Alþýðublaðið - 25.08.1976, Síða 5

Alþýðublaðið - 25.08.1976, Síða 5
skím' AAiðvikudagur 25. ágúst 1976 OTLðND 5 MIKIL SPENNA RÍKIR í INNAN- RÍKISMÁLUM í PÓLLANDI - og átök eiga sér stað bak við tjöldin Yfirleitt er ágúst' pólitikst „dauður” mánuður i Póllandi. Eftir þjóðhátiðardag- inn 22. júli > fara leið- togarnir i sumarleyfi og fátt markvert ber til tiðinda á hinu pólitiska sviði, allt fram i september. Eins og fyrr gat um er þetta hið vanalega ástand, en i ár er aðra sögu að segja. óeirðirnar sem fylgdu i kjölfar hinna ó- væntu verðhækkana i júni hafa hlaðið and- rúmsloftið spennu og ó- róleika. Réttarhöld I málum þeirra sem tóku þátt i óeirðunum i bænum Radom og Ursus verk- smiðjunum rétt fyrir utan Var- sjá hafa vakiö nýja mótmæia- öldu innanlands og utan. Einna mesta athygli hefur vakið yfir- lýsing ítalska kommúnista- flokksins, sem undanfarin ár hefur stutt pólverja með ráöum og dáö. Þeir sem hlutu harðasta dóma vegna óeiröanna i júni siöast- liðnum eru að sögn yfirvalda kunnir óbótamenn, sem not- færðu sér upplausnarástandiö til þess að ræna og rupla. Þessir dómar hljóðuðu upp á allt að 10 ára fangelsi. Þetta er efalaust aö einhverju leyti rétt, þvi ljóst er að margir sem dóm hafa hlotið fyrir þátttöku I óeirðunum voru handteknir viö iðju sem ekki samræmist baráttuaðferð- um verkamanna i launabaráttu. Samt sem áður voru viðbrögð stjórnarinnar vegna óeirðanna I Radom móðursýkiskenndari en vegna sams konar aðgerða annars staöar í landinu. Stjórnin efndi til fjöldafundar þar sem harðorð ræöa borgar- stjórans var hápunkturinn. Allt útlit er fyrir aö öryggislögreglan hafi fengiö fyrirskipanir þess efnis að gripa þar haröar I taumana en annars staðar. Astæðan kann að vera sú að i Radom er stór og mikilvæg vopiaverksmiðja. óljós viðbrögð Þrátt fyrir þá fangelsisdóma sem hér hefur verið minnst á er afstaða stjórnarinnar til þeirra sem tóku þátt I óeirðunum aö mörgu leyti óljós. Talsmaður stjórnarinnar hefur látið hafa það eftir sér aö þeir verkfalls- menn sem „misskildu” ástand- ið verði látnir sleppa með skrekkinn. En ljóst er að ekki verða júniaðgerðirnar látnar á- tölulausar með öllu og margir þátttakendanna mega buast við þvl að missa vinnu sina hafi það ekki þegar gerzt. Menn eru heldur ekki á eitt sáttir um hvað ætla má um stefnu stjórnarinnar af ræöum stjórnmálamanna. í ræðum margra forystumanna hefur komiö fram mjög neikvæð af- staða gagnvart þeim sem þátt tóku i óeirðunum. Aðrir hafa látið að þvi liggja aö verö- hækkanirnar sem voru upphaf ólátanna hafi verið illa undir- búnar og þvi hafi farið sem fór. Allt bendir til þess að nú eigi sér staö mikil umræða innan flokksins um framtíöarstefnu- mörkun i innanrikismálum. Flokksleiðtoginn Edward Gie- rek kaus að halda sig við fyrri stefnu sina, aö vera opinn fyrir hreyfingum meðal landsmanna, sérstaklega þeirra sem starfa i þungaiðnaöi. Aðrir kusu aö fylgja haröari og einbeittari stefnu. Hugmynd- ir þeirra hafa aö visu ekki notið almenns fylgis, en þeir skipa ýmsar valdastöður innan flokksins og þeir kunna þá list að koma fram áformum sinum, með brögðum ef ekki á annan hátt. Margir menntamenn úr röð- um þeirra sem þátt tóku I að- gerðunum I júni hafa mótmælt dómunum I Radom og Ursus og bent á að rikisstjórnin eigi vissa sök á þvi sem skeði. Þvi hefur verið haldið fram að stjórnvöld verði að taka upp viðræöur viö verkalýðsstéttina I þeim tilgangi að efla áhrif stéttarfélaganna og verka- mannaráðanna (sem stofnuð voru árið 1956, en misstu fljót- lega öll áhrif). Þetta eru sjónar- mið sem njóta talsvert mikils fylgis, þvi mótmælendurnir eru alls ekki hópur fólks sem lent hefur I andstöðu við kerfið svipað og i Sovétrikjunum. Eitthvað verður að ske Eitthvað verður að gerast. Fyrst og fremst á efnahags- sviðinu, en ekki kæmi það á ó- vart að hinn dramatíski föstu- dagur, júniföstudagur, hefði ekki einnig einhverjar pólitiskar breytingar i för með sér. Það er samt sem áður erfitt að átta sig á þvi hvað gerist næst, en vist er um það að ýmis- legt er á seyði bak við tjöldin I Varsjá. — ES Allt bendir til þess aö harðvitugar deilur eigi sér nú staö, innan pólska kommúnistaflokksins, um hvaða lærdóma draga megi af júnióeirðunum þar I landi. Edward Gierek (aðalritari flokksins sjötta árið I röð) er talsmaöur þeirra sem vilja fara hægt I sakirnar, en þeir sem taka vilja á málum af meiri hörku eru einnig valda- miklir og gætu haft mikil áhrif á stefnumörkun stjórnarinnar. ÞORNANDI BRUNNAR! EFTIR BRUCE STOKES Sérhver einstaklingur þarf lágmarksskammt af vatni til þess að Sérhver einstaklingur, sem bætist Ihópinn, þarf einhvern lág- marksskammt af vatni, tii þess að geta haldiö lifi. Það þarf hvorki meira né minna en 400 litra af vatni, til þess að framleiða einn brauð- hleif! Haldi mannkyninu áfram að fjölga með sama hraða og veriö hefur undanfarið mun vatnsþörf þess hafa þrefaldast frá þvi sem nú er, þegar i upphafi 21. aldar. Þetta þýðir beiniinis, að hætt er við að menn verði að fara hægar I en áður, að rækta land með áveit- um, og afleiðingin af þvi verður óhjákvæmilega þverrandi geta á fæðuöflun. Hér við bætist svo stóraukin vatnsþörf til iðju og iönaöar og orkuframleiðslu. Þetta mun koma harkalega niöur á þróunar- þjóðfélögúnum. Brooklyn I New York var aðeins fámennt þorp á nitjándu öldinni og aflaði sér neyzluvatns á sama hátt og þá tiðkaðist, með þvi að grafa brunna og sækja vatnið i skaut jarðarinnar. En með stóraukinni mannfjölg- un kom að þvi, að hinn „ótæm- andi” forði vatns, sem menn höfðu treyst á aö jörðin geymdi — þraut, og eftir þvi sem grunnvatnið lækkaði, slaðist salt vatn inn i gömiu vatnsbólin, svo leita varð nýrra leiöa til vatnsöfl- unar. Vatnið var sótt til strjálbýlli héraða i New York fylki, sem enn voru aflögufær, og siðan hefur Queens County fetað I þá slóð einnig. Sýnt er, að Nassau verður brátt að bætast I þennan hóp, og vafalaust ekki siðar en um 1990, haldi ibúafjölgun áfram.einsog horfir. Allt frá Filipseyjum, þar sem likur benda til að mannfólkiö tvö- faldist að tölunni til á næstu 15 ár- um, og til gresjanna á hálendi Eþlópiu, grefur vatnsskorturinn nú þegar undan heilbrigði fólks- ins, hamlar gegn aukinni ræktun og þar með fæðuöflun, og beinlin- is stefnir á vonleysi I aukinni vel- ferö. Sérhver einstaklingur, sem bætist I hóp mannkynsins, þarf sinn skammt af vatni, til þess að geta lifað og þroskast. Drykkjar- vatn er vitanlega ekki nema óverulegur hluti daglegra þarfa. En þegar þess er gætt, að það þarf hvorki meira né minna en um 400 litra af vatni, til þess að framleiöa einn brauðhleif og framleiðsla eins pund af kjöti kostar um 400 sinnum meira vatn en það, sést bezt hve vandamáliö er risavaxið. Orkuframleiðsla er oft mjög háð gnægð vatns og flestar nytja- vörur allt frá plasti til stáls þarfn- ast mikils vatns til framleiösl- unnar, þá sést best að það er ekki maöurinn einn, sem keppir um vatnsforöa jarðarinnar. Bandarikjamenn hafa reiknaö út, að vatnsneyzla I rlkjunum hafi aukizt um 75% á slðastliðnum 25 árum, og llkur hafa verið leiddar aö þvi, aö vatnsneyzla veraldar- innar hafi aukizt um 200% i upp- hafi næstu aldar, ef svo fer fram, sem nú horfir! Sýnt er, að þrátt fyrir siaukinn þrýsting I gagnstæða átt mun talsvert hægja á aukningu rækt- arlands á næstunni. En á áratugnum frá 1960-1970 er taliö að aukningin hafi verið um 3% ár- lega. Þetta stafar sumpart af því, aö þegar er búið aö taka þau svæði til ræktunar, sem bezt iiggja við t.d. áveitum en þó er þverrandi vatnsforði jaröarinnar stórum viðtækara vandamál. Þegar hefur komið til alvar- legra átaka milli ræktunarmanna og iðnaðarins, sem stöðugt krefst meira af takmörkuöum vatns- forða á norðlægum sléttum Bandarikjanna. Um það bera si- auknar lögfræðilegar deilur um vatnsréttingu ljósastan vott. Þar er m.a. deilt um réttindi til stofnunar fyrirtækja, sem breyttu kolum I gas, og myndu þurfa á gifurlegu vatni að halda til þeirrar starfsemi. Fjöldi vatnsbóla um viöa veröld er nýttur i margskonar mæli og oft gagnstæðum hverjum öðrum. Tökum sem dæmi hið nafnkunna vatn I Kenya, Nakuruvatniö. Þaö hefur verið fram að þessu eins- konar Paradis fyrir villt dýr og fugla. Nú er það að verða eins og forarvilpa, vegna ógætilegrar meðferðar mannfólksins og þar á meöal áveituframkvæmda. geta haldiö lifi. Flamingoarnir, sem einu sinni gerðu garöinn þar frægan, eru nú horfnir, hafa beinlinis flúið af hólmi. Meðal þróunarþjóðanna munu árekstrarnir milli vatnsþarfar til ræktunar fæðu- og fóöurvara og iðnaðaruppbyggingar, verða mjög harðir. Framleiösia þunga- vinnuvéla og þá stáls I þær, er þessum þjóöum lifsnauðsyn. Þar gildir sama, hvort unniö yrði af þeirra eigin frumkvæöi, eða meö erlendri aðstoð. Likurnar til þess að mæta si- aukinni vatnsþörf mannkynsins þegar til lengdar lætur, eru vissu- lega ekki bjartar. Viða lækkar yfirborð grunn- vatnsins geigvænlega. Það hefur komiö I ljós i Polk County i Florida, aö viö geysiöra fólks- flutninga þangað,* eftir að skemmtigarður Walt Disneys var þar geröur, hefur yfirborð grunn- vatnsins lækkaö um rúma 6 metra! Staökunnugir visindamenn full- yrða, að haldi fólksfjölgun þar á fram og aukist um 50%, eins og spáð hefur verið, muni það orsaka gifurleg, næstum óyfir- stiganleg vandamál um vatns- öflun. Aður fyrr var reynt að mæta vatnsþörfinni með þvi aö grafa dýpri brunna eöa flytja vatniö aö — lengri eða skemmri leiöir. En þær leiðir eru sumsstaðar að lokast. Höfuðborg Thailands, Bang- kok, hefur lengi búið við og treyst á brunnagröft og ekki síður að- streymi úr Chao Praya fljótinu. En nú er stöðugt meira og meira af þessari lifæö tekið til áveitu löngu áður en hún nær til borg- arinnar og brunnarnir eru þegar ofnýttir. Borgarbúar horfa því fram á alvarlegan vatnsskort innan tiöar og eiga enga útgöngu- leið úr þeim vanda. Framleiðsla neyzluvatns er ákaflega kostnaðarsöm og getur sjáanlega ekki mætt þeim vanda, sem siaukinn mannfjoldi veldur. Jafnvel þó mannkynið skipu- leggi ailan sparnað, sem unnt er aö framkvæma — og þaö er vissu- lega unntað spara mikiö, nær það samt skammt. Við komum alltaf aftur og aftur að þvi, aö nauð- synin á þvi aö takmarka mann- fjölgunina I heiminum verður þvi meira knýjandi sem lengra liður.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.