Alþýðublaðið - 20.08.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 20.08.1976, Side 16
FOSTUDAGUR 20.ÁGÚST 1976 fslenzk uppfinning: alsjálfvirk línubeitingarvél: Bylting í línu- veiðum á næsta - sparar hundruð milljóna í gjaldeyri - lækkar útgerðar- kostnað línubáta Brátt verður farið að leggja lokahönd á gerð nýrrar íslenzkrar uppfinningar, sem bæði kann að valda byltingu í útgerð línubáta hér á landi og einnig að spara verulegar gjaldeyrisupp- hæðir auk þess sem upp- f inning þessi kann að a’f la gjaldeyristekna ef um út- flutning verður að ræða. Þarna er um að ræða alsjálfvikra línustokk- unar- og beitingarvél, sem Garðar Ástvaldsson í Hafnarf irði hefur hannað og unnið að í meira en áratug. A undanförnum árum hafa verið á markaði norskar vélar, sem settar hafa verið i nokkur islenzk veiðiskip, en þær vélar eru fremur dýrar, kosta eitt- hvað á annan tug milljón hver vél, og auk þess sparar hún ekki mikinn mannafla ef þá nokkurn. Hún er hins vegar sjómönnum gott hjálpartæki, þó dýrt sé. Vegna hins háa verðs þeirrar vélar og þeirra umtalsveröur breytinga, sem gera þarf á hverju þvi skipi, sem hún er sett i hefur sú vél ekki orðið mjög almennt notuð, og borgar sig ekki fjárhagslega nema i fáum tilvikum. Eftir þeim upplýsingum, sem blaðiðhefuraflaðsér um vél þá, sem Garðar Astvaldsson vinnur nú aö, er þar um að ræða minni vél og væntanlega talsvert ó- dýrari, sem hægt verður að hafa i minni bátum og taka má úr þeim og setja i land án nokkurrar fyrirhafnar. En þaö sem mestu máli skipti erþó, aö sú vél mun spara veru- legan mannafla, þar sem aðeins einn maður þarf að stjórna henni, samanborið við fjóra til fimm við norsku vélina. Slik vél gæti skipt sköpum i út gerð smábáta á iinuveiðum. Milljónasparnaður Nefnum sem dæmi, aö i dag kostar 1500 krónur aö beita hvern bala. Séu hafðir 40 balar i róður kostar það i 100 róðrum um sex milljónir króna. Ef sú ágizkun reynist rétt, að fram- leiöslukostnaður hinnar is- lenzku vélar kunni að verða helmingi minni en hinnar norsku, þá getur kaupverð hennar unnizt upp á einu út- haldi. Viöa hefur verið unnið að til- raunum með gerð fullkominnar vélar á þessu sviði, en fram til bessa dags hafa aðeins litið dagsins ljós vélar sem ekki geta talizt meira en hálfsjálfvirkar, og sem ekki spara mannskap aö verulegu leyti. En eins og fyrr segir er vél Garðars næsta al- sjálfvirk. En hvernig hefur hann fjármagnað tilraunastarf sitt? 1 skýrslum Fiskimálasjóðs, sem ætlað er það hlutverk m.a. að veita fé til tilrauna með nýjungar i sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða, má sjá, að Garðari hefur verið veitt eitthvert fé árlega frá þvi áriö 1966. 1 fyrstu nam styrkur til hans innan við 400 þús. krónum á ári, en var árið 1975 ein og hálf milljón, og hefur ekki verið minni á þessu ári. Þetta fé hefur nægt til að unnt hefur verið aö halda tilraunun um með gerð vélarinnar áfram, en samkvæmt upplýsingum, sem blaöiö hefur aflað sér lætur nærri að um 40% styrktarfjárins fari i tækjakaup og efniskostn- að. Eftir miklu að slægjast Blaðið leitaöi þvi til Björns Kristinssonar, verkfræðings, sem haft hefur eftirlit af hálfu Fiskimálasjóðs með smiöi vélarinnar og spurði hvort hægt hefði verið að flýta gerð vélarinnar með meira fjár- magni. Björn svaraði þvi til að fyrst og fremst hefði verið um aö ræða skort á nægilega hæfum samstarfsmönnum til aö auknar fjárveitingar hefðu getað flýtt verkinu. En þar sem eftir svo miklum ávinningi væri að slægjast með smiði vélarinnar, þá hefði það þótt fyllilega rétt aö verja fjármagni til hennar þótt ekki væri vitað, á hverju stigi, hvort einhverjir erlendir aöilar meö nægjanlegt fjármagn undir höndum væru komnir jafnlangt eða lengur með þróun sams konar vélar. Björn kvaðst ekki geta fullyrt neitt um þaö hve langt væri i land með lokasmiöi vélarinnar, en rétt væri að sækja ekki um einkaleyfi fyrir hana hér og er- lendis fyrr en rækilega væri bú- ið að ganga úr skugga um aö um einkaleyfishæfa framleiðslu væri að ræöa, þvi þegar sótt er um slik leyfi þarf að leggja fram allar teikningar og nákvæmar vélarlýsingar. Leiki vafi á þvi aö vélin fullnægi öllum skil- yrðum, sem sett eru til veitingar sliks einkaleyfis þarf að hefja frekari þróun vélarinn- ar, en hver keppinautur sem vildi, gæti þá hagnýtt. sér það sem hann kynni á að skorta tæknilega, þar sem umsóknir um einkaleyfi eru opinber gögn. Rétt væri þvi að fara meö gætni að ailri gerð vélarinnar og ekki kynna hana fyrr en ræki- lega sé gengiö úr skugga um aö um einkaleyfishæfa^vél sé að ræða. Kynnt á þingi. A alþingi þriðjudagí'nn 13. mai i fyrra svaraði sjávarútvegs- ráðherra fyrirspurn frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, alþingismanni um fullnaðar- gerð þessarar vélar. 1 svari ráðherra kom fram,Jað , á árinu 1972 hafi verið lokið við geymslu fyrir nýja tauka. Siðar hafi taumageymslunni verið breytt og endurhönnun lokið i janúar 1975. A árinu 1973 hafi verið lokið viö smiði nokkurra tækja, tækis til að bæta viö nýjum taumum (taumaábótar) i febrúar afsnúningatækis (Jtil þess að snúa tauma af linu ás) i maf, afskurðartækis (til þess aö skera af slitna tauma) i október og tækis til þess að stokka linu (lfnustokks) i nóvember. í janúar 1974 var lokið viö önglabeygju (tæki til þess aö lagfæra bogna öngla). Jafnframt smföi vélarhlutanna var unnið að hönnun á burðarr grind, segir ennfremur f svan ráðherra, og stjórnbúnaði. Vann tæknifræðingur að hönnuninni fram til 31. marz þaö ár er hann hætti störfum. Jafnframt var tekið til viö prófanir á tækjunum og leiddu þær til þess að gerðar voru breytingar á taumageymslunni. Það skal tekiðfram, að þessar upplýsingar eru úr þingtiðind- um, en það munu vera einu ári? tæknilegu upplýsingarnar, sem veittar hafa verið opinberlega um þróun þessarar vélar. Þar er frá þvf greint, að þegar ráðherra svarar fyrrgreindri fyrirspurn hafi þeir vélarþætt- ir, sem þá var eftir að vinna, verið burðargrind samstilling prófanir og breytingar. Sé þá iokið viö fyrri vélareiningu. Sfðari vélareining hafi að hluta verið smíðuð áður> en hafi þarfnast endurskoðunar, þ.e. beituskurður, beitning, stjórn- búnaður, burðargrind, prófun og breytingar. Þá hafi verið gert ráð fyrir að vinnumagniö, semeftir hafi verið, væri áætlað 12 mannmán- uðirviðfyrri vélareiningu og 15 mannmánuðir við siðari, sam- tals 27 mannmánuðir. Þetta var fyrir 15 mánuðum .siðan. Vongóður Alþýðublaðið leitaði til Garðars Astvaldssonar, uppfinningamanns — og spurði hann hvenær mætti eiga von á þvi að vél þessi liti dagsins ljós. Garðar kvaöst vera vongóður um að það gæti orðið á næsta ári. Hann vildi litið láta uppi um tæknilega þróun vélarinnar, en kvaðst áætla að hún gæti oröið ódýrari en hin norska þegar að framleiðslu kæmi. Nefndi hann sem dæmi lægri stofnkostnað og undirbúningsvinnu, en sér hefði verið tjáð, að hið norska fyrir- tæki, sem framleiðir þá, vél, sem hingað hefur verið seld, hefði haft 7-10 manns að störfum i 12 ár við að þróa þá vél. Væri samanburðurinn augljós. Þá væri vél sin öilu einfaldari f sniðum og fyrirferðarminni. Aðspurður um það hvort hægt hefði verið að flýta þróun vélar- innar með meiri fjárveitingum, þá sagði Garðar að hann væri mjög ánægður með þann skilning sem forráðamenn Fiskimálasjóðs hefðu sýnt málaleitun hans og þeim fjár- veitingum sem hann hefur fengið. — En væri verkinu lokið ef þú hefðir fengiö meira fjármagn frá upphafi? — Það mætti alveg eins segja, að Bandarikjamenn væru ekki búnir að senda tilraunastöð til Marz ef þeir heföu ekki haft úr nægum peningum að spila. Hann sagði ennfremur að örlitill afturkippur hefði komið i rannsóknir með vélina eftir að ofangreind skýrsla var gefin á Alþingi, en nú væri þeim haldið áfram á fullum krafti. Og hann byggist við þvi, að vélin ætti að geta orðið fullbúin á næsta ári. Gjaldeyrissparnaður Hann kvaðst ekkert geta sagt á þessu stigi málsins um það hvernig framleiðslu vélarinnar yrði hagað, en ljóst væri að það yrði verulegur gjaldeyrissparn- aður af þvi að framleiða þessa vél innanlands i stað þess að kaupa erlendar vélar. Þá mætti ennfremur gera ráð fyrir að einhver markaður yrði erlendis fyrir þessa vél. En þótt ekki væri búið að gera neinar kostnaðaráætlanir, þá væri það augljóst að mikill sparnaður muni hljótast af notkun hennar m.a. vegna þess mannafla sem beitningarvélin sparar, þar sem hún vinnur margra manna verk. Augljóst er, sagði Garðar, að eina verulega fiskverndin, sem viö höfum yfir aö ráða eru linu veiðar, þar sem þær hlifa fisk- stofnunum, skemma ekki eðlilegt umhverfi fisksins i sjónum og granda engum öðrum tegundum og ganga ekki um of á stofninn. —BS/ alþýðu blaðið Séð: 1 fundargerð borgar- ráðs Reykjavikur: „Lögð fram tillaga Borgarspital- ans frá 4. ágúst 1976, þar sem óskað er heimildar til að bjóða út vissa hluta i þjónustuálmu Borgarspit- alans, sbr. nánari upptaln- ingu I bréfi byggingar- nefndarinnar. Borgarráð samþykkti tillöguna, enda verði þannig staðið að út- boði og samningum, að greiðslur komi ekki til á þessu ári”. Fjárhagur borgarinnar virðist ekki vera sem beztur. o Lesið: 1 Nýjum þjóð- málum: ,,Það er oft erfitt fyrir stjórnmálamenn að hætta þingmennsku þegar aidurinn færist yfir þá. Þetta sannast nú sem oft áður. Þannig bendir allt til þess, að tveir þingmenn Sjáifstæðisflokksins i Suð- urlandskjördæmi, sem tal- ið var sennilegt að drægju sig i hlé, hætti við að hætta. Það eru þeir Ingólfur Jóns- son og Guðlaugur Gislason. Ástandið i flokknum innan flokksins i kjördæminu er erfitt, sérstaklega þó i Vestmannaeyjum, þar sem um algjöran klofning er að ræða. Þykir forystumönn- um þvi ekki réttur timi til breytinga á þingliðinu”. o Lesið: Einnig i Nýjum þjóðmálum: „Eins og áður hefur komið fram i þessum þætti, telja margir áhrifa- menn innan Sjálfstæðis- flokksins að rétt sé að ganga til Alþingiskosninga á næsta ári. Nú hafa ýmsir forsvarsmenn flokksins úti á landi fengið um það ábendingu frá aðalstöðvun- um i Reykjavik, að ekki sé ósennilegt, að kosið verði á næsta sumri. o Séð: 1 timaritinu Frjáls verzlun: „Tollgæzlumenn i Reykjavik hafa með vax- andi áhyggjum fylgzt meö gæzlumálum úti á landi, sem þeir telja engan veg- inn i nægilega góðu horfi. Þannig hafa þeir lagt áherzlu á aö menn héðan úr Reykjavik færu til eftirlits- starfa á höfnum úti á landi og er ein hafskipahöfn norðanlands þá sérstak- lega nefnd, þvi að þar er talið að stórsmygl sé stund- að. Af þessum leiööngrum Jiefur þó ekki orðið, þar eð yfirmenn gæzlunnar segja að engir peningar séu til i slik verkefni”.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.