Alþýðublaðið - 19.08.1976, Qupperneq 2
Fimmtudagur 19. ágúst 1976 siiför
2 STJORNMAL
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Hekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. títbr.stj.: Kristján Einarsson,
simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i
Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga-
deiid, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar -
simi 14900. Prentun: Biaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000
krónur á mánuði og 50 krónur í lausasölu.
Á kostnað
neytenda
Neytendur og starfsstúlkur mjólkurbúða hafa nú
hrundið af stað mótmælahreyfingu gegn hinni fyrir-
huguðu lokun Samsölubúðanna. Er það að vonum, því
að mál þetta hef ur verið með endemum og ber vott um
mikið tillitsleysi við neytendur.
Fyrir löngu siðan var háð mikið mjólkurstrió, sem
endaði á því að vinnsla og dreifing mjólkur á höfuð-
borgarsvæðinu og langt út fyrir það var sameinuð í
eina hendi og fengin samvinnusamtökum bændanna,
sem mjólkina framleiða. Enginn ef i er á, að þetta var
rétt stef na og hef ur sannað gildi sitt'gegnum árin. En
nú hefur farið fyrir Mjólkursamsölunni eins og svo
mörgum öðrum einokunarfyrirtækjum, að hún hefur
f jarlægzt það fólk, sem hún á að þjóna — neytendur —
og virðist nú vera rekin eftir hreinum peningasjónar-
miðum.
Þegar hinar nýju kjörbúðir komu til sögunnar hér á
landi, þótti mörgum skrítið, að þær skyldu ekki fá að
selja mjólk, þar sem aðstaða var til þess. Upphófst
mikil togstreita um þetta mál, og spyrnti Mjólkur-
samsalaná móti, þar sem hún hafði komið upp kerfi
mjólkurbúða, sem voru margar hverjar til fyrir-
myndar.
Ekki þýddi þó að deila við þróun tækninnar og varð
aðsjálfsögðu að leyfa hinum nýju og fullkomnu verzl-
unum að hafa mjólk á boðstólum. Smám saman hafa
kjörbúðirnar dregið til sín meira og meira af mjólkur-
sölunni og hafa nú yfir helming hennar.
Þegar svo var komið, að Mjólkursamsalan bjó við
versnandi af komu mjólkurbúðanna, dró að því, að hún
tók þá ákvörðun að kúvenda í málinu og losa sig
alveg við búðirnar. Var þetta mál rekið af hinni
mestu hörku og kaupmönnum nú sagt, að þeir yrðu að
kaupa allar búðirnar og sjá fyrir starfsfólkinu.
Ef mjólkurbúðunum verður lokað á einum degi, er
augljóst, að í mörgum hverf um á höf uðborgarsvæðinu
verða neytendur fyrir miklum óþægindum, og á það
ekki sízt við gamla fólkið, öryrkja og barnafjöl-
skyldur. Þá mun fjöidi kvenna, sem starfað hafa í
mjólkurbúðunum, missa atvinnu, og er fjarri því að
unnt sé að leysa það mál á auðveldan hátt. Sem sagt:
Kaupmenn fá loksins vilja sínum framgengt og
Mjólkursamsalan passar upp á krónurnar sínar, en
neytendur verða fyrir óþægindum og borga auðvitað
brúsann! Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem slíkir aðilar
sýna skeytingarleysi varðandi almenning.
Ofan á þetta bætist, að borgarlæknir hefur tilkynnt,
að allar matvöruverzlanir verði að sækja á ný um
mjólkursöluleyf i og verði stranglega haldið við kröf ur
um alla aðstöðu, hreinlæti og kæligeymslur. Vitað er,
að ýmsar verzlanir hafa enn ekki bætt aðstöðu sina
eins og þörf er, og sumar, sem eru í gömlum hverf um,
hafa slæma aðstöðu til þess að uppfylla skilyrði
borgarlæknis. Er þetta vorkunn, þar sem kaupmenn
haf a verið dregnir svo lengi á málinu, en fá nú stuttan
frest. Allt ber þetta að sama brunni: ástand mjólkur-
sölunnar getur orðið erfitt og neytendur verða fyrir
barðinu á því.
Við þetta mætti bæta furðulegri sögu. Eftir að
ákveðið var i stjórnarherbúðum að afgreiða mjólkur-
málið—sem þurfti að gera með lögum — fengu vissir
sérhagsmunaaðilar tækifæri til að smeygja inn í
nauðsynlegt frumvarpnýjum ákvæðum, sem heimila,
að f jármagnskostnaði vinnslustöðva landbúnaðarins
megi bæta inn í af urðaverðið. Þetta er stórmál, nvir
reikningar fyrir hundruð milljóna, sem smeygt er á
neytendur í frumvarpi um mjólkursölu, meðan þeir
hafa áhyggjur af mjólkurdreifingunni. Svona eru
vinnubrögð hagsmunaklíkanna í stjórnarher-
búðunum! B.Gr.
Alltaf vantar húsnæði á Höfn
„Það er óhætt að segja að hér
hefur verið leiðinleg heyskapar-
tiö undanfarnar vikur, rign-
ingar og þoka. Hefúr heyskapur
gengiö frekar stirðlega og er
mikiö eftir aö hiröa. Einna
lakaster ástandið hér i kringum
Höfn i Nesja og Mýrahreppum,
en öllu skárra i Suðursveit og
Lóni”. Svo fórust Sigurði
Hjaltasyni sveitarstjóra á Höfn
i Hornafirði orð er blaðiö leitaöi
frétta hjá honum. Sagði hann
jafnframt að atvinnuástand á
Höfn væri gott, nú sem undan-
farin ár. Væri mikið um að-
komufólk i sumarvinnu þar,
aöallega úr Reykjavik og þá
mest stúlkur.
A vegum hreppsins er nú
unnið að vatnsveitu fram-
kvæmdum auk þess sem lagðar
heföu verið götur um svæði þar
sem fyrirhugað væri að byggja
á. En að sögn Sigurðar hefur
mikil húsnæöisekla staðið í vegi
fyrir eðlilegum vexti kauptúns-
ins. Ernú nýlokið við byggingu
tveggja fjölbýlishúsa, samtals
28 Ibúðir. Eru það annars vegar
leiguibúðir og hins vegar sjálfs-
eignar ibúðir. Bæöi þessi hús
eru fullsetin og komust færri að
en vildu. Aö sögn Sigurðar
virðast sama hve mikið sé
byggt, alltaf er þörf fyrir meira
húsnæöi.
Sagði Sigurður að humarver-
tiðin, sem lauk um 23. júli, heföi
verið góð, en frá Höfn eru nú
gerðir út milli 15 og 16 bátar auk
eins skuttogara.
Fry stihúsbyg ging Hiorn-
firðinga sem staðið hefur yfir
nokkur undanfarin ár er nú á
lokastigi, og er ráðgert að taka
það að fullu i notkun i oktober.
Veröur þá hætt vinnslu i gamla
frystihúsinu en væntanlega
verður hluta af húsnæði þess
notað i tengslum við nýtt slátur-
hús sem fyrirhugað er að
byggja.
—gek.
Nýting heyja nokkuð
góð.
A Djúpavogi munu vera bú-
settir mflli 500 og 600 manns og
þaraf eru milli 300og 400 manns
i kauptúninu.
Hjá Elisi Þórarinssyni
fréttum viö að heyskapur heföi
yfirleitt gengið nokkuð sæmi-
lega i sumar og bjóst hann viö
að bændur yrðu sæmilega birgir
i vetur. Var grasspretta með
betra móti og nýting heyja
nokkuð góð. Þó vantar enn
herzlumuninn á að tekizt hafi að
ná öllum heyjum inn i hlöður.
A vegum hreppsins eru i
smiöum tvö Ibúöarhús og einnig
er frystihús i byggingu. Þá er
ráðgert að leggja oliumöl á um
600 metra vegarkafla i þorpinu
og er undirbúningur þeirrar
framkvæmdar þegar vel á veg
kominn.
Að sögn Elisar hefur atvinnu-
ástand á Djúpavogi veriö
nokkuð gott I sumar, eru þaðan
gerðir út þrir bátar stærri en 50
tonnaauk smærri trillna. Sagði
hann að milli 30 og 40 manns,
aðallega húsmæður, störfuðu
við fiskvinnslu á Djúpavogi og
hefði atvinna hjá þvi fólki veriö
nokkuö stöðug. —gek.
Heyskap viðast lokið.
Á Kirkjubæjarklaustri er
prestur séra Sigurjón Einars-
son. 1 viðtali við blaðið sagði
hann að heyskapur I kringum
Klaustur hefði viðast hvar
gengið vel og ættu nú fáir
bændur eftir að hirða hey sin
fyrir austan Mýrdalssand.
Þá sagði séra Sigurjón að
mikið væri byggt á Kirkju-
bæjarklaustri og vantaði þar
mannskap til vinnu. Sem dæmi
um uppbygginguna sagði séra
Sigurjón, að hann hefði brugðið
sér i ársfri á s.l. ári, og þegar
hann kom aftur hefði verð búið
að reisa 9 ibúðarhús.
Þess má geta að á Kirkju-
bæjarklaustri munu vera bú-
settir um 100 manns. „ .
Kvölddagskráin
„Opið hús” í næst síðasta sinn
1 sumar hefur verið „opið hús’
i Norræna húsinu á fimmtudags
kvöldum og hefur þar verið fluti
dagskrá, sniðin fyrir norrænE
ferðamenn.
Þessum kvöldstundum fer ni
senn að ljúka og er næst siðasU
„opna húsið” i kvöld, fimrrtu
daginn 19. ágúst.
Dr. Sigurður Þórarinsson mur
flytja erindi á sænsku, sem hanr
nefnir Eldfjallavirkni á tslandi
Sýnir hann jafnframt litskugga
myndir máli sinu til skýringar
Flutningur erindisins hefst kl
20:30.
Siðar um kvöldið, eða kl. 22
verður sýnd kvikmynd Osvaldai
Knudsen — Surtur fer sunnan —
en hún fjallar um gosið er hafði i
för með sér myndun Surtseyjar
1 bókasafni Norræna hússins
stendur yfir sýning á bókum um
Island. Sænska listakonan
Dagmar Martas sýnir þar einnig
vatnsiitamyndir sinar.
í anddyri Norræna hússins sýn-
ir Færeyingurinn Trándur
Patursson vatnslitamyndir.
Trándur er einn skipverja á
skinnbátnum BRENDAN og
hefur hann málað þessar myndir
um borð i bátnum á leiöinni frá
Færeyjum til íslands.
Þeir sem leggja leið sina i
Norræna húsið til aö skoða
sýningarnar og hlýða á fyrir
lestur dr. Sigurðar geta siðan
fengið sér hressingu i kaffistofu
hússins, en hún veröur opin i
kvöld frá kl. 20-23.
AV.
Dr. Sigurður Þórarinsson
flytur fyrirlestur á sænsku
í Norræna húsinu i kvöld.
Þögn um ávísanamálið
t myndatexta i blaöinu i gær
eru talin upp þau dagblöð, sem
látiö hafa hjá liöa aö minnast á
hiö umfangsmikla ávisana-
svikamál, sem nú er i saka-
dómsrannsókn og taliö er varða
um 20 manns.
Þar er ekki sanngirni gætt
gagnvartDagbiaöinu, sem vikið
hefur aö þessum svikum og
öörum i fréttum og hugleiöing-
um af og til. Hinsvegar hafa enn
sem komiö er hvorki Tfminn né
Morgunblaðið birt nokkuð um
, þetta tiltekna mál. Skýringin
kann aö vera sú, aö talsmenn
sakadóms neita meö öllu að
gefa nokkrar upplýsingar — og
er nú vindátt önnur en þegar
send var fréttatilkynning til
fjölmiöla meö nafni og heimilis-
fangi þess lögrcglumanns, sem
uppvís varö að ávisanamisferli.
Séu menn jafnir fyrir lögum
má ætia aö nöfn þeirra, sem
leikið hafa lausum hala um
bankakerfiö árum saman veröi
birt, óski fjölmiölar þess. En
veröi öllu meiri dráttur á nánari
upplýsingum fer ekki hjá þvi aö
óskaö verði skýringa.
—BS