Alþýðublaðið - 19.08.1976, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 19.08.1976, Qupperneq 3
Fimmtudagur 19. ágúst 1976 FRÉTTIR 3 Skák SAGA UM TAFLLOK „Stúdia” eftir J. R. Capablanca og Emanúel Lasker. fl 7¥) i§ & A Bi & * rnm í'. 9 ■ fjjg n p ■ Þessi staöa er heimsfræg. Utan á kössum sem blýfylltu taflmennirnir frá Hong Kong eru i má sjá hana og mjög viða i skákblöðum og skákbókum en aldrei áður hef ég vitað hina sönnu söguum tafllokin fyrr en i siöasta mánuði. Hvernig þetta skeði ritaði Emanúel Lasker um í skákþætti sinum i Vossische Zeitung 1914. Þýðingin er litið eitt stytt úr „Schach nytt” úr grein eftir All- an Werle. „Það var tilviljun að þetta skeði. Kúbanski meistarinn var á ferö i Berlin i júli. Ég var sjálfur á leiö á þýzka skákþingiðí Mannheim, þar átti að athuga um stofiiun alþjóða skáksambands og á þessu hafði Capablanca áhuga. Við ákv áðum þvi að hittast og staðurinn var „Café Kerkau”. Það vakti vissan áhuga manna að við vorum staddir þarna og einn skákáhugamaður notaði tækifæriö ogbauð verðlaun fyrir tiu hraðskákir milli okkar. Skilyrðið var að hver leikur væri leikinn innan fimm sékúndna. Þrátt fýrir þennan ógnarhraða tefldum við nokkuð frambærilegar skákir. Capablancasýndi sérstakt ör- yggi.enég missteig mig oft. Úr- slitin urðu sex og hálfur vinn- ingurhjá Capablancaog ég fékk þrjá og hálfan. Eina skákina vann Capa- blanca á undraverðan hátt. Hugmyndin, sem hann notaði var lagfærð af okkur á eftir og þá varð þessi „stúdia” til. Nái maöur hugmyndinni er lausnin létt! Hún er svona: 1. Rxc7, Rxc7. 2. Ha8 skák (Ekki Kxc7 þvi þá er patt) Rxa8. 3. Kc8 og vinnur. Þetta er „stúdia” en ekki úr tefldri skák alveg eins og svo oft má sjá á prenti en Capablanca átti aö sjálfsögðu hugmyndina. Svavar Guðni Svavarsson. Breiðholtiö orðið borgarprýöi! Fegurstu mannvirkin í Reykjavík: Þar mætast gamli tíminn og sá nýi „1 þeim anda að það skipti máli fyrir velferð okkar hvernig umhverfi okkar liti út — aö þaö sé snyrtilegt, að byggingar hafi fögur form, útstillingar I glugg- um gleöji augað og ánægja sé i þvi fólgin aö búa viö eöa ganga um fallega götu — hefur verið siöur að fegrunarnefnd, sem nú er hluti af umhverfismálaráði borgarinnar, veiti á afmælis- degi Reykjavikur, 18. ágúst, viöurkenningu fyrir: 1. fegurstu götuna, 2. fallegar byggingar, 3. snyrtileg mannvirki og 4. fall- egustu gluggaútstillinguna. Þannig hljóðaði upphaf ræöu Elinar Pálmadóttur, formanns Umhverfismálaráðs Reykja- vikur, að Höfða I gær þegar afhentar voru viöurkenningar fyrir falleg og snyrtileg mann- virki. 1 ræðu sinni gat Elin hreinsunarviku sem var i vor. Sökum góðrar undirtekta fólks var ákveðið að framlengja hana um tvær vikur. Þá gat Elin einnig starfs unglinganna i borgarvinnunni, sem gengið hafa rösklega fram i að hreinsa og fegra umhverfi borgarbúa. Hlutu viðurkenningu Fallegasta gatan var valin Gilsárstekkur.Þetta er lltil gata I Breiðholtinu. Verður það að teljast athyglisvert að gata isvo nýju hverfi skuli hljóta þessa viðurkenningu. Undanfarin ár hafa verið veittar viðurkenningar fyrir falleg mannvirki. Er þeim skipt i þrjá flokka: Einbýlishús, fjöl- býsilhús og stofnun. Fallegasta einbýlishúsiö var valið hús frá 1922, Njarðargata 9. Arkitekt Guðmundur H. Þorláksson. Vesturberg 144-148 var valið sem fallegasta fjöl- býlíshúsíð. Arkíte'k'tar Ómar Þór Gunnarsson og Ornólfur Hall. Fallegasta stofnunin i Reykjavik var valin Verkfræði- deild H.t. annar áfangi. Arki- tektar Ulrik S. Arthursson og Haukur Viktorsson. Þá er komið að viðurkenningu fyrir snyrtilegt mannvirki. Þann heiður fékk Málaskóli Halldórs Þorsteinssonar i Miðstræti 7.Þetta er gamalt og virðulegt hús, sem Halldór Þorsteinsson hefur gengiö um af snyrtimennsku og viðhald þess verið til fyrirmyndar. Smekklegasta gluggaskreyt- ing var talin Verzlun Helga Einarssonar Skólavörðustig 4. En þar er gluggaskreytingin nánast tengd verzlunarhúsnæðinu sjálfu. Það nýja og það gamla. Það sem er eftirtektavert við . þetta val er að i þvi mætast gamli timinn og hinn nýji. Fegursta gatan og fegursta fjölbýlishúsið eru i nýjasta hverfilborgarinnar Breiðholtinu. Hverfi sem enn er i byggingu. Fallegasta mannvirkið og fallegasta einbýlishúsið eru hvoru tveggja gamlar byggingar. jeg Frá hófi borgarstjórnar að Höfða i gær. Fegursta mannvirkið i Reykjavik. Málaskóii Halldórs Þor- steinssonar að Miðstræti 7. HÚSGAGNAVERSLUN (g) REYKJAVÍKUR HF. Fjölbreytt húsgagnaúrval ú tveimur hœðum Alltaf eitHivað nýtt — Veljið vönduð /f^ Húsgagnaverslun húsgögn — Verðið mjög hagstœtt V^PJ/ Reykjavíkur hf. Brautarholti 2 Símarl 1940 - 12691

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.