Alþýðublaðið - 20.08.1976, Side 9
8 OR VIWISUM ATTUM
alþýöu1'
Föstudagur 20. ágúst 1976 biaðíð
SuSm"
Föstudagur 20. ágúst 1976
VETTVANGUR 9
A.MJRÉS KRISTJA.XSSO.X:
1 Borgarnesi er smurstöö og
hjólbarðaverkstæöi, liklega i eigu
kaupfélagsins. Þangað ættu menn
að fara ef þeir vildu kynnast þvi
hvernig hægt er að vinna hin
sóöalegustu störf, án þess að
blettur eöa hrukka komi á um-
hverfið.
Að koma inn á smurstöðina er
eins og að fara i sundhöll og á
hjólbaröaverkstæöinu er rétt eins
og þrifalegur smáiðnaöur sé
stundaöur. Yfirvöld i Borgarnesi
ættu að heiðra þá menn, sem
stjórna þessum vinnustöðum
fyrir framúrskarandi þrifnað og
umgengni. Þessir staðir gætu
einnig orðið öðrum til eftir-
breytni. Þeir sanna það, að
óþrifaleg störf þurfa ekki að vera
sóðaleg. Það er undir hverjum
manni komið hvernig til tekst.
Þeir, sem leið eiga um Borgar-
nes, ættu að gera sér ferð á þessa
tvo vinnustaði og sjá með eigin
augum hvernig þar er umgengið.
Það gleður auga og hug.
Bílar
°g
peningar
I skýrslu Hagstofu tslands um
bifreiðakaup landsmanna kemur
fram, að fyrstu sex mánuöi þessa
árs voru fluttar hingaö til lands
2254 bifreiðar og er það 404
bifreiðum fleira en á sama tima i
fyrra. Til landsins voru fluttar i
ár 1926 nýjar fólksbifreiöar og 70
nýjar vörubifreiðar.
Samkvæmt þessu virðist hagur
landsmanna ekki hafa versnað til
muna frá þvi i fyrra, enda kemur
það mörgum á óvart hve mikla
fjármuni almenningur (sumir)
hefur undir höndum. Af þessum
bílainnflutningi verður vart dreg-
in sú ályktun, að mjög hafi syrt i
álinn, þrátt fyrir fullyrðingar um
mikinn lausafjárskort.
Hagstofan hefur einnig birt
visitölu framfærslukostnaðar i
ágústbyrjun. Þar kemur i ljós, að
hún hefur hækkað um 26,1 stig,
eða um 4,52%. Hækkun varö á
mörgum vöru- og þjónustuliðum
visitölunnar, meðal annars vegna
hækkunar launa 1. júli siöastlið-
inn og hækkunar á vörugjaldi úr
10% i 18% 7. mai siðastliðinn. Þó
voru áhrif þessarar siðastnefndu
hækkunar ekki komin að fullu
fram i vöruverði i júnibyrjun.
-AG-
NY ÞJODMAL
„Tvær ríkisstjórnir”
>aö verftur a6 telja tU góöra unum ráöiö þvi aö miklu leyti, framlög innlendog erlend I stör-
tiöinda, aö þess hafa sést hvernig byröarnar deilast. Þeir framkvæmdir á Keflavikurnug-
nnkWnr merki sföustu daea oa aeta variö sina og jafnvel velli, hafnargeröir á suövestur-
F yrrum
ritstj óri
Tímans
skrifar um
F ramsókn
Andrés Kristjánsson, fyrrum
ritstjóri Timans, skrifar grein i
siðasta tölublað Nýrra þjóðmála,
þar sem hann gerir harða atlögu
að Framsóknarflokknum fyrir
samstarf hans við Sjálfstæðis-
flokkinn. 1 upphafi greinarinnar
segir Andrés:
Það veröur að telja til góðra
tiðinda, að þess hafa sézt nokkur
merki siðustu daga og vikur, að
ofurlitið lifsmark er enn meö
samvizkutetrinu i framsóknar-
forystunni. Leiðararnir i Tim-
anum hafa sýnt þetta sfðustu
dagana.
Það hefur verið lagt slikt ofur-
kapp á það að sannfæra menn
um, að enginn teljandi munur sé á
stefnu og gerðum núverandi
ihaldsstjórnar og vinstri
stjórnarinnar, aö augljóst er að
meira en litið þykir við liggja....”
„....Þetta sýnir eitt, og aðeins
eitt. Framsóknarforystan er farin
að óttast dóm þjóðarinnar fyrir
samstjórnina með ihaldinu. Hún
veit að lif liggur við að geta villt
þannig um fyrir fólki, að það sjái
ekki muninn á þessum tveimur
rikisstjórnum. Þess vegna skrifar
Timinn um það flesta daga, að
eiginlega sé nú ihaldsstjórn Geirs
Hallgrimssonar a'lra snotrasta
vinstri stjórn og ekkert annað,
þegar öllu sé á botninn hvolft!”
Siðan gerir Andrés að umtals-
efnisamanburðTimans á þessum
tveimur rfkisstjórnum og segir i
lokin: ,,Það sem sama hvar á
þessum málum er tekið. Það eru
blindir menn, sem ekki sjá, að
reginmunur er á þessum tveimur
rikisstjórnum, og það er vonlaust
verk að ætla að reyna að telja
þjóðinni trú um, að svo sé ekki.
Og það er meira en vonlaust
verk. Það er smánarlegt athæfi
flokks, sem vill kalla sig félags-
hyggjuflokk að beita slikum
blekkingum og hlýtur að koma
honum i koll siðar.
Með þessum nýja saman-
burðartóni hefur Framsóknar-
flokkurinn i raun og veru stigið
nýtt og afdrifarikt spor i ihaldsátt
og réttlætir nú þátttöku sina i
rikisstjórninni á öðrum
forsendum en i upphafi.
Við stjórnarmyndunina af-
sákaði hann sig með þvi aö hann
yrði að fara i ihaldssamvinnu af
illri nauðsyn og hann vildi þetta
raunverulega ekki, enda væri það
miklu verri kostur en vinstri
stjórn, sem hann vildi raunar
miklu fremur. Þetta voru mann-
legar viðbárur með ofurlitlum
heiðarleikablæ.
En nú er allt annað uppi á
teningnum. Nú er ekki um neinn
verri kost að ræða lengur, og
krókódilatárin frá stjórnarmynd-
unardögunum hafa verið þerruð,
þvi aðjpessi stjórn er orðin alveg
eins góð og vinstri stjórn i augum
Framsóknar, og allt bendir til að
eftir svo sem misseri verði hún
oröin miklu betri, ef allt fer sem
nú horfir i rökstuðningi Timans”.
Þetta segir Andrés Kristjánsson,
fyrrum ritstjóri Timans, um
Framsóknarflokkinn, sem hann
eitt sinn studdi dyggilega.
Borgarnes
og snyrti-
mennska
Borgarnes er með þrifaiegustu
og glæsilegustu bæjum hér á
landi. Þar er snyrtimennska i
heiðri höfð, þar eru falleg hús og
garðar og bærinn ibúunum til
mikils sóma. En það er ekki að-
eins ytra útlit, sem er til fyrir-
myndar.
Yfirlitsmynd af jarðskorpunni undir Atlanzhafinu, sem sýnir sprunguna og hin þrjú lög, sem um getur Sprungan i Atlanzhafshryggnum þar sem jarðskorpan er að gliðna og •
i greininni. ,,nýr” sjávarbotn að myndast.
———--------------;--------------------------------------:-------------- ' - M
Kafaraskipið ALVIN
við hlið móðurskipsins
LULU, sem gerðu
margháttaðar athug-
anir á Atlanzhafs-
hryggnum árið 1974.
Eftir
Anthony
Neville
»SAUMAR«
reynd ákaflega ólik að gerð og út-
liti. Væri sjórinn þurrkaöur upp,
myndi birtast fyrir augum okkar
„landslag”, sem engu líktist
fremuren yfirborði tunglsins. Við
hefðum þá fyrir augum fjalls-
hliöar og tinda, sem væru ákaf-
lega hrjúf i yfirbragði. En þar
sem drægi til lægða eöa sléttu,
væru þykk lög af dauöum skel-
dýrum og þó blandað eldfjalla-
ösku úr neðansjávargosum!
Samkvæmt nýjustu kenningum
myndast hinn nýi sjávarbotn á
sprunguhryggjum samtimis og
flákarnir, sem lenda undir skriöi
jarðskorpunnar þrýstast ofan i
„jarömöttulinn”.
Af þessu má ráöa, að hafs-
botninn sé tiltölulega ungur,
svona um 200 milljón ára! En
þrátt fyrir það þykjast menn hafa
fundið þess mót, aö upp úr
þessum botni standi á einstaka
stöðum miklu eldri bergmynd-
anir jafnvel allt upp i 4 billjón
ára!
(Jt frá sprungum miðhryggj-
anna teygjast svo samhliða þeim
keðjur fjallahryggja, sem
reyndar fara slladckandi eftir þvi
sem fjær dregur sprungunum.
Eitt af viðfangsefnum visinda-
mannanna er að rannsaka af hve
miklu dýpi úr iðrum jarðar hinn
nýi botn myndast. En að þvi er
ekki auðhlaupiö. Þannig er örðugt
að vita hve mikill hluti er af
uppruna djúpt i iörum jaröar,
sem hefur þrýstzt upp gegnum
eldri bergmyndanir og hve mikið
er af hraunflóöi úr efri lögum.
Talið er að þrennskonar lög séu
i jarðskorpunni. Efsta lag á
sjávarbotninum sé úr samþjöpp-
uðum setlögum. Næsta lag
gjarnan helzt úr basalti og neösta
lagið af óþekktum uppruna.
Menn velta fyrir sér spurn-
ingunni um, hvort efniö, sem
gubbast upp úr sprungunum sé úr
lagi tvö eða þrjú, máske á ein-
hvern hátt biöndu úr þeim
báðum. En vonir standa til, aö
unntveröi að leysa þessa gátu, og
þá jafnframt komast að þvi hver
er samsetning og efni þriöja
lagsins.
Það sem nú er einkum glimt
viö, er, hvert er hreyfiafl þeirra
fláka, sem silast ofan á möttlin-
um. Erhér um að ræða segulafl,
eða einhverskonr ölduhreyfingu?
Otal gloppur eru, að vonum, i
heildarmyndinni, sem enn er
þekkt og margt á vitanlega eftir
að koma i ljós fyrr eða siðar, sem
nú er vandlega hulið.
Þaö kann vitanlega að breyta
talsverðu um þær hugmyndir,
sem visindamenn nú gera sér. En
þvi er ekki aö neita, að þeir gera
sér ákveðnar vonir um, að hafa
nú fundið upphaf þeirrar slóðar,
sem rekja þarf, hversu langan
tima, sem þaö tekur, aö rekja
hana til enda.
1 beinu framhaldi er vert aö
minnast þess, að menn hafa nú
talsverða möguleika til að segja
fyrir um jarðskjálfta, sem
orsakast af þessum hreyflngum
jarðskorpunnar, þó enn sé dcki
unnt að gera þvi atriði þau skil,
sem menn óska.
En stöðug og markviss leit
visindamanna æ dýpra I jarö-
skorpuna bæði á landi og þó
einkum á sjávarbotni smáfylla
upp i myndina, þó hægt gangi.
Þvi má gera ráð fyrir, aö þær
ógnir, sem jaröskjáiftar i stærri
stil valda, veröi ekki nærri þvi
eins fórnfrekar á mannslif og nú
er raunin, vegna þess að færi
gefist á að gera ráöstafanir i tæka
tið, til þess aö afstýra þvi að þeir
komi að fólki óviðbúnu.
Þetta er auðvitaö ekki nema ein
hlið á málinu. Allt beinist aö þvi
aö ráða fyrr eða siöar gáturnar,
sem enn eru óleystar um eðli
okkar gömlu og góöu jaröar.
JflRÐ-
SK0RPUNNAR
Site of
FAMOUS
Harðir og viðáttu-
miklir jarðskjálftar eru
náttúrufyrirbæri, sem
sifellt mega minna
okkur á, að jörðin okkar
er engin „liflaus”
kökkur.
Sama máli gegnir um
þau 5-600 virku eldf jöll,
sem þekkt eru á yfir-
borði jarðar.
Löngum héldu menn,
að eldsumbrot væru ein-
hverskonar krampa-
kippir deyjandi likama,
en siðastliðin 15 ár hefur
skoðun visindamanna
gjörbreytzt á þessu
fyrirbæri.
Menn lita nú svo á, að
hér sé allt eins um að
ræða fæðingarhríðir
frekar en dauðateygjur,
og þó sé hvorttveggja til
að dreifa. Þar hefur
viðurkenning landreks-
kenningarinnar gefið
nýjan byr i seglin.
Visindamenn telja nú, aö án
hinnar sifelldu hreyfingar jarð-
skorpunnar ofan á „möttlinum”,
sem svo er nefndur, væri yfirborð
þurrlendisins löngu horfið undir
yfirborð sjávar, enda hafi virkni
eldfjallanna átt sinn þátt einnig i,
að svo er ekki.
Þessar hreyfingar orsaka, að
viðáttumikil setlög, sem eitt sinn
mynduðust undir yfirborði
sjávar, og innihalda margskonar
lifræn efni, s.s. oliu, hafi þannig
færzt i timanna rás inn á þurr-
lendið, auk þess sem enn er á
botni hafsins.
Enda þótt þessar breytingar
hafi tekið milljónir ára og hreyf-
ingarnar séu afar hægfara yfir-
leitt, telja menn, aö þær hreyf-
ingar hafi ekki ætið og æfinlega
gerzt með sama hraöa.
Það hefur einnig komið I ljós,
aö þessar hægu hreyfingar eru
mælanlegar miðað við ár, og
jafnvel að mælitæki geti bókstaf-
lega greint hljóð frá þeim, þótt
mannleg eyru fái ekki greint enda
sjaldan eða aldrei hægt að leggja
þau við!
Hér er um að ræða hreyfingar,
sem, að visu, ganga tÚ sömu
áttar, en eru þó i eöli sinu frá-
brugðnar þannig, að á einum staö
er jarðskorpan að gliðna, en á
öörum staö eru flekarnir að ýt-
ast saman, og flekinn sem er á
hreyfingu falli ofan á annan kyrr-
stæðan, eða kyrrstæöari.
Menn hafa fundið sprunguna i
Mið-Atlanzhafs hryggnum, sem
m.a. liggur gegnum Island, og
vita nú, að þar er jarðskorpan að
gliðna. Hver þau öfl eru, sem hér
standa að baki, er hinsvegar ekki
vitað enn. En staöreyndin um
hvaö er að gerast liggur fyrir.
Bæði kafanir og rækilegar
dýptarmælingar hafa fært
mönnum heim sanninn um þetta.
Það er einnig staðreynd, sem
visindamenn brjóta nú heilann
um, hvernig á standi, að beggja
megin við sprungujaðrana , og
meðfram þeim eru hæða- eöa
fjallatoppar misjafnlega háir —
en toppar samt.
Eins og er, eru menn ekki
komnir lengra i lausn þessarar
ráðgátu, en að safna saman staö-
reyndum um hvernigþessir hlutir
gerast. Orsakirnar fyrir þeim eru
svo framtiðarmál, sem að er
stefnt að uppgötva.
Nú þykir nokkurn veginn vist,
að þessar hreyfingar nemi sem
svarar 10 km leið á hverjum
milljón árum og að yfirborðs-
breytingar árlega séu alls um 1
fermila, þ.e. breytingar á þurr-
lendi sem slgur i hafið og þurr-
lendi sem ris.
Talið er, að fyrir um 200 milljón
árum hafi meginhluti þurrlendis
jaröar verjð sameinaöur i eitt
geysimikiö meginland. Siðan hafi
það klofnaö i ýmsa hluta og rekið
sundur, og sé enn á reki.
Hafsbotninn og þurrlendið eru i
Jarðfræðingur ræðir um kenningar um
landrek og jarðskjálfta, sem nú eru
mjög umræddir og hafa höggvið stór
skörð í mannkynið