Alþýðublaðið - 20.08.1976, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 20.08.1976, Qupperneq 13
Föstudagur 20. ágúst 1976 MEGRADVÖL 13 alþMu* jiá saman tima. Það má jafna sósuna, en á að vera ónauðsynlegt að krydda hana meira. Borið fram heilt og skorið i sneiðar á borðinu. Kartöflur og baunir bornar með. Hvalkjötsbuff 1 kg hvalkjöt skoriö i þunnar sneiðar og steikt i heitu smjör- liki. Soðið i 20 minútur, en bætt á pönnuna um leið og hitinn er minnkaður vatni og tveim sitórum laukum, sem skornir hafa verið i sneiðar. Kryddað með salti, pipar og hvit- lausksalti. Paprika (græn og rauð) borin með iétt steikt i smjoriiki, ef vill, aðeins kart- öflur, ef efnahagurinn er bágur. Munið bara alltaf eftir kryddinu. jj hrinti henni frá hafði henni fund- ist hún losna hægt og sigandi, en angarnir snertu hana enn, hún hörfaði aftar, andaði stutt og snöggt, svo að hana sveið i lung- un,aftur að stiganum. Hún nam ekki staðar fyrr en hún stóð með bakiö við þiliö og veinaði aftur, þegar ný kuldabylgja snerti hana. Þetta var eðlilegri kuldi, hann kom frá kjallaradyrunum, sem af óskiljanlegum ástæðum stóðu opnar. Annaö skref til vinstri og hún hefði dottið aftur á bak niöur stigann i blindum ótta sinum. Bruce hörfaði lika, skref fyrir skref, eins og hann berðist gegn einhverju, sem væri kraftmeira en aðdráttaraflið. Hann nam lika staðar við stigann. Pat hafði séð þetta núna og rak upp undrunar- óp, Sara stundi. En athygli Rut- har beindist aö þvi ómögulega — aö hreyfanlegu myrkri, sem bærðist fyrir engum kalda, sem snérist og bugðaðist eins og það væri að leita að sinni eigin mynd. Reykur, en enginn eldurj þykkur, oliuborinn, svartur reykur, sem gaf frá sér kulda i stað hita. Bruce nam staðar við stigann og studdi hendinni á handriðið. Annað hvort af tilviljun eöa vilj- andi náði faðmur hans yfir allan stigann frá handriði til þils. Hann kallaði eitthvaö, og Ruth heyrði fæturna fyrir ofan sig hörfa, upp, nokkur skref. Kuldinn var sjúk- legur: hann saug hitann úr likam- anum eins og blóðsuga blóðið. Ruth vissi, að hún var aöeins á útjaðri haturs þess, það beindist Þá heyrði húnhljóð, sem virtist jafnóskájanlegt og flauta fjár- hirðis á vigvelli. Það var lágt hljóð og krystaltært, syfjulegt tist fugls i tré fyrir utan. Myrkursúlan leystist upp. Uppleysingin gekk hratt, þegar hún byrjaði: eftir sekúndu sást ljósblátt satinið, sem var i gluggatjöldunum, og veggfóðrið á veggjum setustofunnar. Aftur heyrði hún þetta syfju- lega tist, og svo hló Bruce æðis- lega. ,,Þaöhvarf við fyrsta hanagal” ... Eða var það spörfuglstist? „Fugl dögunarinnar” ... Og hann settist á neðsta þrepið og faldí andlitið I höndum sér. Ruth lokaði kjallaradyrunum. Pat rak upp viðvörunarhróp. ,,Ég var að toka niður i kjallara,” kallaði hún. „Það var opið.” Hún fór frá veggnum og fannst hún hlyti aö hafa skilið eftir far i honum, oggekk þangað, sem hún gat séð þau I stiganum. Sara var græn I framan. „Mér er að verða illt,” sagöi hún. Bruce leit upp. Hann héit enn dauðahaldi um bókina; einn fing- urinn var inn milli siðanna eins og bókamerki og hinir héldu dauða- haldi. Hann skalf frá hvirfli til ilja, hann var náfölur og sveittur, en hann brosti breitt og leit framan I Pat. „Hvernig leist þér á þetta, van- trúarhundurinn þinn?” spurði hann. allt að Bruce. Hún sá bókina, sem hvitir fing- urnir héldu enn dauöahaldi um, og allt 1 einu datt henni i hug, að drengurinn hefði náð i bibliuna, og hvaða gagn hann heldi, að hún geröi. Þá mundi hún, hvaðan þykka.rauöa bókin var komin, hún reyndi að biöja, og skildi um leiö, að hún hafði beðið i hljóði, og vissi lika, að likamleg eða orðræn tákn voru einskis megnug gegn dýpinu ómælanlega. Þvi að það hreyfðist, nálgaðist þau — rétti fram anga, skjálfandi anga myrkursins, sem klóruöu út I loft- iölikt og hálfskapaöir handleggir. n Effir morgunverð fór Bruce upp til að sækja peysuna sina, og Ruth fór inn I eldhús til aö þvo upp, i fylgd með Pat, sem gerði sér vonir um meira kaffi. Ruth setti ketilinn I samband og fór að skola eggjaleifarnar af diskun- um. Hún var að hugsa um.aðfátt erleiðinlegra að þvo upp en kald- ar, storknaðar eggjaslettur, þeg- ar hún sá, að Sara hafði ekki komið á eftir henni. Það var — sagði hún sjálfri sér — aðeins yegna umhyggju, sem hún fór, gætilega, gegnum borðstofuna Gáian Framvegis verður dag- lega í blaðinu lítil kross- gáta með nokkuð nýstár- legu sniði. Þótt formið skýri sig sjálft við skoðun, þá er rétt að taka fram, að skýringarnar f lokkast ekki eftir láréttu og lóðréttu NEMA við tölustafína sem eru í reitum í gátunni sjálfri (6,7 g 9). Lárettu skýring- arnar eru aðrar merktar bókstöfum, en lóðréttu tölustöfum. 0 4 % 3 V A B C E D I 3 E F 0 1 Q A: vöntun B: flan C: ólikir D: stefnur E: mögla F: plla G: sýnishomin 1: vökvi 2: jesú 3: helsi á: ein og ein 5: barði 6 lá: kall6ló: eldsneyti 7 lá: auö7 ló: svöl 8: skelin 9 lá: samte 9 ló bergmál 10: vitstola Svör 'uossneqj9<| quuiH '01 •jillopspunuiQno upsuH '6 'uossjbuiiSuj jeqsQ '6 •JinppsujoCg euijoqx 'i '001 9 •jnqiiojsjpsiio 's •uosejjoug jeuuno •punsnd 09-9S £ •Aojoipiv z •J!H9peuii9dí una i Bridge Allt með aðgát. Spilið i dag: Norður ♦ K6 ¥ K4 4 DG107 £ K9743 Vestui ▲ DG10732 y G98 ♦ A32 + 8 Suður 4 K986 + DG6 Sagnir gengu: Suður Vestur Norður Austur lgrand Pass 3grönd Pass Pass Pass. Vestur spilaði út spaðadrottn- ingu og nú taldi sagnhafi, að ástæða væri til að fara aö öllu með gát. Hann gat séð 8 slagi næstum beint, en það var nú ekki alveg nóg og finna þurfti skiptinguna i laufi , til þess að bjarga málinu. Lægju ásarnir i laufi og tigli á sömu hönd og spaðinn, var engrar bjargar von, en lægi laufásinn ekki á sömu hönd og spaðinn, var öðru máli að gegna, einkum ef hann lægi fjórði. Hann tók á spaða- kóng i borði og spilaöi lauf- kóngnum út. Smáspil komu frá öllum, og hann spilaði enn laufi og tók á gosann. Nú kom röðin að tíglinum, sem gaf 3 slagi og þar með unniö spil, þár sem Vestur gat ekki spilað makker sinum inn, eftir að hafa tekið tigulásinn. Þessi lega og það, að sagnhafi hætti við laufið eftir að hafa spilað þvi tvisvar gaf vinn- inginn. En hvað hefði gerzt, ef þriðja laufinu hefði veriö spil- að? ML'NID að senda HORNINU nokkrar linur. Utanáskrift: IIOKNIÐ, ritstjórn Alþvðublaðsins. Siðuinúla II, Revkjavik. FRÉTTA- GETRAUN Stjórnendur fréttaget- raunarinnar hafa sann- frétt, aö jafnréttisfólk (eins og þaö heitir á nútimamáli), hafi verið frekar óhresst með að í þessum getraunum hefur i flestum tilfellum verið spurt um karlmenn í fyrstu sp. Að sjálfsögðu förum við eftir óskum lesenda og spyrjum: 1. Hver er konan? 2. Hver var utanrikisráðherra Sovétrikjanna 1940? 3. Hvað kosta klæðskera- saumuð föt? 4. Hver er formaður kaup- mannasamtaka Islands? 5. Hver var valin fegursta gata Reykjavikur 1976? 6. Hversu margir eru búsettir á Kirkjubæjarklaustri? 7. Hver er tslandsmeistari i 1500 m hlaupi kvenna? 8. Hver þýddi útvarpsleikritið sem flutt var i gær? 9. Hver er formaður Sam- bands Alþýðuflokkskvenna? 10. Hver skoraði siðasta mark Breiðabliks i leik liðsins við Þrótt s.l. miðvikudagskvöld? Austur 4 854 4 10765 ♦ 54 4 A1052

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.