Alþýðublaðið - 20.08.1976, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 20.08.1976, Qupperneq 11
blaSfö1 Föstudag ur 20. ágúst 1976 SIÓNARMIÐ 11 ANDÍÞRÓTTAHREYFINGIN Vegna nýafstaðinna Ólympíuleika hefur mikið verið rætt og ritað í fjölmiðlum um íþróttir að undanförnu. Hef ur þar sitt sýnst hverjum og margir hafa hallað á íslenzka íþróttaforystu. Jafnvel blaðamenn og einstakir íþróttamenn hafa háð ritdeilur í blöð- unum af miklum móð. Þeim deilum ætti nú að vera lokið, en spurningin er, hvor sigraði, var ann- ar hvor sjónarmun á und- an í mark? En ætlunin var ekki að blanda sér i þessar deilur, heldur velta vöngum yfir þvi, sem virðist vera i örum uppgangi andiþróttamannahreyfingar- innar. Virðist svo, sem árangur iþróttamannanna okkar á Olympiuleikunum hafi gefið þeirri hreyfingu byr undir báða væn gi, hvernig sem á þvi stend- ur. Virðast menn hafa átt von á þvi, að áhugamennirnir okkar gætu staðið i þrautþjálfuðum at- vinnumönnunum, þvi það er staðreynd, aö við eigum siðustu áhugaménnina i iþróttum i heimi, enda urðu þeir oftast sið- astir. Margir stóðu sig þó vonum framar, bættu jafnvel Islands- metin i sínum greinum. Var hægt að búast við meiru? Breytt afstaða. Fyrir nokkrum árum, var sá maður litinn hornauga, sem lýsti þvi opinberlega yfir, að hann hefði engan minnsta áhuga á iþróttum. Þeir voru yfirleitt álitnir eitthvað undar- legir, eða þá að áhugaleysi þeirra stafaði af þvi, að þeir gátu aldrei komizt i lið þegar þeir voru að æfa i 5. flokki „gamla daga”. Nú er öldin önnur. Nii er fólk álitið „iþróttaimbar”, þó það geri ekki annað en að hlaupa á eftir „strætó”. Menn keppast við að finna upp hnyttna „frasa” um hverja einstaka iþrótt. Til dæmis um knatt- spyrnuna: Þar sprikla 22 menn á ferhyrningslaga grasbletti. Og það er ekki nóg með það, að þeir fá bara einn bolta, heldur reyna þeir að flækjast fyrir hverjum öðrum lika. Um stangveiði: Við ána er færisspotti. A öðrum endanum hangir maðkur og á hinum end- anum asni. Um hestamennsku: Þaö er rétt, að hestamennska er holl og góð hreyfing, þ.e.a.s. fyrir hest- inn. Fela sitt rétta eðli. Slikar sögur keppast menn viö að segja hverjir öðrum, er þeir hittast. Menn ræða ekki lengur um glæsimarkið hans Her- manns eða 20 metra kastið hans Hreins. Sá þykir beztur, sem niörar iþróttirnar mest og bezt. Nú er svo komið, að hinir mestu iþróttagarpar feía sitt rétta eðli er þeir eru innan um annað fólk. Hinir hugrökkustu játa að visu, að þeir lesi um einstaka iþrótta- viðburði i blöðunum, en aðal- lega þó til að hlæja að vesalings spriklfávitunum. Það er ekki nema innan um nánustu vini og ættingja, að þessir menn þora að viðurkenna áhuga sinn á iþróttum. Það er engu likara, en að þessi hræðsla nái einnig inn i raðir hörðustu iþróttaáhorf- enda. Til dæmis ber nú orðið mikið á drykkjuskap fólks á áhorfendapöllum á knatt- spyrnuleikjum. Það er engu lik- ara, en að þeir vilji hafa afsökun á reiðum höndum, ef það skyldi fréttast, að þeir fylgdust með knattspyrnuleiknum: „Ég var svo fullur. að é_ft hitti ekki á Sigtún, en villtist inn á völlinn”, eða eitthvað i þá áttina. Veriö óhrædd, gefið ykk- ur fram. Það er trú min, að vaxandi fylgi andiþróttamanna sé bara tizkufyrirbrigði, eins og til dæmis trúleysið, sem hefur ver- ið i tizku i nokkur ár. Ef að rætt er i einlægni og undir fjögur augu við trúleysingja, kemur oftast i ljós, að hann er ekki eins trúlaus og hann vildi láta i veðri vaka. Eins er með andiþrótta- mennina. Flestir hafa gaman af iþróttum inn viðbeinið, það þarf bara að fá bá til að viðurkenna það. Það sanna óhemjumiklar vinsældir iþróttaefnis, sem birt- ist i fjölmiðlum. Nú skuluð þið, gott fólk, sem hafið byrgt inni með ykkur iþróttaáhugann, gefa tilfinning- unum lausan tauminn og viður- kenna fyrir hverjum sem heyra vill þennan veikleika ykkar. Það getur nefnilega verið mjög slæmt fyrir sálarheill manna að binda þannig tilfinningar sinar. Og sjá, margir munu fylgja for- dæmi yðar og þetta mun, er fram liða stundir, verða til þess, að iþróttirnar endurheimta fyrri vinsældir sinar. Keppnisiþróttir. Svo er aftur annað mál, hvort keppnisiþróttum sé ekki gert of hátt undir höfði. Iþróttirnar eiga fyrst og fremst að vera al- menningi til ánægju og heilsu- bótar. Sáralitið er gert fyrir „trimmarana”. Ef þeir ætla að skokka, er ekki i önnur hús fyrir þá að venda, en að hlaupa á gangstéttum, og þar glápa allir á þá og hlæja að þeim. 1 keppnisiþróttum vill þaö oft brenna við, að kappið verður of mikið og i hita leiksins gera menn sig oft seka um hluti, sem þeir sjá svo eftir. Menn ættu að muna eftir orðum séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda Vals”: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.” Axel Ammendrup EÐA SÉRA JÓN, „Heilagar kýr" og „óbreyttar beljur!" Undanfarnar uppljóstranir um hið stórkostlega fjármála- misferli, sem Seðlabankinn hef- ur nú sent gögn um til Saka- dóms borgarinnar, hafa að von- um vakið bæði undrun og at- hygli almennings. Eins og allir vita, hefur fjöl- miðlum beinlinis verið meinað- ur aðgangur að, meira aö segja þeim þætti þessa glæframáls, sem þó liggur ljós fyrir, en það er sú aðferð, sem beitt hefur veriö til þess að hlunnfara (?) bankana og valsa með stórfé, sem hvergi var til, nema á pappirnum. Þetta freistar auðvitað til allskonar tilgátna, meira og minna sennilegra um, hvernig svona hlutir geta viðgengist, ef til vill árum saman, unz hreinar tilviljanir fletta ofan af þessari þokkastarfsemi! Ekki ætti að þurfa að benda á, hvað af þessari undarlegu laun- ung hlýtur að leiða. En það virö- ist öllum vera auðsætt, nema ráðamönnum, að af svona pukri getur ekkert leitt, nema sögu- sagnir sem sannarlega er ekki til þrifa að gangi staflausar og mannlausar i þjóðlifinu. t annan stað er það ekki siður furðulegt, hversu vandlega er reynt að dylja nöfn þeirra, sem I málið hafa þegar vafizt, og get- ur það þó ekki veriö stórlega óljóst á þessari stundu. Að visu má vera, að enn séu ekki öll kurl komin til grafar, og þvi miður kunni fleiri til að koma. En það getur á engan hátt afsakaö þessa einkennilegu dul. Það er ekki svo langt siöan, að uppskátt varð um hinn ógæfu- sama rannsóknarlögreglu- mann, sem villzt haföi út á glæfrabrautina með útgáfu falskra ávisana, að mönnum sé það ekki i fersku minni. Hvað gerðist þá? Svo að segja sam- stundis var nafn hans birt, ef- laust svo enginn þyrfti að velkj- ast i vafa um hverskonar náungi þar væri á ferð! En nú er þagað þunnu hljóði, þegar þó er vitað, að glæfraspil þessara falsara er viðlika og hátt fjall samanborið við hundaþúfu, miðað við hans afbrot! Þetta er ekki sagt, til þess að leggja neitt hlutfallslegt mat á glæpastarfsemina. Það er hlut- verk dómstólanna, þegar þar að kemur, að meta hverjum viður- iögum á að beita hvern og einn sem i þessi mál hefur blandazt. Þetta er fyrst og fremst dregið fram til þess að sýna hvernig upplýsingum er misjafnlega beitt gagnvart brotamönnum, sem eru þó aö kalla má á sama, eða samskonar báti! Af slikum vinnubrögðum get- ur almenningur naumast dregið nema einskonar ályktanir. Hér á þessu ágæta landi er tvenns- konar fólk að minnsta kosti! Hér er fólk, sem i augum yfir- valda verður að meðhöndla eins og „heilagar kýr” og þaö verður að fara sérstaklega var- lega, ef þær stiga niður i flórinn! En svo eru aftur aðrir, sem umgangast má eins og „óbreyttar beljur” og þar þarf nú ekki að vanda torfiö undir hlandketilinn þegar til þeirra kemur! Onnur eins vinnubrögð eru i senn viðbjóðsleg og stórhættu- leg, þvi aö fátt er það, sem menn þola verr, að vonum, en að vera þannig geröir ójafnir fyrir lögunum, og þá ekki siður hitt, að með þvi er verið að grunnfesta það, að sé um ein- hverja „meiriháttar” menn að ræða, skuli hafa sérstaka aögát i nærveru þeirra sálna! aðgát, sem aörir og „minniháttar” menn geta ekki öðlazt ! Þvi er heldur ekki að neita, að orðrómur, sem gengur um hverjir séu meðal annars i hópi stórfalsaranna, styður aö þess- ari óhjákvæmiíegu skoðun. Það gengur fjöllum hærra, að i hópnum séu lögmenn, um- svifamiklir verzlunar- og iðju- höldar, og aðrir, sem áberandi hafa verið til þessa i þjóðfélag- inu! Hér skal enginn dómur lagður á sannleiksgildi þessara sögu- sagna, en aðeins bent á staö- reyndirnar, sem fyrir liggja. Það er annars fyrir löngu orð- iö timabært, að ráðamenn þjóö- félagsins risti framúr þeim vanda, hvernig fara skuli með slik mál sem þessi. Það verður aö setja almennar og ófrávikjanlegar reglur um nafnbirtingar brotamanna. Ótal dæmi er auðvelt að færa fram fyrir þvi, að laganna verðir gera sig beinlinis hlægilega þegar verið er að vara fólk við brota- mönnum, sem almenningur veit svo ekki um sporð eða haus á! Hver áttar sig á þvi, um hvern er fjallað, þótt sagt sé, aö „ung- ur Reykvikingur” og „góö- kunningi” lögreglunnar gangi laus og sé hnuplgjarn, eða hætti við að gripa til ofbeldis undir áfengisáhrifum, ef menn vita almennt hvorki nafn eða númer? Eða þó varað sé við „hjónum”, sem gangi stelandi bæði úr einkahýbýlum og verzl- unum! Allir vita, að hér er mesti fjöldi, bæöi af ungum Reykvik- ingum og hjónum! Aðalatriöið i þessum málum er þó fyrst og fremst það, að séu settar ákveðnar reglur og þeim framfylgt afdráttarlaust um nafnbirtingu brotamanna, eöa ekki, þarf enginn framar að þurfa að álykta, aö það sé ekki sama hvort er Jón, eða séra Jón. Oddur A. Sigurjónsson , I HREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.