að hafa veitt honum fullkominn bata. Ég gæti á sama hátt full- sannað aðferðir þaer, sem notaðar eru á skólasjúkrahús- unum. Til dæmis gæti ég sagt frá þvi, hvernig mér tókst að lækna konu, sem þjáöst hafði af, að þvi er virtist, óstöðvandi blæðingum um margra ára skeið. Til þessa beitti ég sál- rænni meðferð á sjúklingnum. Hið sama gerði Kristur er hann lét konu með sama sjúkdóm snerta klæði sin. Það er alltaf hægt að þreifa sig áfram i þessum efnum. En vandinn er sá, að allar læknis- aðferðir krefjast þess ekki ein- göngu að sjúklingurinn trúi á gildi þeirra, heldur verður sá sem þær framkvæmir einnig að hafa trú á þeim. Hann verður sjálfur að vera fullviss um, að hafa fundið beztu og áhrifa- rikustu aðferðina. Gagnrýni og sann- prófun Það sem setur lækningaþekk- ingu vesturlanda feti framar öllum öðrum er það að læknar geta gagnrýnt sjálfa sig og aö- ferðir sinar. Allar þessar að- feröir á að vera hægt að sann- prófa á visindalegan hátt. Ef nálarstungulækningar og aðrar slikar eiga að geta att kappi við hinar hefðbundnu lækningavenjur, verða þeir sem slikar aðgerðir framkvæma að temjasér slika gagnrýniá gerð- um sinum. Með þvi grafa þeir sér kannski sina eigin gröf — hver veit? segir Blomquist að lokum. — Já, mig dreymir, sagði hann lágt. — Ef til vill hefúr mig dreymt meira undanfariö, en nokkru sinni fyrr. Ég hafði alltaf hugsaö mér aö fara hingað með þá stúlku, sem mér þætti nægi- lega vænt um til að biöja hennar, og þess vegna ætla ég aö gera þaö núna. Hann hló lágt. — Það er ekki oft, sem þrennt sameinast, rétta stundin, rétti staðurinn og manns heittelskaða. Ann leit á hann og það, sem hún sá i andliti Roberts hafði hún aldrei séð þar fyrr... eitthvaö það, sem gat látiö konu finnast hUn örugg og traust. Rödd hennar skalf, þegar hún svaraöi honum. Hún reyndi ekki aö láta eins og hún heföi misskiliö hann. Þaö var ekki hægt viö Robert. Hann heföi aldrei fariö meö hana þangaö til aö rabba viö hana. — Nei, vinur minn, sagöi hUn kyrrlátlega. — Þetta er full- komiö. Hann tók hönd hennar og þrýsti aö brjósti sér. — Þetta hefúr tekiö langan tima, Ann, kannski allt frá þvi, aö þú sagöi mér, aö viö værum sem læknir-hjúkrunarkona, og aö ég liti ekki á þig sömu augum og Gretu. Þá fann ég, aö þetta var satt, og eftir þaö held ég, aö sess þinn hafi veriö annar f huga minum. Þegar viö fórum i þessa slysalegu gönguferö meö Jim og Ellice, skildi ég, aö þaö var engin , sem ég vildi fremur eiga en þig. Ég fór aö hugsa meira um máliö, og nU veit ég, aö þaö er engin kona, sem ég vil heldur vera hjá en þú...hvorki i vinnu, leik né ást. Svona, nú hef ég gert mig aö asna, og ég vona aö ég geri þaö ekki alltof oft! Hún leit brosandi i augu hans. — Ég hef ekkert á móti þvl, ef þU feröi svona aö þvi aö gera þig aö fifli.Þaöer heldur enginn, sem ég vil frekar vera með en þU... i vinnu, leik og ást. Hann horföi á móti. — Og þU ert hætt að hata mig? — Ég hef aldrei hatað þig. Mér fannst þú bara vera montinn, en . það var fyrir löngu. — Hvaö löngu? — Frá þvi aö Greta kom, svaraöi hUn hreinskilnislega. Hann skellti upp úr. — Varstu afbrýöissöm? — Hræöilega! Ég held, aö þá hafi ég komizt aö þvi, hvaö þú skiptir mig miklu máli. — Þá var gott, að hún kom! Húnerágætis stelpa, en innst inni bar ég ykkur alltaf saman. — Viö vinnum lika vel saman. — Er þetta þá i lagi? — Já, áreiðanlega. Þau sátu þögul um stund, en svo sagði Robert og leit á.klukk- una: — Eigum við ekki að koma okkur? Það er góöur spölur á veitingarhúsið, sem við ætluðum á til að halda þetta hátiðlegt. Hún leit á hann: — Langar þig enn út að dansa? Hann tók hana i faðm sér og kyssti hana lengi, lengi, lengi. Svo sagði hann: — Fyrr eða seinna verð ég vist að venjast þvi að halda utan um þig! Hún hallaði sér rjóð og hlæjandi að barmi hans. — Hvers vegna þarftu að biöa, þangað til að þú hefur undirleik, elskan? hvislaði hUn. (SÖGULOK) Brídge Dýrt hik. Litum á spil dagsins. Ó'A D 9 A 10 3 2 D 6 * A D 5 4 ▲ 10 4 3 2 K G 8 6 5 * 5 »97 * A 10 8 7 3 2 ♦ K 9 4 * 9 2 * K G 10 f G 5 «8 7 6 3 Sagnirnar gengu: Norður Austur Suður Vestu- 1 grand Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Þetta gekk nú fljótt af, en sagnhafi veitti þvi athygli að Austur hikaði svona eins og sekúndubrot eftir grandsögn Norðurs og geymdi það hjá sér. Vestur sló út tigulás og Austur kallaði með niunni og Vestur sló út tigulsjöi. Austur tók á kóng- inn og spilaði nú út trompi sem var eina spilið, sem gat ekki gefið sagnhafa slag. Sagnhafi lét lágt af hendi og tók i blindi, spilaði öðrumtromp slag og tók hejma. Vegna hiks Austurs I sögninni táldi sagnhafi fullvist aö hann ætti báða svörtu kóngana og nú ákvað hann að koma Austri inn i spilið, spilaði láglaufi, sem Vestur fleygði tvistinum i og fjarkinn fór úr blindi. Austur tók á tiuna og nú var hann i vanda. Eftir nokkra umhugsun spilaði hann tigul- fjarka út'. Sagnhafi kastaði lág- laufi og tók á tromp i blindi, siðan tók hann á laufás og spilaði trompunum i botn og Austur var varnarlaus. Ef hann fleygði laufakóng hlaut sagnhafi að fá tvo slagi á lauf, en fleygði hann spaöagosa hlaut sagnhafi að fá kónginn blankan i ásinn og hirða þannig sina 10 slagi. og svo var það þessi um... ..litlu telpuna, sem var I sunnudagsskóla hjá manni sem haföi þaö að aðalstarfi að stjórna skurðgröfu. Liklega hefir honum orðið nokkuð tlðrætt um það, þvi eitt sinn er telpan er að þvi spurð hvernig dauða Jesú hafi borið að höndum, svar- aði hún: Hann hefir lfklega orðið undir skurðgröfu. Bréfaskipti: Ísland-Japan 19 ára gömul, japönsk stúlka, sem hefur mikinn áhuga á bætt- um samskiptum þjóða i milli, hefur Sent Alþýðublaðinu bréf. Hana langar mjög mikið að ná bréfasambandi við islenzka unglinga. Hún heitir Sachino Tanaka og utanáskrift hennar er: Miss Sachino Tanaka - 17-3, Harima 1-C Abeno-K, Osaka-S 545 Japan. Hún skrifar ágæta ensku. Svör ■jBjamqyi jiQnen '01 '{jjíajniiv p ;uuiQO)sddiis I '6 •uossupf jnpunmQno '8 •QHinS bijbas •L •jpuBHOns pjj 9 •janSuqjaH ooijug £ pauBmoo BipBM •; uossnugBiQ iujbIh uossjbuSbj; upf;suH 'z •uossnuSBK u]bjh 'I # FRETTA- GETRAUN 1. Hver er maðurinn? 2. Hvað heitir framkvæmda- stjóri L.í.tJ.? 3. Hvað heitir hinn nýi fræðsiu- stjóri Alþýðuflokksins? 4. Hvað heitir litla rúmenska stúlkan sem vann hug og hjörtu manna á Ölympiuleikunum? 5. Hvaö heitir formaður kommúnistaflokks Itallu? 6. Hér á landi er nú staddur ungmennakór, og er hann hér i boði Tómstundaráðs Kópavogs. Hvaðan úr heiminum er kórinn? 7. Hvað heitir myndin sem Stjörnubió sýnir þessa dagana? 8. Sandgerðingar eiga nú fullkomnasta togara á tslandi öllu, hvað heitir hann? 9. önnur spurning um sama togara. Hvar var hann smfðað- ur? 10. Hvað heitir sá flokkur eöa fylking sem er viö vöid I Kambodiu? áhugamennirnir á Ólympiuleikum ....sniff....sniff... við erum alltaf siðastir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.