Alþýðublaðið - 20.08.1976, Side 6

Alþýðublaðið - 20.08.1976, Side 6
Föstudagur 20. ágúst 1976 6: Segir Júlíana drottning af sér eins og móðir hennar? 1830 rofnaði hið mis- heppnaða nauðungar- samband milli Belgíu og Hollands fyrir fullt og allt. Stórveldaráðstefnan i Vín hafði ákveðið þetta samband eftir fall Napóleons 1814-15, og hvorugt landið kærði sig um það. Það leiddi líka sifellt til deilna, sem sumar hverjar voru mjög bitrar. Frá og með 1831 urðu þvi tvö ný konungsriki til i Norður- Evrópu. 1 Hollandi hafði Vil- hjálmur II af hinni fornu konungsætt Oraniu ráðið rikjum frá 1815. Hann og sonur hans, Vilhjálmur III, breyttu stjórn- arskránni, þannig að dóttir hins siðarnefnda, Vilhelmina, varð drottning, þegar konungurinn lézt 1890. Hún var þá aðeins 10 ára, en hún varð myndug 1898. Vilhelmina drottning hefur i endurminningum sinum „Ein- mana, en ekki ein”, lýst fyrstu fundum hennar og prins Hein- rich af Mecklenburg-Schwerin, sem fjölskyldurnar stóðu fyrir.bau giftust 1901. Þá var drottningarmaðurinn 25 ára og hún 21 árs. Þau eignuðust dótt- urina Júliönu, sem varð krúnu- erfingi. Prins Heinrich lézt 1934. Júliana gekk árið 1937 að eiga prins Bernhard af Lippe- Biesterfeld, sem þá var 26 ára. Hann lærði lögfræði við háskól- ana i Berlin, Lausanne og MÖnchen. 1936 hóf hann að starfa hjá þýzka risafyrirtækinu I.G. Farben, og hann var full- trúi fyrirtækisins i Paris og Amsterdam. Þegar Þjóðverjar réðust inn i Holland árið 1940, fór ekkju- drottning, Vilhelmína fyrst til Englands, siðan til Kanada. Hún hefur lýst þessum viðburð- um lifandi og oft spennandi I endurminningum sinum. í aug- um Hollendinga á striðsárunum var hún sama þjóðartáknið og Hákon VII I Noregi, og henni var tekið með hrifningu og fögn- uði. þegar hún kom aftur til Hol- lands 1945. 1948 sagði hún af sér og dóttir hennar, Júliana,tók hennar sess, en hún hefur nú verið drottning i 18 ár. Dóttir hennar, Beatrix, er krúnuerf- ingi og gift þýska prinsinum Claus. Það sem virðist hafa mótað skapgerð Vilhelminu drottning- ar mest er heit og einlæg trúrækni hennar. Sjálf lýsir hún þessu m.a. svo i endurminning- um sinum: „Ég var lengi að öðl- ast innri frið eftir að ég sagði af mér. Allur veturinn 1949 leið áð- ur en ég varð viss um, að enn biði min kall, og þá hvað? Ég var snortin af þeirri ást til alls Júliana drottning —t.v. ásamt móður sinni, Viihelminu drottn- ingu. mannkysnins, sem kemur frá Kristi sjálfum. Frá þeirri stundu skildi ég, að ég varð að nota mína veiku krafta til að vinna fyrir hann. ,,Að færa alla menn til Krists”. Undirbúning- ur undir það hlutverk hafði haf- izt löngu áður. Þetta, ,,að færa alla menn til Krists” á við menn af öllum þjóðum og kynstofnum eins og Kristur meinti orðin og hefur mælt fyrir um, ekki eftir ein- hverju mynstri, sem menn hafa ofið, heldur með þvi að fram- kvæma fyrirmæli hans. Hér er um það að ræða að vekja lifandi trú, þannig að menn öðlist per- sónulegt og mikilvægt samband við hann. Til að það megi verða þurfa menn, að brjótast út úr innri hrörnun og tilhneigingu til hins jarðneska, sem hvilir yfir mannslifunum eins og þrúgandi byrði. Það er til tómarúm, guösaf- neitun að baki hinum ótrúlegu og óróavekjandi atburðum, sem við verðum vitni að. Ég fann, að Kristur kallaði mig til að vinna i þessu tómarúmi. — Lesendur minir, áður en ég legg frá mér pennann, langar mig til að segja ykkur, að allt það, sem ég hef skrifað i þessum kafla hefur verið mér sem opinberun.” Rannsókn á meintum afskipt- um Bernhards prins i hinu sorg- lega Lockhead-máli hefur nú staðið i tvo-þrjá mánuði, og þvi er haldið fram, að drottningin muni segja af sér, ef niðurstöð- ur rannsóknarinnar verða slæmar fyrir eiginmanninn. Aðrir segja að Bernhard prins, sem er að verða 65 ára geti sagt af sér öllum ópinberum skyldu- störfum og lifað það sem eftir er sem venjulegur maður. Afleið- ingar rannsóknarinnar þurfa alls ekki að bitna á drottning- unni. r Hverra voru Laxárvirkjunarmist I framhaldi af útvarpsþáttum Páls Heiðars Jónssonar um orkumál á Islandi I dag hefur stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns sent frá sér greinargerð og sent Alþýðu- blaöinu til birtingar, en sagt var Itarlega frá umræðum i fyrr- greindum útvarpsþáttum hér I blaöinu. Kvarta þeir undan að hafa ekki fengið að eiga fulltrúa i greindum útvarpsþætti, og hafa þvl skýrt mál sin á svohljóðandi hátt: Frá stjórn Landeig- endafélags Laxár og Mývatns Vegna útvarpsþátta um orku- mál, sem Páll Heiðar Jónsson hefur stjórnað og fluttir hafa veriö aö unanförnu telur stjórnLandeigendafélags Laxár og Mývatns sig til knúna aö fá birtar eftirfarandi athuga- semdir. Þátturinn 3. ágúst Þátturinn, sem fluttur var 3ja ágúst s.l. fjallaöi að langmestu leyti um Laxárdeiluna svo- nefndu, þó að önnur yfirskrift væri höfö á efni hans. 1 þættinum þar á undan var einnig vikið að þeirri deilu og hallaö á landeigendur með ein- hliöa málflutningi. 1 þættinum 3ja ágúst komu fram þrir fulltrúar Laxár- virkjunarstjórnar, þeir sem ein- sýnastir hafa reynzt, sem tals- menn fullvirkjunar Laxár og hlifðarleysis við sjónarmið bænda og þeirra annarra, sem vernda vilja náttúruverðmæti Laxár og Mývatns. Auk þeirra komu fram margir aðrir ein- hliða talsmenn virkjunar- sjónarmiðanna en engum fulltrúa landeigenda- eða verndunarmanna var gefinn kostur á andsvörum. Eftir þessu var efni þáttarins — þar gekk maöur undir manns hönd til að úthrópa bændur og lýsa þeim orkuskorti á Norður- landi, ógnar fjárhagslegum vanda og öðrum vandræöum, sem af þeirra varnarstrlði leiddi. Allt átti þetta að vera bændum I Þingeyjarsýslu að kenna og þvi' að þeir komu I veg _ fyrir að Laxárvirkjunarstjórn fengi óáreitt að fullvirkja Laxá. Svo var á sumum þeim, sem fram komui þættinum að skilja, að Laxársamningurinn, sem gerður var á milli rikisstjórnar- innar, Laxárvirkjunarstjórnar og Landeigendafélgasins árið 1973 um lausn deilunnar, væru stærstu mistökin, sem gerð heföu verið i raforkumálum þjóðarinnar síöari ár. Bændum einum voru kennd þessi ósköp. Hverra voru mistökin? Enginn virkjunarmanna vék að þvi að hugsanlegt væri að „mistökin” væru virkjunar- stjórnarinnar, ráögjafa hennar og þeirra yfirvalda I orku- málum sem lögðu blessun sina á áformin um Gljúfurvers- virkjun. Sú virkjun var hönnuö og undirbúin án þess að eiga nokkra stoð I lögum, án þess að nokkurt samráö væri haft við alla þá fjölmörgu bændur I 6 hreppum sýslunnar, sem hefðu fyrir hana orðið að liða skaða á löndum og verðmætum og án þessaðnokkur tilraun væri gerð til að meta tjón á eignum eða óbætanlegum náttúru- verðmætum. I áætluninni um Gljúfurvers- virkjun batt einn áfangi annan þannig að með þeim fyrsta, sem hvað orkuframleiöslu snerti, gat rúmast innan ramma laganna, var lagður grundvöllur að þeim siðari með vatnaflutn- ingum og stiflugerðum. Þegar virkjunarstjórnin hafði i orði dregið þau áform til baka, reyndist hún samt sem áður ófáanleg til að breyta hönnun- inni á vélum og jarðgöngum. Með þvi hefði þó mátt spara mikla fjármuni og gera virkjun- ina afkastameiri. Augljóst var að með þessu vildi Laxár- virkjunarstjórn halda öllum leiðum tíl fullvirkjunar eftir Gljúfurversáætlun opnum. Einkennileg framkoma formannsins Enginn gekk lengra i þessum málflutningi en formaður Laxárvirkjunarstjórnar Valur Arnþórsson. Hann var þó einn af þeim sem skrifaði undir Laxár- samninginn um lausn deilunnar. Þrátt fyrir þetta lýsti hann þeirri óskhyggju sinni að með nýjum timum og nýjum herrum kæmi sú tið aö tekið yröi til þar sem fyrr var frá horfið með virkjanir Laxár. - Er formanni Laxárvirkjunar- stjórnar virkilega ekki ljóst að með Laxársamningunum var bundinn endi á deiluna og fyrir fullt og allt komið I veg fyrir áframhaldandi virkjanir i Laxá án fulls samþykkis landeig- enda? Auk þessa hefur Alþingi nú sett lög um vemdun Laxár og Mývatnssvæöis. Það eitt ætti að tryggja það að ekki yrði hugsaö til frekari virkjana i Laxá, jafii- vel þó bændur framtiöarinnar yröu svo blindir að leyfa slikt, sem engin ástæða er til að ætla. Hitt er sennilegra að stjórn- endur orkumála muni f fram- tiðinni Iita á þessi mál með meira raunsæi og sanngirni en núverandi formaður og framkvæmdastjóri Laxár- virkjunarstjórnar hafa sýnt. Hvað með Laxá HI? Þvi var mjög haldið fram I þættinum aö orkuskort á Norðurlandi nú, svo og dýrt raf- magn, megi rekja til þess að ekki fékkst að reisa siðari áfanga Laxár III. (En svo var virkjunin nefnd eftir að hopaö var frá vatnaflutningum og háu stíflunni, þó að hönnun væri I engu breytt eins og fyrr getur). Þetta verður furöuleg full- yrðing, þegar á það er litið að samkvæmt framkvæmdaáætlun Laxárvirkjunar á sinum tfina átti þessi áfangi ekki að koma i gagnið fyrr en 1977, svo að slikt hefði engu breytt um ástandið fram að þessu. Með þessu hefðu þó aöeins fengist I mesta lagi 10-12 M.W. aukning á raforku fyrir svæðiö, og dettur nokkrum i hug að það hefði veriö lausn til frambúðar fyrir Noröurlandi? Heföi átt að fórna Laxá fyrir slikt smáræði? Er það kannski Gljúfurvers- virkjun i heild, með 57 m hárri stiflu og vatnaflutningum, sem sökkt hefði Laxárdal og unnið stórfelld spjöll á Mývatnssveit, sem þessir menn eru að óska eftir þegar þeir eru að tala um „mestu mistökin I raf- orkumálum”? Enn um mistökin Aður en virkjunarfram- kvæmdirnar við Laxá hófust var ljóst að bændur myndu aldrei fallast á fyrirhugaða virkjunartilhögun. Þeir höfðu réttinn sin megin, og siðar sýndu liffræðilegar rannsóknir á Laxá og Mývatni að allar frekari virkjanir voru tilræði við náttúruverðmæti svæöisins. Þrátt fyrir þetta voru fram- kvæmdir hafnar — án samninga — og þvi lýst yfir af Laxár- virkjunarstjórn aö þær væru landeigendum óviðkomandi!! Sannleikurinn er sá að mestu mistökin við siðustu virkjun Laxáreru þau aðnokkurn tfina skyldi I hana ráðist. Auövitaö eru þau mistök fyrst og fremst á ábyrgð Laxá rvir kjunar- stjórnar. Það var snemma ljóst aö ólöglega var að þessum virkjunarframkvæmdum stað- ið, engar rannsóknir lágu til grundvallar á þvl hver áhrif þetta hefði á ána og vatna- svæðiö, hagkvæmnisút- reikningar voru út í hött, þar sem ekki var tekið tillit til þess mikla tjóns, sem af virkjuninni hefði leitt. Lögbanniö sem við bændur

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.