Alþýðublaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 STJORNMAL
tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson,
simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i
Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga-
deiid, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar -
simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000
krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu.
Herinn og
miliilandaflugið
Þess hefur oft veriö getið í Alþýðublaðinu hversu
hvimleitt það er fyrir (slendinga og útlendinga að
hef ja og Ijúka ferð til útlanda á Kef lavíkurf lugvelli.
Það er ekki aðeins ömurlegt, heldur einnig lítillækk-
andi fyrir f rjálsa þjóð að þurfa að hafa miðstöð milli-
landaflugs í miðri herstöð. Þá er fyrsta landsýn út-
lendinga herflugvélar, herbílar, hermenn og hvers-
konar skilti og athafnir, sem fylgja her.
I Tímanum í gær er viðtal við Heimi Hannesson,
formann Ferðamálaráðs, þar sem hann segir, að
Ferðamálaráð hafi í hyggju að gera róttækar breyt-
ingar á umhverfi f lugstöðvarinnar í Keflavík. Hann
segir: „ Ég er þeirrar skoðunar, að á meðan ekki hef ur
tekizt að koma í f ramkvæmd þeirri yf irlýstu stef nu að
aðskilja farþegaflug og hernaðar- og eftirlitsflug, þá
verði að grípa til töluvert róttækra aðgerða innan
Kef lavíkursvæðisins — bæði frá sjónarmiði fegrunar,
umhverfisverndar og þjóðlegra sjónarmiða".
Síðan segir formaður Ferðamálaráðs: „Til dæmis
er ég eindregið þeirrar skoðunar, að ýmiskonar skilti
og merkingar á erlendu máli varðandi varnarliðið og
aðrir fánar en íslenzkir eigi ekki heima við aðalflug-
stöð fslendinga". Alþýðublaðið tekur eindregið undir
þessi orð Heimis Hannessonar.
Það er hins vegar annað mál hvernig staðið hefur
verið að undirbúningi að smíði nýrrar flugstöðvar á
Keflavíkurflugvelli. Mál þetta komst á dagskrá fyrir
mörgum árum og erlendir sérfræðingar voru fengnir
til að gera umferðarspá og uppdrætti aðnýrri flug-
stöð. Síðan var f lugstöðinni ákveðinn staður, en bygg-
ingaframkvæmdir hafa dregizt úr hömlu. Hér verður
að gera bragarbót og aðskilja á borði, en ekki aðeins í
orði, starfsemi varnarliðsins og millilandaflugið. Það
er ekki sæmandi fullvalda þjóðaðreka jafnmikilvæga
starfsemi og millilandaflugið er inni í miðri herstöð.
Skortur
á skilningi
I umræðum og skrifum manna er Ijóst, að mjög
skortir á skilning íbúa í fjölbýli á hag, afkomu og
starfi bændastéttarinnar og öfugt. Ættartengsl fjöl-
býlisbúa við sveitirnar eru smátt og smátt að rof na og
kynslóðirnar verða æ f leiri, sem fæðzt haf a í borg eða
bæ og alizt þar upp. Enn fara þó borgarbörn í sveit og
kynnast lífi og starfi bændaf jölskyldna, en það eitt
nægir ekki. — Á móti kemur tal og skrif manna, sem
telja bændur blóðsugur á þjóðfélaginu, óalandi og ó-
ferjandi og ætla það helzt til ráða að ieggja bænda-
stéttina niður og kaupa allar landbúnaðaraf urðir er-
lendis frá.
Hagur bænda hef ur löngum verið í réttu hlutfalli við
þjóðarafkomu og getur þessvegna verið mælistika á
þjóðarhag. A síðasta ári áttu bændur við mikla ó-
þurrka aðstríða, nema þá helzt á Norðurlandi. Margir
urðu uppiskroppa með hey áður en hægt var að sleppa
búpeningi úr húsi og gffurlegar f járhæðir fóru til fóð-
urkaupa. Þá eru margir bændur skuldum vafnir eftir
áburðarkaup í vor, en verð á áburði hækkaði mjög.
Nú hafa verið óþurrkar í langan tíma og horfir til
vandræða ef ekki rætist úr fljótlega. Búmannsraunir
eru margvíslegar. Alþýðublaðið hefur nú þá tillögu
fram að færa, að þegar langþráður þurrkur kemur,
leggi íbúar borgar og bæja land undir fót, heimsæki
bændur og hjálpi til við heyskapinn. A þessu vinnst
margt, holl og góð hreyfing, aukinn skilningur og
ánægjan af því að geta veitt aðstoð.
—ÁG—
Fimmtudagur 29. júlí 1976.
ssssr
íbúðir Framkvæmdanefndar:
LANGMEST ÁSÓKN
í LITLAR ÍBÚÐIR
— Þetta er lang-
stærsta úthlutun sem
fram hefur farið hjá
okkur. Samtals var um
að ræða 308 ibúðir en
umsækjendur voru
1.020 og verða send út
bréf til umsækjenda
um mánaðamótin,
sagði Eyjólfur K.
Sigurjónsson stjórnar-
formaður Fram-
kvæmdanefndar
verkamannabústaða i
samtali við blaðið.
Þessar ibúðir eru við Selja-
hverfi og er umsóknir voru
kannaðar kom I ljós að sóknin i
ibúðirnar var i öfugu hlutfalli
við áætlun Framkvæmdanefnd-
ar hvað viðkom ibúðastærðum.
Mestur var áhuginn fyrir litlu
ibúðunum og sóttu 157 um 32
eins herbergis ibúðir og 270
sóttu um jafnmargar 2 her-
bergja ibúðir. Hins vegar voru
106 4 herbergja Ibúðir á boð-
stólnum og voru umsækjendur
aðeins 254.
Þetta varð til þess að nú hefur
nefndin látið breyta teikningum
að ibúðum I 2. áfanga sem byrj-
að verður á i haust. t honum
verða 258 ibúðir og er ákveðið að
3herbergja ibúðir verði 108 og 2
herbergja 72. Einnig verða 18
eins herbergis og siðan 60 ibúðir
I raðhúsum, en hinar eru i
blökkum. Er gert ráð fyrir að
þessar ibúðir verði tilbúnar um
mitt ár 1978, en á næsta ári
verður lokið við framkvæmdir I
Seljahverfi þar sem Ibúðunum
308 var úthlutað. —SG
m
Kartöfluakrar eru sviðnir eftir fádæma þurrka
r Tr5íiH>r '
Gífurlegar verðhækk-
anir á kartöflum í
Evrópu í haust
Vegna fádæma
þurrka i Evrópu nú i
sumar er búizt við upp-
skerubresti á kartöfl-
um og gifurlegri verð-
hækkun i kjölfarið.
Ýmsar þjóðir eru þeg-
ar farnar að gera ráð-
stafanir til að flytja inn
kartöflur og freista
þess að ná hagstæðari
samningum en unnt
verður i haust. Af þessu
tilefni hafði Alþýðu-
blaðið samband við
Jóhann Jónasson for-
stjóra Grænmetis-
verzlunar landbúnað-
arins og spurðist fyrir
um hvernig uppskeru-
horfur væru hérlendis
og hvernig við værum
staddir með kaup á
kartöflum erlendis frá.
Skemmst frá að segja tók for-
stjórinn þessum spurningum
afar illa. Kvaðst hann ekki hafa
neina hugmynd um uppskeru-
horfur hérlendis og taldi af og
frá að nokkur maður gæti spáð
um það. ,,En þið vitið það
kannski þarna á Alþýðublaðinu.
Þið virðist vera svo vel að ykkur
i kartöflumálum”, sagði for-
stjórinn.
Engar upplýsingar fengust
um hvort Grænmetisverzlunin
værifarinað kanna kaup á kart-
öflum fyrir veturinn.Hins vegar
upplýstistað sennilega yrði ein-
hver verðhækkun á þessari vöru
á næstunni. Italskar kartöflur
sem nú eru fluttar inn kosta i
heildsölu hér kr. 86,40h vert kiló.
Fyrirs jáanlegt er að fluttar
verða inn kartöflur að venju
næsta vetur, en hvaðan þær
koma eða hvort farið er að leita
eftir samningum um kaup er
ógerlegt að segja til um. Að
mati forstjóra Grænmetisverzl-
unar er það einkamál þessa
rikisfyrirtækis sem kemur les-
endum Alþýðublaösins ekki
við.Greinilega er það ekki vel
séð, að blaðið skuli hafa vogað
sér að gagnrýna innflutningum
á skemmdum kartöflum i vor.
Danir áhyggjufuilir
Það liggur ljóstfyrir að Danir
þurfa að flytja inn kartöflur á
komandi vetri vegna þurrkanna
þar I landi. Hafa þeir áhyggjur
af fyrirsjáanlegum verðhækk-
unum og eru nú að ráðgera
samninga við aðrar þjóðir um
kartöflukaup. Verð á kartöflum
fimmfaldaðist þar i vetur sem
leið, en þá mátti segja að kart-
öflustrfð geysaði viða i Evrópu.
Óttast Danir að verðið verði
orðið himinhátt I haust og vilja
þviekkibiða meðsamninga öllu
lengur.
Þá má geta þess, að Ungverj-
ar eru þegar farnir á stúfana og
ætla að tryggja sér kaup á mikl-
um magni af kartöflum fyrir
veturinn. Lita stjórnvöld þar i
landi ástandið mjög alvarlegum
augum og hefur Alþýðublaðið
sannfrétt að dagblöð þar i landi
hafi fengið greinargóðar upp-
lýsingar um málið.
—SG