Alþýðublaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 7
SjEaSfd* Föstudagur 20. ágúst 1976 Streita við vinnu mæld FRANKFURST AM MAIN: Prófessor Maria Blohmke, yfir- maður starfs- og félagslegu læknadeildarinnar við háskól- ann í Heidelberg, hefur gert óvenjulegar kannanir á aðal járnbrautarstöðinni i Frank- furst til að sýna að unnt sé að mæla streitu við vinnu. Hún setti einkaritara i komusal járn- brautarinnarogtengdihana við tæki, sem mæla blóðþrýsting og annað, meðan stúlkan var við vinnu sina. Mælitækin mældu m.a. æðaslátt, blóðþrýsting og þess háttar. Þetta mannlega tilraunadýr veitti þvi eftirtekt, að kuldi og hávaði trufluðu hana mest, en áhorfendur og ljós- myndarar skiptu engu máli. Til- gangur tilraunarinnar var að sýna, að visu við harla óvenju- iegar aðstæður, að óþægindi á vinnustað geta valdið veikindum. fengum sett á virkjunina stað- festi rétt okkar og þaö að rangt var að málum staðið að hálfu virkjunaraöilans. Hver ábyrgur aðili hefði hætt við framkvæmdir á þvl stigi — þegar áður talin sannindi lágu fyrir, en þaö gerði Laxár- virkjunarstjórn ekki. Þá var nægur timi til að leita annarra lausna, og hægt hefði verið að koma i veg fyrir orkuskort. Bent var á margar aðrar leiðir, svo sem flutningsllnu yfir Sprengisand, aukna jarðgufu- virkjun i Bjarnarflagi, eöa aðrar vatnsvirkjanir. Engin þessara leiða, sem við marg bentum á var talin fær þó að siðar hafi Laxárvirkjunarstjórn bent á að auka hefði mátt afl jarðgufu virkjunarinnar með litlum fyrirvara og litlum kostnaði. ADt létu þeir, sem vind um eyru þjóta og keyröu virkjunina áfram I trausti þess að þegar búiö væri að eyða i hana svo ærnu fé — yrðu bændur kúgaðir til hlýðni. Það er þessi þrjóska Laxárvirkjunarstjórn- ar og ráðgjafa hennar, sem skapað hefur vandræðin — þeirra er ábyrgðin en ekki okkar. Knútur Ottersted lét þau orö falla i þættinum að baráttu okkar hafiráðið fégirndin ein og aö náttúruvemdarsjónarmiðin hafi verið yfirvarp. Hið sanna er að hvort tveggja var aö viö vildum vernda öll verðmæti jarða okkar og héraðs og ekki siður þau, sem ekki veröa metin i krónum og aurum, — enda er þaö samdóma álit náttúrufræð- inga, sem þetta hafa rannsakaö og náttúruverndarmanna er- lendra sem innlendra, að fyrir okkar baráttu og þeirra, sem með okkur stóðu, hafi unnist mesti sigur fyrir náttúmvernd hér á landi. Það væri sæmra fyrir Orkustofnunarmenn og aðra, sem að undirbúningi virkjana standa, að þakka fyrir þann lærdóm sem þeir hafa fengið af þessum málum, en aö væna okkur um ofstopa sem jafnað er við andann á Sturlungaöld. Að endingu undrumst við og mótmælum harðlega þeim vinnubrögðum Páls Heiðars Jónssonar, að stofna til umræðuþáttar i útvarpi um Laxárdeilu og afleiöingar hennar án þess aö annar aðili þeirrar deilu þ.e. við landeig- endur eigum kost á að túlka okkar sjónarmið i þeim þætti. Einhliða málflutningur and- stæðinga okkar miðaði allur að þvi að blása út óheillavænlegar afleiðingar Laxárdeilu og Laxársamninga, og gera okkur bændur að eins konar saka- mönnum i þvi máli. Slikum aðförum tökum við ekki þegjandi og þvi er þessam athugasemdum hér með komið á framfæri. Stjórn Landeigendaféiags Laxár og Mývatns. Eysteinn Sigurðsson Jón Jónasson Indriði Ketilsson Vigfús B. Jónsson Þorgrimur Starri Björgvinsson 7 Að lifa með psorias Flestír kannast vist við orð- ið psorias, en hér heima hafa psorias-sjúklingar sto&iað með sér félag til að auðvelda slikum sjúklingum Sólarlandaferöir, sem hafa mjög góð áhrif á sjúk- dóminn. Psorias er mjög al- gengur húðsjúkdómm- og má sem dæmi nefna, að annar eða þriðji hver af hundruö Svium hefur psorias i einhverri mynd. Þessi staðreynd verður til þess, að margir álíta, að psor- ias-sjúklingar eigi ekki alltof bágt með sjúkdóm sinn og einnig þess, að menn foröastoft að tala um hann. Byrjar fyrir tvítugt Það er margt sem bendir til þess, að psorias hafi áhrif bæöi á sálarlif sjúklingsins og stöðu hans i þjóöfélaginu. Þessi sjúkdómur byrjar oftast á gelgjuskeiöinu. Meira en helm- ingur allra, sem fá psorias, fá fyrstu útbrotin fyrir tvitugt, en þá er mikið eftir af ævinni. tJtbrotín eru oft á andliti eöa höndum og margir fá liöagigt. Menn vita harla litið um það, hve sjúklingurinn þjáist af sjúkdómnum, en kannanir hafa verið verðar og byrjaðar á þeim sjúklingum, sem lagðir eru inn á sjúkrahús vegna sjúk- dómsins. Það eru hins vegar langt I frá allir, sem leita læknis vegna útbrotanna. Psorias og þjöðfélagið Psorias-sjúklingar koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins eins og oft viU verða um króniska sjúkdima, eins og t.d. gigtarsjúklingar. Meðal þeirra er að finna einstæðinga ógifta eöa fráskilda, með lægri tekjur en meðaltal, og menn, sem oft- ar eru frá vinnu vegna veikinda enaðrir. Þetta segir I sjálfu sér ekkert um orsakir né afleiðing- ar. Enn fremur má ætla, að verri staða og lægri tekjur séu LÍF 0G HEILSfl orsök fleiri veikindadaga vegna lélegri aðstæðna og færri tæki- færa til hvildar eftir legu. Rök- rétt afleiöing aukinna útbrota gæti verið sú, að sjúklingurinn fengi enn minna tækifæri tíl aö leita sér lækninga en ella vegna peningaleysis. Að lifa með psorias Húðlæknar eru oft spurðir að þvi, hve margir alvarlega veikir psorias-sjúklingar geti lifað eðlilegu lifi og unnið sina vinnu án óeölilega margra veikinda- daga, og þá er gjarnan bent á, að mörgum takist það, enda hafi þeir lært að lifa meö sjúkdóm- inn. Læknar teija hins vegar, að sjúklingar með psorias á há- stigi séu aðeins smábrot af öll- um psorias-sjúklingum. Starfsval I þessu tilliti má benda á mikilvægi þess, að menn taki tillit til psorias, þegar um er aö ræða starfsvaí fyrir unglinga Það er þvi miður ekki lögö áherzla á þetta við starfskynn- ingu i skólum. Útbrot á höndum gerir mönnum oft erfitt fyrir við likamlega vinnu, og það hefúr oftslæm ál.rif á fólk, að horfa á afgreiðslufolk með útbrot á höndunum. Þaö er ekki hægt aö stunda störf þar sem fólk svitn- ar mikið eða verður mjög óhreint og vera með útbrot lika. Þetta skapar sin sérstöku vandamál. Margir sjúkingar með psorias kvarta yfir þvi, að þeim finnist þeir aldrei hreinir, þó þrifnir séu. Umgengni við aðra Sálræn vandamál psorias-sjúklinga eru oft mikil og erfið. Þau koma aðallega I ljós i umgengni við aöra. Fyrst á uppvaxtarárunum, i leik og I skóla og seinna i umgengni við fjölskylduna, vini og vinnufé- laga. Vandamál i ástarlifinu koma oft fyrir. Það er hægt aö skrifa marga skilnaöi á reikning þessa sjúkdóms. Það er kannski ekki alltaf auðvelt aö búa með sjúklingi með psorias á háu stigi. Hvað mega aumingja fiskarnir segja? nefnilega ógurleg oliumengun, en út við Granda sérðu klósett- pappir, skit og annan óþverra, sem kemur frá klóökunum. Það væri óneitanlegra skemmtilegra að koma heim eins og fengsæll fiskimaður með mat I soðið, heldur en þaö þurfa að henda fiskinum aftur, eða jafnvel drepa hann, ef öngullinn hefurlentá slæmum stað. Fisk- urinn við strendur Reykjavikur er ekki mannafæöa. Ég efast um, að nokkur strák- ur gæfi ketti hann, þviaöenginn vill vist eitra fyrir köttinn sinn. Rotturnar þrifast vel á fiskin- um, sem við strákarnir hend- um. Þaö er mjög mikið af rott- um við Grandann. Þær eru stór- ar, gráar og éta allt, sem að kjaftí kemur. Einu sinni veidd- um við kriu, þvi að öngullinn kom i vænginn. Við tókum öng- ulinn varlega úr og slepptum henni strax, en hún hefur vlst meitt sig mikið, þvi að hún gat ekki flogið, en datt I sjóinn. Hana rak á land og rotturnar hafa sjálfsagt lagt hana sér að munni eins og múkkana, sem strákarnir veiða stundum og deyja hjá þeim. Daginn eftir er aðeins skinin bein að sjá I fjör- unni. Þá vitum viö, aðrotturnar voru á feröinni. Ætli það væri ekki nær, að menn veittu óþverranum eitt- hvaö annaö? Á beztu veiðistöð- um okkar eru opin klóök beintút i sjóinn og eyðileggja allt. Það væri gaman aö vita, hvað varð um marhnútana? Allir, sem dorguðu i gamla daga fengu marhnút á öngulinn, en ég hef engan marhnút séö. Ufsi, koli og lýsa vaöa viö bryggjusporðana, en marhnút- arnir eru horfnir. Ég sá einu sinnistrák, sem var næstum bú- inn að „húkka” marhnút. Það var óvenjulegt. Það stendur að visu á skilti viö Grandann, að þar sé bannað aö henda rusli, en hver ætli fari eftir þvi? I Peningafjörunni rekur kúk og klósettpappir á land. Hver ætli borði fisk, sem hefur nærzt á þessu? Þegar ég var litill fórum við stundum út i Nauthólsvik til að njóta sólarinnar og sulla i sjón- um. Nú er þaö bannað vegna mengunar. Borgarlæknir telur of mikið af saurgerlum og alls konar bakterium þar til þess, að fólk geti synt i sjónum. Hvaö mega aumingja fiskarn- ir segja? Ég hef mikinn áhuga á Iþrótt- um og fylgist alltaf með iþrótta- fréttum bæði I blöðum, útvarpi og sjónvarpi, enda æfi ég knatt- spyrnu. Mér þótti það furðulegt einn dag, þegar við fórum að keppa á móti I.R., er dómarinn neitaði liðinu um að leyfa stelpu aö keppa með, eins og það skipti einhverju máli, hvort hún væri kvenkyns eða karlkyns. Hún kann fótbolta, og það er enginn kvennaflokkur til fyrir þennan aldursflokk. Okkur strákana hefur lengi langað til að vita, hvort dómarinn hafi haft rétt fyrir sér eða ekki, þvi aö það á að meta eftir getu en ekki kyni. Það gæti hent sig, að strákar legðu leið sina t.d. út á Granda til að veiða, ef þeir eru ekki aö spila fótbolta. Að minu áliti er Grandinn bezti veiöistaður stráka i Reykjavik, en það er lika hægtaðfará út aö Vitanum, eins og við köllum hann. Þaö er hins vegar ekki gott að dorga við höfnina, þó að sumir strákar hangi þar lon og don á bátabryggjunum. Við höfnina er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.